Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2009, Blaðsíða 9
eftir tekjum heimilisins. Þannig er
stærsti hluti þeirra sem hafa heimil-
istekjur undir 250 þúsundum „frekar
ósammála“ því að ríkisstjórninni sé
nauðugur sá kostur að hækka skatta.
Skoðun stærsta hluta þeirra sem eru
í tekjuhópum á bilinu 250 til 799 þús-
und er hins vegar einkennandi fyrir
heildina en þeir segjast „frekar sam-
mála“ fullyrðingunni. Fólk með 800
þúsund krónur eða meira í heimilis-
tekjur er síðan „mjög sammála“.
Einnig er eftirtektarvert að í hópi
þeirra sem segjast hvorki sammála
né ósammála fullyrðingunni eru
hlutfallslega flestir með heimilis-
tekjur undir 250 þúsund krónum en
fæstir með 800 þúsund krónur eða
meira.
Grunnskólamennt-
aðir skera sig úr
Menntun litar einnig afstöðu fólks
að því leyti að flestir þeirra sem að-
eins luku grunnskólaprófi eru „mjög
ósammála“ því að ríkisstjórnin sé
nauðbeygð til þess að hækka skatta.
Í öllum öðrum menntunarflokkum
er meirihluti fólks „frekar sammála“
fullyrðingunni.
MMR kannaði afstöðu fólks til
málsins í netkönnun fyrir DV dagana
9. til 13. júní. Úrtakið var 18-67 ára
Íslendingar valdir handahófskennt
úr hópi álitsgjafa MMR. Alls tóku
849 þátt í könnuninni. Þar af svör-
uðu 806, eða 95 prósent, spurning-
unni: „Hversu sammála eða ósam-
mála ertu eftirfarandi fullyrðingu?
Ríkisstjórninni er nauðugur sá kost-
ur að hækka skatta.“
Vikmörk í könnuninni, þegar lit-
ið er til svara allra þeirra sem svara,
eru á bilinu 2,3 til 3,1 prósent. Stærst
eru vikmörkin hjá þeim sem segjast
frekar sammála fullyrðingunni en
minnst hjá þeim sem segjast hvorki
sammála né ósammála.
þriðjudagur 23. júní 2009 9Fréttir
200
9
MEIRIHLUTI SKILUR
SKATTAHÆKKANIR
Skýr greinarmunur Ólafur ísleifsson
segir að gera verði greinarmun á
einstaka skattahækkunum og þeirri
almennu hugmynd að hækka skatta til
að auka tekjur ríkissjóðs.
Röng nálgun þór Saari telur skatta-
hækkanir ákjósanlegri en niðurskurð til
að minnka halla ríkissjóðs. Honum finnst
ríkissjórnin þó nálgast vandann með
röngum hætti.
Tólf mánaða dómur fyrir hættulega líkamsárás:
STAKK EINN og
SKAR ANNAN
Tólf mánaða fangelsi, þar af níu
mánuðir skilorðsbundnir, bíða
Frans Friðrikssonar, 21 árs Hafn-
firðings, eftir að hann var fundinn
sekur um að hafa stungið einn ung-
an mann sem hann átti í útistöðum
við og skorið annan.
Frans var ákærður fyrir tilraun til
manndráps og alvarlega líkamsár-
ás eftir að hann særði mennina fyr-
ir utan Hverfisbarinn 13. desember
í fyrra. Dómari komst hins vegar að
þeirri niðurstöðu að ekki hefði verið
um tilraun til manndráps að ræða.
Samskipti mannanna hófust inni
á skemmtistaðnum Hverfisbarnum.
Frans var þar ásamt systur sinni,
vinkonum hennar og kærasta syst-
ur sinnar. Kærastinn bað Frans að
sættast við menn sem voru inni en
Frans sagðist ekki hafa viljað gera
það enda hefðu þeir barið hann fyrir
utan Hlöllabáta sumarið 2007. Þessi
neitun hans leiddi til rifrildis milli
Frans og nokkurra ungra manna
sem endaði á því að Frans flýtti sér
út. Hann sagði einn mannanna hafa
beðið dyravörð um að henda sér út
svo þeir gætu barið hann en dyra-
vörðurinn hafi ekki orðið við því.
Eftir að út var komið hélt Frans
að bíl sínum en ákvað eftir nokkra
umhugsun að fara ekki af vett-
vangi líkt og á flótta heldur keyra
að skemmtistaðnum. Nokkru síðar
komu mennirnir út og segist Frans
hafa spurt þá að nafni en þeir að
hann hafi hótað þeim. Tveir mann-
anna komu þá að bílnum bílstjóra-
megin og var annar þeirra kom-
inn hálfur inn um gluggann þegar
manninum fannst sem hann hefði
verið barinn. Á sama tíma gaf Frans
í og ók á brott. Það var ekki fyrr en
skömmu seinna sem uppgötvaðist
að maðurinn sem fór inn um glugga
bílsins var blóðugur, hafði verið
stunginn, félagi hans var sár eftir
skurð með hnífnum. Hvorki þeir né
félagi þeirra sem var á glugganum
farþegameginn sáu hvað gerðist.
Dómari sagði að sökum aðdrag-
anda árásarinnar væri ekki hægt
að segja að Frans hafi ætlað sér að
bana manninum sem hann stakk
og sýknaði hann því af ákæru um
tilraun til manndráps. Hins vegar
væri það sérstaklega hættuleg árás
að sveifla hníf að tveimur mönnum
og hafi í raun hending ein ráðið því
að ekki fór verr.
Frans var dæmdur til að greiða
öðrum manninum hálfa milljón
króna í bætur og hinum 80 þúsund
krónur. Loks þarf hann að greiða
tæpar tvær milljónir króna í máls-
varnar- og sakarkostnað.
BRynjólfuR ÞóR GuðmundSSon
fréttastjóri skrifar: brynjolfur@dv.is
Árás við Hverfisbarinn Mönnunum laust saman fyrir utan Hverfisbarinn eftir
að hafa rifist þar inni.