Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2009, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2009, Blaðsíða 17
verið tekinn upp við brúna á milli heimsálfa á Reykjanesi, sem mark- ar flekaskil Evrópu og Ameríku, sem og við Reykjanesvita. Hann segir að í auglýsingunni hafi breski leikarinn gengið um íslenska náttúru og rætt um kosti Icesave. Mjög dýr auglýsing De Haan segir auglýsinguna hafa ver- ið á ensku og að hún hafi verið mjög góð. „Við hefðum verið mjög stoltir ef við hefðum fengið að klára auglýs- inguna og sýna hana. Þess vegna er synd að hún verði aldrei sýnd,“ seg- ir de Haan sem segir að auglýsingin hafi verið frekar lágstemmd, öfugt við Icesave-auglýsingar Landsbank- ans í Bretlandi. Aðspurður hvað auglýsingin hafi kostað segir de Haan að hann geti ekki greint frá því. Samkvæmt heim- ildum DV var auglýsingin hins veg- ar mjög dýr; miklu dýrari en gengur og gerist um auglýsingar á Íslandi því meðal annars hafi þurft að fljúga með hollenska starfsmenn fyrirtækj- anna tveggja hingað til lands auk þess sem tölvu- og eftirvinnsla aug- lýsingarinnar hafi verið dýr. DV hef- ur hins vegar ekki fengið örugg- ar upplýsingar um hversu mikið auglýsingin kostaði. De Haan segir að fyrirtækið hafi fengið greitt frá N=5 fyrir vinnuna við auglýsinguna og má reikna með að Lands- bankinn hafi greitt N=5 fyr- ir hana þrátt fyrir að hún hafi hvorki verið kláruð né verið sýnd. Þórlindur og Erla störfuðu fyrir alþjóðasviðið Viggó Ásgeirsson, forstöðu- maður markaðsdeildar Landsbankans, segist einung- is hafa heyrt af auglýs- ingunni en að mark- aðsdeild- in hér heima hafi ekki kom- ið beint að gerð hennar; hann viti þar af leiðandi ekki hversu hár kostn- aðurinn við gerð hennar hafi verið. Viggó segir að eina svið Landsbank- ans sem komið hafi að frekari út- breiðslu Icesave, og hugsanlega að gerð auglýsingarinnar, hafi verið al- þjóðasvið bankans. Að sögn Viggós voru Þórlindur Kjartansson og Erla Ósk Ásgeirsdóttir, starfsmenn mark- aðsdeildar bankans og frambjóð- endur í komandi prófkjöri Sjálfstæð- isflokksins, lánuð yfir á alþjóðasviðið til að vinna að markaðsrannsókn- um á Icesave, meðal annars hvort grundvöllur væri fyrir því að bjóða upp á Icesave í öðrum löndum en Bretlandi og Hollandi. Líklegt er að Icesave-auglýsingin hefði verið not- uð til að auglýsa Icesave á þessum erlendu mörkuðum ef bankinn hefði lifað. Ekkert varð þó af meiri útbreiðslu Icesave til annarra landa Evrópu frekar en af birtingu auglýsingar- innar því með bankahruninu í haust lögðust Icesave-reikningarnir af í Bretlandi og Hollandi auk þess sem ekki voru lengur forsendur fyrir útrás Landsbankans til annarra landa. Al- þjóðasvið Landsbankans, sem sá um markaðsrannsóknirnar á Icesave, var svo í kjölfar bankahrunsins lagt nið- ur og um svipað leyti fengu hollensk- ir samstarfsaðilar bankans fyrirmæli um að ekki myndi verða af birtingu auglýsingarinnar og því þyrfti ekki að ljúka við hana. Ekki hægt að fá auglýsinguna Ralph de Haan segir að N=5 hafi beð- ið framleiðslufyrirtækið sem hann vinnur hjá að ræða hvorki auglýs- inguna né láta neinn fá upptökuna af henni. „Þeir eiga höfundarrétt- inn á henni og réttinn að handrit- inu. Við höfum því verið beðnir um að sýna ekki neinum auglýsinguna fyrr en hún verður birt opinberlega og það verður auðvitað aldrei,“ seg- ir de Haan. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náði DV ekki tali af framkvæmdastjóra hollensku auglýsingaskrifstofunnar N=5 til að biðja um auglýsinguna, og ekki heldur af Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbank- ans, til að ræða við um hann um Ic- esave-auglýsinguna og kostnaðinn við hana. Hvað sem þessu líður þá er nokk- uð ljóst að Icesave-auglýsingin er án efa mjög áhugaverð og lýsandi heim- ild um Ísland fyrirhrunsáranna og þann stór- og útrásarhug sem var í íslenskum bankamönnum sem ætl- uðu að leggja heiminn að fótum sér í krafti fjármagns síns - því væri afar gaman að fá að berja hana augum. Spurningin er hins vegar sú hvort hollensku fyrirtækin sem unnu auglýsinguna munu einhvern tím- ann láta hana af hendi svo hún geti komið fyrir augu íslensks almenn- ings. Efni auglýsingarinnar er án efa þess efnis að flokka mætti hana sem menningarverðmæti um 2007-tíðar- andann á Íslandi sem var, hvort svo sem mönnum líkaði þessi stemning eða ekki. föstudagur 13. mars 2009 17Fréttir Unnu að markaðsrannóknum fyrir Icesave Þórlindur Kjartans- son og Erla Ósk Ásgeirsdóttir greindu frá því í dV á miðvikudaginn að þau hefðu unnið að því að kanna hvort hægt væri að bjóða upp á Icesave í öðrum löndum en Bretlandi og Hollandi, meðal annars í Noregi. Líklegt er að Icesave-auglýsingin hefði verið notuð á þessum mörkuðum ef ekki hefði komið til bankahrunsins. ICESAVE ÁTTI AÐ SIGRA EVRÓPU „Í auglýsingunni var rætt um þá háu vexti sem voru á Icesave- reikningunum. Hug- myndinni í auglýsing- unni má lýsa sem svo: fallegt land; fallegur bankareikningur.“ Alþjóðleg Icesave-auglýsing tekin upp alþjóðleg auglýsing fyrir Icesave var tekin upp í náttúru Íslands síðasta sumar. sýna átti hana í Hollandi í kjölfarið, en einnig hugsanlega í öðrum löndum þar sem markaðssetja átti Icesave. Birtíngur óskar eftir sölumönnum í auglýsingasölu nánari upplýsingar veitir Inga Huld Hermóðsdóttir, starfsmannastjóri á ingahuld@birtingur.is. Æskilegir eiginleikar: ::: Reynsla af sölu auglýsinga ::: Metnaður ::: Samskiptahæfni ::: Heiðarleiki og stundvísi upplýsingar: Spennandi störf hjá ungu og vaxandi fyrirtæki. Gott starfsumhverfi og starfsaðstaða. Vinnutími frá 09:00 til 17:00 Birtíngur útgáfufélag gefur út DV, heldur úti frétta- vefnum dv.is og er stærsti útgefandi tímarita á Íslandi. kraftmikla sölumenn vantar í eftirfarandi störf: ::: Sölumaður almennra auglýsinga DV ::: Sölumaður netauglýsinga á dv.is ::: Sölumaður þjónustuauglýsinga í öll tímarit Birtíngs og DV Kolbrún Baldursdóttir Vöndum valið www.kolbrun.ws PRÓFKJÖR SJÁLFSTÆÐISMANNA Í REYKJAVÍK 13. OG 14. MARS 2009 Fyrirhyggja, festa og framfariir Kolbrún er sálfræðingur með langa og víðtæka reynslu af félags- og velferðarmálum. Einkum er henni annt um hag fjölskyldna í landinu. Gætum að velferð barna og setjum hagsmuni þeirra ofar öllu. • Samvinna og eining er grunnur velgengni • Ég vil styrkja stoðir Sjálfstæðisflokksins og efla innviði hans með nýjum sjónarhornum Hlustum á þjóðina 4.-5. SÆTI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.