Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2009, Qupperneq 12
fimmtudagur 5. mars 200912 Fréttir
Riddarinn Kennedy
Ted Kennedy, einn áhrifamesti með-
limur Kennedy-ættarveldisins sem
trónaði yfir bandarískum stjórnmálum
á síðustu áratugum tuttugustu aldar,
verður þess heiðurs aðnjótandi að
verða aðlaður.
Ted Kennedy, öldungadeildarþing-
maður fyrir Massachusetts í hátt í
fimmtíu ár, mun taka við viðurkenn-
ingunni fyrir þátt sinn í samskiptum
Bandaríkjanna og Bretlands og friðar-
ferlinu á Norður-Írlandi. Kennedy mun
þó ekki heimilt að nota titilinn „sir“
því einungis breskir þegnar mega það.
Hann má hins vegar setja skammstöf-
unina KBE fyrir aftan nafn sitt, en hún
stendur fyrir Knight of the British Emp-
ire, riddari breska heimsveldisins.
Menn leggja ýmislegt á sig fyrir trúna.
Lögreglan í Kyoto, höfuðborg Japans til
forna, fann á heimili manns þar í borg
fjöldann allan af Búddalíkneskjum.
Tjáði maðurinn að hann hefði stolið
þeim svo hann gæti beðið til þeirra. Alls
fann lögreglan tuttugu og eitt líkneski
af Búdda í kjölfar handtöku mannsins,
en hann var upphaflega grunaður um
að hafa stolið viðarlíkneski af Búdda í
hofi í Kyoto.
„Ég stal því vegna trúrækni minn-
ar,“ hafði talsmaður lögreglunnar eftir
Itsuo Abe, þegar Abe var spurður út í
sjötíu sentímetra líkneski frá fyrri hluta
sautjándu aldar, sem tilheyrði Kenn-
inji, Zen-hofi sem stofnað var 1202.
„Ég kann vel að meta Búddalíkneski.
Ég fór með það heim og bað til þess
daglega,“ sagði Abe.
Að sögn talsmanns lögreglunnar
var eitt herbergi á heimili Abes nánast
fullt af styttum, og var eplum og ban-
önum komið fyrir fyrir framan þær
sem fórnargjöfum.
Undanfarna mánuði hafa nokkur
hof í Kyoto orðið fyrir því að Búdda-
líkneski hafa horfið. Einn starfsmað-
ur Kenninji, Zenyu Asano, var himin-
lifandi yfir uppgötvun lögreglunnar.
„Okkur hafði liðið eins og sögu fjög-
ur hundruð ára hefði verið stolið. Við
trúðum að við fengjum þetta aftur. Við
erum allir mjög spenntir,“ sagði Asano.
Kenninji hefur nú fengið örygg-
isverði til að fylgjast með eign sinni.
Einnig var öryggismyndavélum fjölg-
að um helming og innrauðum nem-
um komið fyrir, sagði Soseki Unrini,
munkur í Kenninji-hofinu.
Japanska lögreglan fann fjölda Búddalíkneskja á heimili í Kyoto:
strangtrúaður þjófur
Í gær gaf alþjóðlegi glæpadómstólinn
í Haag út handtökuheimild á Omar
al-Bashirm, forseta Súdan, og er hann
fyrsti sitjandi þjóðarleiðtoginn sem nýt-
ur þess vafasama heiðurs. Dómstóllinn
fór að beiðni Luis Moreno-Ocampo yf-
irsaksóknara um að leggja fram kærur
á hendur Bashir vegna stríðsglæpa og
glæpa gegn mannkyninu í Darfúr-hér-
aði í vesturhluta Súdans. Þar hafa yfir
200.000 manns misst lífið síðan 2003.
Í handtökuheimildinni var ekki
minnst á umdeilda ákæru um þjóðar-
morð vegna meintrar tilraunar til að
þurrka út þrjú þjóðarbrot sem ekki eru
af arabísku bergi brotin.
Kokhraustur forseti
Mannréttindasamtök fögnuðu þeirri
ákvörðun dómstólsins að reyna að
koma lögum yfir Omar al-Bashir sem
er sakaður um að vera heilinn á bak
við aðgerðir stjórnarhersins gegn upp-
reisnarmönnum; aðgerðir sem fólu í
sér fjöldamorð, nauðganir og pynting-
ar í Darfúr.
„Þetta sendir sterk skilaboð um að
alþjóðasamfélagið líði ekki lengur frið-
helgi manna í valdastöðum sem brjóta
með alvarlegum hætti á mannréttind-
um,“ sagði Twanda Hondora, aðstoð-
arframkvæmdastjóri Afríkudeildar
mannréttindasamtakanna Amnesty
International.
Súdan viðurkennir ekki alþjóðlega
glæpadómstólinn í Haag og í fyrradag
sagði Bashir að dómstóllinn gæti „étið“
handtökuheimildina, sem hann sagði
vera samsæri Vesturlanda til að koma
í veg fyrir þróun í Súdan
Þrátt fyrir að Bashir sé kokhraust-
ur er talið að ákvörðun dómstólsins
muni hafa áhrif á stjórnmálalega fram-
tíð hans og að hann muni eiga erfitt um
vik að ferðast út fyrir landsteina Súdans
án þess að eiga á hættu að vera hand-
tekinn.
Glæpadómstóllinn hóf störf sem
sjálfstæð stofnun árið 2003 og þetta
mál er talið það stærsta og umdeildasta
sem hann hefur tekist á við.
Vitnisburður fyrr-
verandi hermanns
Fréttamaður BBC tók viðtal við einn
fyrrverandi liðsmann stjórnarhersins.
Ríkisstjórn landsins hefur ávallt fullyrt
að allar ásakanir um mannréttindabrot
og óhæfuverk væru af pólitískum toga,
en Khalid, eins og hermaðurinn kallar
sig, hefur ófagra sögu að segja.
„Samkvæmt skipunum áttum við
að brenna þorpin til ösku,“ segir Khal-
id. „Við áttum jafnvel að eitra í brunn-
ana. Og okkur var skipað að drepa allar
konur og nauðga stúlkum undir þrett-
án og fjórtán ára aldri.“
Khalid segist hafa verið ófús til að
taka þátt í óhæfuverkunum, en hann
hefði verið drepinn ef hann hefði
óhlýðnast. Að eigin sögn reyndi hann
að skjóta yfir fólkið, en hann hefði ekki
komist hjá því að bera eld að húsunum.
„Þeir sögðu okkur að hlífa engum,
drepið alla,“ segir Khalif í viðtalinu.
„Jafnvel börnin, ef þau urðu eftir í kof-
unum, við urðum að drepa þau.“
Khalif segir að Omar al-Bashir beri
ábyrgðina. „Hann er fyrst og fremst
ábyrgur fyrir þjóðarmorðinu, drápun-
um á börnunum, öllu. Hann ætti aldrei
að segja „Ég drap ekki og veit ekkert“,“
sagði Khalif, sem barðist við tárin á
meðan á viðtalinu stóð.
Fáir efast um ábyrgð forsetans
Bashir, sextíu og fimm ára, hefur verið
við völd í Súdan í tuttugu ár og slæst nú
í hóp Charles Taylor, fyrrverandi forseta
Líberíu, og Slobodan Milósevitsj, for-
seta Serbíu, en þeir sættu báðir ákæru
sérstakra dómstóla þegar þeir voru
enn í embætti. Báðum var síðar komið
frá völdum og í kjölfarið var réttað yfir
þeim í Haag.
Það eru ekki margir óháðir aðil-
ar sem efast um að Bashir beri stór-
an hluta ábyrgðar á hinum mannlega
harmleik sem átt hefur sér stað í Darf-
úr.
Í kjölfar uppreisnar í febrúar 2003,
sem menn af öðru bergi en arabísku
brotnir stóðu að vegna misréttis, þjálf-
aði ríkisstjórnin og vopnaði og fjár-
magnaði hersveitir skipaðar aröbum
til að ráðast á þorp í Darfúr. Í slóð þess-
ara hersveita voru þorp í rústum, fórn-
arlömb morða, nauðgana og rána. Her
landsins veitti stuðning í lofti og á láði.
Moreno-Ocampo segir að aðgerð-
irnar hafi kostað 35.000 mannslíf og
fullyrðir að ætlun Bashirs hafi verið að
útrýma þjóðarbrotunum Fur, Marsa-
lit og Zaghawa sem hann áleit hliðholl
uppreisnarmönnum.
En margir sérfræðingar í málefnum
Súdans eru efins um að ákæra um þjóð-
armorð stæðist auk þess sem ákvörð-
unin um að saksækja Bashir á meðan
hann er enn leiðtogi óútreiknanlegrar
ríkisstjórnar í óstöðugu ríki er umdeild.
Beðið um frest
Bandaríkin, Bretland og Frakkland
voru hlynnt handtökuheimildinni og
standa vonir þeirra til að ríkisstjórn
Súdans láti undan þrýstingi um endur-
bætur og lok átakanna sem staðið hafa
í sex ár.
Arabaríkin og Afríkusambandið
höfðu hins vegar farið fram á frest til að
gefa Omar al-Bashir síðasta tækifærið
til að binda enda á átökin í Darfúr, án
þess að vera undir þrýstingi.
Sameinuðu þjóðirnar geta lagt
fram ályktun um að málshöfðun verði
frestað um tólf mánuði en ekki er tal-
ið að sú verði raunin vegna stuðnings
leiðandi vestrænna ríkja við ákvörðun
dómstólsins.
Sameinuðu þjóðirnar, hjálparstofn-
anir og vestræn sendiráð hafa gert var-
úðarráðstafanir ef svo skyldi fara að
ákvörðun dómstólsins ylli ofbeldi í garð
útlendinga í Súdan. Einnig telja sumir
sérfræðingar ekki loku fyrir það skotið
að Bashir beini spjótum sínum að sam-
tökum andstæðinga sinna á komandi
mánuðum ef honum sýnist sem hann
sé að missa völdin.
HandtöKuHeimild á foRseta
Omar al-Bashir, forseti Súdans, nýtur þess vafasama heiðurs að vera fyrsti sitjandi þjóðarleiðtogi heims sem
gefin er út handtökuheimild á. Alþjóðlegi glæpadómstóllinn í Haag hefur lagt fram kærur á hendur Bashir
vegna stríðsglæpa og glæpa gegn mannkyninu. Bashir sagði dómstólnum að „éta“ handtökuheimildina.
KOlBeinn þOrsteinssOn
blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is
Búddalíkneski
Eitt líkneski dugði ekki
hinum trúrækna þjófi.