Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2009, Blaðsíða 15
þriðjudagur 23. júní 2009 15Umræða
Hver er maðurinn?
„Heimir guðjónsson knattspyrnu-
þjálfari.“
Hvað drífur þig áfram?
„drífur mig áfram að reyna að gera
betur en síðast.“
Hvar ólstu upp?
„Ég ólst upp í Vesturbænum.“
Uppáhaldsmatur?
„BBQ-kjúklingabringur sem ég elda
sjálfur og er færgur fyrir í Kópavogin-
um og lambalærið hennar mömmu.“
Skemmtilegasta heimilisverkið?
„það er svo margt. En ætli það sé
ekki að hrensa eldhúsið. það er alltaf
ákveðin stemning með músíkina í
botni og eitt rauðvínsglas.“
Er jafnskemmtilegt að þjálfa
fótbolta og að spila hann?
„Hvort tveggja er mjög skemmtilegt,
sérstaklega þegar það gengur vel.
þetta er svipað skemmtilegt.“
Eruð þið búnir að vinna titillinn?
„nei, langt í frá. Við höfum ekkert
ekkert unnið ennþá oghöfum ekkert
til að stæra okkur af annað en að
hafa unnið nokkra leiki. Við verðum
að vera með fæturna á jörðinni og
halda áfram að vinna okkar vinnu.“
Hvað er persónulegt met þitt
að vinna marga leiki í röð sem
þjálfari?
„Ætli það sé ekki þessi leikjaruna
núna. Sjö leikir í röð.“
En sem leikmaður?
„Ætli það hafi ekki verið með FH árið
2005, 15 leikir í röð.“
Langar þig aldrei að taka fram
skóna?
„jú, ég neita því ekki. þegar æfingar
byrja á grasinu og maður er að
fylgjast með fyrir utan, kitlar það
mann alltaf að komast inn á. Ég er
búinn að átta mig á því að ég hef
ekkert að gera inn á hjá FH.Bæði út af
því að ég myndi vera langlélegastur
og það myndi enginn nenna að gefa
á mig.“
Bjóstu við toppbaráttan yrði
harðari framan af?
„Toppbaráttan er enn hörð. Stjarnan
á að spila í kvöld (í gær) ef þeir vinna
eru þeir bara tveim stigum á eftir
okkur. Ég held að toppbaráttan eigi
eftir að vera hörð.“
Á Gunnar BirGisson að hætta afskiptum af stjórnmÁlum?
„nei. Ég held að hann hafi gert mikla
og góða hluti fyrir Kópavog.“
Linda MicHELSEn
59 ára
„já. Einstaklingurinn má ekki vera
stærri en flokkurinn.“
RúnaR Jón ÁRnaSon
56 ára VEiTingamaður
„að sjálfsögðu. Eftir því sem maður
heyrir ætti hann að vera hættur fyrir
löngu.“
ViktoR StURLaUgSSon
68 ára BiFVÉlaVirKi
„já. mér finnst hann vera brotlegur.“
RannVEig gUnnLaUgSdóttiR
56 ára STarFSmaður á HraFniSTu
Dómstóll götunnar
HEiMiR gUðJónSSon,
þjálfari FH í úrvalsdeild, segir
baráttuna fram undan vera harða
þrátt fyrir að FH-ingar séu búnir að
vinna sjö leiki í röð það sem af er
tímabilinu.
Kitlar stundum
að Komast inn á
„Ég sé engan annan möguleika.“
HöRðUR SMÁRi HÁkonaRSon
71 árS EllilíFEyriSþEgi
maður Dagsins
Lýðræði grundvallast á þrískiptingu
valds. Alþingi er hugsað sem laga-
smiðja og lögin síðan send til ráð-
herra sem sjá um að lögin komist
í framkvæmd. Kastist í kekki höf-
um við svo dómsvald sem á að vera
óháð alþingi og ráðherrum, það er
löggjafarvaldi og framkvæmdavaldi.
Á Íslandi er þessi þrískipting valds í
molum. Ráðherrar, það er fram-
kvæmdavaldið, haga sér eins og ein-
ræðisherrar og senda alþingi sam-
þykktir og lagafrumvörp sem þeir
kappkosta að verði að lögum. Sömu
menn hunsa álit umsagnaraðila um
hæfi manna til dómarasætis og velja
fólk eftir eigin hentisemi. Þannig er
ráðherravaldið orðið að miðpunkti
og alþingi og dómsvald afleggjarar
þess.
Annar hornsteinn lýðræðis eru
kosningar. Þær eiga að tryggja eðli-
legt gegnumstreymi þingmanna og
endurnýjun. Flokkarnir geta lítið
breytt bókstafamerkingum almenn-
ings á sjálfan kosningadaginn og
nýta því aðrar leiðir til að minnka
áhrif fólksins. Það er gert með því
að hindra eðlilegt frammistöðumat
á verkum þingmanna. Í stað þess
að hafa það í höndum almennra
flokksmanna er þess vandlega gætt
að innsti kjarninn ráði þar mestu.
Uppstilling er ákveðin af innmúr-
aðri flokksklíku en prófkjör skipu-
lögð þannig að fyrirsætir þingmenn
haldi töglum og högldum. Enda
telst til tíðinda komist nýtt fólk inn á
lista. Flokksræðið kom berlega í ljós
eftir ömurlegan viðskilnað síðustu
ríkisstjórnar, ótrúlega margir skol-
uðust aftur inn í Alþingishúsið og
sitja áfram eins og ekkert hafi í skor-
ist. Áfram studdir af litlum flokks-
kjörnum en almenna skírskotun
hafa þeir enga.
Mörg umliðin ár hafa stjórnar-
hættir sem þessir tíðkast á Íslandi. Í
góðærinu lét fólk sér þetta lynda en
nú er annað uppi á teningnum. Virð-
ing alþingis er svipur hjá sjón, traust
á sömu stofnun þverrandi og þolin-
mæðin þrotin. Tregða gömlu flokk-
anna til endurnýjunar, ekki bara á
mannskap heldur líka á vinnulagi,
er að ganga af lýðræðinu dauðu.
Málsvarar breytinga virtust missa
allt flug bara við það að fara inn í
Alþingishúsið og gömlu gammarnir
éta upp hræin.
Lausnin er að færa alþingi aftur
á Þingvöll. Á þessum fegursta þing-
stað í heimi er sagan öll og nú þarf
einmitt að hnýta við, búa til meira.
Lýðveldinu var fagnað á Þingvöllum
1944, þar voru afar okkar og ömm-
ur í grenjandi rigningu og tóku við
fjöregginu sem nú er orðið fúlt af
okkar völdum. Skundum því á Þing-
völl, verpum nýju eggi og skilum al-
mennilega af okkur. En fyrst þarf að
moka út.
Skundum á Þingvöll
kjallari
1 Hrafn ók á ljósastaur
Séð og heyrt greinir frá því að
kvikmyndaleikstjórinn Hrafn gunnlaugs-
son hafi lent í óhappi í miðbæ reykjavíkur.
2 Sameinuð á ný eftir átján
mánaða viðskilnað
Hundurinn Bear hvarf sporlaust frá heimili
sínu í louisiana 2007 og hélt hin 27 ára
gamla amanda Wells að hann myndi ekki
skila sér aftur heim. nú er hann fundinn,
537 kílómetra frá heimili sínu.
3 Hótaði börnum og gaggaði eins
og kjúklingur
lögreglan í Kingston í Pennsylvaníu hafði
afskipti af karlmanni um helgina sem
hótaði hópi ungmenna með byssu á
meðan hann gaggaði eins og kjúklingur.
4 Ísland stefni í rusleinkunn
íslendingar hafa miklar áhyggjur af því að
lánshæfiseinkunn þjóðarinnar verði
lækkuð niður í „rusl“ sem þýðir að allar
líkur eru á að ísland geti ekki staðið í
skilum við skuldir sínar.
5 dalasel brann til kaldra kola
göngukofi í eigu Orkuveitu reykjavíkur
eygðilagðist í eldsvoða
6 ökuníðingurinn yfirheyrður í
dag
Ökumaðurinn sem olli meiðslum og
skemmdum var handtekinn og
yfirheyrður.
7 Perez Hilton laminn
Ofurbloggarinn Perez Hilton sakar Will.
i.am úr Black Eyed Peas um að hafa ráðist
á sig.
mest lesið á dV.is mynDin
Áhugasöm dúfa Hvort það var friðardúfan eða einhver allt önnur dúfa sem fylgdist með blaðamannafundi Hagsmunasamtaka
heimilanna í gær skal ósagt látið en ljóst er að á þeim bænum er nú lagt á ráðin um herskárri aðgerðir en beitt hefur verið til
þessa. Mynd HEiða HELgadóttiR