Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2009, Page 8
föstudagur 13. mars 20098 Fréttir
Lúxusjeppar, sjaldgæfir fornbílar og
hraðskreiðir eðalvagnar eru með-
al þess sem hægt er að finna í bíla-
kjallaranum í Faxafeni sem DV fjall-
aði um fimmtudaginn 26. febrúar.
Húsnæðið er í eigu félagsins Hlíða-
smára 6 ehf. en Hannes Smárason
er eini meðlimur stjórnarinnar.
Dótakassinn hefur vakið gríðarlega
athygli en samkvæmt frétt Stöðvar
2, sem var birt sama dag og DV fjall-
aði um málið, er hann meðal þess
sem skattrannsóknarstjóri hefur til
athugunar í rannsókn sinni á FL
Group. Eftir að DV fjallaði um málið
voru gerð eigendaskipti á fjölmörg-
um lúxusbifreiðum. Þær voru færð-
ar frá félaginu J-Einnátta ehf., sem
vann töluvert fyrir FL Group, yfir á
sambýliskonu Hannesar, Unni Sig-
urðardóttur.
Jagúar skiptir um eigendur
DV hafði óskað eftir því að fá að
mynda sjaldgæfa Jagúar-bifreið
sem var talin vera geymd í bíla-
kjallaranum en því var hafnað. DV
hefur nú komist yfir ljósmyndir af
bílakjallaranum og nokkrum þeirra
glæsilegu lúxusbifreiða sem þar eru
geymdar. Búið er að afmarka dóta-
kassann inni í bílakjallaranum en
bónstöð, sem hvergi auglýsir sím-
ann hjá sér, starfar fremst í kjallar-
anum. Bónstöðin eða dótakassinn
er afmarkaður með bláum tjöldum
svo engin leið er fyrir almenning að
sjá drossíurnar bakvið tjöldin. Bíla-
kjallarinn er tólf hundruð fermetr-
ar samkvæmt fasteignaskrá.
Ljósmyndirnar sýna svo ekki
verður um villst að bílakjall-
arinn er sannkallaður „dóta-
kassi“ auðmanna sem hýs-
ir fjölda glæsibifreiða. Þar á
meðal er umræddur Jagú-
ar. Samkvæmt upplýsingum
sem DV hefur undir hönd-
um er Jagúarinn skráður á
sambýliskonu Hannesar
Smárasonar, Unni Sigurð-
ardóttur, en hún eignaðist
bílinn í febrú-
ar samkvæmt
ökutækjaskrán-
ingu. Fyrri eig-
andi bifreiðar-
innar er Jón Þór
Sigurðsson en sá
er forsvarsmaður
félagsins J-Einnátta
ehf. en bæði félagið
og Jón Þór eru skráð
með sama heim-
ilisfang í
Reykjavík.
Samkvæmt heimildum Stöðvar
2 sá Jón Þór FL Group fyrir einka-
bílstjórum sem síðan óku starfs-
mönnum og viðskiptamönnum
fyrirtækisins um bæ-
inn eftir þörfum. Þá
kom einnig fram í
frétt Stöðvar 2 um
málið að Jón Þór
hefði staðfest
að hann hefði
unnið töluvert
fyrir FL Group
en samkvæmt
ársreikning-
um J-Einnátta
ehf. var útseld
vinna Jóns
Þórs á árun-
um 2006 og
2007 um 140
milljónir
DÓTAKASSI HANNESAR SMÁRASONAR
Dótakassinn í Faxafeni sem DV fjallaði um nýlega er að mestu í eigu Hannesar Smára-
sonar og fjölskyldu. Þar er að finna hinar ýmsu bifreiðar eins og sjaldgæfan Jagúar frá
árinu 1965 auk lúxusjeppa á borð við Range Rover og Lincoln Navigator. Útrásarvinir
Hannesar hafa fengið að geyma lúxusbifreiðar sínar í bílakjallaranum en þangað
fær enginn óviðkomandi að koma. DV hefur undir höndum myndir úr dóta-
kassanum fræga en bílakjallarinn er gríðarlega stór.
Samkvæmt upplýsingum sem DV hefur undir
höndum er Jagúarinn skráður á sambýliskonu
Hannesar Smárasonar, Unni Sigurðardóttur, en
eigendaskiptin áttu sér stað í byrjun febrúar. Fyrri
eigandi bifreiðarinnar var Jón Þór Sigurðsson
en sá er forsvarsmaður félagsins J-Einnátta ehf.
en bæði félagið og Jón Þór eru skráð með sama
heimilisfang.
Atli Már GylfAson
blaðamaður skrifar: atli@dv.is
Bílakóngur Hannes smárason
gæti auðveldlega opnað bílasölu ef
litið er á þær bifreiðar sem tengjast
honum á einn eða annan hátt.