Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2009, Blaðsíða 22
þriðjudagur 23. júní 200922 Fólkið
Björk Guðmundsdóttir skemmti
sér vel á Boston á föstudags-
kvöldið. Söngkonan mætti
ásamt eiginmanni sínum Matth-
ew Barney og fríðu föruneyti
og komu þau sér vel fyrir í einu
horninu þar sem þau sátu og
drukku kampavín. Björk var
klædd í stuttan pallíettukjól og
dansaði eins og enginn væri
morgundagurinn. Erlendir
ferðamenn ráku upp stór augu
er þeir sá söngkonuna í góðum
gír á barnum. Og tóku nokkr-
ir ferðamenn upp á því að taka
myndir af henni dansandi með
gemsanum sínum. Nokkurs
konar minjagripur úr Íslands-
ferðinni.
„Ég skulda mikið,
Ég tapaði öllu“
„Ég er bara ótrúlega klár í flestu.
Ég er snillingur. Fyrirsæta, rappari,
tæknimaður og allt bara,“ segir Ág-
úst Bent Sigbertsson, betur þekkt-
ur sem rapparinn Bent úr Rottweil-
er hundum. Bent hefur í nægu að
snúast þessa dagana þar sem hann
tekur upp, klippir og sér um hljóð-
ið í Monitor-þáttunum sem hefja
göngu sína á Skjá einum innan
skamms.
„Þetta er rugl. Ég er nokkurn
veginn í þessu tuttugu tíma á sól-
arhring. Ég legg mig í hálftíma og
sinni konunni minni í þrjá og hálf-
an og fer svo aftur í vinnuna,“ seg-
ir Bent.
Bent segir þættina lofa góðu og
að áhorfendur eigi eftir að skemmta
sér konunglega enda fjalli þeir um
allt það skemmtilega sem fólk er
að gera. Rapparinn fjölhæfi útilok-
ar heldur ekki frekari frama í sjón-
varpsgeiranum.
„Ég er alveg opinn fyrir því að
vinna meira í sjónvarpi. Það má
samt ekki gleyma því að ég var með
sjónvarpsþátt á Sirkus fyrir nokkr-
um árum þannig að ég er ekki að
stíga mín fyrstu skref í bransan-
um. Þátturinn hét Tívolí og er þátt-
ur sem nokkurn veginn allir hafa
gleymt.“
liljakatrin@dv.is
FjölhæFur rappari
RappaRinn Bent vinnuR þRiggja manna staRf í monitoR-þáttunum:
BuBBi Morthens:
Tónlistarhátíðin Bræðslan verð-
ur haldin í fjórða sinn í lok júlí
á Borgarfirði eystra. Tónlist-
armenn hafa nú þegar verið
bókaðir og er óhætt að segja að
íslensk tónlist verði í fyrirrúmi
þetta árið. Hinn íslenski þursa-
flokkur kemur fram ásamt Páli
Óskari og Monicu, B. Sig, Jónasi
Sigurðssyni og Bróður svartúlfs.
Þessi litla hátíð hefur notið mik-
illa vinsælda undanfarin ár og
margar stórstjörnurnar komið
fram á henni eins og Emilíana
Torrini, Belle & Sebastian og
Damien Rice.
Getur allt Bent var að útskrifast
úr grafískri hönnun frá Listaháskól-
anum og segir hann það hjálpa við
vinnslu þáttanna.
mynduð
aF Ferða-
mönnum
m
yn
d
V
er
a
P
á
ls
d
ó
tt
ir
Íslenskt Í
Fyrirrúmi
„Ég skulda mikið, ég tapaði öllu.
Ég tapaði milljónum,“ sagði Bubbi
Morthens í viðtali við fréttaskýr-
ingaþáttinn 20/20 sem sýndur er á
bandarísku sjónvarpsstöðinni ABC í
síðustu viku.
Innslagið hefur vakið mikla at-
hygli á vef sjónvarpsstöðvarinnar og
er á lista yfir vinsælustu myndskeið
stöðvarinnar. Í þættinum koma einn-
ig fram Birgitta Jónsdóttir, nýkjörin
þingkona, og fyrrverandi forsætis-
ráðherra Geir H. Haarde.
Í samtali við DV vildi Bubbi litlu
bæta við innslagið sem rúmar þrjár
milljónir Bandaríkjamanna horfðu á
í síðustu viku. „Ef ég er í þessu inn-
slagi talar það örugglega bara fyrir
sig sjálft.“ Hann viðurkennir þó að
hafa ekki enn séð umrætt viðtal og
að hann hafi ekki mikinn áhuga á að
horfa á sjálfan sig.
Í innslaginu einblínir fréttaskýr-
ingaþátturinn á hrun íslenska hag-
kerfisins, útrásarvíkingana og skuld-
setta Íslendinga. Farið er lítillega yfir
sögu landsins en einblínt á íslenskt
viðskiptalíf og offar bankanna.
Fréttamaðurinn spyr Bubba
Morthens hvort hann hafi heyrt af
sjómönnunum sem yfirgáfu bátana
og hófu störf í fjárfestingageiranum.
„Já, já, og keyptu verslunarmiðstöðv-
ar,“ segir Bubbi í þættinum.
Fréttaskýringaþátturinn 20/20
hóf göngu sína á áttunda áratugin-
um og átti að vera svar sjónvarps-
stöðvarinnar ABC við 60 minutes
á CBS. Þátturinn hefur ávallt notið
mikilla vinsælda vestanhafs og hafa
ekki ómerkari stjónvarpsstjörnur en
Barbara Walters og Diane Sawyer
stjórnað þættinum.
Bubbi segir það ekki hafa ver-
ið erfitt að opna sig í erlendum fjöl-
miðlum. „Mér hefur aldrei fundist
það erfitt að vera hreinskilinn. Ég hef
aldrei neitt að fela.“
Undir lok innslagsins lýsir Bubbi
frá því hvað skipti hann mestu í dag.
„Núið, að vera í núinu. Ég er með ný-
fætt barn, ég á fallega konu, vini, fjöl-
skyldu og ég á gítarinn minn. Það
nægir mér. Lífið heldur áfram.“
Fréttamaðurinn spyr einn-
ig Geir Haarde hvað skipti
mestu máli og hvað Íslend-
ingar hafi lært af góðær-
inu. „Það er betra að
vera stór fiskur í lítilli
tjörn en lítill fiskur í
stórri tjörn.“
Bubbi morthens opnar sig í fréttaskýringaþætt-
inum 20/20 sem sýndur er á sjónvarpsstöðinni
aBC. Bubbi morthens hefur ekkert að fela og
talar hreinskilnislega í innslagi um hrun ís-
lenska hagkerfisins. talið er að tæpar þrjár
milljónir Bandaríkjamanna horfi á þáttinn
vikulega. innslagið nýtur einnig mikilla vin-
sælda á vef stöðvarinnar.
Bubbi morthens Opnar
sig í viðtali við bandarísku
sjónvarpsstöðina aBC.
lifir í núinu „Ég er með
nýfætt barn, ég á fallega
konu, vini, fjölskyldu og ég
á gítarinn minn. það nægir
mér. Lífið heldur áfram.“