Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2009, Blaðsíða 6
þriðjudagur 23. júní 20096 Fréttir
HÓTAÐI TÍU ÁRA DÓTTUR
Hornfirðingurinn Bjarki Kárason fékk sex mánaða fangelsisdóm þegar hann var fundinn sekur um hót-
anir gegn fjölskylduföður og tíu ára dóttur hans. Bjarki og félagi hans höfðu áður misþyrmt manninum.
Fjölskyldufaðirinn segist feginn að þetta mál sé búið, það hafi verið langt og erfitt.
Hornfirðingurinn Bjarki Kára-
son var í gær dæmdur fyrir hótan-
ir gegn fjölskylduföður og tíu ára
dóttur hans, í kjölfar þess að faðir-
inn kærði hann fyrir alvarlega lík-
amsárás nokkrum mánuðum fyrr.
Bjarki gekk í skrokk á fjölskylduföð-
urnum ásamt félaga sínum, Björg-
vini Þór Kristjánssyni, í fjóra tíma,
auk þess sem hann niðurlægði
hann með því að láta hann hlaupa
nakinn í kringum snókerborð á
meðan hann var í losti og dauð-
hræddur allan tímann.
Ofbeldi í fjóra tíma
Fjölskyldufaðirinn, sem er á fimm-
tugsaldri, hafði spilað snóker að
næturlagi með mönnunum tveim-
ur þegar hann spurði félaga Bjarka
hvort hann hefði tekið dósir úr hús-
næðinu. Við svo búið sneri Bjarki
sér að honum, tók af honum gler-
augun, og ofbeldið hófst. Björgvin
Þór sagði fyrir dómi að atburðurinn
hefði gerst um tvöleytið þegar hann
og fjölskyldufaðirinn höfðu spilað
póker um stund. Hann segir að fjöl-
skyldufaðirinn hafi ásakað hann um
þjófnað og hafi þá Bjarki og Björgvin
ráðist á hann. Slegið hann nokkrum
sinnum í hausinn svo hann rotaðist.
Þeir hafi komið honum í hliðarlegu
svo hann kafnaði ekki. Þegar hann
raknaði úr rotinu hafi þeir slegið
hann aftur. Hann segir að Bjarki hafi
beðið hann að klæða sig úr fötunum
og hlaupa í kringum billiardborðið
og herma eftir hænu. Þeir hafi rif-
ið eyrnalokk úr eyra hans og sveigt
þrjá fingur, einn í einu, þannig að
brakað hafi í þeim.
Hótuðu að henda
honum í höfnina
Fjölskyldufaðirinn sagði fyrir dómi
að Bjarki hafi spurt Björgvin hvort
ekki væri réttast að klára þetta bara,
höfnin væri þarna rétt hjá. Hann
hafi tekið billiardkúlu og spurt
hvort hann vildi fá hana í enn-
ið. Björgvin hafi dregið úr Bjarka
og sagt að það vissu svo margir að
þeir hafi verið þarna þrír saman og
ef fjölskyldufaðirinn myndi hverfa
og finnast í höfninni myndi grun-
ur beinast að þeim. Bjarki hafi tek-
ið það gilt og skipað fjölskylduföð-
urnum að klæða sig.
Hótuðu að „taka hann aftur“
Í dómi Héraðsdóms Austurlands
segir að fórnarlambið hafi hlotið
mar, bólgur, eymsli og blæðingar
víðs vegar um andlit, djúpan fjög-
urra sentímetra langan skurð á
hægri augabrún, kúlu á höfði, sár
á hægri eyrnasnepli, mar víðs veg-
ar á hálsi, hnakka, öxlum, framan-
verðum brjóstkassa, vinstri upp-
handlegg og vinstra hné, og bólgur
á löngutöng og baugfingri hægri
handar.
Fjölskyldufaðirinn sagði fyr-
ir dómi að á meðan árásunum
hafi staðið hafi mennirnir byrjað
að hóta honum. Ef þeir svo mikið
sem fréttu úti í bæ að hann hefði
látið vita af árásinni myndu þeir
„taka hann aftur“. Bjarki átti eft-
ir að ganga enn lengra í hótunum
sínum þegar dóttir fjölskylduföð-
urins svaraði í símann heima hjá
sér seint að kvöldi nokkrum mán-
uðum síðar.
Viltu sjá pabba þinn
alblóðugan aftur?
Að kvöldi til í desembermánuði
sama ár var hringt í heimasíma
fjölskylduföðurins. Dóttir hans, þá
tíu ára gömul, svaraði símanum. Í
dómnum sem féll í gær kemur fram
að þá hafi Bjarki verið í símanum og
spurt hana hvað hún væri gömul og
í hvaða bekk hún væri. Hann hafi
beðið um að fá að tala við pabba
hennar og hún sagði hann vera sof-
andi. Hún sagði þá fyrir dómi að
Bjarki hafi spurt hana hvort hún
myndi eftir því hvernig pabbi henn-
ar hefði litið út þegar hann hafi
komið alblóðugur heim einu sinni.
Hún skyldi fara og vekja pabba sinn
ef hún vildi ekki sjá hann svoleið-
is aftur. Hún sagði einnig að ef hún
myndi ekki segja pabba sínum að
taka kæruna til baka ætlaði hann
að ráðast á hann aftur og aftur og
að þeim yrði ekki líft á Höfn ef hann
myndi ekki gera það. Svo hafi hann
sagt henni hver hann væri. Dóttir-
in sagðist hafa verið hrædd á með-
an á símtölunum stóð og pínulít-
inn tíma eftir það. Hún kvaðst hafa
verið hrædd við að ákærði myndi
koma og ráðast á þau. Henni var
bannað að svara símanúmeri sem
var skrifað á símaskrána heima hjá
þeim. Hún gat ekki talað við móður
sína vegna gráts, ekka og geðshrær-
ingar eftir símtalið.
„Veistu hver þetta er?“
Fjölskyldufaðirin sagði fyrir dómi
að dóttirin hafi vakið hann og rétt
honum símann þar sem hann
sagði halló. Þar hafi verið sagt:
„Veistu hver þetta er?“ Fjölskyldu-
faðirinn hafi svarað því neitandi og
hafi þá viðkomandi kynnt sig sem
Bjarki Kára. Svo hafi hann sagt:
„Ef þú dregur ekki þessa ákæru til
baka verður þér ekki líft á Íslandi.“
Símtalið slitnaði eftir örsutt spjall.
Bjarki hringdi svo aftur. Hann hafi
spurt hann hvers vegna hann væri
að kæra þetta, þetta hafi verið svo
lítið mál og hann væri bara að eyða
peningum í lögfræðing og að þetta
væri bara vitleysa. Fjölskyldufaðir-
inn sagði fyrir dómi að hann hefði
ekki persónulega verið hræddur
heldur aðeins fyrir hönd fjölskyldu
sinnar. Dóttir hans hafi verið skít-
hrædd, náföl og skjálfandi. Hann
segist ekki hafa gert neinar ráð-
stafnir aðrar en þær að fjölskyld-
an hafi gist hjá fjölskyldumeðlim
þessa nótt.
Lengi að jafna sig
Fjölskyldufaðirinn fékk martrað-
ir eftir hótanirnar og árásirnar. Þá
segir í dómi að hann geti illa sofið.
Hann hafi leitað sér áfallahjálpar
hjá sálfræðingi fljótt eftir atburðinn
og taldi sig á réttri leið. Í dómi um
líkamsárásina segir: Líkamsárás sú
og nauðung sem ákærðu eru hér
dæmdir fyrir var fólskuleg, langvar-
andi og niðurlægjandi fyrir brota-
þola. Olli árásin brotaþola tölu-
verðum áverkum og enda þótt ekki
liggi fyrir vottorð læknis eða sál-
fræðings um sálræn áhrif hennar á
brotaþola telur dómurinn árásina
hafa verið til þess fallna að valda
honum andlegum þjáningum.
„Hann gat hótað mér en...“
Fjölskyldufaðirinn sagði í sam-
tali við DV í gær að hann vissi ekki
hvernig honum væri innanbrjósts
eftir að hafa lesið dóminn lauslega í
gær. „Ég veit ekki hvort ég er sáttur,
það er náttúrlega best að þetta sé
búið. Ég vona að þetta verði enda-
lokin, þetta er búið að vera langt
mál og erfitt.“ Hann
segir dótt-
ur
sinni líða ágætlega eftir atvikum og
beri sig vel.
Aðspurður hvernig honum hafi
liðið eftir að Bjarki hafði hótað dótt-
ur hans sagði hann: „Ég var reiður,
hann gat hótað mér en eins og ég
sagði við vitnaleiðslurnar tók ég því
bara þannig að hann væri hrædd-
ur. Það átti að fara dæma í árásinni
og svo þegar hún sagði mér hvað
hann hefði sagt, varð ég reiður.“
Hann segist reyna að bera höfuðið
hátt. „Þetta er rosalega mikið áfall.
Það er erfitt að jafna sig.“ Hann vill
einnig beina til fólks sem verður
fyrir slíkum hótunum að kæra þær
og láta lögregluna vinna sitt verk.
Hann býr enn á Höfn en baðst und-
an því að koma fram undir nafni
vegna dóttur sinnar.
Fékk sex mánuði
Bjarki Kárason var dæmdur
í Héraðsdómi Austurlands í gær.
Hann fékk sex mánaða fangelsi.
Honum er einnig gert að greiða
280 þúsund krónur í sakarkostn-
að og málsvarnarlaun verjanda
síns 260 þúsund krónur. Óvíst er
þó hvenær Bjarki hefur afplánun
dóms síns, að því gefnu að hann
annaðhvort áfrýi ekki dómn-
um eða tapi áfrýjun. Fram kom í
fréttum Ríkisútvarpsins um helg-
ina að um 200 afbrotamenn bíða
þess að vera kallaðir til afplán-
unar, ekki nóg með það held-
ur er biðtíminn langur eða að
meðaltali um fimmtán mánuð-
ir. Auk þeirra 200 afbrotamanna
sem bíða þess að vera boðaðir í
afplánun refsidóma bíða um sex-
tán hundruð skuldarar þess að
vera boðaðir að afplána vararefs-
ingu vegna ógreiddra sekta.
„Ég vona að þetta
verði endalokin,
þetta er búið að vera
langt mál og erfitt.“
Grátur og ekki Stúlkan
gat ekki talað við móður
sína vegna gráts, ekka og
geðshræringar eftir símtalið
frá Bjarka. Myndin er sViðsett
Höfn í Hornarfirði Árásin átti
sér stað á Höfn í byrjun árs 2008.
Hótunin kom í desember það ár.
Við skýrslutöku sagði fjölskyldu-
faðirinn að Bjarki hefði sagt í
hótunarsímtali: „nú skaltu draga
þessa kæru til baka.“