Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2009, Qupperneq 22
föstudagur 13. mars 200922 Fókus
um helgina
Sól og blíða í ParadíS
Útvarpsleikhúsið frumflytur nýjan þríleik eftir Andrés Indriðason
í leikstjórn Ásdísar Thoroddsen. Verkið er í þremur sjálfstæðum
hlutum og heitir fyrsta verkið Sól og blíða í Paradís. Það verð-
ur frumsýnt á sunnudaginn klukkan 14. Leikendur eru Margrét
Guðmundsdóttir og Pétur Einarsson. Næsta verk verður flutt 22.
mars næstkomandi og það þriðja sunnudaginn 29. mars.
Veturinn
og kyrrðin
Sýningin Kyrrt vatn eftir japanska
listamanninn og ljósmyndarann
Keiko Kurita hófst í gær í Skotinu í
Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Keiko
heimsótti Ísland sjö sinnum á ár-
unum 2004 til 2006 og samanstend-
ur sýningin af myndaröð þar sem
íslensk vetrarstemning fær að njóta
sín. Á sýningunni eru 10 c-týpu print
ásamt bók sem er fáanleg í aðeins 10
eintökum. Bókin er myndafrásögn
43 ljósmynda og eru 10 þeirra sýnd-
ar í myndvarpasýningunni. Sýningin
stendur fram til 12. maí og er styrkt
af Nomura-menningarstofnuninni í
Japan. Keiko er einnig með sýningu í
Listasafni ASÍ 4. apríl næstkomandi.
Sú sýning ber heitið tree/sleep.
Vinir alfreðS
flóka
Rithöfundurinn Sjón og Jóhann
Hjálmarsson þýðandi hittast á
sunnudaginn til þess að rýna í
ritverk og myndlist listamanns-
ins Alfreðs Flóka. Báðir voru þeir
miklir vinir listamannsins. Í sam-
einingu munu þeir tala um kynni
sín af listamanninum og um leið
leiða gesti inn í skáldskaparlegar
uppsprettur verka Alfreðs Flóka.
Einnig munu þeir lesa og ræða
ljóð eftir Jóhann frá árunum
1960-1963, en á þeim tíma voru
Jóhann og Alfreð Flóki „nokkurs
konar tveggja manna súrrealista-
hreyfing“ eins og fram kemur í
fréttatilkynningunni. Sýningin
hefst klukkan 15 í Hafnarhúsinu.
Út í kött!
Lýðveldisleikhúsið hefur hafið æf-
ingar á dansleikhúsverkinu Út í kött!
fyrir börn. Verkið er byggt á útgáfum
Roalds Dahl á þremur Grimms-æv-
intýrum. Texti og þýðingar á kvæð-
um Roalds er í höndum Benónýs
Ægissonar. Flytjendur eru Ragnheið-
ur Árnadóttir söngkona og dansarar
eru þau Guðmundur Elías Knudsen
og Kolbrún Anna Björnsdóttir. Kol-
brún er jafnframt leikstjóri og dans-
höfundur verksins. Tveir leikarar af
yngri kynslóðinni fara einnig með
hlutverk í Út í kött! Stefnt er að frum-
sýna dansleikhúsverkið í apríl.
Árleg ljósmyndasýning Blaðaljós-
myndarafélag Íslands verður opn-
uð formlega á morgun klukkan 14 í
Gerðarsafni. Ólafur Ragnar Gríms-
son, forseti Íslands, opnar sýning-
una en Valgarður Gíslason, formað-
ur Blaðaljósmyndarafélagsins, mun
tilkynna sigurvegara þetta árið.
Veitt eru verðlaun í sjö flokk-
um og þeir eru: Fréttamynd árs-
ins, íþróttamynd ársins, portrett-
mynd ársins, tímaritamynd ársins,
umhverfismynd ársins, daglegt líf
mynd ársins og myndaröð ársins.
Einnig eru veitt verðlaun fyrir skop-
legustu myndina, þá þjóðlegustu og
að lokum mynd ársins.
Dómnefndina skipa Anna Fjóla
Gísladóttir, kennari og ljósmyndari,
Bára Kristinsdóttir ljósmyndari, Ingi
R. Ingason kvikmyndatökumað-
ur, Pétur Thomsem ljósmyndari
og Valgerður Jóhannsdóttir, aðj-
unkt við Háskóla Íslands í blaða- og
fréttamennsku.
Sýning Blaðaljósmyndarafélags
Íslands hefur notið mikilla vinsælda
síðastliðin ár og ætti ekki að vera
neitt lát á því þetta árið. Sýningin
stendur til 3. maí.
Á neðri hæð Gerðarsafns verður
sýning ljósmyndarans Jims Smart
sem nefnist einfaldlega Jim Smart
í 30 ár. Sýningin er styrkt af Ljós-
myndasafni Reykjavíkur.
hanna@dv.is
Ljósmyndasýning Blaðaljósmyndarafélags Íslands er opnuð á morgun í Gerðarsafni:
mynd ársins valin
„Verkið fjallar um heimsendi og hvern-
ig venjulegt fólk á Íslandi bregst við,“
segir Snæbjörn Brynjarsson, leiklist-
arfræðingur og leikskáld, um verkið
Þöglir farþegar sem Stúdentaleikhús-
ið frumsýnir á Eyjaslóð á laugardag-
inn. Snæbjörn útskrifaðist frá Lista-
háskóla Íslands úr námi sem nefnist
fræði og framkvæmd síðasta vor og
hefur sterkar skoðanir á íslensku leik-
húslífi. Snæbjörn kallar eftir meiri ný-
sköpun í íslensku leikhúsi en segist
viss um að meiri gróska sé fram und-
an.
Allt hrunið
„Í verkinu fylgjumst við með aðal-
söguhetjunni Perlu. Hún vaknar einn
daginn og allt er hrunið í kringum
hana,“ segir Snæbjörn sem er höf-
undur verksins sem og leikstjóri þess.
„Perla veit ekki hvað gerðist þannig
að hún fer á stúfana í leit að svörum.
Hver beri ábyrgð á þessum ósköp-
um, var þetta Guðs vilji eða er engin
svör að fá?“ Snæbjörn lýsir því verk-
inu sem sannleiksleit en Perla og aðr-
ar persónur verksins þurfa að takast á
við algjört veruleikahrun.
Lýsingin á verkinu er alls ekki svo
ólík því sem hefur átt sér stað á Íslandi
undanfarna mánuði. Snæbjörn vill
þó ekki meina að verkið endurspegli
einungis atburðarásina hér heima
heldur verði að skoða söguna í víðara
samhengi. „Ég byrjaði að skrifa verkið
fyrir hrunið en óneitanlega varð mað-
ur fyrir ýmsum áhrifum úr umhverf-
inu í þessu mikla umróti sem hefur
verið. Þetta er ekki pólitísk ádeila en
án efa nútímatengt verk.“
CERN-tilraunin kveikjan
„Ég hef lengi verið heillaður af þessu
hugtaki um heimsendi,“ segir Snæ-
björn um kveikjuna að verkinu. Frétt-
ir af tilraunum CERN-stofnunarinnar
í Sviss á síðasta ári vöktu einnig at-
hygli hans. Stofnunin gerði tilraun-
ir með öreindir sem margir töldu að
gætu endað með ósköpum. „Þar voru
menn að vinna með svakalegan ofur-
hraðal en hefði tilraunin farið á versta
veg vildu sérfræðingar meina að svart-
hol hefði getað myndast með þeim af-
leiðingum að jörðin yrði að engu.“
Það var í kringum mánaðamót-
in september-október í fyrra sem til-
raunin fór fram og heimurinn hefði
getað fallið saman. Þá reyndi CERN-
stofnunin að skjóta öreindum á ljós-
hraða gegn hver annarri en sem betur
fer varð ekkert af svartholinu ógur-
lega. Það hafa þó eflaust einhverjir
hækkað yfirdráttinn og keypt sér bát-
inn sem þá langaði alltaf í.
„Í kjölfarið fór ég líka að skoða hluti
eins og ofsatrú og kristilega spádóma
um endalok og annað. Þetta bland-
aðist svo allt saman og útkoman varð
svo þessi saga.“
Æfa eins og fagfólk
Snæbjörn segir undirbúning verksins
hafa gengið frábærlega. „Það er svo
mikið af skapandi fólki í þessum hóp
sem vill taka þátt og leggja sitt af mörk-
um,“ en í kringum 30 manns koma að
sýningunni. Þó svo að Stúdentaleik-
húsið sé áhugamannaleikhús er mikil
vinna lögð í verkið og hefur hópurinn
æft stíft undanfarna mánuði.
„Við erum búin að æfa alla daga
síðustu átta vikurnar.“ Snæbjörn er
ánægður með árangurinn en æfing-
arnar hafa ekki gengið vandræðalaust
fyrir sig frekar en annars staðar. „Text-
inn er svolítið erfiður þó ég segi sjálf-
ur frá. Það er stundum snúið að vinna
með hann og við erum ennþá að velta
ýmsu fyrir okkur.“
Afkastamikið skáld
Eins og áður sagði útskrifaðist Snæ-
björn frá Listaháskólanum vorið 2008
Stúdentaleikhúsið frumsýnir verkið Þöglir farþegar um helgina. Snæbjörn Brynjars-
son leikstýrir og skrifar handrit verksins sem fjallar um heimsendi í íslenskum raun-
veruleika. Snæbjörn segir nýsköpun af skornum skammti í íslensku leikhúslífi og sér
ekki sjarmann í því að setja upp Grease á tveggja ára fresti.
HeimSendir
Heill di
Stúdentaleikhúsið Hópurinn hefur æft upp á dag síðustu átta vikurnar.
Gunnar I. Birgisson
Bæjarstjórinn í Kópavogi sló í gegn á
bestu mynd síðasta árs.