Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2009, Síða 32
föstudagur 13. mars 200932 Ættfræði
umsjón: Kjartan gunnar Kjartansson, kgk@dv.is
Konráð Valur Gíslason
einkaþjálfari og framkvæmdastjóri kg sf
Konráð fæddist í
Reykjavík og ólst þar
upp í Breiðholtinu og
Grafarvoginum. Hann
var í Seljaskóla, Folda-
skóla og Hamraskóla í
Grafarvogi og stundaði
nám við MH og FB.
Konráð var í ungl-
ingavinnunni í Reykja-
vík, var starfsmaður
hjá Hörpu – málning-
arverslun og hefur ver-
ið einkaþjálfari í fullu
starfi hjá World Class frá 1997.
Hann stofnaði eigið ráðgjafarfyrir-
tæki í líkamsrækt 2000 sem hann
hefur starfrækt síðan.
Konráð æfði og keppti í knatt-
spyrnu með Fjölni í Grafarvogi á
unglingsárunum. Þá æfði hann
frjálsar íþróttir hjá Fjölni og setti
m.a. drengjamet í 4 x hundrað
metra boðhlaupi. Hann keppti í
vaxtarrækt frá 1996 og varð Íslands-
meistari fimm sinnum
í sínum þyngdarflokki
frá 1996. Þá varð hann
tvisvar Íslandsmeist-
ari unglinga í kraft-
lyftingum.
Fjölskylda
Kærasta Konráðs er
Hrefna Hallgríms-
dóttir, f. 10.3. 1986,
rekstrarstjóri hjá ELK-
EN.
Systkini Konráðs
eru Kristín Helga Gísladóttir, f. 29.3.
1970, verslunarmaður í Reykjavík;
Guðmundur Víðir Gíslason, f. 8.8.
1973, starfsmaður hjá Vegmerk-
ingu í Reykjavík.
Foreldrar Konráðs eru Gísli
Helgi Árnason, f. 17.6. 1949, fram-
kvæmdastjóri Vegmerkingar, og
Anna Konráðsdóttir, f. 2.11. 1949,
starfsmaður hjá Vegmerkingu.
30 ára á föstudag 60 ára á föstudag
Kristín Sigfúsdóttir
framhaldsskólakennari og bæjarfulltrúi á akureyri
Kristín fæddist á Gunnarsstöðum í
Þistilfirði og ólst þar upp. Hún var í
Barnaskóla Svalbarðshrepps, lauk
gagnfræðaprófi frá Héraðsskólanum
að Laugum 1966, var í Húsmæðra-
skólanum á Varmalandi í Borgarfirði
1967-68, lauk kennaraprófi frá Hús-
mæðrakennaraskóla Íslands 1971,
stúdentsprófi frá MA 1975, prófi í
uppeldis- og kennslufræði frá KHÍ
1986, svæðisleiðsöguprófi frá Leið-
söguskólanum við MK, og MA-prófi
í umhverfisfræðum frá HÍ 2005. Hún
hefur auk þess sótt fjölda námskeiða
í líffræði og næringarfræði við HÍ og
University of Western Ontario.
Kristín hefur kennt við MA frá
1983 og sinnti stundakennslu við HA
frá stofnun skólans til 1998.
Kristín er bæjarfulltrúi fyrir Vinstri-
hreyfinguna - grænt framboð á Akur-
eyri frá 2006. Hún hefur setið í ráðum
og nefndum á vegum Akureyrarbæjar,
var formaður áfengis- og vímuvarna-
nefndar Akureyrar, er fulltrúi í skóla-
nefnd, félagi í Zontaklúbbi Akureyrar,
var stjórnarformaður í HL-stöðinni
á Akureyri, er gjaldkeri í Hjarta- og
æðaverndarfélagi Akureyrar og ná-
grennis og var fulltrúi kennara í skóla-
nefnd MA. Hún hefur haldið fjölda
fyrirlestra og kennt á námskeiðum
um næringu og hollustu.
Fjölskylda
Kristín giftist 26.12. 1970 Ólafi Herg-
li Oddssyni, f. 28.12. 1946, geðlækni.
Hann er sonur Odds Ólafssonar, yf-
irlæknis og alþm. á Reykjalundi, og
k.h., Ragnheiðar Jóhannesdóttur hús-
freyju.
Börn Kristínar og Ólafs eru Odd-
ur Ólafsson, f. 17.7. 1971, læknir á
Akureyri, kvæntur Meredith Cricco
lækni og eiga þau tvo syni; andvana
tvíburasystur, f. 12.2. 1973; Sigfús Ól-
afsson, f. 20.5. 1974, markaðsstjóri
hjá Loftleiðum Icelandic, búsettur
í Reykjavík, kvæntur Margréti Rúnu
Guðmundsdóttur hjúkrunarfræðingi
og eiga þau tvö börn; Lýður Ólafsson,
f. 15.3. 1976, tónlistarmaður og lækn-
ir í Kaupmannahöfn, kvæntur Rósu
Hrönn Haraldsdóttur og eiga þau
þrjár dætur.
Systkini Kristínar eru Jóhann-
es Sigfússon, f. 14.5. 1953, bóndi á
Gunnarsstöðum og formaður Lands-
samtaka sauðfjárbænda, var kvænt-
ur Berghildi Grétu Björgvinsdóttur
sem er látin en sambýliskona hans
er Fjóla Runólfsdóttir; Steingrímur J.
Sigfússon, f. 4.8. 1955, fjármálaráð-
herra, kvæntur Bergnýju Marvins-
dóttur; Árni Sigfússon, f. 22.7. 1957,
véltæknifræðingur í Ósló, kvæntur
Hanne Matre; Ragnar Már Sigfússon,
f. 20.10. 1959, bóndi á Gunnarsstöð-
um, kvæntur Ástu Laufeyju Þórarins-
dóttur; Aðalbjörg Þuríður Sigfúsdóttir,
f. 18.8. 1967, húsmóðir á Sauðárkróki,
gift Jóni Halli Ingólfssyni.
Foreldrar Kristínar: Sigfús A. Jó-
hannsson, f. 5.6. 1926, d. 2.8. 2007,
bóndi á Gunnarsstöðum, og k.h., Sig-
ríður Jóhannesdóttir, f. 10.6. 1926, d.
15.10. 2007, húsfreyja.
Ætt
Sigfús var bróðir Jóns, föður Jóhanns,
forstjóra á Þórshöfn. Sigfús var son-
ur Jóhanns, b. í Hvammi í Þistilfirði
Jónssonar, b. og skálds í Hávarsstöð-
um, bróður Sigurveigar, ömmu Alla
ríka. Jón var sonur Samsonar Björns-
sonar, langafa Kristjáns frá Djúpalæk,
föður Kristjáns heimspekings.
Móðir Sigfúsar var Kristín Sigfús-
dóttir, b. í Hvammi Vigfússonar, b. í
Hvammi Sigfússonar, b. í Hvammi
Jónssonar, bróður Katrínar, lang-
ömmu Gunnars Gunnarssonar rithöf-
undar. Móðir Sigfúsar Vigfússonar var
Guðrún Þorsteinsdóttir. Móðir Krist-
ínar var Aðalbjörg Jónasdóttir, syst-
ir Aðalsteins, langafa Hönnu Birnu
Kristjánsdóttur borgarstjóra.
Sigríður var dóttir Jóhannesar, b.
á Gunnarsstöðum, bróður Sigríðar,
ömmu Björns Teitssonar skólameist-
ara. Bræður Jóhannesar voru Gunnar,
skrifstofustjóri hjá Búnaðarfélaginu,
og Davíð, faðir Aðalsteins orðabóka-
höfundar. Önnur systir Jóhannesar
var Ingiríður, amma Árna Harðarson-
ar söngstjóra. Systir Jóhannesar var
einnig Sigríður, móðir Bjarna ráðu-
nautar og verkfræðinganna Guð-
mundar og Steingríms Arasona.
Jóhannes var sonur Árna, b. á Gunn-
arsstöðum Davíðssonar, b. á Heiði á
Langanesi Jónssonar. Móðir Árna var
Þuríður, systir Jóns á Skútustöðum,
langafa Þórs Vilhjálmssonar dómara.
Jón var einnig langafi Jónasar Jóns-
sonar búnaðarmálastjóra og Hjálm-
ars Ragnarssonar tónskálds. Þuríð-
ur var dóttir Árna, b. á Sveinsströnd í
Mývatnssveit, bróður Kristjönu, móð-
ur Jóns Sigurðssonar, alþm. á Gaut-
löndum, ættföður Gautlandaættar.
Árni var sonur Ara, b. á Skútustöð-
um Ólafssonar. Móðir Jóhannesar var
Arnbjörg Jóhannesdóttir, systir Árna,
föður Ingimundar söngstjóra.
Móðir Sigríðar var Aðalbjörg, syst-
ir Árna læknis á Vopnafirði, og Guð-
mundar kaupfélagsstjóra, afa séra
Halldórs Reynissonar og Kára Eiríks-
sonar listmálara. Aðalbjörg var dóttir
Vilhjálms, b. á Ytri-Brekkum á Langa-
nesi Guðmundssonar, og Sigríðar
Davíðsdóttur.
Kristín verður að heiman á afmæl-
isdaginn og ver deginum með fjöl-
skyldunni.
Baldur stundaði nám við Bænda-
skólann á Hólum og lauk þaðan bú-
fræðiprófi. Baldur stundaði ýmis al-
menn störf fram til 1967 en varð þá
útibússtjóri Kaupfélags Svalbarðs-
eyrar á Fosshóli og vann við það í
þrjú ár. Hann flutti að Eyjardalsá í
Bárðardal 1970 og hefur búið þar
síðan.
Baldur hefur m.a. setið í hrepps-
nefnd Bárðdælahrepps, stjórn Bún-
aðarfélagsins, og gegnt ýmsum
trúnaðarstörfum fyrir Framsóknar-
flokkinn og Bárðdælahrepp.
Fjölskylda
Baldur kvæntist 14.9. 1967 Sæunni
Sigríði Gestsdóttur, f. 6.8. 1949, hús-
freyju.
Börn Baldurs og Sæunnar eru
Vordís f. 14.4. 1968, háskólanemi á
Akureyri, gift Guðmundi H. Helga-
syni matreiðslumeistara en þeirra
börn eru Jónína Sæunn, Baldur
Már, og Helga Guðrún; Jón Við-
ar, f. 10.5. 1972, rafmagnstækni-
fræðingur í Reykjavík, og er son-
ur hans Gunnar Dofri Viðarsson;
Birna Guðrún, f. 20.10. 1975, iðju-
þjálfi á Akureyri, en maður hennar
er Rögnvaldur B. Rögnvaldsson og
er synir þeirra Rökkvi, Kormákur
og Styrmir; Haukur Baldursson, f.
17.12. 1978, rafmagnsverkfræðingur
í Danmörku en kona hans er Dýrleif
Jónsdóttir og eru synir þeirra Hall-
dór Viðar og Arnviður; Anna Guð-
ný, f. 22.7. 1988, nemi; Gestur Vagn,
f. 5.2. 1991, nemi.
Bræður Baldurs eru Viðar, f.
22.11. 1934, bóndi á Hriflu; Sigtrygg-
ur f. 5.11. 1937, búsettur á Halldórs-
stöðum; Ólafur Geir, f. 16.6. 1943,
ráðunautur að Hlébergi í Eyjafjarð-
arsveit; Bragi, f. 2.8. 1946, bóndi að
Burstafelli í Vopnafirði; Ingvar, f.
12.5. 1949, bóndi á Hlíðarenda í
Bárðardal.
Foreldrar Baldurs: Vagn Sig-
tryggsson, f. 28.7. 1900, d. 28.6.
1966, og Birna Sigurgeirsdóttir, f.
21.2. 1907, d. 8.5. 2002. Þau bjuggu
á Hriflu.
Ætt
Vagn var sonur Sigtryggs, b. á Hall-
bjarnarstöðum í Reykjadal Helga-
sonar, b. á Hallbjarnarstöðum Jóns-
sonar, b. í Máskoti Jónssonar. Móðir
Vagns var Helga Jónsdóttir, b. á Arn-
dísarstöðum Árnasonar, b. í Hóls-
gerði í Kinn Indriðasonar.
Birna var dóttir Sigurgeirs, b.
á Hóli í Kelduhverfi Ísakssonar, b.
á Auðbjargarstöðum Sigurðsson-
ar. Móðir Birnu var Ólöf Jakobína
Sigurbjörnsdóttir, b. í Keldunesi í
Kelduhverfi Ólafsonar.
Baldur verður að heiman á af-
mælisdaginn.
Kjartan Gunnar Kjartansson rekur
ættir þjóðþekktra Íslendinga sem hafa verið í
fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma
viðburði liðinna ára og minnist horfinna
merkra Íslendinga. Lesendur geta sent inn
tilkynningar um stórafmæli á netfangið
kgk@dv.is
70 ára á laugardag
Baldur Vagnsson
bóndi á eyjardalsá
Sigurður Þór Hlynsson
rafvirki og háskólanemi í garðinum
30 ára á laugardag
Guðlaug Sunna
Gunnarsdóttir
náms- og starfsráðgjafi við fss
Sunna fæddist í Keflavík
en ólst upp í Njarðvík.
Hún var í Grunnskóla
Njarðvíkur, lauk stúd-
entsprófi frá Fjölbrauta-
skóla Suðurnesja 1999,
lauk BA-prófi í uppeld-
is- og menntunarfræð-
um frá HÍ og síðan prófi
í námsráðgjöf frá HÍ.
Sunna starfaði hjá
Íslenskum aðalverktök-
um á Keflavíkurflugvelli á sumrin á
framhaldsskólaárunum, starfaði hjá
ÍTR í Reykjavík á háskólaárunum og
hefur verið náms- og starfsráðgjafi
við Fjölbrautaskóla Suðurnesja frá
2005.
Sunna æfði og keppti í knatt-
spyrnu með Njarðvík, lék síðan með
meistaraflokksliði Grindavíkur, síð-
an með Stjörnunni og loks með
Keflavík.
Fjölskylda
Eiginmaður Sunnu er
Bjarni Sæmundsson, f.
9.3. 1977, vélsmiður hjá
Marel.
Dóttir Sunnu og
Bjarna er Elín Bjarna-
dóttir, f. 8.7. 2006.
Stjúpsonur Sunnu er
Breki Bjarnason, f. 8.5.
2002.
Bræður Sunnu eru
Guðni Þór Gunnarsson, f. 4.11. 1971,
endurskoðandi í Reykjavík; Sighvat-
ur Ingi Gunnarsson, f. 4.11. 1975,
viðskiptafræðingur og útibússtjóri
hjá Íslandsbanka í Reykjanesbæ.
Foreldrar Sunnur eru Gunnar
Þórarinsson, f. 11.4. 1949, viðskipta-
fræðingur í Reykjanesbæ, og Stein-
unn Sighvatsdóttir, f. 11.11. 1950,
hárgreiðslumeistari í Reykjanesbæ,
auk þess sem þau hjónin starfrækja
bókhaldsstofu saman.
30 ára á laugardag
Sigurður fæddist í
Reykjavík en ólst upp í
Innri-Njarðvík. Hann
var í Grunnskóla Njarð-
víkur, stundaði nám við
Fjölbrautaskóla Suður-
nesja, lauk prófi í raf-
virkjun við Iðnskólann
í Reykjavík, lauk prófi á
frumgreinadeild Keilis
2008 og stundar nú nám
við HR.
Sigurður stundaði fiskvinnslu í
Reykjanesbæ á unglingsárunum,
vann á skurðgröfum hjá Íslensk-
um aðalverktökum í sumarvinnu
með skóla, starfaði sem rafvirki á
árunum 2004-2007 og starfaði við
Slökkviliðið á Keflavíkurflugvelli
2007-2008.
Sigurður var Reykjavíkurmeist-
ari í kvartmílu, flokki bifhjóla, árið
2005.
Fjölskylda
Eiginkona Sigurðar er
Helga Björk Sigurðar-
dóttir, f. 26.12. 1982,
verslunarmaður og
nemi.
Dóttir Sigurðar og
Helgu Bjarkar er Birta
Björk Sigurðardóttir, f.
1.10. 2000.
Systkini Sigurðar
eru Sveinn Óskar Berg-
þórsson, f. 31.8. 1981, vélamaður
hjá Nesprýði í Reykjanesbæ, Matt-
hildur Bergþórsdóttir, f. 21.1. 1986,
starfsmaður hjá Kynnisferðum í
Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Foreldrar Sigurðar eru Bergþór
Smári Óskarsson, f. 24.12. 1954,
starfsmaður hjá Íslenskum aðal-
verktökum, og Rakel Guðbjörg Sig-
urðardóttir, f. 15.12. 1960, yfirmað-
ur hjá Kynnisferðum í Flugstöð
Leifs Eiríkssonar.