Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2009, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2009, Blaðsíða 20
Miðvikudagur 15. júlí 200920 austurland w Andlitsmeðferðir w Litun w Vaxmeðferðir w Handsnyrtingar w Líkamsmeðferðir w Nudd w Neglur Boðið er upp á: Bókunarsíminn er 471-1616 Blessaður vertu, yngri kynslóð-in veit ekkert um mig. Hún veit bara um þennan nafna minn í Kastljósinu.“ Þarna talar Helgi Seljan, fyrrverandi alþingismaður, um nafna sinn og barnabarn, Helga Seljan fréttamann. Helgi býður til sætis og frú Jóhanna Þóroddsdóttir finnur kaffi og pönnukökur í eldhúsinu að Seljateigi við Reyðarfjörð. Æskuheimili Helga er nú sumarhús þeirra hjóna, endurnýj- að vel. „Þetta er bærinn sem ég kenni mig við,“ heldur Helgi áfram. „Ég fór að kenna mig við bæinn tólf ára gamall til þess að forðast flóknar útskýring- ar á því að ég væri Friðriksson en fað- ir minn héti engu að síður Jóhann. En hér var ég tekinn í fóstur.“ Jóhanna er aftur á móti frá Fá- skrúðsfirði. Þau hjónin fara gjarnan á Fáskrúðsfjörð þegar þau dvelja í Selja- teigi, enda um stuttan veg að fara síð- an göng voru boruð í gegnum fjallið. Helgi og Jóhanna eru bæði fædd í jan- úar árið 1934. „Það er rétt að halda því til haga að ég er þremur dögum yngri,“ segir Helgi. Berskjaldaðir gegn álrisa Þegar komið er að bænum blasa við stóreflis raflínumöstur sem vofa nán- ast yfir garðinum hjá þeim hjónum. „Þetta var aldrei á okkar valdi. Þó voru gerðar ítrekaðar tilraunir til þess að fá þessar línur færðar hér upp á hálsinn í það minnsta. Þá hefðu línurnar verið í hvarfi. Þetta fór ekki betur en svo að menn héldu fastir við sitt, enda féllu allir hér fyrir þessari álvershugmynd,“ segir Helgi. „Hér var allt leyft til þess að menn fengju álverið.“ Jóhanna tekur þó fram að sennilega væri Reyðarfjörður dauður bær ef ekki væri fyrir álverið. „Fiskvinnslan hef- ur átt undir högg að sækja þannig að þetta var mikilvægt skref fyrir byggð- ina,“ segir hún. „Auðvitað hafa jákvæðu áhrifin af álbræðslunni verið umtalsverð,“ segir Helgi. „Ég er hins vegar hræddur við það þegar samfélag eins og hér tekur upp á því að byggja alla afkomuna á einu og sama risafyrirtækinu. Ef þetta fyrirtæki vill eitthvað og beitir sér, þá eru menn ansi berskjaldaðir.“ Breytt Búseta Helgi segir að atvinnuástandið á svæðinu sé auðvitað nokkuð gott eft- ir að álbræðslan var reist. Hins vegar hafi önnur störf gefið eftir. „Það var haldið hér upp á hernámsafmæli á dögunum og þá minntumst við þess að við hernámið voru 350 manns í þorpinu og 105 skráðir í sveitinni. Nú held ég að sveitin hér í kring telji að- eins sex manns. Þetta var ekki einu sinni þéttbýl sveit. Nú búa að líkind- um á milli átta og níu hundruð manns í þorpinu. En þetta er falleg og góð sveit og jafnvel þótt línurnar hafi birst í garð- inum hjá okkur er auðvitað skógi vax- inn hálsinn hér fyrir ofan gríðar fal- legur. Það er reyndar óskiljanlegt að Landsvirkjun skuli ekki hafa sam- þykkt að setja línurnar í hvarf,“ heldur hann áfram. „Það hefði ekki kostað þá mikið í heila samhenginu.“ Með þessu móti segir hann að raf- línurnar hefðu getað verið í hvarfi alla leið að álverinu. „En kannski væru þá erlendu skuldirnar endanlega búnar að setja þá á hliðina ef þessi leið hefði verið farin.“ Hér má Halda Ball En Landsvirkjun, segir Helgi, hefur lengi verið einhvern veginn til hliðar við annan peningabúskap ríkisins. „Ég man ágætlega að ég furðaði mig gjarn- an á því þegar Jóhannes Nordal seðla- bankastjóri talaði um stöðu ríkissjóðs og boðaði að nú þyrftum við að herða sultarólarnar, þá mælti hann á sama tíma fyrir auknum framkvæmdum og erlendum lántökum fyrir Landsvirkj- un. En þá var hann reyndar líka stjórn- arformaður Landsvirkjunar.“ Því hafi orkumálin og stóriðjan notið ákveðinnar friðhelgi þegar kom að niðurskurði í ríkisfjármálum. „Það er fyrst núna sem bág fjárhagsstaða Landsvirkjunar kemst í umræðuna.“ Nú er komið nóg af kaffi og pönns- um og Helgi fer út á hlað og sýnir þar bragga sem upphaflega var reistur á hernámsárunum. „Þeir gáfu hon- um föður mínum þennan bragga og hann var fluttur hingað í pörtum og hann notaður sem hlaða.“ Innan dyra sem utan hefur bragginn verið gerður nokkuð upp og þar er hreint og snyrti- legt. „Hér má alveg halda ball,“ segir Helgi. sigtryggur@dv.is ge álrisa n Hjónin Helgi Seljan og Jóhanna Þóroddsdóttir fengu raflínur Landsvirkjunar nánast inn í húsagarðinn við sumarhús þeirra, Seljateig í Reyðarfirði. „Allt var leyft til þess að álverið kæmi,“ segir Helgi sem segir varasamt að byggja framtíðina á einu stórfyrirtæki. Berskjölduð „ef þetta fyrirtæki vill eittHvað og Beitir sér, þá eru menn ansi Berskjaldaðir.“ Á Hlaðinu Helgi Seljan við æskuheimilið sem nú er sumarhús hjónanna. MYnD SigtrYggur Helgi og JóHanna Hjónin segjast engu hafa ráðið. Raflínur hafi verið reistar í garðinum þeirra. MYnD SigtrYggur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.