Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2009, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2009, Qupperneq 22
fimmtudagur 5. mars 200922 Fólkið Eins og oft hefur komið fram áður nýtur Ásdís Rán Gunnars- dóttir mikilla vinsælda í Búlg- aríu. Eins og DV hefur greint frá áður er í bígerð raunveruleika- þáttasyrpa sem nefnist Foot- baller’s wives þar sem mynda- vélar munu fylgja Ásdísi eftir og mynda hennar daglega líf. Tökur standa nú yfir í nokkra daga og verða sýndir fjórir þættir með Ásdísi. Síðan verða þættir með öðrum fótboltaeiginkon- um sýndir. Á bloggsíðu sinni tekur Ásdís það fram að hún muni sýna þættina á heimasíðu sinni, asdisran.com, sem tekin verður í notkun á næstu dög- um. Á myndinni með Ásdísi er Elena, önnur fótboltaeiginkona. Myndin er tekin fyrir glanstíma- ritið OK! Gaf tvo þumla upp „Íþróttamenn á borð við John Terry og Thierry Henry hjá Barcelona munu tjá sig um Pétur Jóhann Sigfússon og íþróttahæfileika hans en einnig munu þeir sem betur til hans þekkja, þeir Eiður Smári Guðjohnsen og Ól- afur Stefánsson, fara fögrum orðum um kappann,“ segir Auðunn sem lof- ar góðri skemmtun í síðasta þættinum af Atvinnumönnunum sem sýndur er í kvöld. Þátturinn sem notið hefur mik- illa vinsælda er sýndur á Stöð 2 Sport klukkan 20.00. Í þættinum mun Pétur Jóhann sýna allar sínar bestu hliðar en þessi ástsæl- asti íþróttamaður Íslands fyrr og síð- ar, eins og segir á heimasíðu Stöðvar 2 Sport, mun leiða Auðun Blöndal í allan sannleikann um hæfileika sína á hin- um ýmsu sviðum. Auðunn Blöndal hefur fjallað um helstu íþróttahetjur þjóðarinnar í þættinum undanfarnar vikur, rætt við maka þeirra og sýnt á þeim nýjar hlið- ar. Það verður því fróðlegt að sjá hvað hann mun draga fram hjá Pétri Jóhanni í kvöld. terry og Henry fíla pétur Jóhann Ólafur f. Magnússon: Þóra Tómasdóttir fjölmiðlakona úr Kastljósinu er á leið í nám í sumar. Þessu segir Þóra frá á Facebook-síðu sinni en fjöl- miðlakonan er á leiðinni í meist- aranám í menningarstjórnun. Þóra segist vera orðin spennt fyr- ir náminu en hún hafði áður lok- ið námi í heimildarmyndagerð í Noregi. Þóra hefur verið að nýta sér það nám undanfarið en hún er að leggja lokahönd á heimild- armynd um íslenska kvenna- landsliðið í knattspyrnu og leið þess á Evrópumótið í sumar. Á leið í meistaranÁm „Mér finnst ekkert að því að þjóð- þekkt persóna mæti á tónlistarat- burð hvort sem það er ópera, djass- hátíð, Party Zone eða techno.is,“ segir Helgi Már Bjarnason, ann- ar af tveimur aðstandendum Party Zone. Birtar voru myndir í DV í gær af Ólafi F. Magnús- syni, fyrrverandi borgar- stjóra, að skemmta sér á Party Zone-kvöldinu þar sem þýski plötu- snúðurinn Stephan Bodzin spilaði fyr- ir 800 manns. Fjör- ið var svo mikið að það þurfti að taka rafmagnið af plötusnúðabúrinu um morguninn. „Ég sá Ólaf þarna, hnippti aðeins í hann og spurði hann hvað hann væri að gera hér. Hann sagðist vera að skemmta sér. Ég spurði hann þá hvernig honum litist á Stephan Bodzin. Þá gaf hann mér tvo þumla upp og sagði: „Já, þetta er frábært.“ Það var gam- an að sjá hann þarna,“ segir Helgi og tekur fram að rjóm- inn úr íslensku rafsenunni hafi verið saman- kominn þarna þetta kvöld ásamt þekkt- asta plötusnúði Þýskalands. „Raftónlistar- senan er að eld- ast. Það styttist í það að teknótæf- urnar verði ömm- ur, “ segir Helgi og hlær. En hann tekur það fram að flestallir þeir sem komu fram þetta kvöldið voru á fer- tugsaldrinum. Aðspurður seg- ist Helgi ekki finna fyrir þessum nei- kvæða stimpli á Party-Zone- kvöldunum. Hann er sjálf- ur búinn að vera með Party Zone-þáttinn í 19 ár. „Við hjá Party Zone njótum ákveðinnar virðingar. Erum bún- ir að vera lengi að og erum í flottu slotti hjá Rás 2. Ég myndi segja að við fáum virðulegri hlutann af senunni á kvöldin okkar og er meðalaldurinn töluvert hærri en á öðrum kvöldum,“ seg- ir Helgi og bætir við: „Við fáum sömu kynslóð og Gus Gus-menn. Þetta er fólkið sem byrjaði að djamma á Rósenberg 1992-1993.“ Hann seg- ir þá vera frá 18 til 45 ára sem sækja Party Zone-kvöldin. „Þessi neikvæði stimpill fylgir næturlífinu almennt held ég. Við höfum lent í þessari umræðu oft, en danstónlistin hefur fengið miklu meiri viðurkenningu í seinni tíð sem slík.“ hanna@dv.is Helga Má Bjarnasyni, öðrum af tveimur aðstandendum Party Zone, finnst lítið að því að þjóðþekkt persóna mæti á tónlistaratburð á borð við Party Zone-kvöld. Helgi spjall- aði lítillega við Ólaf um kvöldið og að sögn Helga skemmti hann sér stórvel á Stephan Bodzin. Á fullu í tökum Pétur JóHann í lokaþættinum af atvinnumönnunum okkar: thierry Henry tjáir sig um Pétur Jóhann í atvinnu- mönnunum okkar. auðunn Blöndal Hefur slegið í gegn með at- vinnumönnunum okkar undanfarið og mun síðasti þátturinn án efa ekki svíkja áhorfendur þar sem Pétur Jóhann sigfússon verður stjarna kvöldsins. ólafur F. á Stephan Bodzin Það var Party Zone sem bauð upp á stephan Bodzin en ekki techno.is eins og dV hélt fram í gær. Ekkert skrýtið „mér finnst ekkert að því að þjóðþekkt persóna mæti á tónlistaratburð hvort sem það er ópera, djasshátíð, Party Zone eða techno.is,“ segir Helgi már Bjarnason, aðstandandi Party Zone.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.