Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2009, Blaðsíða 8
Þriðjudagur 3. febrúar 20098 Fréttir
Sjálfumglaðir
sjálfstæðismenn
„Það vottar ekki fyrir afsökun-
um til almennings þó svo að
landið sé rjúkandi rúst eftir 18
ára valdasetu þeirra,“ segir Guð-
mundur Gunnarsson, formaður
Rafiðnaðarsambands Íslands,
um viðkvæði sjálfstæðismanna,
nú þegar þeir eru ekki lengur
við völd.
„Sjálfumgleðin er á sínum stað
og fullvissan um að þeir einir
þekki réttu leiðirnar, annað sé
glundroði,“ segir Guðmundur
meðal annars á bloggsíðu sinni.
DV greindi frá því um helgina að
Gunnar Páll Pálsson, formaður VR,
fengi bíl frá félaginu sem kostar rúm-
lega sex milljónir. DV hafði sam-
band við önnur verkalýðsfélög og
fengust þær upplýsing-
ar að ekkert þeirra út-
vegar formanni sínum
eða framkvæmdastjóra
bíl til afnota. Þau verka-
lýðsfélög sem DV hafði
samband við eru: ASÍ,
Efling, Rafiðnaðarsam-
bandið, BSRB, Samiðn,
Verkalýðsfélag Akraness
og Starfsgreinasam-
bandið.
Flestir verkalýðs-
foringjarnir hafa kíló-
metraakstur í samn-
ingi sínum fyrir þær
ferðir sem þeir keyra
á vinnutíma. Þorbjörn Guðmunds-
son, framkvæmdastjóri Samiðnar,
segir það ekki leyndarmál hvernig
þessum málum sé háttað hjá þeim
en hann fær ekki bíl frá félaginu. „Ég
fæ fyrir aksturinn
en skaffa minn
bíl sjálfur, það er
ekkert leyndarmál
en ég fæ 500 kíló-
metra á mánuði
sem voru 43 þús-
und krónur síð-
ustu mánaðamót.
En ég sé algjör-
lega um rekstur
bílsins, bensín og
allan kostnað við
bílinn.“
Skúli Thorodd-
sen, framkvæmda-
stjóri Starfsgreina-
sambandsins, segir sömu sögu. „Ég
get fullyrt það að innan allra Starfs-
greinasambandsfélaganna er eng-
inn formaður eða framkvæmdastjóri
á bíl á vegum síns félags,“ segir Skúl.
Félögin eru 20 talsins. Hann segir að
hann fái 600 kílómetra akstur á mán-
uði eða rúmlega 50 þúsund krónur.
Guðmundur Gunnarsson, for-
maður Rafiðnaðarsambandins, segir
að hann eigi sinn bíl sjálfur og starfs-
menn fái greitt fyrir þær ferðir sem
séu farnar í vinnu út á land. „Þetta er
bara samkvæmt launakjörum starfs-
manna, við erum landssamband og
förum um allt land,“ segir Guðmund-
ur og bendir á að VR sé Reykjavíkur-
félag. Í helgarblaði DV var fjallað um
bílakjör Gunnars Páls sem sagði þá
að bíllinn og reksturinn, séu kjör sem
honum séu boðin.
bodi@dv.is
Þau verkalýðsfélög sem DV talaði við útvega foringjum ekki bíla til afnota:
gunnar Páll einn með bíl frá félaginu
Fær bíl frá félaginu gunnar Páll
Pálsson er eini verkalýðsforinginn
sem fær bíl frá félaginu.
„Hann kostaði held ég sex og hálfa
milljón, ég veit svo sem ekkert hvað
hann kostar í dag,“ segir Gunn-
ar Páll Pálsson, formaður VR, en á
heimasíðunni eimreidin.is var sagt
að Gunnar Páll hefði til umráða hjá
VR jeppa sem kostar 10,5 milljónir
króna auk þess að VR borgi rekstur
bílsins.
1.150 þúsund í laun
„Ég hef svo sem ekkert um það að
segja, þetta eru starfskjör sem mér
eru boðin og eru búin að vera lengi,“
segir Gunnar Páll aðspurður hvort
honum finnist við hæfi að keyra um
á glæsibifreið. „Hann var keyptur
núna í haust og svo hefur náttúrlega
gengið fallið þannig að ég veit svo
sem ekkert hvernig þeir verðleggja
bíla.“
Gunnar Páll sagði í Bítinu á Bylgj-
unni nú í janúar að hann væri með
í kringum 1.150 þúsund krónur í
laun á mánuði fyrir störf sín í VR og
stjórnarformennsku í lífeyrissjóðn-
um. Spurður um hvaða skilaboð til
félagsmanna hann er að gefa með að
vera með ofurlaun og aka um á ríf-
lega sex milljóna króna bifreið segir
Gunnar Páll: „Ég held að launakjör
hafi verið ákveðin út frá sambærileg-
um störfum, við höfum barist fyrir
markaðslaunum. VR er stór vinnu-
staður og stórt félag og við erum með
hátt í 30 þúsund manns í félaginu. Ég
held þú ættir að kanna hvernig bílum
aðrir verkalýðsforingjar eru á,“ segir
Gunnar Páll og spyr hvort verkalýðs-
foringjar eigi að vera á öðurvísi bíl
en aðrir launamenn.„Þetta eru
engin skilaboð.“
Á að geta staðið undir
þessu sjálfur
Kristinn Örn Jóhann-
esson, annar tveggja
mótframbjóðenda
Gunnars Páls til for-
manns VR, seg-
ir skilaboðin sem
Gunnar Páll gefur
félagsmönnum séu
þau sömu og hann
hefur gefið hingað
til. „Hann er bara
úr tengslum við
sína félagsmenn,
öll launakjörin
hans, framkoma og
ákvarðanir í Kaup-
þingi og lífeyris-
sjóðnum. Sjálf-
ur sagði hann í
Kastljóssviðtali
að hann gerði
sig óstarfhæfan
í stjórn lífeyr-
issjóðsins af
því hann sat
í Kaupþingi,
þess vegna
gat hann ekki
tekið afstöðu
til Exista.
Hann er full-
ur af mót-
sögnum og
þversögnum
og þetta er bara ein birtingarmynd
þess.“
Kristinn Örn segir Gunnar Pál vel
geta staðið undir bílnum sjálfur. „Mér
þykir þetta langt í frá eðlilegt, mér
finnst hann vera með nógu há
laun til að geta staðið und-
ir bílakaupum og rekstri
sjálfur. Mér fyndist eðli-
legt að hann fengi kíló-
metragjald eins og
gengur og gerist fyr-
ir þær ferðir sem
hann fer í vinn-
unni.“ Hann segir
að ef hann nái kjöri
muni hann breyta
launakjörum og
bílahlunnindum
formanns VR.
8,9 sekúndur
upp í hundrað-
ið
Bíllinn sem Gunn-
ar Páll keyrir um á
er af gerðinni Niss-
an Murano og var
keyptur í ágúst 2008,
í dag kostar
sams konar
bíll
10,5 milljónir króna en verðið hefur
hækkað mikið frá því í ágúst vegna
veikrar stöðu krónunnar. Að sögn
Einars M. Nikulássonar í eignaum-
sýslu er bíllinn á rekstrarleigu. Á
heimasíðu Ingvars Helgasonar eru
upplýsingar um nýjustu árgerðina
af bílnum og er honum lýst þar sem
lúxusjeppa sem sameini kosti fólks-
bíls og jeppa á einstaklega þægileg-
an máta. Hann er með leðurinn-
réttingu, tölvustýrðri miðstöð, með
loftkælingu og með sex loftpúðum.
Í honum er bakkmyndavél með lita-
skjá og BOSE-hátalarakerfi. Hann er
234 hestöfl og er aðeins
8,9 sekúndur upp
í hundraðið.
Gunnar Páll Pálsson
Kristinn Örn Jóhannesson
föstudagur 30. janúar 20092
Fréttir
hitt málið
Eigum pústkerfi
í flestar gerðir bifreiða
Gott verð!
Þetta helst
- þessar fréttir bar hæst í vikunni
DeilDu um Davíð
Varnarmúr Sjálfstæðisflokksins
um Davíð Oddsson seðlabanka-
stjóra rofnaði þegar ríkisstjórn-
in sprakk. Forysta Sjálfstæð-
isflokksins batt vonir við það
að ekki þyrfti að leysa Davíð frá
störfum í Seðlabankanum. Vonin var að
1. mars yrði Davíð kominn í nýtt starf og
því kæmist Geir hjá því að segja honum
upp störfum í Seðlabankanum. DV hefur
áreiðanlegar heimildir fyrir því að unnið
hafi verið að því að koma Árvakri, útgáfu-
félagi Morgunblaðsins, í hendur manna
sem hliðhollir eru Sjálfstæðisflokknum
og að Davíð Oddsson hafi átt að verða rit-
stjóri Morgunblaðsins. Þannig átti Davíð að fara sjálfviljugur frá bank-
anum en ekki með valdboði. Samhliða þessu hefðu Seðlabankinn og
Fjármálaeftirlitið verið sameinuð samkvæmt hugmyndum sjálfstæð-
ismanna, sú löggjöf tæki gildi 1. mars.
stjórnin springur
Ljóst varð um
síðustu helgi að
eitthvað mikið
yrði að gerast
til að ríkisstjórn
Sjálfstæðisflokks
og Samfylkingarinnar héldi
áfram. Þá var óánægjan
með stjórnarsamstarfið
orðin svo mikil í Samfylk-
ingunni að verulegra breyt-
inga þótti þörf. Þetta var í
annað skipti eftir bankahrun sem líf stjórnarinnar hékk á bláþræði og í
þetta skipti slitnaði þráðurinnn. Stjórninni var slitið með gagnkvæmum
ásökunum fólks úr stjórnarflokkunum. Í kjölfarið hófst stjórnarmyndun
Samfylkingarinnar og vinstri-grænna og var hún langt komin þegar DV
fór í prentun á fimmtudagskvöld. Því var útlit fyrir að vinstristjórn kæm-
ist til valda í fyrsta skipti síðan vinstristjórn Framsóknarflokks, Alþýðu-
flokks og Alþýðubandalags, auk Borgaraflokks, stýrði landinu frá 1989 til
1991. Útlit var fyrir að fyrsti kvenforsætisráðherrann tæki við embætti.
bjórsmygl fyrir pípara
Píparar sem hafa verið í við-
skiptum við lagnadeild BYKO
fengu gefins bjór fyrir að eiga
í viðskiptum við fyrirtækið.
Réttir tollar voru ekki greiddir
af bjórnum sem var skráð-
ur sem kynningarefni í vörureikning-
um. Pípulagningamaður, sem vill ekki
láta nafns síns getið, segist hafa fengið
tvo eða þrjá bjórkassa gefins frá BYKO
í gegnum tíðina. „Þeir sem vildu bjór
gátu fengið hann,“ segir píparinn. Ýmsir
hafa orðið til að lýsa þessu sem mútum.
Sigurjón Örn Steingrímsson, fyrrverandi
yfirmaður lagnadeildar BYKO, er grun-
aður um smyglið og er málið til rann-
sóknar hjá tollstjóraembættinu. Sigurjón var rekinn frá BYKO vegna
málsins eftir að forsvarsmenn BYKO höfðu kært smyglið til tollstjóra-
embættisins.Um er að ræða stórfellt smygl á kössum af þýskum Di-
ebels Alt-bjór í gámum BYKO frá Lettlandi. Sigurjón segir að bjórinn
hafi verið fluttur inn til að hygla viðskiptavinum BYKO svo þeir héldu
áfram að vera í viðskiptum við fyrirtækið.
2
3
1 F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ðþriðjudagur 27. janúar 2009 dagblaðið vísir 18. tbl. – 99. árg. – verð kr. 347
my
nd
he
iða
he
lg
ad
ót
tir
Geir Haarde vildi ekki reka davíð OddssOn:
DAVÍÐ ÁTTI AÐ
FÁ MOGGANN
deila eftir
stjórnarslit
fréttir
fréttir
leiðBeiningar
tilstjórnValdalisti neytendasamtakanna um Björgun heimilanna
Ættir
jóhönnu
ÆttfrÆði
Viðskipta-
Blaðið selt
á krónu
RéÐ sON
RITARA
sÍNs
fréttir
fréttir
fOrsetinn
BOðar „nÝtt
lÝðVeldi“
neytendur
F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð
miðvikudagur 28. janúar 2009 dagblaðið vísir 19. tbl. – 99. árg. – verð kr. 347
Stórfellt Smygl á bjór frá lettlandi í gámum byKO:
BYKO MÚTAÐI
PÍPURUM
MEÐ BJÓR
fréttir
Hrun Hjá
Bretum
fréttir
Hafnar
gYðingum
Í HjÓLaBúð
„júðar ekki veLkomnir“
BotnLauSttaP
deCode
„Það viSSu aLLir af ÞeSSu“
eigandinn SegiSt ekkert Hafa vitað
davÍðfÆr
78 miLLjÓnir
miSSti
vinnuna en
eignaðiSt
Barn
fÓLk
erLent
SviPta
LeYndar-
HuLunni
af ÍSLandi
neYtendur
Leigan Í
frjáLSu
faLLi
176 ÞúSund á Hvern ÍSLending
fréttir
fréttir
united fÓr
Hamförum
SPort
mánudagur 26. janúar 20092 Fréttir
Óánægjan með stjórnarsamstarf-
ið hefur grafið um sig í Samfylk-
ingunni frá því í annarri viku eftir
bankahrunið. Um og upp úr miðj-
um október var þrýstingurinn mjög
mikill á að gerðar yrðu ráðstafanir
til þess að bæta stöðu ríkisstjórnar-
innar, meðal annars með því að láta
ráðamenn Fjármálaeftirlitsins og
Seðlabankans axla ábyrgð. Leynileg
bókun Össurar Skarphéðinssonar á
ríkisstjórnarfundi um að reka skyldi
Davíð Oddsson úr embætti seðla-
bankastjóra segir sína sögu, en hún
var gerð snemma í október í miðju
bankahruninu.
Þessi þrýstingur innan Samfylk-
ingarinnar var orðinn svo mikill
seint í nóvember síðastliðnum eftir
fund flokksstjórnarinnar að byrjað
var á að leggja drög að nýjum meiri-
hluta á þingi og þar af leiðandi nýrri
ríkisstjórn án Sjálfstæðisflokksins.
Viðræður um stjórnarslit og nýja rík-
isstjórn á þessum tíma komust þó
aldrei á neinn rekspöl þar sem Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir, formaður
Samfylkingarinnar, taldi þingflokk-
inn á að bíða eftir landsfundi Sjálf-
stæðisflokksins í lok janúar. Mjög
þýðingarmikið væri fyrir Samfylk-
inguna, sem einn stjórnmálaflokka
hafði inngöngu í Evrópusambandið á
stefnuskrá sinni, að sýna þolinmæli.
Í ljósi bankahrunsins og gjaldmið-
ilskreppunnar væru verulega auknar
líkur á að Sjáflstæðisflokkurinn sam-
þykkti aðildarumsókn að ESB.
Ekkert af þessu hefur gengið eftir.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur ákveðið
að slá landsfundi sínum á frest. Þar
með er Evrópuáætlun Samfylking-
arinnar og formanns hennar í upp-
námi.
Björgvin axlar ábyrgð
Enginn hafði axlað ábyrgð á banka-
hruninu fyrr enn í gær að Björgvin G.
Sigurðsson viðskiptaráðherra sagði
óvænt af sér og tók með sér stjórn
Fjármálaeftirlitsins og Jónas Fr. Jóns-
son, forstjóra þess. Jón Sigurðsson,
stjórnarformaður Fjármálaeftirlits-
ins, hefur auk þess lýst því að hann
ætli að segja sig úr bankaráði Seðla-
bankans.
Seinfærni ríkisstjórnarinnar í
þessum efnum þótti áberandi og
vaxandi ólgu hefur gætt í þjóðfé-
laginu vikum og mánuðum saman.
Ljóst var að bankakerfið var hrunið
og rekstur fyrirtækja, heimila og op-
inberrar þjónustu væri í uppnámi.
Fall íslensku krónunnar framkallaði
alvarlega gjaldeyriskreppu. Geng-
isfall íslensku krónunnar fyrstu níu
mánuðina í fyrra jók erlendar skuld-
ir þjóðarbúsins um eitt þúsund millj-
arða í íslenskum krónum talið, eins
og Gunnar Tómasson hagfræðingur
hefur bent á. Svo hörð var þessi sér-
íslenska kreppa að Alþjóðagjaldeyr-
issjóðurinn sá sig knúinn til þess að
beita gjaldeyrishöftum sem enn eru
í gildi.
Ríkisstjórnin sýndist andvaralaus
gagnvart þeirri kreppu sem kjósend-
um virtist efst í huga. Vikum og mán-
uðum saman hafa mótmælendur
krafist þess að einhverjir axli ábyrgð
innan ríkisstjórnarinnar, Fjármála-
eftirlitsins og í Seðlabankanum.
Fréttir voru sagðar af því í Sjónvarp-
inu um miðjan desember að til stæði
að skipta út ráðherrum um áramótin
síðustu. Skömmu fyrir jól var ljóst að
af því yrði ekki og engin svör fengust
frá oddvitum ríkisstjórnarinnar um
framtíð seðlabankastjórnarinnar og
Fjármálaeftirlitsins. Í síðustu viku var
sem siðkreppa íslenskra stjórnmála
og krafan um kosningar hefði fram-
kallað byltingarástand í þjóðfélaginu
með miklum og ógnandi mótmæl-
um í miðborg Reykjavíkur. Hámarki
náðu þau þegar beitt var táragasi
gegn mótmælendum og lögreglu-
þjónar meiddust í síðustu viku.
Fjarvera Ingibjargar
Veikindi Ingibjargar Sólrúnar og fjar-
vera hennar á örlagastundu juku á
óvissuna fyrr í þessum mánuði. DV
hefur heimildir innan beggja stjórn-
arflokkanna um að verkstjórn henn-
ar og Geirs H. Haarde hafi þótt afleit
meðal þingmanna og margra ann-
arra sem gegna trúnaðarstörfum fyr-
ir stjórnarflokkana. Í síðustu viku og
um helgina var óþolið innan Sam-
fylkingarinnar orðið yfirþyrmandi.
Ekki einasta var samþykkt í flokksfé-
lögum að efnt yrði til kosninga í vor
heldur einnig að stjórnarsamstarf-
inu við Sjálfstæðisflokkinn yrði rift
hið snarasta. Þær samþykktir standa
enn.
Við þessar aðstæður beið þing-
flokkur og miðstjórn Samfylkingar-
innar eftir heimkomu Ingibjargar
Sólrúnar úr læknismeðferð í Svíþjóð.
Síðan þá er orðið ljóst að Geir
H. Haarde forsætisráðherra er sjálf-
ur orðinn sjúkur og þarf að gangast
undir meðferð gegn illkynja æxli í
vélinda. Landsfundi flokksins hef-
ur verið slegið á frest og flokkurinn
samþykkt að kosningar verði í vor.
Þar með er Evrópuáætlun Samfylk-
ingarinnar í uppnámi eins og áður
segir.
Í kjölfarið hefur svo Björgvin G.
Sigurðsson sagt af sér ráðherraemb-
ætti.
Þingflokksfundir í dag
Ljóst má vera að Sjálfstæðisflokk-
urinn fer nú í gegn um einhverjar
mestu hremmingar sínar í meira en
tvo áratugi. Geir H. Haarde gefur ekki
kost á sér til endurkjörs í embætti for-
manns flokksins. Hann er æðsti yfir-
maður Seðlabankans og hefur reynst
ófær um að taka á málum varðandi
hann. Ekki er víst að neinn þeirra
sem sækist eftir formannsembætti í
Sjálfstæðisflokknum hafi heldur þrek
til þess að fara gegn Davíð Oddssyni í
Seðlabankanum af ótta við að hann,
og sá armur flokksins sem hann teng-
ist, vinni gegn sér í formannskjöri á
landsfundi flokksins í lok mars.
Stjórnarflokkarnir hafa báðir boð-
að þingflokksfundi fyrir hádegi í dag
þar sem formenn flokkanna gera
grein fyrir stöðu mála. Telja má full-
víst að eftir fundina verði gefnar út
yfirlýsingar um líf núverandi ríkis-
stjórnar sem mótmælendur hafa róið
gegn vikum og mánuðum saman, nú
síðast undir slagorðinu „Vanhæf rík-
isstjórn“.
Niðurstaða í dag
Ingibjörg Sólrún telur að niðurstaða
viðræðna stjórnarflokkanna liggi
fyrir í dag. „Björgvin G. Sigurðsson
er nú búinn að fara fram með góðu
fordæmi og Fjármálaeftirlitið. Þá
hlýtur athyglin að beinast að Seðla-
bankanum... Við viljum sjá breyt-
ingar í stjórnkerfinu.“ Ingibjörg segir
Samfylkinguna ekki skipta sér af ráð-
Ögurstund ríkisstjórnarinnar
Ingibjargar Sólrúnar
Gísladóttur
Davíð Oddsson
Ekki er víst að neinn
þeirra sem sækist
eftir formannsembætti
í Sjálfstæðisflokknum
hafi heldur þrek til
þess að fara gegn
Davíð Oddssyni í
Seðlabankanum.
JóhaNN haukSSON
blaðamaður skrifar: johannh@dv.is
Fyrir utan heimilið geir H. Haarde
glímir við veikindi, ætlar ekki að gefa
kost á sér í formannskjöri Sjálfstæðis-
flokksins og býst við að fara úr pólitík.
MYND hEIÐa hELGaDóTTIR
Ögurstundin Ingibjörg Sólrún gísla-
dóttir hefur sett hámarksþrýsting á
samstarfsflokkinn en hennar eigin
flokksmenn þrýsta einnig á hana.
MYND hEIÐa hELGaDóTTIR
mánudagur 26. janúar 2009 3Fréttir
herravali Sjálfstæðisflokksins. Ekki
vildi hún heldur svara spurning-
um um hugsanlegt brotthvarf Dav-
íðs Oddssonar úr Seðlabankanum
skömmu fyrir landsfund Sjálfstæðis-
flokksins. Ingibjörg sagði að ástæða
væri til þess að skoða einnig mögu-
leika á að breyta verkstjórnarvaldi ef
ríkisstjórnin héldi velli.
Undir kvöld í gær kvaðst hún ekki
hafa rætt við forystumenn VG um
hugsanlegt stjórnarsamstarf með
hlutleysi eða þátttöku Framsóknar-
flokksins fram að kosningum. „Ég er
ekki í þreifingum við neina flokka.“
Líkur á að upp úr slitni
Þetta þarf þó ekki að merkja að Sam-
fylkingin sé ekki í sambandi við for-
ystumenn VG. Heimildir eru fyrir því
að Samfylkingin hafi vissu fyrir því
að hún geti efnt til skammtímasam-
starfs við VG þar sem gert yrði einfalt
samkomulag um fá en mikilvæg at-
riði. Reynt yrði að verjast gjaldþrot-
um fyrirtækja og heimila og auknu
atvinnuleysi. Við blasir geigvænleg-
ur hallarekstur ríkissjóðs og lánsfjár-
þurrð frá öðrum löndum og líkur eru
til þess meðal annars að grípa þurfi
til niðurskurðar í heilbrigðis-, vel-
ferðar- og menntakerfinu frekar en
orðið er. Ofan á annað gætir auk þess
aukinnar svartsýni og eru traustar
vísbendingar fyrir því að fjöldi ein-
staklinga og fjölskyldna undirbúi för
sína af landi brott í atvinnuleit.
Geir H. Haarde sagði í gærkvöldi
að mál færu senn að skýrast og að allt
kæmi til greina. Hann minnti á að
hann hefði lagt fram hugmyndir um
að sameina Seðlabankann og Fjár-
málaeftirlitið með lagabreytingum.
„Mér finnst ekki að rasa eigi um ráð
fram í þessu efni... Ég veit ekki hvort
þetta er krafa af hálfu Samfylkingar-
innar. En þetta hefur borið á góma,“
segir Geir og bætir við að Sjálfstæðis-
flokkurinn ráði sínum ráðherrasæt-
um sjálfur.
Geir segir það vera ábyrgðarlaust
að skilja landið eftir stjórnlaust. „Ef
upp úr þessu slitnar verða menn
náttúrulega að grípa til annarra
ráða... Aðalatriðið er að hægt verði
að stjórna landinu fram að þing-
kosningum.“ Geir sagði að Sjálfstæð-
isflokkurinn hefði ekki þreifað neitt
fyrir sér um samstarf við aðra flokka
en Samfylkinguna.
Nýr meirihluti og þingrof
Sem forsætisráðherra hefur Geir
einn vald til þess að biðja forseta Ís-
lands um að rjúfa þing. Lög gera ráð
fyrir því að forsetinn verði við beiðni
forsætisráðherra. Forsetinn hefur
þó vald til þess að meta aðstæður
og kanna hvort annar meirihluti sé
starfhæfur í þinginu.
Þá er einnig sá möguleiki fyr-
ir hendi að til verði nýr meirihluti á
þingi án þess að reynt hafi á þing-
rofsheimildina. Þess má geta að bæði
Davíð Oddsson og Geir H. Haarde
hafa gengið á fund forseta Íslands og
tilkynnt honum um nýjan þingmeiri-
hluta og nýja ríkisstjórn í kjölfar þing-
kosninga á undanförnum árum.
Til fundar við forsætisráðherra
Tómlæti gagnvart kröfunni um manna-
breytingar, endurnýjun og kosningar
kom ríkisstjórninni á kaldan klaka.
MYND HEIÐA HELGADÓTTIR
„Mér þykir þetta langt
í frá eðlilegt, mér finnst
hann vera með nógu há
laun til að geta staðið
undir bílakaupum og
rekstri sjálfur.“
FORMAÐUR
Á LÚXUSJEPPA
Boði loGason
blaðamaður skrifar bodi@dv.is
Formaður VR gunnar Páll
Pálsson segir að bíllinn hafi
kostað sex og hálfa milljón.
lúxusjeppi Bíllinn er útbúinn
glæsilegum útbúnaði. Myndin er
ekki af bílnum hans gunnars Páls.
30. janúar 2009
Guðmundi Jóhannssyni var sagt upp
sem sveitarstjóra Eyjafjarðarsveit-
ar um miðjan janúarmánuð og hafði
hann þá gegnt embættinu í átta mán-
uði. Guðmundi barst uppsögnin þeg-
ar hann var á Flórída að halda upp á
fimmtugsafmæli konunnar sinnar. Á
Flórída á Guðmundur tvö lúxushús
og leigir annað út til að drýgja tekj-
urnar. Guðmundur hefur ekki fengið
nánari útlistun á af hverju hann var
ekki hæfur til að sinna starfinu og er
kominn með lögfræðing í málið þótt
hann vilji síður fara í málaferli við
sveitarfélagið.
Stefán Árnason, skrifstofustjóri
sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar, vildi
ekkert gefa upp um ástæður uppsagn-
arinnar en viðurkennir að umdeild
áramótabloggfærsla Guðmundar um
mótmælin í útsendingu Kryddsíldar
á gamlársdag hafi sett strik í reikning-
inn. Í bloggfærslunni fer Guðmundur
ófögrum orðum um mótmælendur
en samkvæmt heimildum DV þurfti
Guðmundur að eyða bloggfærslunni
út af síðunni í sveitarstjóratíð sinni.
Stefán segir ekki ljóst hvenær sveit-
arstjóraembættið verði auglýst á nýj-
an leik.
Kominn með lögfræðing
„Sveitarstjórnin var með lögfræðing
sem ráðlagði mér að fá mér lögfræð-
ing sem ég gerði. Það er ekkert ákveð-
ið í þessu máli og ég óska ekki eftir því
að fara í málaferli. Ég veit ekki hvort
það er eitthvað sem leysir málið. Ég
skrifaði bréf til sveitarstjórnar og bað
um ástæður fyrir uppsögninni. Því
miður hef ég ekki fengið nein svör en
sveitarstjórnarmenn þurfa að svara
mér í nánustu framtíð,“ segir Guð-
mundur.
Leiðinleg ferð til Flórída
„Þegar maður hagar sér ekki eins og
einhver vill kemur upp pirringur,“
segir Guðmundur um bloggfærsluna
þar sem hann fer illum orðum um
mótmælendurna á gamlársdag. Guð-
mundur átti samt ekki von á að missa
vinnuna og fékk ekki áminningu eða
tækifæri til að bæta ráð sitt.
„Ég sá þetta því miður ekki fyrir. Ég
er sennilega svona bjartsýnn. Fólk-
ið í sveitinni varð líka mjög hissa. Ég
held að þetta sé bara pólitík. En þetta
er leiðinlegt mál. Ég er í góðu sam-
bandi við sveitina og ég sé rosalega
eftir þessu starfi. En það þýðir ekkert
að tala um það þegar fólk vill ekki hafa
mann í vinnu,“ segir Guðmundur en
uppsögnin kom á versta tíma.
„Við vorum úti á Flórída að halda
upp á fimmtugsafmæli konunnar
þegar það var hringt í mig og mér sagt
upp. Við fundum flugfar og skelltum
okkur með fárra daga fyrirvara en
seinnipartur ferðarinnar var hálfleið-
ingur. En við reyndum að gera gott úr
þessu.“
Ódýrara en hótel
Guðmundur og fjölskylda eiga tvö
hús á Flórída, Goostry og Hathert-
on. Goostry er eins og annað heim-
ili fjölskyldunnar en Hatherton-hús-
ið leigir fjölskyldan út og hægt er að
skoða myndir af húsinu á heimasíð-
unni eyri.is.
„Við bjuggum úti á Flórída og eig-
um þar tvö hús núna. Það er yndislegt
að fara til Flórída með börnin og vera
með hús. Þá þarftu ekki að fara með
allan krakkaskarann út að borða. Það
er gott að geta sest bara út við sund-
laug og þetta er ekki dýrara en á hót-
eli ef tvær fjölskyldur slá saman,“ seg-
ir Guðmundur sem er sjálfur fjögurra
barna faðir. Að sögn Guðmundar er
nóg að gera hjá honum við útleigu á
húsinu og fjölskyldan reynir líka að
fara út nokkrum sinnum á ári.
Athafnamaður á Akureyri
Guðmundur deyr ekki ráðalaus þótt
uppsögnin hafi komið aftan að hon-
um. Hann átti fyrirtækið Straumás en
seldi það og átti einnig Sandblástur
og Málmhúðun með bræðrum sín-
um. Það seldu bræðurnir árið 2006
þegar Heiðar bróðir þeirra dó. Guð-
mundur var einnig hluthafi í Tré-
borg þar sem kona hans vinnur en
hann seldi hlut sinn um áramót-
in. Auk þess er Guðmundur raf-
virkjameistari og bílstjóri og úti-
lokar ekki að hann fari út í eigin
atvinnurekstur.
„Ég er að horfa í kringum mig
og ég finn eitthvað. Það er nú ekki
mikið um vinnu en ef eitthvað gott
býðst er aldrei að vita nema maður
færi sig frá Akureyri. Það væri allt í
lagi að flytja til Grímseyjar til dæm-
is,“ segir Guðmundur og hlær.
„Þegar maður hagar sér
ekki eins og einhver vill
kemur upp pirringur.“
REKINN SVEITARSTJÓRI
LEIGIR ÚT HÚS Á FLÓRÍDA
Guðmundi Jóhannssyni var sagt upp sem sveitarstjóra Eyjafjarðarsveitar í janúarmánuði. Þá hafði Guð-
mundur aðeins verið í embættinu í átta mánuði. Guðmundur var staddur á Flórída að halda upp á fimmtugs-
afmæli konunnar sinnar þegar uppsögnin barst honum en þar leigir hann út hús. Guðmundur er kominn
með lögfræðing í málið en óskar þess ekki að fara í málaferli.
Áramótabloggið umdeilda
n „Það er óþolandi að Steingímur j. vogi sér að segja að þetta fólk (skemmdar-
verkamenn) sé þverskurður þjóðarinnar. Lágkúra hans er alger þegar hann ýtir
undir svona hegðun, enda aðhyllist Steingrímur skerðingu á frelsi einstaklingsins
líkt og Stalin gerði. Nota ofbeldi og kúgun til að komast til áhrifa.
Það má nota eins mikið af piparúða og þarf til að hemja þetta lið, það er óþarfi að
senda sjúkraliðið til að skola augu þessa pakks. Það getur hunskast til síns heima
og skolað augun sjálft fyrst það hagar sér svona og stoppar útsendingu þar sem
kjörnir fulltrúar þjóðarinnar skiptast á skoðunum.
Þessi skríll er ekki í mínu umboði, mitt umboð nota ég í kjörklefanum og úrslit
kosninga er vilji þjóðarinnar. búið að eyðileggja þennan síðasta dag ársins fyrir
mér og örugglega fleirum.“
LiLJA KAtrín GunnArsdÓttir
blaðamaður skrifar liljakatrin@dv.is
upplýsingar
um goostry
n fimm herbergi
n 37” plasmatæki, 300 rása kapalsjón-
varp með VOd og Playstation-tölvu í
sjónvarpskróknum
n Leðursófasett í stofu ásamt 32”
LCd-flatskjá, 300 rása kapalsjónvarp
með VOd, heimabíói og nettengdri
tölvu
n Sundlaug
n Íslenskur iP-sími
upplýsingar
um HatHerton
n Tvö herbergi með
sameiginlegu baði
n Sjónvarp og Play Station-leikjatölva
n Sundlaug með heitum potti
n Pallur
n Í öllum herbergjum eru LCd-flat-
skjáir með dVd-spilurum
n Í sjónvarpsherbergi er 46” LCd,
300 rása kapalsjónvarp með VOd,
heimabíó og nettengdri tölvu
n Íslenskur iP-sími
Annað heimili fjölskyldunnar
goostry-húsið er annað heimili
fjölskyldu guðmundar.
Búið öllum helstu þægindum
fjölskyldan fór út til flórída í september
árið 2005 og gerði goostry-húsið klárt.
Sundlaugarbyggingin var kláruð í
desember sama ár.
Leigir út lúxushús guðmundur leigir
út Hatherton-húsið sem er tæplega 190
fermetrar. Sundlaug og heitur pottur
fylgja húsinu.
Hefur engin svör fengið guðmundur er
búinn að skrifa bréf til sveitarstjórn-
ar og biðja um ástæður
uppsagnarinnar en
hefur engin svör
fengið.