Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2009, Side 6
Þriðjudagur 19. maí 20096 Fréttir
inu. Gísli Árni Eggertsson, skrif-
stofustjóri Íþrótta- og tómstunda-
„Við lítum svo á að börnin séu
að taka þátt í formlegu frístunda-
starfi á frístundaheimilunum en
þar fer fram margs konar starf-
semi sem er sniðin að aldri þeirra
og þörfum. Þá taka ekki öll börn
sem sækja frístundaheimilin þátt
í öðru frístundastarfi og þótti
ástæða til að gefa foreldrum þeirra
möguleika á að nýta kortið til að
greiða niður dægradvölina. Það
skal þó tekið fram að full vistun á
frístundaheimili kostar um 8.000
Lýsa óánægju með morðrannsókn í Dóminíska lýðveldinu:
morðingi fái refsingu
Rúmlega 4.500 manns hafa skráð
sig í Facebook-hóp sem vill réttlæti
fyrir Hrafnhildi Lilju Georgsdóttur,
sem var myrt á hrottafenginn hátt
í Dóminíska lýðveldinu þann 21.
september á síðasta ári. DV greindi
frá því nýlega að formlegri rann-
sókn á málinu hefði verið hætt án
þess að nokkur hefði verið ákærð-
ur.
„Enn hefur enginn verið sak-
felldur fyrir að taka þessa fallegu
stúlku frá okkur, á þennan hrylli-
lega hátt. Lögreglan í Dóminíska
lýðveldinu hefur hætt formlegri
rannsókn á morðinu, án nokkurr-
ar niðurstöðu. En þeir munu skoða
málið frekar ef nýjar vísbendingar
koma í ljós,“ segir á Facebook-síð-
unni um Hrafnhildi.
Hópurinn skorar á íslensk
stjórnvöld að gera allt sem í þeirra
valdi stendur til að réttlætið nái
fram að ganga. „Hrafnhildur Lilja
var yndisleg manneskja, falleg að
innan sem utan. Hún hafði sterka
réttlætiskennd og vildi öllum vel.
Hún hafði gaman af því að ferð-
ast og kynnast öðrum menningar-
heimum. Hún var fljót að kynnast
fólki, og átti marga góða vini sem
elskuðu hana.
Hún á einnig fjölskyldu hér á
Íslandi, móður, föður, tvær syst-
ur, bræður, ömmu, afa, frænkur og
frændur sem öll elskuðu hana svo
mikið og sakna hennar svo sárt. Við
sem eftir sitjum getum ekki sætt
okkur við að sá sem tók líf henn-
ar fái ekki sína refsingu!!! Við finn-
um ekki frið í hjörtum okkar fyrr en
réttlætið sigrar!“ segir á síðunni.
Hrafnhildur Lilja Georgsdóttir
Var myrt í dóminíska lýðveldinu í
september í fyrra.
Jóhanna funheit
Jóhanna Guðrún Jónsdóttir er
að gera það gott með Is it true? í
vefverslun iTunes á Norðurlönd-
unum. Í gær var lagið í öðru sæti
yfir mest sóttu lögin á iTunes í
Noregi, Svíþjóð og Finnlandi.
Þá var hún í fjórða sæti í Dan-
mörku. Sigurvegari Eurovision,
Norðmaðurinn Alexander Ry-
bak, vermdi hins vegar toppsæt-
in í löndunum fjórum. Lagið var
svo í 31. sæti yfir mest sóttu lög-
in í Bretlandi en Jóhanna hefur
klifið þann lista hægt og bítandi
síðan á laugardaginn.
Kveiktu óvart
í sinu
Slökkviliðið á Selfossi var kallað
að Úthlíð í Biskupstungum eftir
hádegi í fyrradag vegna elds í
sinu. Ástæðan fyrir þessu var sú
að fólk sem var að grilla á kolag-
rilli losaði kolin á jörðina með
fyrrgreindum afleiðingum. Fólk-
inu tókst ekki að slökkva eldinn
þó það bæri vatn á hann úr föt-
um. Lögreglan á Selfossi vekur
athygli á því að gróður er mjög
þurr þessa dagana og hvetur fólk
til að fara með gát.
Heitir lampar
Aðfaranótt miðvikudags í síð-
ustu viku var brotist inn í garð-
yrkjustöð að Reykjum í Ölfusi
og þaðan stolið 12 gróðurhúsa-
lömpum. Næstu nótt á eftir fékk
garðyrkjustöðin í Asparlundi í
Laugarási heimsókn þjófa sem
brutust þar inn og höfðu á brott
15 lampa.
„Við erum í sambýli við Olíudreif-
ingu. Út af þessari hafnarvernd eru
þetta kvaðir sem eru settar. Það má
segja að Bush hafi skipað fyrir um
þetta,“ segir Kristján Loftsson, fram-
kvæmdastjóri Hvals hf., aðspurður
hvers vegna búið sé að girða Hvals-
töðina í Hvalfirði af. Kristján segir
því ástæðuna ekki þá að hann óttist
ágang erlendra mótmælenda í sum-
ar.
Ný siglingalög tóku gildi 1. júlí
2004 og byggja á fyrirmælum frá
Alþjóðasiglingastofnuninni, IMO.
Hluti af því er svokölluð hafnar-
vernd sem felst meðal annars í því
að girða hafnir af. Reglurnar voru
settar í kjölfar hryðjuverkaárásanna
11. september 2001.
Ekki spákaupmennska
„Þegar þú tekur á móti olíuskipum
eða lestar þau þarftu að vera með
afgirt hafnarsvæði til að geta tak-
markað aðgang að skipunum,“ segir
Hörður Gunnarsson, framkvæmda-
stjóri Olíudreifingar. Hann segir að
kostnaðurinn við hafnarverndina
deilist til helminga milli Olíudreif-
ingar og Hvals hf. Framkvæmdirnar
hófust í fyrrasumar og eru nú á loka-
stigi.
Hörður segir að Olíudreifing
geymi sjálft ekki eldsneyti í geym-
unum í Hvalfirði. Geymarnir eru
leigðir til finnska ríkisolíufélagsins
Neste. Hann segir að í þessu tilfelli
vanti Neste tímabundið lagerpláss.
„Þeir geyma mikið eldsneyti sem
fer á Bandaríkjamarkað á sumrin.
Þá þurfa þeir svo mikið eldsneyti á
stuttum tíma,“ segir hann. Neste sé
því ekki í spákaupmennsku með olíu
heldur snúist þetta fyrst og fremst
um að staðsetning Íslands sé hent-
ug til geymslu á eldsneyti. Olíudreif-
ing leigir alla tanka sína í Hvalfirði til
Neste. �m er að ræða níu tanka sem
taka um 60 milljón lítra af eldsneyti.
150 starfsmenn
Eins og kunnugt er gaf Einar Krist-
inn Guðfinnsson, þáverandi sjáv-
arútvegs- og landbúnaðarráðherra,
út reglugerð um veiðar á hrefnu og
langreyði í lok janúar. Þar er kveðið á
um að á árunum 2009 til 2013 megi
veiða allt að 150 langreyðar á ári og
100 hrefnur. Að sögn Kristjáns Lofts-
sonar mun fyrirtæki hans Hvalur hf.
veiða allar 150 langreyðarnar. Engin
önnur fyrirtæki eigi kvóta.
Hann gerir ráð fyrir að nota tvö
hvalveiðiskip við veiðarnar í sumar
og gerir hann ráð fyrir að hefja veið-
ar eftir viku. Hjá Hval verða um 150
starfsmenn í sumar við veiðar og
vinnslu á langreyði. Kristján telur
næga eftirspurn vera eftir hvalkjöti
erlendis. „Menn væru ekki að þessu
annars,“ segir hann.
Víggirt hvalstöð Vegna laga
um hafnarvernd varð að girða
Hvalstöðina í Hvalfirði af.
mynd RakEL Ósk siGuRðaRdÓttiR
Óttast ekki mótmælendur Kristján
Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals, segist
ekki óttast ágang mótmælenda í sumar.
dV0905158995_8.jpg
dV0905181237_2.jpg
Vegna laga um hafnarvernd sem sett voru eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september
2001 þarf að girða Hvalstöðina í Hvalfirði af. kristján Loftsson, framkvæmdastjóri
Hvals, segist ekki óttast ágang mótmælenda í sumar. Hann gerir ráð fyrir að hjá
Hval verði 150 starfsmenn í sumar vegna veiða á 150 langreyðum.
BusH fyrirsKipaði
girðinguna
annas siGmundsson
blaðamaður skrifar: as@dv.is
Út af þessari hafnarvernd eru
þetta kvaðir sem eru settar.