Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2009, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2009, Side 4
Þriðjudagur 19. maí 20094 Fréttir Icelandair sýknað Héraðsdómur Reykjavíkur synj- aði í gær skaðabótakröfu fyrr- verandi flugmanns Icelandair á hendur félaginu. Flugmaðurinn fór fram á að Icelandair greiddi honum rúmar tvö hundruð þúsund krónur auk dráttarvaxta vegna starfsloka hans. Tíma- bundin ráðning hans í stöðu flugstjóra féll niður á fyrir fram ákveðnum degi án þess að til þyrfti að koma uppsögn, sam- kvæmt kjarasamningi. Dómur- inn féllst ekki á að flugfélagið væri bótaskylt í málinu. Atvinnuleysi aldrei meira Atvinnuleysi hefur ekki mælst jafn mikið hér á landi síðan samræmdar mælingar hófust, samkvæmt upplýsing- um frá Vinnumálastofnun. Atvinnuleysi í apríl mældist 9,1 prósent. Í upphafi níunda áratugarins var fyrst farið að halda utan um atvinnu- leysi hér á landi og hefur það lengst af mælst á bilinu 1 til 2 prósent. Atvinnuleysi fór upp í fimm prósent árið 1995 og jókst svo einnig á árunum 2002 til 2003. Vinnumálastofnun ráð- gerir að taka á móti þús- undum umsókna frá há- skólanemum sem verða án atvinnu í sumar. Fangelsaður eftir viðtal Móðir krúnukúgarans hefur áhyggjur af syninum: Paul Einar Aðalsteinsson er kom- inn aftur í fangelsi í Bretlandi eftir að hann sagði írsku tímariti sögu sína á dögunum. Paul Einar hafði verið laus úr fangelsi í nokkra mánuði, en hann var sakfelldur í Bretlandi á síðasta ári fyrir að kúga fé út úr náfrænda Elísabetar Bretadrottningar. Hann fékk fimm ára fangelsisdóm, en fékk síðar reynslulausn á skilorði. Elisa- beth Strachan, móðir Pauls Einars, er miður sín yfir því að syni henn- ar hafi verið stungið í fangelsi aftur. „Ástæðan fyrir því að þeir settu hann aftur í fangelsi var að hann talaði við fjölmiðla, þó hefur viðtalið ekki ver- ið birt í Bretlandi,“ segir hún og bætir við: „Tímaritið er gefið út í öðru landi og það hefur ekkert með konungs- fjölskylduna að gera.“ Elisabeth segir að breska leyni- þjónustan, MI5, hafi tilkynnt sér að ástæðan fyrir því að Paul Einar hafi verið settur í fangelsi sé sú að hann hafi stefnt konungsfjölskyldunni í hættu. Hún tekur þær skýringar ekki trúanlegar: „Hverju eru þeir að reyna að ná fram með því að senda hann í lokað fangelsi með nauðgurum og morðingjum? Ég er reið út í yfirvöld og ég vildi að ég gæti gert eitthvað til að breyta þessu. Það á að vera mál- frelsi í þessu landi, það er nú meiri brandarinn.“ Sjálfur er Paul Einar mjög undr- andi yfir því að vera kominn aftur á bak við lás og slá. Í skilaboðum sem hann kom áleiðis til blaðamanns DV sagði hann: „Viðtalið kom mér aftur í fangelsi vegna skipunar frá MI5, ég veit það hljómar brjálæðislega, en ég er í fangelsi og ég er lafhræddur.“ Í febrúar á þessu ári veitti Paul Einar helgarblaði DV ítarlegt viðtal og eitt af skilyrðum hans var að við- talið myndi ekki birtast í Bretlandi, af því að hann óttaðist yfirvöld. valgeir@dv.is Paul Einar Aðalsteinsson Veitti írsku tímariti viðtal og var skömmu síðar stungið aftur í fangelsi. Mynd/BErgur AðAlstEinsson Þegar eldur kom upp í bifreið hans á leið frá Akureyri á dögunum sendi ragnar ingi Bjarnason kærustu sína inn í Húsasmiðjuna til að sækja slökkvitæki. Þar fékk hún þau svör að tækið fengi hún ekki fyrr en hún hefði borgað fyrir það. Fyrir utan verslunina reyndi Ragnar að kæfa eldinn með peysum. Misskilningur, segir verslunarstjórinn. Fékk ekkI slökkvItækI meðan bíllInn brann „Ég var að keyra út úr Akureyri og var rétt að koma að Húsasmiðjunni þegar ég byrjaði að finna reykj- arlykt. Þannig að ég brá mér inn á plan og lagði bílnum til að líta undir húddið. Þá mætti mér bara eldtunga þegar ég opnaði,“ segir Ragnar Ingi Bjarnason, sem lenti í þessum óskemmtilegu aðstæðum á dögunum. Hann undrast viðbrögð starfsfólks Húsasmiðjunnar á Akur- eyri þegar kærasta hans óskaði eftir slökkvitæki til að bregðast við neyð- arástandinu. Hún fékk þau svör að tækið fengi hún ekki án þess að greiða fyrir það. Á meðan logaði í bílnum á planinu fyrir utan. Vantaði slökkvitæki strax „Ég dreif mig aftur í bílinn til að ná í peysur sem ég hafði meðferðis til að freista þess að kæfa mesta eld- inn,“ segir Ragnar Ingi og kveðst hafa sent kærustu sína inn í Húsa- smiðjuna til að sækja slökkvitæki í hvelli. Þar hafi henni verið vísað af- greiðslumanna á milli. Hún fékk þær upplýsingar að slökkvitækin væru til og hún gæti valið sér og keypt tæki en út færi hún ekki með slökkvitæki nema að greitt yrði fyr- ir það. Hún sagðist að sjálfsögðu myndu greiða fyrir tækið en tím- inn væri dýrmætur þar sem bíllinn stæði í logum. „Þeir héldu að hana vantaði slökkvitæki til kaups en hún sagði að sig vantaði slökkvitæki núna, það væri kviknað í bíl hérna úti á plani. Þá rönkuðu menn eitthvað við sér, bentu á tvo áður en einhver ákvað að aðhafast nokkuð,“ segir Ragnar sem aldrei fékk slökkvitækið. Kókflaska til bjargar Á meðan kærasta Ragnars reyndi að koma Húsasmiðjumönnum í skiln- ing um að um neyðartilvik væri að ræða stóð hann sjálfur úti á plani að berjast við eldinn undir húdd- inu. „Svo fattaði ég að ég var með kókflösku í bílnum sem ég notaði til að skvetta úr yfir eldinn og náði þar með að ráða niðurlögum hans,“ segir Ragnar og segir það ekki hafa verið Húsasmiðjunni að þakka að ekki fór verr. „Manni fannst þetta svolítið skondið svona eftir á. Ég fór að velta því fyrir mér hvort hún hefði þurft að hlaupa aftast í röðina við af- greiðslukassann með slökkvitækið áður en hún kæmist út til aðstoðar.“ slökkvitæki til reiðu Steingrímur Magnússon, verslun- arstjóri Húsasmiðjunnar á Akur- eyri, telur starfsfólk sitt hafa brugð- ist hárrétt við. „Þau eru með bílinn úti á plani og stúlkan stekkur inn í verslun- ina, talar við stelpuna á kassanum og segir að þau vanti slökkvitæki. Afgreiðslustúlkan talar við mig og segir mér að það vanti slökkvitæki. Mín fyrsta hugsun var að þau vant- aði slökkvitæki til að kaupa. Þegar ég gerði mér grein fyrir því að það var til að slökkva eld í bíl úti á plani hóaði ég í starfsmann sem er fyrr- verandi lögregluþjónn og vanur ýmsu. Þegar hann kom út var búið að slökkva eldinn og parið þurfti ekki slökkvitæki lengur. En tækið var alltaf til reiðu.“ sigurður MiKAEl og liljA KAtrín blaðamenn skrifa lilja@dv.is og mikael@dv.is „Ég fór að velta því fyr- ir mér hvort hún hefði þurft að hlaupa í röð- ina við afgreiðslukass- ann með slökkvitækið áður en hún kæmist út til aðstoðar.“ Ekki án þess að borga Kærasta ragnars fékk þau skilaboð að hún yrði að borga fyrir slökkvitækið áður en hún sinnti brennandi bíl á planinu. til reiðu Steingrím- ur í Húsasmiðjunni var tilbúinn með slökkvitækið. skondið eftir á ragnar var með kókflösku í bílnum sem hann notaði til að slökkva eldinn. töluðu fyrir 24,6 milljónir Símakostnaður alþingismanna nam 24,6 milljónum króna í fyrra samkvæmt upplýsingum frá Alþingi. Morgunblaðið grein- ir frá því í dag að símakostnaður ráðherranna tólf sem sátu í fyrra sé greiddur af viðkomandi ráðu- neyti. Því skiptist fyrrgreindur kostnaður á milli 51 þingmanns. Þessi upphæð jafngildir því að símreikningur hvers þingmanns hafi verið rétt rúmlega 40 þús- und krónur á mánuði, sem ein- mitt er sú upphæð sem Alþingi miðar við, áður en send er til- kynning um upphæð reiknings- ins og þeim boðið að gera „við- eigandi ráðstafanir“.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.