Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2009, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2009, Side 21
Þriðjudagur 19. maí 2009 21Fókus á þ r i ð j u d e g i StyttiSt í AiM Miðasala í er í fullum gangi á midi.is fyrir AIM-tónlistarhátíðina á Akureyri sem fram fer 29. maí til 4. júní. Hátíðin er nú haldin í fjórða sinn og sem fyrr er boðið upp á fjölbreytt úrval tónlistar, allt frá bílskúrshljómsveitum upp í kórtónleika. Á meðal þeirra sem troða upp eru Retro Stefson, Hjálmar, Megas og Senuþjófarnir, Stórsveit Reykjavíkur og Mótettukór Hallgrímskirkju. Nánar á aimfestival.is. VinSælir englAr og djöflAr Angels & Demons er vinsælasta kvikmyndin á Íslandi í dag sam- kvæmt aðsóknarlista kvikmynda- húsanna fyrir liðna helgi. 9.300 manns sáu myndina, sem byggð er á samnefndri bók metsöluhöf- undarins Dans Brown, þessa fyrstu sýningarhelgi hennar hér á landi. Í öðru sæti er Star Trek sem vermdi toppsætið í síðustu viku og þar á eftir myndin um ævintýri sjónvarps- persónunnar Hannah Montana sem áhorfendur ættu að kannast við úr samnefndum þáttum á RÚV. Tæp- lega fimmtán þúsund manns hafa nú séð íslensku heimildarmyndina Draumalandið sem er í tíunda sæti listans. leikrit óSkASt Leikritunarsjóðurinn Prologos aug- lýsir eftir umsóknum vegna þriðju úthlutunar úr sjóðnum. Umsókn- arfrestur er til 1. júní. Annars vegar er auglýst eftir hugmynd að leik- riti. Við umsókn skal leggja fram leiktexta (5 bls.), lýsingu á verkinu (2 bls.) og stutta ferilskrá höfund- ar (1 bls.). Höfundur getur hlotið 600 þúsund króna styrk til að vinna að handriti. Hins vegar er auglýst eftir hugmynd að leiksmiðju- eða tilraunaverkefni. Við umsókn skal leggja fram lýsingu á verkefninu (2-4 bls.), lista yfir þátttakendur og stuttar ferilskrár þátttakenda. Nafn, heimilisfang, sími og tölvupóst- fang umsækjanda þurfa að fylgja umsókn. Umsóknir skal senda með tölvupósti á netfangið prologos@ leikhusid.is eða í almennum pósti, merktar: Þjóðleikhúsið, Prologos, Lindargötu 7, 101 Reykjavík. ÚtSkriftArdAnS- Sýning lHí Útskriftarnemendur dansbraut- ar Listaháskóla Íslands frumsýndu fyrir helgi dansverkið Deadhead’s Lament en það er nýtt verk sem nýsjálenski danshöfundurinn Tony Vezich hefur samið sérstaklega fyrir hópinn. Í umsögn um verkið segir meðal annars að í viðleitni okkar til að láta gott af okkur leiða hljóti hvert og eitt okkar að eiga í baráttu við eitthvað, hvort sem um er að ræða þrælatök fíknar, innibyrgða árás- arhvöt, uppsvelgjandi græðgi eða hina endanlegu undanlátssemi við sjálfseyðilegginguna. Verkið er sýnt í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Sögusviðið er Bretland í ‘60 sveiflu. BBC einokar útvarpstæki stífra Breta og rokktónlist er álitin satanískari og úrkynjaðri en nokkru sinni fyrr. Ungir skæruliðaútvarpsmenn gera það upp á sitt eindæmi að koma á fætur „ólög- legum“ útvarpsstöðvum, senda út allt það heitasta frá gullöld rokksins og um leið njóta þess að senda ríkisvaldinu löngutöngina með hina höndina um hreðjarnar. Ein slíkra útvarpsstöðva er Rock Boat. Ef leikaralið sem telur Philip Seymour Hoffman, Nick Frost, Rhys Ifans, Kenneth Branagh og Chris O’Dowd úr IT Crowd er ekki nóg til að freista þín til að sjá eina bíómynd á þessu ári þá ert þú ráðherra í Bretlandi frá þessum tíma og óhætt að fullyrða að þú sért alræmdur ferningur. Eins og áður segir fjallar myndin um hóp sjóræningjaútvarpsmanna sem senda út frá ryðguðum dalli und- an ströndum Bretlands árið 1966 og njóta gríðarlegra vinsælda. En ríkis- stjórninni er ekki skemmt og kem- ur það í hlut ráðherrans Dormandys, sem leikinn er gjörsamlega óaðfinn- anlega af Kenneth Branagh, að finna leið til að loka á hið úrkynjaða rokk og ról sem spillir unga fólkinu. Hæst- ráðandi á rokkskipinu er grúví náungi að nafni Quentin, sem sömuleiðis er leikinn frábærlega af Bill Nighy, sem fer fyrir hópi ofursvalra útvarpsmanna sem elska sitt rokk, dóp og kynlíf fram úr hófi. Óþarfi er að kynna Philip Seymour Hoffman til leiks, enda skilar hann alltaf dagsverki sínu án þess að hafa fyrir því. Hoffman leikur Greifann á skipinu, vinsælasta ólöglega útvarps- manninn í Tjallalandi. Og veitið sér- staklega aðalleikaranum í myndinni, hinum unga Tom Sturridge sem leikur Carl, eftirtekt. Richard Curtis skrifar og leikstýrir, hann kann þetta allt saman eins og ferilskráin hans sannar. Ef þú elskar frábæra rokktónlist og ef þú elskar vel heppnaðar grínmynd- ir með melódramatísku ívafi þá munt þú elska The Boat that Rocked. Mynd- in er eins og sælkeraveisla fyrir skiln- ingarvitin. Góðir leikarar, skotheldur söguþráður og geðveik tónlist fá bát- inn virkilega til að vagga og velta. Sigurður Mikael Jónsson Báturinn sem rokkaði Tom Hanks er ofmetinn og frekar leið- inlegur leikari, Ron Howard er ofmet- inn og steríll leikstjóri og Dan Brown er ofmetinn rithöfundur sem skrif- ar ágætis spennusögur. Þessir þrír herramenn slá nú saman í púkk öðru sinni með kvikmyndinni Angels and Demons en þetta var auðvitað með öllu óhjákvæmilegt eftir að kvikmynd byggð á Da Vinci lykli Browns mal- aði þremenningunum og öðrum að- standendum gull í tonnavís. Það verður ekki af Dan Brown tek- ið að honum er lagið að skrifa æsi- spennandi, skemmtilega og auðlesna reyfara. Da Vinci lykillinn svínvirkaði sem slíkur og ekki spillti fyrir að ofan í kaupið töldu lesendur sig vera út- skrifaða í guðfræði, táknfræði og ætt- artölu Jesú Krists að lestri loknum. Ron Howard og félögum mistókst því miður með öllu að skila háspennunni af síðum bókarinnar á hvíta tjaldið og táknfræðin og trúarvellan, sem hélt einhvern veginn vatni á prenti, bar myndina algerlega ofurliði. Þá var Tom Hanks engan veginn að virka í hlutverki aðalpersónunn- ar, táknfræðingsins Roberts Lang- don. Þessi margverðlaunaði leikari var eins og álfur út úr hól og ömurleg hárgreiðsla hans var síður en svo til bóta. Mögnuð metsala skáldsögunn- ar tryggði þó auðvitað þessari frek- ar gamaldags, stirðu og langdregnu spennumynd örugga miðasölu og vinsældir á heimsvísu sem beinlínis öskruðu á framhald. Því kalli var auðvelt að svara þar sem bókin Englar og djöflar lá fyr- ir. Brown skrifaði þá bók á undan Da Vinci lyklinum við litlar undirtektir. Það breyttist allt eftir að Robert Lang- don lagði heiminn að fótum sér í ann- arri tilraun í margnefndum Da Vinci lykli. Munurinn á þessum tveim- ur bókum er samt sáralítill og í raun hnoðar Brown í báðum tilfellum æs- andi atburðarás, þar sem kaþólsk trú kemur mikið við sögu, á sömu grind- ina. Í báðum bókum er Langdon kall- aður til vegna yfirburðaþekkingar á trúartáknum og þarf svo að leysa ban- vænar gátur í félagi við ungar og fal- legar konur á meðan hann er hundelt- ur ýmist af lögreglu eða kaldrifjuðum morðingjum. Da Vinci lykillinn snerist um víð- tækt samsæri kaþólskra fauta um að halda því leyndu að Kristur hefði get- ið barn með Maríu Magdalenu og leynifélag sem hafði í gegnum aldirn- ar haldið verndarhendi yfir afkom- endum frelsarans. Í Englum og djöfl- um býður Brown aftur á móti upp á tilkomumikinn hátæknivaðal í kring- um Evrópsku rannsóknamiðstöðina í öreindafræði (CERN) í Genf, öreinda- hraðalinn og framleiðslu andefnis sem ill öfl hyggjast nota til þess að jafna Vatíkanið við jörðu í miðju páfakjöri. Til að bæta gráu ofan á svart rænir leigumorðingi þeim fjórum kardínál- um sem líklegastir þykja til að verða páfar. Morðingjanum er svo uppá- lagt að brennimerkja guðsmennina og drepa á ógeðslegan hátt á klukku- tíma fresti þar til Páfagarður springur á miðnætti. Englar og djöflar er vitlausari en Da Vinci lykillinn en jafnvel skemmtilegri aflestrar og það er skemmst frá því að segja að aðlögun þessarar bókar að bíóinu heppnast mun betur en Da Vinci lykillinn fyrir nokkrum árum. Howard og félagar kjósa, góðu heilli, að skauta að mestu framhjá tæknibulli bókarinnar þannig að við fáum frekar einfalda sögu um tilraunir Langdons til að nota þekkingu sína til þess að bjarga Páfagarði og finna hin rændu páfaefni og bjarga þeim frá píslar- dauða. Semsagt allt einfaldara og að- gengilegra en áður. Þá er atburðarásin nú látin gerast á eftir atburðum Da Vinci lykilsins frek- ar en að setja Engla og djöfla fram sem forleik að Jesúdramanu eins og raun- in er á pappírnum. Tom Hanks er aft- ur á móti álíka óspennandi og flatur og í fyrri myndinni. Hann hefur þó blessunarlega verið sendur í klipp- ingu þannig að nú er mun auðveldara að afbera hann. Ayelet Zurer er hvorki fugl né fiskur, frekar an Audrey Tou- tou í Da Vinci, sem fylgdarkona próf- essorsins en þau fá hins vegar góðan stuðning frá toppmönnunum Ewan McGregor, Armin Mueller-Stahl og Stellan Skarsgård sem klikkar aldrei og er fjalltraustur sem yfirmaður svissnesku lífvarðanna í Vatíkaninu. McGregor hefur lítið fyrir því að gera fláráðri hægri hönd páfans góð skil og Mueller-Stahl er svo næs eitthvað sem aðalkardínálinn í pleisinu að kaþólska kirkjan fær ansi mikið samúðarfylgi þótt á hana sé deilt í myndinni. Howard nær á köflum upp ágætis spennu en tekst ekki að halda dampi. Aðallega vegna þess hversu geld- ur leikstjóri hann er. Maðurinn tekur aldrei áhættu þannig að myndin líður bara áfram áferðarfögur og hnökralít- il. Gallinn við þessa tilhneigingu How- ards að gera bíómyndir sem eru jafn dauðhreinsaðar og amerísk apótek er sá að myndin gæti hæglega verið fjörutíu ára gömul. Maður á einhvern veginn alltaf von á því að CERN „bími“ Hanks og Zurer burt að hætti Star Trek og að í stað þeirra birtist Gregory Peck og Sophia Loren. Howard tekst ekki einu sinni að gera almennilega ógeðsveislu úr morðun- um á páfaefnunum sem eru það pæld að með réttri matreiðslu ættu þau að vera á pari við Se7en. Sú er því mið- ur ekki raunin. Það er rétt svo að það glitti í smá hryllingstakta þegar einn klerkurinn er brenndur lifandi. Annars er þetta allt sauðmeinlaust 3 bíó. Fag- mannlega unnin og meinlaus spennu- mynd fyrir 60 ára og eldri. Þórarinn Þórarinsson The BoaT ThaT Rocked Leikstjóri: richard Curtis Aðalhlutverk: Philip Seymour Hoffman, Bill Nighy, rhys ifans, Nick Frost kvikmyndir Ruggandi bátur góðir leikarar, skotheldur söguþráður og geðveik tónlist. angels & demons Leikstjóri: ron Howard Aðalhlutverk: Tom Hanks, ayelet Zurer, Ewan mcgregor, Stellan Skarsgård kvikmyndir SpennuMynd fyrir gAMAlt fólk Nýtt hár, sami spýtukallinn Tom Hanks bregður sér í hlutverk táknfræðingsins og prófessorsins roberts Langdon í annað sinn og útskýrir hér eitthvað mjög merki- legt fyrir ítölskum sérsveitarmönnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.