Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2009, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2009, Blaðsíða 2
þriðjudagur 23. júní 20092 Fréttir FLYTUR SNEKKJUNA ÚR LANDI Snekkja útrásárvíkingsins Stein- gríms Wernerssonar var hífð upp úr Sundahöfn í Reykjavík síðasta föstu- dag og sett á fleka í höfninni þar sem hún bíður þess að vera flutt úr landi með gámaflutningaskipi Eimskips á næstu dögum. Snekkjan, sem heit- ir Almira, er af gerðinni Sealine S24 og er talin vera smíðuð árið 2005 eða 2006. Samkvæmt upplýsingum frá þeim sem eru kunnugir slíkum bátum, má ætla að báturinn kosti á fimmta tug milljóna króna. Snekkj- an hefur verið geymd undanfarin ár í Snarfarahöfn í Reykjavík, þar sem samnefndur sportbátaklúbbur hefur aðstöðu. Nafn snekkjunnar, Almira, þýðir jafnan prinsessa. valGEIR ÖRN RaGNaRSSON blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is Steingrímur Wernersson kenndur við Milestone mun á næstu dögum flytja snekkju sína úr landi. Snekkjan var hífð upp á bakka í Sundahöfn fyrir helgi. Steingrímur hefur selt hjólhýsi sitt, torfæruhjól og lúxusjeppa síðustu vikur og er fluttur til Bretlands. Málaraverktaki, sem vann við 600 fermetra einbýlis- hús hans, er kominn í skuldamál við Steingrím vegna 2 milljóna króna sem hann telur að Steingrímur skuldi sér. Árland 1 Einbýlishús Steingríms er á besta stað í Fossvogi. Málaraverktaki telur Steingrím skulda sér rúmar 2 milljónir króna vegna málningarvinnu við húsið. „Ég sé ekki að það komi ykkur á nokk- urn hátt við.“ Úr landi Steingrímur Wernersson, sem sést hér ásamt eiginkonu sinni, hefur verið að selja eignir sínar. Á leið til Sundahafnar Snekkj- unni almiru var siglt frá Snarfara- höfn að Sundahöfn fyrir helgi. Á leið úr landi Snekkjan verður flutt úr landi á næstu dögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.