Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2009, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2009, Side 25
föstudagur 13. mars 2009 25Helgarblað „Er dóttir mín dáin?“ spurði Ólöf Guð- rún Þráinsdóttir þegar hún kom á slys- stað eftir að keyrt hafði verið á dóttur hennar, Rebekku Önnu Allwood, þá aðeins fjórtán ára gamla. Slysið átti sér stað þann 6. nóv- ember árið 2002. Ólöf var nýkomin heim úr leikfimi. „Á leið minni heim sá ég að eitthvað mikið hafði gerst á Vesturlandsveginum. Ég sá blikk- andi ljós, sjúkrabíla og lögreglubíla.“ Ólöf var grunlaus og hélt eins og aðrir leið sinni áfram. Hún hafði ekki hug- mynd um að það var dóttir hennar sem lá á slysstað. „Þegar ég kom heim lét ég vita af mér eins og alltaf. Eldri dóttir mín, Elísabet Ólöf, tók á móti mér en Rebekka var ekki heima. Þeg- ar ég spurði hvort hún væri farin nið- ur í íþróttahús kom allt í einu einhver svipur á Elísabetu og hún sagði: „Ætli eitthvað hafi komið fyrir Rebekku?“ Hún greip símann sinn og hringdi í vinkonu sína sem var stödd í íþrótta- húsinu en í sömu andrá var barið að dyrum.“ Fyrir utan stóð nágranni Óla- far sem sagðist því miður halda að það hefði verið ekið á Rebekku niðri á vegi. Er þetta mamma hennar? „Ég greip úlpuna mína og gekk af stað með nágrannanum. Þegar við nálguð- umst slysstað myndaðist kliður í hópn- um sem þarna stóð og ég heyrði fólk segja: „Er þetta mamma hennar?“ Áður en ég komst alla leið kom óeinkennis- klæddur lögregluþjónn á móti mér, tók utan um mig og varnaði mér að kom- ast að Rebekku. Hann sagði að hún væri ekki dáin en væri mjög illa slösuð. Stuttu síðar kom til okkar annar maður sem kynnti sig og sagðist vera bæklun- arlæknir. Hann sagði að Rebekka hefði verið hætt að anda þegar hann kom á slysstað en að hún hefði verið farin að anda sjálf þegar hún fór inn í sjúkrabíl- inn.“ Spurð um tilfinninguna sem fylgdi því að upplifa þessa verstu martröð hvers foreldris segir Ólöf að hún hafi verið róleg, kannski eins og hún væri í leiðslu. „Það var eins og ég hefði farið strax inn í annan heim og það eina sem ég hugsaði um var að ná tengingu við Rebekku til að athuga hvernig henni liði. Eflaust virkaði ég óeðlilega róleg,“ útskýrir Ólöf. Í dái í fjórar vikur Rebekku var haldið sofandi í fjórar vik- ur eftir slysið. „Að þeim tíma liðnum var hún flutt á barnadeildina en að mínu mati var hún engan veginn tilbúin til þess. Hún gat hvorki tjáð sig né hreyft.“ Ólöf varði öllum stundum við hlið Re- bekku og reyndi eftir bestu getu að hjálpa til við umönnun hennar. „Þetta var ofboðslega erfiður tími.“ Aðspurð hvort hún muni hvenær Rebekka fór að taka einhverjum framförum svarar Ólöf um hæl. „Þann 15. mars 2003 fór hún að geta mótað orð með vörunum og svona tveimur vikum seinna fóru hljóðin að fylgja með.“ Spítaladvölin reyndi mikið á Rebekku sem og alla fjölskylduna og ofan á það fannst Ólöfu hún ekki fá nógu góða greiningu á þeim skaða sem Rebekka hafði orðið fyrir. „Hún var auð- vitað send í ýmsar myndatökur, sem og heilaskanna en aðeins tveir blett- ir fundust í myndgreiningunni, hvor í sínu heilahvelinu. Hvor bletturinn var á stærð við títuprjónshaus, eins og lækn- arnir lýstu því. Annar bletturinn tengist snertiskyninu og hinn hreyfiskyninu.“ Segir Ólöf það vel eiga við rök að styðj- ast en að margt fleira hrjái Rebekku en það og töldu læknarnir að það stafaði af skaða í heilastofni. „Til að byrja með þoldi hún til dæmis enga snertingu. Við náðum því sem betur fer úr henni með því að nudda hana. Bæði fékk ég nudd- konu til að koma á spítalann vikulega í nokkra mánuði og svo nudduðum ég og systir mín hana til skiptis en það var bara svona dekurnudd. Hún er samt ennþá svolítið viðkvæm.“ Ólöf segist vita það í dag að hún hefði átt að óska eftir svokölluðu „manual therapy“ strax í upphafi og sennilega bakstuðningi. „Hefði það verið gert fyrstu mánuðina eftir slysið og hún sett í súrefnismeð- ferð að auki held ég að Rebekka væri miklu betur stödd í dag,“ segir Ólöf. Hún segir að Rebekka hafi ekki verið mjög móttækileg fyrir hjálp fyrstu árin enda yfirkomin af sorg og reiði út í líf- ið og tilveruna. „Þetta bitnaði fyrst og fremst á hennar nánustu en ég byrjaði að nota bænirnar til að koma til henn- ar skilaboðum. Það hjálpaði okkur báð- um mikið. Í dag er hún nokkuð trúuð, þrátt fyrir allt.“ Mistök Þar sem Rebekka átti mjög erfitt með að tjá sig á meðan á spítaladvölinni stóð þurfti að fylgjast vel með henni og nota innsæið eins og Ólöf orðar það til að átta sig á hvernig henni leið. Rebekka fékk fæðu og lyf í gegnum sondu og var Ólöf farin að veita því athygli hvað hún svitnaði mikið á meðan á matargjöfinni stóð. „Það lak af henni svitinn og þurfti undantekningarlaust að skipta á henni frá toppi til táar, sem og rúminu eftir matargjöf. Enginn áttaði sig á því hvað olli þessu, hvorki hjúkrunarkonurnar né ég.“ Síðar kom að því að Rebekka þurfti að gangast undir aðgerð á fæti þar sem stálpinnar höfðu gengið til í fætin- um. Eftir aðgerðina fékk Ólöf símtal og var henni sagt að nú færi Rebekka að vakna úr svæfingunni. Tíminn leið og ekki vaknaði Rebekka. Svæfingarlækn- irinn reyndi að vekja hana með því að lyfta fætinum á henni og skella honum niður en allt kom fyrir ekki. Sjö klukku- stundum eftir að aðgerðinni lauk rum- skaði Rebekka loksins. „Mér þótti þetta ekki eðlilegt.“ Það rifjaðist upp fyrir Ólöfu að kvöldið sem slysið varð spurði læknir hana um þyngd Rebekku. „Ég man að ég var spurð hversu þung hún væri og ég man að ég svaraði því hálf- hikandi því maður veit nú kannski ekki alltaf upp á hár hvað börnin manns eru þung. Ég sagðist halda að Rebekka væri 43 til 45 kíló, en kannski væri hún 50. Svo sagist ég bara ekki viss.“ Sálrænn skaði Þessar hugsanir leituðu á Ólöfu þar til hún lét verða af því að ræða við hjúkr- unarkonurnar um málið. Þær sögðu að það væri ekki hægt að vigta Rebekku þar sem hún gæti hvorki staðið né set- ið og að hún væri of þung til að einhver gæti haldið á henni. „Pabbi hennar tók því að sér að halda á henni og vigta hana. Eflaust hafði Rebekka lagt tölu- vert af en hún reyndist aðeins 38 kíló. Í læknaskýrslunni hennar var hún skráð 56 kíló. Rebekku hafði því verið gefið að borða og gefin lyf eftir þeirri þyngd í nokkrar vikur. Útskýrir það meðal ann- ars svefninn langa eftir aðgerðina og átökin við að borða. Það sem ég held að hafi gerst er það að læknirinn hafi skrif- að 50 kíló en eflaust skrifað illa og því hafi þetta litið út fyrir að vera 56 kíló í skýrslunni. „Læknarnir báðust afsök- unar á þessum mistökum og viður- kenndu að þetta gæti hafa seinkað bata hennar eitthvað.“ Ólöf vill meina að þetta hafi haft miklu meiri áhrif en það og að það hafi ekki verið tekið tillit til sálrænna áhrifa þegar þetta mat var sett fram. „Maður hefði viljað fá álit annarra óháðra lækna og fá að vita hvaða áhrif þetta var búið að hafa og gæti haft á framhaldið. Ég er sannfærð um að þetta hefur haft mikil sálræn áhrif. Barnið leið stöðugar kvalir og gat ekkert látið vita hvað væri að.“ Ýtt út úr kerfinu Eftir eitt ár á spítala og endurhæfingu á Grensási segir Ólöf að Rebekku hafi verið ýtt út úr kerfinu. „Mér fannst al- veg skelfilegt að ekki væri hægt að gera meira fyrir hana.“ Ólöf reyndi að fá styrk til að senda hana í endurhæf- ingu til Bandaríkjanna en án árangurs. „Ég fékk þau svör að öll þjónusta sem hægt væri að veita væri í boði á Íslandi. Staðreyndin er sú að heilaskaðaðir ein- staklingar hafa orðið algerlega útundan í kerfinu hér á landi og virðist sú grein- ing að vera með heilaskaða vera notuð sem afsökun fyrir því að gera ekki neitt annað en að veita rétt til örorku. Lönd- in í kringum okkur eru komin miklu lengra í að hjálpa fólki með heilaskaða til að bæta lífsgæði þeirra.“ Lífið hóf því að ganga sinn vanagang og þurfti Rebekka að hefja skólagöngu á ný og venjast breyttum aðstæðum. Hún var bundin við hjólastól, átti erf- itt með að tjá sig, talaði hægt og þjáð- ist af spasma og ósjálfráðum hreyfing- um ásamt ýmsum öðrum kvillum. Þrátt fyrir að hafa misst mikið úr í grunn- Slysið sem breytti öllu „Þegar ég nálgaðist slysstað myndaðist kliður í hópnum sem þarna stóð og ég heyrði fólk segja: „Er þetta mamma hennar?“ Rebekka á Balí Þarna er rebekka í meðferð hjá gúrúinum mangku sudarsana. Framhald á næstu síðu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.