Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2009, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2009, Blaðsíða 17
þriðjudagur 23. júní 2009 17Sport Hættur Hjá Newcastle Michael Owen hefur gefið það út að hann muni ekki framlengja samning sinn við newcastle sem féll nýverið úr ensku úrvalsdeildinni. „Ég vill frekar spila með liði í efsta deild á Englandi eða einhvers staðar annars staðar,“ sagði Owen á blaðamannafundi í gær. „Ég er leikmaður newcastle aðeins í nokkrar vikur enn.“ Owen fer því frítt frá félaginu sem keypti hann á 16 milljónir punda á sínum tíma. Fram mætir GriNdavík dregið var í 16 liða úrslit ViSa- bikarsins í gær. Stórleikur umferðar- innar verður þegar Fram tekur á móti grindavík á Laugardalsvelli. Bæði lið virðast vera að komast á skrið en grindvíkingar komu sér úr fallsæti í síðustu umferð með sigri á Fylki í Árbænum og Framarar unnu Kr sannfærandi 3-0 á Laugardals- velli. íslandsmeitarar FH sækja íBV heim á Hásteinsvöll og bikarmeist- arar Kr Víði í garði. þá verður spennandi að fylgjast með leik Fylkis og Fjarðabyggðar en þeir síðarnefndu hafa verið á miklu skriði í 1. deildinni og til alls líklegir. Leikirnir í 16 liða úrslitum Fram - grindavík Breiðablik - Höttur íBV - FH Fylkir - Fjarðabyggð Valur - Ka Víðir - Kr HK - reynir Keflavík - þór saNta cruz til maNcHester city Manchester City hefur fest kaup á paragvæska framherjanum roque Santa Cruz frá Blackburn rovers. Cruz gerði fjögurra ára samning við City en liðið hefur lengi verið á höttunum eftir honum. Hinn 27 ára gamli Cruz stóðst læknisskoðun hjá félaginu í gær en kaupverð er talið í kringum 18 milljónir punda. Mark Hughes, stjóri City, keypti hann til Blackburn á sínum tíma en undir hans stjórn skoraði hann 23 mörk í 43 leikjum. uMSjón: ÁSgEir jónSSOn, asgeir@dv.is Lið Fjarðabyggðar í 1. deild karla í knattspyrnu hefur heldur betur verið á siglingu undanfarið. Eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í deildinni hefur liðið unn- ið fjóra og gert eitt jafntefli í síðustu fimm. Ekki nóg með það heldur hef- ur liðið skorað 14 mörk í fimm leikj- um. Fjarðabyggð var spáð næst- neðsta sæti fyrir tímabilið en getur með sigri í næsta leik kemst upp að hlið Selfoss á toppnum með 16 stig. Trúin alltaf til staðar „Menn höfðu engar stórar áhyggjur eftir fyrstu tvo leikina og við höfum alltaf haft trú á þessu,“ segir Heimir Þorsteinsson, annar þjálfari Fjarða- byggðar, en hann stýrir liðinu ásamt Páli Hagberti Guðlaugssyni. „Við settumst niður eftir fyrstu tvo leik- ina og ræddum málin. Við höfum samt haldið okkar skipulagi en vor- um ekkert að hlaupa upp til handa og fóta og breyta öllu.“ Heimir segir liðið hafa hald- ið sínu striki og að það hafi borgað sig eins og gengið í undanförnum leikjum sýni. Hann nefnir þó eina breytingu sem gerð var á liðinu sem hefur skilað þeim miklu. „Við tók- um smá áhættu fyrir leikinn gegn ÍA.“ Það var þriðji leikur liðsins og sá sem markaði upphaf sigurgöng- unnar. „Þá færðum við fyrirliðann okkar, Hauk Ingva Sigurbergsson, úr vörninni og upp á miðjuna og settum inn ungan strák, Daníel Frey Guðmundsson, sem hefur staðið sig með prýði.“ Farið að taka í Heimir segir markaskorun liðsins hafa komið sér nokkuð á óvart en Fjarðabyggð leggur mesta áherslu á varnarleikinn. „Markafjöldinn kemur mér á óvart. Ég verð að við- urkenna það. Við höfum notað þá taktík að sitja aðeins til baka og spila skyndisóknir. Við höfum lagt mikið upp úr föstum leikatriðum og verið grimmir í þeim.“ Heimir seg- ir það líka ánægjulegt hversu mikið markaskorunin hafi dreifst á liðið sem sé alltaf jákvætt. Þrátt fyrir frábært gengi undan- farið segir Heimir lið sitt á jörðinni. „Við erum ekkert uppi í skýjunum. Okkur er ennþá spáð 11. sæti og 13 stig duga aldrei til að halda sér uppi í þessari deild. En við erum stað- ráðnir í að sýna okkur og sanna. Við erum ekkert á leiðinni niður og höldum bara okkar striki.“ Eitt af því sem nefnt hefur ver- ið sem veikleiki Fjarðabyggðar er skortur á breidd og Heimir viður- kennir að það sé farið að segja til sín. „Við erum ekki með mjög stór- an hóp, reyndar líkt og margir aðr- ir, en þetta er farið að taka aðeins í. Menn eru að detta í bönn og smá- meiðsli. Hingað til hefur maður komið í manns stað sem er jákvætt. En hvað við gerum í glugganum er óráðið.“ Toppsætið í augsýn Á laugardaginn sækir Fjarðabyggð Selfoss heim en Selfyssingar eru sem fyrr sagði á toppi deildarinnar. Sigri Fjarðabyggð jafnar það Selfyss- inga að stigum en sigri Haukar gegn Víkingi verða öll þrjú lið með 16 stig. Heimir segir sitt lið undirbúa sig fyrir leikinn eins og alla aðra. „Við höfum ekki verið að leggja upp leikina með andstæðinginn í huga. Við erum bara trúir okkar skipu- lagi og mætum bara rétt stemmdir til leiks.“ Heimir segir það litlu máli skipta þótt Selfyssingar hafi tapað síðustu tveimur leikjum sínum, einum í bikar og öðrum í deild. „Þeir eru ekki á toppnum að ástæðulausu og eru með hörkulið. Það skiptir engu máli hvort við mætum þeim eftir tapleik eða sigurleik, Þetta er bara allt spurning um hugarfar og dags- form.“ Heimir segir deildina vera gríð- arlega jafna og þegar upp er stað- ið muni breiddin spila mikið inn í. „Alveg frá Aftureldingu í fyrsta leik og til HK í þeim síðasta er ekki mik- ill munur á þessum liðum. Það sem á eftir að skipta sköpum er hvort maður sé heppinn með meiðsli og hvort maður nái að halda lyk- ilmönnum í liðinu. Ekki skemmir heldur fyrir að hafa sterkan heima- völl og stuðningurinn sem við höf- um fengið í síðustu leikjum hefur verið frábær. Mikil framför í því.“ Lið Fjarðabyggðar hefur skorað 14 mörk í síðustu fimm leikjum og er komið í 3. sæti 1. deildar. Liðinu var spáð næstneðsta sæti og falli fyrir tímabilið en getur með sigri í næsta leik jafnað topplið Selfoss að stigum. Heimir Þorsteinsson, þjálfari liðsins, segir markafjöldann koma sér nokkuð á óvart enda áherslan lögð á varnarleikinn. „markaskoruNiN kemur á óvart“ ásgeir jónsson blaðamaður skrifar asgeir@dv.is Heimir Þorsteinsson, þjálfari Fjarðabyggðar Segir liðið enn þurfa að sanna sig til að halda sæti sínu í deildinni. Mynd gunnar gunnarsson Haukur ingi sigurbergsson Fyrirliðinn hefur leikið á miðjunni í síðustu leikjum. Mynd gunnar gunnarsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.