Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2009, Blaðsíða 10
þriðjudagur 23. júní 200910 Neytendur
GaGnrýna nær-
inGarmerki
Neytendasamtök víða í Evrópu
eru mótfallin nýrri næringar-
merkingu á matvælum, sem
framleiðendur segja að sé til bóta
fyrir neytendur. Merkið er kall-
að GDA og byggist á ákveðinni
skammtastærð sem framleið-
endur ákveða sjálfir í stað þess
að miða við 100 grömm eins og
venja er. Mjög misjafnt er hins
vegar hversu stóra skammta fólk
borðar og gagnrýna neytenda-
samtökin því að framleiðendur
fái að ráða þessu, þar sem þessar
tölur geta verið blekkjandi.
n Lesandi fór í Hagkaup
á Eiðistorgi hvar hann
ætlaði að kaupa Uncle
Bens tilbúin hrísgrjón í
poka. Á hillumiða stóð
að þau ættu að kosta
273 krónur. Við kassann
kom hins vegar upphæðin 499
krónur fram. Lesandinn lét það
fylgja að hann hefði áður séð
misræmi í hillu- og kassaverði en
þetta
slægi öll
met í þessum
málum.
n Nóatún í Grafarholti fær lofið. Þar er
jafnan hægt að kaupa ágætan heitan
mat í hádeginu á sanngjörnu verði,
sem líkt og annars staðar er
seldur eftir vigt og síðan er
meðlætinu bætt við. Það er oft
hægt að gera ágæt kaup í
hádeginu í heita borðinu í
Nóatúni, kaupa ódýra
kjúklingabita eða
ágæta rétti.
SEndið LOF Eða LaST Á nEYTEndur@dV.iS
Dísilolía
algengt verð verð á lítra 192,3 kr. verð á lítra 179,6 kr.
Skeifunni verð á lítra 178,6 kr. verð á lítra 178,2 kr.
algengt verð verð á lítra 179,8 kr. verð á lítra 179,7 kr.
bensín
Hveragerði verð á lítra 176,2 kr. verð á lítra 176,1 kr.
Selfossi verð á lítra 176,3 kr. verð á lítra 176,2 kr.
algengt verð verð á lítra 179,8 kr. verð á lítra 179,6 kr.
umSjón: VaLgEir örn ragnarSSOn, valgeir@dv.is / neytendur@dv.is
el
d
sn
ey
t
i
Þegar notendur samþykkja skilmála
Facebook er þeim fæstum kunn-
ugt um að með því eru þeir að fall-
ast á að leyfa hinu sístækkandi sam-
skiptaneti að nálgast og safna miklu
magni af persónulegum upplýs-
ingum um þá. Facebook getur svo
notað þessar upplýsingar í nánast
hvaða tilgangi sem er. Þannig gang-
ast notendur undir að vef-risinn geti
selt allar persónuupplýsingar um
þá til annarra fyrirtækja í auglýs-
ingaskyni. Þá áskilur Facebook sér
rétt, samkvæmt nýjum skilmálum,
til þess að halda eftir persónulegum
upplýsingum fólks til dæmis mynd-
um og öðru sem það hefur hlaðið
inn. Gildir þá einu hvort notendur
hafa lokað reikningi sínum eða eytt
út myndunum. Facebook hefur rétt
á því að nota gögnin til eilífðar. Bent
hefur verið á að Facebook eignist
sjálfkrafa rétt á myndum um leið og
þeim er hlaðið inn á vefinn.
Óánægðir fésbókarar eftir á
Nýlega gerði Forbrugerrådet í Dan-
mörku könnun meðal notenda
Facebook, sem Neytendablaðið
sagði frá. Þar kemur fram að jafnvel
þó fólk hafi samþykkt skilmála Face-
book í flýti, er mikil andstaða við þá
meðal notenda. Til dæmis töldu 80
prósent það alls ekki í lagi að Face-
book gæti selt persónulegar upplýs-
ingar notenda til annarra fyrirtækja.
Enn meiri andstaða var við að Fac-
ebook gæti geymt persónupplýsing-
ar um notendur eftir að notendaað-
Notendur ættu að hugsa um hvaða efni þeir deila með öðrum á Facebook. Jafnvel þó
fólk eyði persónulegum upplýsingum og myndum, áskilur vefurinn sér rétt til þess að
geyma og selja upplýsingarnar til þriðja aðila. Í notendaskilmálunum kemur einnig
fram að Facebook muni hugsanlega afla upplýsinga um notendur utan vefsins. Smá-
forrit og leikir eru notaðir svo fyrirtæki komist yfir persónuupplýsingar.
PASSAÐU ÞIG
Á FACEBOOK
valGEIR ÖRN RaGNaRSSON
blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is
gangi hefði verið lokað. Alls voru 93
prósent svarenda á móti því. Svipuð
andstaða var við skilmála Facebook
um að sýna opinberlega og dreifa í
hvaða tilgangi sem er öllum þeim
persónupplýsingum sem settar hafa
verið inn á Facebook. Allir sem tóku
þátt í viðhorfskönnuninni til Face-
book höfðu hins vegar sjálfir sam-
þykkt skilmálana.
Safna upplýsingum um þig
Ýmiskonar gagnrýni hefur verið sett
fram á notendaskilmála Facebook
sem þykja troða á einkalífi fólks.
Einnig hefur öryggi á síðunni oft
verið talið ábótavant. Tveimur há-
skólanemum í Bandaríkjunum tókst
að stela ítarlegum persónulegum
upplýsingum um 80 þúsund not-
endur frá Facebook, en slík gögn eru
verðmæt söluvara.
Hörð gagnrýni hefur verið sett
fram á hluta af skilmálunum, þar
sem segir: „Hugsanlega notum við
upplýsingar um þig sem við söfnum
frá öðrum heimildum, þar með tal-
ið en ekki takmarkað við dagblöð og
netmiðla svo sem blogg, smáskila-
boðaþjónustur, hönnuði í Facebook-
kerfinu og aðra notendur Facebook
til að bæta við yfirlitið þitt.“
Með því er Facebook að áskilja
sér rétt til þess að leita uppi per-
sónulegar upplýsingar um notend-
ur, sem koma vefnum ekkert við,
hugsanlega til þess að gera upplýs-
ingarnar söluvænlegri.
Þá hefur verið gagnrýnt að not-
endur geta aldrei eytt reikningi
sínum, aðeins gert hann óvirkan,
upplýsingar og myndir eru áfram í
vörslu fyrirtækisins. í febrúar ákvað
fyrirtækið hins vegar að breyta regl-
um sínum þannig að notendur geti
óskað sérstaklega eftir því að reikn-
ingi þeirra verði eytt, en ekki aðeins
lokað.
Passaðu hvað þú gerir
Neytendasamtökin ráðleggja fólki
sem kýs að nota Facebook að vernda
persónulegar upplýsingar sínar með
ýmsum ráðum. Notendum er ráð-
lagt að skipta reglulega um lykilorð.
Þá ætti fólk að forðast öll smáforrit-
in, sem þrátt fyrir skemmtanagildið
eru hönnuð af fyrirtækjum til þess að
komast yfir persónupplýsingar Face-
book-notenda. Til þess að nota for-
ritin þurfa notendur að samþykkja
skilmála, sem gefa hönnuði forritsins
kleift að nálgast uppýsingarnar og
þar með er tilganginum náð.
Notendum er bent á að hugsa
sig tvisvar um áður en þeir gefa upp
símanúmer og heimilisfang á Face-
book. Einnig er ágætt að skrá sig ekki
undir fullu nafni heldur aðeins for-
nafni, eða jafnvel gælunafni. Fólk
ætti heldur ekki að setja myndir eða
upplýsingar um annað fólk á Face-
book nema það liggi ótvírætt leyfi fyr-
ir. Með því er nefnilega verið að veita
fyrirtækinu persónulegar upplýsing-
ar um þriðja aðila, án þess að hann
hafi hugmynd um það.
„Hugsanlega notum við upplýsingar um þig sem
við söfnum frá öðrum heimildum, þar með talið
en ekki takmarkað við dagblöð og netmiðla svo
sem blogg, smáskilaboðaþjónustur, hönnuði í
Facebook-kerfinu og aðra notendur Facebook til
að bæta við yfirlitið þitt.“
Hættur Smáleikir og forrit eru
ágætis afþreying, en mörg þeirra eru
gerð í þeim tilgangi að komast yfir
persónulegar upplýsingar notenda.
MyNd RÓbERt REyNISSON
TalSmaður
Skorinn niður
Margt bendir til þess að emb-
ætti talsmanns neytenda verði
lagt niður á næstunni. Þetta er
liður í niðurskurði og aðhaldi í
ríkisfjármálum. Fréttavefurinn
Pressan greindi frá því fyrir helgi
að alvarlega væri nú íhugað að
slá af nokkrar ríkisstofnanir, þar á
meðal talsmann neytenda.
Líklegt þykir að embætti ríkislög-
reglustjóra verði einnig lagt niður
í núverandi mynd.