Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2009, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2009, Side 14
föstudagur 13. mars 200914 Fréttir Nafn: guðlaugur Þór Þórðarson. Aldur: fæddur 1967, 41 árs. Starf: alþingismaður. Menntun: Ba-próf í stjórnmálafræði. Fjölskylduhagir: giftur Ágústu Johnson. Við eigum tvö börn saman en hún átti tvö fyrir. Augnlitur: Blár. Mottó: að vera sjálfum mér samkvæmur. Áhugamál: mörg og fjölbreytt og eiga það sameiginlegt að ég hef lítinn tíma til að sinna þeim. fer þó alltaf á hreindýraveiðar með föður mínum og fleirum á hverju sumri. stjórnmál eru líka áhugamál. flest getur orðið að áhugamáli þegar maður kemst inn í það. Þú varst heilbrigðisráðherra í síðustu ríkis- stjórn. Hefur þú áhuga á heilbrigðismálum? Ég heillaðist af heilbrigðismálum. tækifærin þar og sú hugsun að hjálpa sjúku fólki er göfug og kristileg hugmyndafræði. Þarna eru endalaus viðfangsefni. Er til eitthvað sem heitir læknamafía og lyfjamafía? Ekki í mínum huga. menn eru ekki alltaf sammála og stundum eru menn að gæta hagsmuna. stundum hugsar fólk of þröngt. Þú varst við stjórnvölinn þegar bankakerfið hrundi. Ertu með sektarkennd? Ég held að ég hafi verið fyrsti stjórnmálamaður- inn sem gerði grein fyrir mér að þessu leyti og baðst afsökunar í Kastljósþætti í byrjun ársins. Ég lít svo á að við sjálfstæðismenn berum mikla ábyrgð og við eigum að gangast við henni. Hrunið kennir mér að vera gagnrýninn í hugsun. sömuleiðis eigum við að vera málefnaleg. Einkarekstur eða opinber rekstur? sem heilbrigðisráðherra var það mitt hlutverk að fá eins mikla þjónustu út úr fjárveitingum og hægt var. Ég gerði hvort tveggja; færði úr opinberum rekstri í einkarekstur og einnig hið gagnstæða eftir því sem hagkvæmast þótti. Ég held að rétttrúnaður sé ekki af hinu góða í þessu sambandi. Er alþjóðafjármálakreppan kreppa frjáls- hyggjunnar? Ég er sjálfstæðismaður og stefnan sem flokkur- inn hefur fylgt frá 1929 á vel við mig. stétt með stétt sem þýðir að hér býr ein þjóð í einu landi og okkur er ekki sama um minnstu meðborgarana. svo er það frelsið sem er forsenda framfara og lífshamingju. Því verður að fylgja ábyrgð. sextíu ára gamalt regluverk alþjóðafjármálakerfisins stóðst ekki áraunina og það þarf að skera upp. Viltu sækja um aðild að ESB? Við verðum að svara tveimur spurningum; um peningamálastefnu og hvaða gjaldmiðil við ætlum að hafa. EsB er einn af kostunum sem við eigum að skoða. Ég er ekkert hræddur við að- ildarviðræður. Ég veit að ef við kjósum um þetta skiptist sjálfstæðisflokkurinn í tvær fylkingar. Það er allt í lagi. Það gera allir stórir flokkar. Með hverjum viltu stjórna eftir kosningar? með þeim sem fara næst okkar skoðunum og áherslum. Það voru mistök að fara í kosningar nú og þær verða okkur dýrkeyptar. En nú er ekkert annað að gera en að klára verkefnið. DV sagði um daginn frá Andrési Pétri Rúnars- syni sem komist hefur í kast við lögin en hefur þjónað þér sem stuðningsmaður. Hvað hefur þú um málið að segja? Það er ekkert leyndarmál að ég hef verið mjög ósáttur við umfjöllun dV um mín mál og blaðið hefur ekki gætt sanngirni. Ég á fjölda stuðningsmanna og ég get ekki borið ábyrgð á gjörðum þeirra. Ég harma þegar mönnum verður á í tilverunni, en ég get aðeins borið ábyrgð á mínum gjörðum. Fjölmiðlar hafa farið yfir fjárveitingar þínar í heilbrigðisráðuneytinu vegna sérfræðiþjón- ustu. Hvað segir þú um þann kostnað? Það var nú aðeins ráðuneyti mitt sem tekið var fyrir af rÚV og dV sérstaklega. Ég fékk til liðs við mig besta fólkið og þess vegna náði ég árangri. Þetta er hins vegar einn lægsti kostnaðurinn af þessum toga. Í engu ráðuneyti var hann sundurliðaður eins og í heilbrigðisráðuneytinu og því er heildarmyndin ekki sanngjörn. Hvers vegna ættu sjálfstæðismenn að velja Guðlaug Þór í fyrsta sæti Reykjavíkurlistans? Það er vegna þess að ég hef tekið ákvarðanir sem aðrir hafa ekki þorað að taka. Ég lækkaði til dæmis lyfjakostnað um 1,5 milljarða króna og náði tökum á rekstri Landspítalans. Biðlistar eftir hjartaaðgerðum hafa styst og sumarlokanir eru ekki til vandræða. Þetta og margt fleira var gert á aðeins 20 mánuðum. Við þurfum nú að geta tek- ið erfiðar ákvarðanir í kjölfar bankakreppunnar. Nafn: Illugi gunnarsson. Aldur: 41, fæddur 1967. Menntun: Hagfræðingur frá HÍ og mBa frá London Business school. Starf: alþingismaður. Fjölskylduhagir: Í sambúð með Brynhildi Einarsdóttur, barnlaus. Augnlitur: Blágrænn. Mottó: maður reynir að lifa lífi sínu vel, sjálfum sér og öðrum til heilla. Áhugamál: mörg; tónlist, sagnfræði. Ég er stjórnarformaður sinfóníuhljómsveitar Íslands og er í stjórn sögufélagsins. Ég spila smávegis á píanó. Jú, ég hef verið organisti á flateyri og leysti þar af síðastliðin jól. Það má ekki gera of mikið úr þessu en þetta var yndislegt. Veit ekki með söfnuðinn. Kostnaður við prófkjörsþátttöku og kosning- ar 2007? Framlög frá hverjum? reglur eru mjög skýrar um þetta nú og ég mun gefa þetta allt upp. ríkisendurskoðandi sendi okkur bréf um daginn um þær skyldur sem á okkur hvíla. Varðandi prófkjör 2007 var þetta varla minna en 8 milljónir króna samtals eftir minni. Ég fór eftir settum reglum. Þú varst í stjórn peningamarkaðssjóða Glitn- is. Mönnum er borið á brýn að hafa tekið fé frá ríkinu þegar Glitnir féll til þess að kaupa ónýt bréf í Stoðum fyrir 11 milljarða úr Sjóði 9 með vitund forsætis- og fjármálaráðherra. Hvað segir þú um þetta? til þess að taka pening úr ríkissjóði þarf samkvæmt stjórnarskrá að gera það samkvæmt fjárlögum eða fjáraukalögum. Þú tekur ekki ellefu milljarða út úr ríkissjóði án þess að það sé fært til bókar. Það var ekki gert. Það sem gerðist var það að stjórn einkabankans glitnis tók ákvörðun um að kaupa bréfin í stoðum eftir að bankinn lenti í vandræðum og þar með stoðir líka. tilboði ríkisins í bankann hafði ekki verið tekið á þessum tíma – og það varð aldrei – og þetta voru peningar bankans sjálfs. Þú varst við stjórnvölinn þegar bankakerfið hrundi. Ertu með sektarkennd? Já, ég er það. Ef maður horfir á allt stjórnkerfið tókst okkur ekki að bregðast nægilega snemma við til þess að koma í veg fyrir verstu hamfar- irnar. staða mála var orðin þannig snemma árs 2007 að ekki var hægt að komast hjá því að það yrðu veruleg vandamál. Ef gripið hefði verið til ráðstafana þá hefði mátt koma í veg fyrir versta skaðann. Það var ekki gert. Við sjálfstæðismenn berum okkar ábyrgð. Hún snýr meðal annars að því hvernig bankarnir voru einkavæddir og hvernig við leyfðum ríkisútgjöldunum að vaxa. Ég hef lengi gagnrýnt peningamálastefnuna. Við Bjarni Benediktsson skrifuðum grein í morg- unblaðið í febrúar 2007 þar sem við sögðum að mesta hættan sem vofði yfir okkur væri hrun bankanna, mun hættulegra mál heldur en verð- bólgan. Það dregur ekki úr ábyrgð minni sem stjórnmálamanns. Nú spyr maður sig á hverjum degi: af hverju hrópaði maður ekki hærra? af hverju barði maður ekki fastar í borðið? Er heimskreppan skipbrot frjálshyggjunnar? mannlegri heimsku og græðgi eru engin takmörk sett. Þess vegna er mjög mikilvægt að öll kerfi utan um svona starfsemi, kauphvatar og þess háttar, séu skilvirk. síðan er hitt að þegar þetta er skoðað náið, tryggingar, lánveitingar til þrautavara og fleira, þá er þetta þannig að þegar vel árar geta bankarnir hirt ágóðann en velt tapinu og áhættunni yfir á aðra þegar illa árar vegna ábyrgða seðlabanka eða ríkissjóðs. margt má segja um frjálshyggjuna en þetta er ekki hluti af þeirri hugmyndafræði. Með hverjum viltu stjórna landinu eftir kosningar? sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf farið óbund- inn til kosninga. Við viljum sjá hvaða flokkar fá brautargengi. Ég vona að sjálfstæðisflokkurinn verði í ríkisstjórn. Leiðin til fjölgunar starfa er í gegnum stefnu sjálfstæðisflokksins, að ýta undir framtak manna á markaði, reyna eitthvað nýtt og stækka. sjálfstæðisflokkurinn hefur mikið til málanna að leggja í þeim efnum og við að ná tökum á ríkisfjármálunum. Á heimasíðu þinni stendur: „Frekar en að umræðan vomi óljóst yfir okkur í mörg ár enn finnst mér tímabært að við Íslendingar tökum Evrópuspurninguna fyrir og svari henni hátt og skýrt. Til þess að ljósir kostir liggi fyrir tel ég einfaldast að sækja um aðild og fá það allt á borðið.“ Stendur þú enn við þetta? Ég stend við þetta. fyrr eða síðar verður þjóðin að fá að taka afstöðu til EsB. flokkarnir geta ekki endalaust haldið málinu í gíslingu. yfirheyrsla að þora að taka ákvarðanir „Ég er ekkert hræddur við aðildarviðræður. Ég veit að ef við kjósum um þetta skipt- ist Sjálfstæðisflokkurinn í tvær fylkingar. Það er allt í lagi. Það gera allir stórir flokkar.“ Ég átti að berja fastar í borðið „Þú tekur ekki ellefu milljarða út úr ríkissjóði án þess að það sé fært til bókar … þetta voru pening- ar bankans sjálfs.“ M yN D H Eið A H ElG A D ó TTiR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.