Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2009, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2009, Blaðsíða 22
Þriðjudagur 3. febrúar 200922 Fólkið Söngvarar úr íslensku söng- keppnunum Idol-Stjörnuleit og X-Factor njóta góðs gengis í Eurovision-forkeppninni í ár, en þrír flytjendur úr X-Factor og Idol keppa til úrslita í aðal- keppninni eftir tvær vikur. Óhætt er að segja að þessir keppendur séu þaulvanir í söngvakeppn- um og eigi auðvelt með að koma fram fyrir framan stóran hóp áhorfenda. Hara-systur syngja í úrslitakeppninni en systurnar nutu mikilla vinsælda í X-Fact- or-keppninni sálugu. Jógvan, sigurvegari í X-Factor, flytur lag í aðalkeppninni ásamt Ingólfi Þórarinssyni, sem Íslendingar þekkja betur sem Ingó Idol. Þess má geta að Heiða Ólafsdóttir söng lag í keppninni í ár og Dav- íð Smári var í bakröddum í einu af lögunum. Kom reiðinni Þúsundþjalasmiðurinn Haffi Haff sá um stíliseringuna á stelpuband- inu Elektra sem komst áfram í und- ankeppni Eurovision síðasta laugar- dagskvöld. Sjálfur komst Haffi langt í undankeppninni í fyrra þegar hann söng lagið Wiggle Wiggle Song, sam- ið af Svölu Björgvins. Aðspurður hvort hann sé sjálfur hættur að vinna í músíkinni segir hann það víðsfjarri. „Nei, ég var einmitt að semja lag sem ég er búinn að taka upp. Það er svolítið öðruvísi en annað sem ég hef verið að gera í músík- inni hingað til. Þetta er svona „angry song“ sem sendir skila- boð til ákveðinnar manneskju. Ég samdi það þegar ég var reiður og í ástarsorg. Í augnablikinu heit- ir það Burn en hvað verður um lag- ið kemur svo bara í ljós,“ segir Haffi en á dögunum birtust fregnir af því í Séð og heyrt að hann væri í ástarsorg eftir að hafa slitið sambandi sínu við Dustin frá Seattle. „Ég sá um stíliseringu á stelpun- um í Elektra ásamt Kötlu vinkonu minni og Elísi, Svo vinn ég á Vikunni og sem förðunarmeistari hjá Mac í Smáralind. Ég er með út- varpsþáttinn minn á smá hóld í augnablikinu því ég hafði hreinlega ekki tíma í að sinna honum jafn vel og ég hefði vilj- að gera og er líka hætt- ur með myndbrotin á monitor.is. Það var bara ekki réttur tími fyrir svoleiðis þátt í augnablikinu.“ Samkvæmt heimildum DV tekur Haffi að auki heldur óhefðbund- inn þátt í verkinu Sannleikurinn um lífið eftir Pétur Jó- hann Sigfússon og Sigurjón Kjart- ansson sem sýndur verður í Borgar- leikhúsinu. „Ég get ekkert tjáð mig um það,“ svarar Haffi Haff dular- fullur að lokum. Sannleikurinn um lífið fjallar eins og nafnið gefur til kynna um sannleik- ann og er byggt á upplifun Péturs Jóhanns á leitinni að sjálfum sannleikanum. krista@dv.is Haffi Haff vakti mikla athygli með laginu Wiggle Wiggle Song í undankeppni Euro- vision í fyrra. Þótt hann syngi ekki sjálfur í ár sá hann um stíliseringu á stúlknaband- inu Elektra sem komst áfram í undan- keppninni á laugardag. Sjálfur er Haffi þó hvergi hættur að syngja og samdi nýverið lag sem hann kallar „angry song“ enda var hann í ástarsorg þegar lagið var samið. „Það eru allir ofboðslega ánægðir enda að- stæður hinar allra bestu. Fyrirsæturnar og hópurinn í heild sinni eiga ekki orð yfir feg- urðinni hérna og segja þetta eins og í ævin- týri,“ segir Anna Rún Frímannsdóttir, förð- unarmeistari og sjónvarpskynnir, sem tók þátt í að farða fyrirsæturnar úr breska sjón- varpsþættinum Britain´s Next Top Model sem myndaðar voru í Bláa lóninu í gær. Það var engin önnur en Huggy Ragnarsson, ljós- myndari, fyrirsæta og dómari í keppninni, sem myndaði stúlkurnar níu sem eftir eru í Lóninu. Ásamt Önnu Rún voru það förðunar- meistararnir Þórdís Þorleifsdóttir og Elín Reynisdóttir sem lögðu hönd á plóginn við verkefnið en allar hafa þær mikla reynslu úr förðunarheiminum. Einnig voru þrír ís- lenskir hárgreiðslumeistarar fengnir til verksins. „Hlutverk okkar var að undirbúa módel- in vel, það er að segja passa að húðin væri í góðu ástandi, hreinsa allt naglalakk af fingr- um og tám og fleira í þeim dúr. Því næst tóku förðunarmeistarar þáttarins við en svo sáum við um að leggja lokahönd á þær með kinnalit, varalit og allt sem tengist líkams- förðuninni þannig að það var gott samstarf á milli okkar og bresku förðunarmeistar- anna. Að lokum fylgdum við fyrirsætunum í myndatökuna og sáum um að laga þær á settinu. Það var virkilega gaman að taka þátt í þessu,“ sagði Anna Rún sátt eftir daginn. Eins og DV greindi frá fyrir helgi hefur breski hópurinn dvalið hér á landi frá því á sunnudag og lýkur dvöl hans í dag. Var markmið ferðarinnar að taka upp einn þátt í seríunni vinsælu sem er sú fimmta í röðinni. kolbrun@dv.is orðlaus yfir fegurðinni Myndaði fyrirsæturnar Huggy myndaði fyrirsæturnar við frábærar aðstæður í bláa lóninu í gær. Þaulreynd í söngva- Keppnum Huggy myndaði fyrirSætur í Bláa lóninu: Haffi Haff Útrás er orðið hálfgert skamm- aryrði á Íslandi eftir að útrás íslensku viðskiptavíkinganna strandaði með afleiðingum sem öllum eru kunnar. Vinjettuhöf- undurinn og fagurkerinn Ár- mann Reynisson lætur það ekki á sig fá og skrifar nú „útrásar- vinjettur“ eins og fram kom á Facebook-síðu hans í gær. Hvort þær fjalli með beinum hætti um íslensku útrásina verður spenn- andi að sjá. Útrás Ármanns sjálfs er í það minnsta hafin þar sem hann sendi í fyrra frá sér vinjettubók á fjórum tungumál- um. Þess má geta að Ármann fagnar ríkisstjórnarskiptunum og óskar nýrri stjórn velfarnaðar, nú þegar „útrásarríkisstjórnin“ ef svo má kalla hana er farin frá völdum. Ármann í útrÁs í l Vill ekkert staðfesta Samkvæmt heimildum dV kemur Haffi fram í verkinu Sannleikur- inn um lífið eftir Pétur jóhann og Sigurjón Kjartansson en sjálfur vildi Haffi ekkert staðfesta. Með mörg járn í eldinum Haffi samdi lag í ástarsorg- inni sem er talsvert frábrugðið því sem áður hefur heyrst frá kappanum. Mynd GunniGunn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.