Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2009, Blaðsíða 12
Svarthöfði er frekar pirrað-ur þessa dagana og rekur ergelsi sitt til banka- og auð-manna sem hafa það næs úti
í heimi. Á meðan þeir tjilla í góðum
fílíng með aflátseyjagreiðslukortin
sín á sólarströndum má Svarthöfði
láta sig hafa það að hanga múl-
bundinn á gjaldþrota skerinu með
lokað kreditkort og fallna yfirdrátt-
arheimild. Svarthöfði er þó með
eindæmum sporlatur maður og
nennir því ekki að leggja á sig eitt
einasta handtak til þess að fá útrás
fyrir gremju sína í garð auðmanna.
Svarthöfði lætur því ógert að sulla
málningu á glæsihallir ríku kallanna
í skjóli nætur og satt best að segja
sér hann ekki alveg tilganginn með
því subbulega brölti. Vegna þess
einfaldlega að Svarthöfði stendur
bjargfastur í þeirri trú að í lokaupp-
gjörinu verði allar fasteignir þessara
annars ágætu manna, hvað svo sem
þeir aftur heita, gerðar upptækar og
endi í eigu ríkisins. Það er þjóðar-
innar og þar með talið sjálfs Svart-
höfða. Lítið vit í því að skemma
eigur sínar til þess að ná sér niðri á
landsliði hinna teinóttu.
Svarthöfði vill samt ekki láta þessa kóna sleppa athuga-semdalaust og verður oft hugsað til æskuhetjunnar
sinnar sem hann las um í mynda-
sögublöðum um Köngulóarmann-
inn. Sá kallar sig The Punisher,
eða Refsarann, og hefur gert það
að sínum eina tilgangi í lífinu að
farga morðingjum, mafíósum og
öðru glæpahyski. Refsarinn skaust
um skúmaskot New
York-borgar með
stóra hauskúpu
á bringunni og
plaffaði óþjóða-
lýðinn niður af
mikilli sam-
visku-
semi.
Svarthöfði er mýkri maður en Refsarinn, seinþreyttur til vandræða og svo vel upp al-inn að hann beitir ekki ann-
að fólk ofbeldi. Það er að segja ekki
líkamlegu ofbeldi. Fastir lesendur
Svarthöfða vita þó upp á sína tíu
fingur að honum er illmælgin í blóð
borin. Svarthöfði er orðljótur og
kjaftfor og þar sem hann efast um
að útrásarvíkingarnir séu mikið að
standa í því að beita sig hnútasvip-
unni heima hjá sér á kvöldin ætlar
hann að leyfa þeim að kenna á eit-
urtungu sinni við öll tækiflæri.
Svarthöfði var sérstaklega ánægður með sig eitt sunnu-dagseftirmiðdegi á dögun-um. Þá flatmagaði hann í
heitri setlaug í sundlaug einni á
höfuðborgarsvæðinu og hugsaði
sitt þegar pattaralegur en ósköp
virðulegur maður dýfði sér í pott-
inn. Þarna þóttist Svarthöfði þekkja
bankamann sem hefur skilið eftir
sig sviðna jörð. Svarthöfði sætti því
færis og bað manninn, kurteislega
en þó ákveðinn, um að
yf- irgefa
pottinn í snatri þar sem þar væri
fólk með börn og ekki væri hægt að
bjóða heiðvirðu fjölskyldufólki að
lauga sig í félagsskap hans. Maður-
inn lét til leiðast eftir nokkurt þref
en Svarthöfði bætti þá um betur og
bað hann um að hundskast úr landi
þegar hann væri búinn að þurrka
sér og koma sér í spjarirnar.
Þetta var sko útrás í lagi og Svarthöfði vill meira af þessu. Hann er því farinn að grandskoða allt það fólk
sem hann mætir á förnum vegi til
þess að missa nú ekki af neinum
útrásarvíkingi til þess að púa á eða
sýna löngutöng upp í loftið. Þetta
verður stundum pínulítið vand-
ræðalegt í biðröðinni við kassann í
Bónus en það verður bara að hafa
það. Verst samt hversu óhemju
ómannglöggur Svarthöfði er. Stund-
um sér hann menn sem hann er
næstum alveg viss um að séu auð-
menn en þorir ekki að taka sénsinn.
Væri synd og skömm að úthúða
einhverjum að ósekju og því má
með sanni segja að bæði óbreyttir
borgarar og auðmenn geti prísað
sig sæla að ólíkt Refsaranum skýtur
Svarthöfði ekki fyrst og spyr svo.
RefsivönduR auðmanna
Spurningin
„Ég mæli alltaf
með plokkfisknum.
Þetta eru
vinsælustu réttirnir
á Sjávarbarnum,
ég er með
hlaðborð sem ég
þori alls ekki að
skipta út og allra
síst núna, þegar
maður er með
nýjar kartöflur. Það er sammerkt með
nýjum kartöflum að fá flottan fisk,“ segir
Magnús Ingi Magnússon, veitinga-
maður á Sjávarbarnum, sem er kominn
með nýuppteknar kartöflur úr
Þykkvabæ. Þær fyrstu á þessu sumri.
mæliR þú með
plokkfisknum?
Sandkorn
n Nokkurrar spennu gætir um
hver verði ráðinn sem fram-
kvæmdastjóri Samfylkingar í kjöl-
far þess að Skúli Helgason datt
inn á þing. Hermt er að á meðal
umsækjenda
sé Runólfur
Ágústsson,
fyrrverandi
rektor á Bif-
röst og frum-
kvöðull Keil-
is. Runólfur
á sér nokkuð
óljósa fortíð
en hann hvarf snögglega frá báð-
um störfum. Starfslokin á Bifröst
urðu í kjölfar mikillar ólgu. Málið
verður væntanlega tekið fyrir á
næsta fundi framkvæmdastjórnar
Samfylkingarinnar.
n Árni Páll Árnason, félagsmála-
ráðherra og einn af oddvitum
Samfylkingarinnar, á sér nokk-
uð skrautlegan feril. Hann sat í
bankaráði Búnaðarbankans áður
en Björgólfur Guðmundsson og
félagar hans
í Samson
fengu risalán
til að kaupa
Landsbank-
ann. Hann er
saklaus af því
að hafa veitt
leynilánið
en vissi það
ekki sjálfur. Seinna varð Árni Páll
frægur fyrir að segjast hafa verið
hleraður á einhverjum tíma-
punkti. Það hefur væntanlega
verið ástæðulítið þar sem hann
vissi lítið.
n Jóhanna Sigurðardóttir for-
sætisráðherra þykir um sumt
hafa tekið upp takta frá forverum
sínum, Davíð Oddssyni og Geir
H. Haarde, sem mættu aðeins í
viðtöl gegn
ströngum
skilyrðum.
Í þáttinn
Málefnið á
Skjá einum
mættu allir
flokksfor-
menn að
Jóhönnu
undanskilinni til að ræða Ice-
save-málið. Einhverjar meiningar
eru um að það hafi verið vald-
hroki sem réð því að Jóhanna var
fjarverandi.
n Eiríkur Jónsson, ritstjóri Séð og
Heyrt, ritaði Óskari Magnússyni
opið bréf á bloggi sínu í fram-
haldi þess að Agnes Bragadóttir,
pistlahöfundur Moggans, sagði
frá því í grein
að dreifibréf
um meint
kynferðisbrot
Pálma Har-
aldssonar í
Fons hefði
farið sem
eldur í sinu
um bæinn.
Um er að ræða forsíðufrétt Séð og
Heyrt sem lýsti tilraun til mann-
orðsmorðs. Agnes lét nægja í
endursögn að segjast hafa fengið
þetta staðfest. Eiríkur spyr Óskar
hvort hann vilji hafa Moggann
svona en hafði í gær ekki fengið
svar.
LyngháLS 5, 110 Reykjavík
Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf.
Stjórnarformaður: hreinn Loftsson
framkvæmdaStjóri: elín Ragnarsdóttir
ritStjórar:
jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is
og Reynir Traustason, rt@dv.is
fréttaStjórar:
Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is
og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is
auglýSingaStjóri:
ásmundur helgason, asi@birtingur.is
dv á netinu: dv.iS
aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010,
áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050.
SmáauglýSingar: 515 5550.
umbrot: dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: árvakur.
dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
„Hann var kammó
þessi gaur.“
n Leikskáldið Símon Birgisson um Helga
Felixson kvikmyndagerðarmann sem gaf mynd
sinni sama nafn og heimildarleikrit Símonar, Guð
blessi Ísland. - Fréttablaðið
„Það hefur
gengið alveg
hræðilega hérna
á þessum velli og
ég man varla eftir að hafa
unnið leik í Grindavík.“
n Arnar Grétarsson, spilandi aðstoðarþjálfari
Breiðabliks, ánægður með fyrsta sigur liðsins í
Grindavík í tíu ár. - Morgunblaðið
„Þetta er rétt að byrja, við
ætlum að sýna elítunni að
hún er ekki ósnertanleg.“
n Mótmælandi lofar auðmönnum Íslands og
útrásarvíkingum fleiri skemmdarverkum við
heimili þeirra. - DV
„Við fylgjumst með
þessu eins og við
gerum á hverjum
degi og gerum alltaf.“
n Ellisif Tinna Víðisdóttir, forstjóri
Varnarmálastofnunar, fullyrðir að rússnesku
kafbátarnir við Drekasvæðið séu farnir og það
verði áfram fylgst með öllu að vanda. Guði sé lof
fyrir það. - visir.is
„Þetta var alls ekki
gert til höfuðs
Málefninu.“
n Sigríður Margrét Kristjánsdótt-
ir, sjónvarpsstjóri Skjás eins, sátt við
útskýringar Þórhalls Gunnarsson-
ar, kollega hennar hjá RÚV, um
hvort aukaþáttur af Kastljósinu
hefði verið settur á dagskrá til
höfuðs Málefninu. - DV.is
Björgum Íslandi
Leiðari
Undanfarið hefur umræðan á Ís-landi einkennst af svartnætti og bölmóði. Það á sér eðlilegar skýr-ingar því þjóðin stendur á barmi
fjárhagslegrar glötunar. Fólk sem upplifði
meiri velmegun en áður hafði verið í sögu
Íslands vill eðlilega fá skýringar á því að
efnahag landsins hefur verið rústað. Reiðin,
vonleysið og krafan um uppgjör er eðlileg í
ljósi þess hvernig komið er. En það er einnig
nauðsynlegt að huga að framtíðinni. Hrunið
er staðreynd og uppbyggingin nauðsynleg.
DV hefur leitað til fjölda valinkunnra Íslend-
inga hérlendis og erlendis um ráð til endur-
reisnar. Markvisst er sneitt hjá pólitíkusum
og öðrum froðusnökkum sem hafa fátt ann-
að til mála að leggja en að glefsa hver í ann-
an og berjast innbyrðis. Öllum má vera ljóst
að Ísland á sér glæsta framtíð. Tækifærin eru
nánast við hvert fótmál ef litið er til landbún-
aðar, sjávarútvegs og iðnaðar. Orka Íslands
býður upp á ótæmandi möguleika. Samfé-
lagið býr að ýmsum þeim gæðum sem eru
ávísun á velferðarríki fyrir komandi kynslóð-
ir. Þjóðin er vel menntuð og íslenskur dugn-
aður og seigla er vel þekkt. Nauðsynlegt er
að flýta sem mest endurreisninni og koma
atvinnulífinu á fulla ferð að nýju. En til þess
verðum við að láta af illdeilum á strandstað.
Auðvitað skiptir það máli hver á sök á óför-
unum. En það er meira áríðandi að koma
þjóðarskútunni aftur á flot. Það er innlegg í
þá umræðu að vera með umfjöllunina sem
sjá má í DV í dag þar sem sérfræðingar eru
á einu máli um að framtíðin sé björt. Öllum
má ljóst vera að hér blasir ekki við landauðn.
Þvert á móti mun íslensk þjóð rísa upp, tví-
efld ef rétt er að málum staðið. Einungis þarf
að hefjast handa. Fortíðin er að baki þótt
auðvitað verði að fara fram uppgjör vegna
þess sem fór úrskeiðis og refsa þeim sem
ekki fóru að lögum. Það er þjóðinni beinlínis
skaðlegt að festast í svartnætti haturs og upp-
gjafar og fresta allri uppbyggingu með til-
heyrandi þrengingum. Kyrrstöðu og hnign-
un verður að ljúka. Nú þurfa allir að leggjast
á eitt með bjartsýni og dug að vopni.
ReyniR TRausTason RiTsTjóRi skRifaR. Hér blasir ekki við landauðn.
bókStafLega
12 MIðvIkudagur 15. júlí 2009 uMræða