Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2009, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2009, Blaðsíða 3
fréttir 5. ágúst 2009 miðvikudagur 3 ans tók allar stærri ákvarðanir um lán, en í neyð mátti samþykkja lán án samþykkis nefndarinnar. Fram til ársins 2007 var þetta neyðarúrræði nær eingöngu notað í neyð, en með nýjum eigendum og stjórnendum var farið afar frjálslega með þetta leyfi til að fara framhjá nefndinni að sögn heimildarmanna DV. Sem fyrr segir var áhættusæknin sérstak- lega áberandi á fyrirtækjasviði, þar sem stærstu lánin voru veitt. Lár- us Welding veitti blessun sína fyrir því að sviðið mætti vaxa verulega. Yfir fyrirtækjasviðinu á þessum tíma var Guðmundur Hjaltason. Í hans tíð veitti Glitnir mjög há lán til Mil- estone, sem nú er til rannsóknar eins og þekkt er orðið. Guðmundur hætti hjá Glitni vorið 2008 og var þá ráðinn til Milestone. Rétt er að taka fram að Lárus Welding var undir miklum þrýstingi frá yfirstjórn bank- ans um að stækka hann og stækka. Heimildarmenn DV bera Lárusi vel söguna, hann hafi verið hinn ágæt- asti náungi, en segja að hans mistök hafi falist í því að láta undan öllum kröfum aðaleigenda bankans. Einn hátt settur heimildarmaður úr Glitni orðar það svo: ,,Eigendur Glitnis voru mjög skuldsettir og illa staddir og vildu búa til eftirspurn og stækka efnahagsreikning bankans. Lárus var undir mikilli pressu að stækka og stækka bankann eins mikið og hægt væri. Fram að tíð Lárusar hafði Jóni Ásgeiri og hans félögum að mestu verið haldið frá lánum í bankan- um, en þarna breyttist það.“ Þyrluferðin yfir New York Eins og DV hefur greint frá jókst kostnaður Glitnis vegna veislu- halda líka verulega í tíð Lárus- ar. Þegar hefur verið sagt frá ferð Glitnis til New York, þar sem 350 farþegum var boðið til New York á Saga Class. Einn heimildar- maður DV segir að allir sem hafi fengið boðskort í ferðina hafi mátt taka maka með sér á kostnað Glitnis, sem hafi fram að þessu verið óþekkt. Eftir þá ferð fóru nokkrir lyk- ilmenn í Glitni í þyrluferð yfir Hud- son-ánni í New York, sem mun hafa kostað skildinginn. Eftir hryðju- verkaárásirnar 11. september 2001 er mjög erfitt að fá leyfi til að fljúga yfir New York-borg, en í krafti pen- inganna tókst Glitni að fá slíkt leyfi. Í þyrluferðinni voru meðal annarra Jón Ásgeir Jóhannesson, Hannes Smárason og Lárus Welding. Lokaorð Lárusar Lárus Welding hefur engin viðtöl veitt eftir að hinir íslensku bankarnir hrundu, þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir. Síðustu orð hans í íslenskum fjöl- miðlum voru í höfuðstöðvum Glitn- is, daginn sem bankinn var þjóð- nýttur. Þá harðneitaði hann því að bankinn hafi verið á leiðinni í þrot fyrir þjóðnýtinguna. „Alls ekki, alls ekki. Það var fyrirsjáanlegur lausa- fjárvandi sem leystur er í öllum til- vikum eins og við sjáum úti um all- an heim með þá seðlabönkum og ríkisstjórnum þess ríkis. Þetta eru atburðir sem eru að eiga sér stað úti um allan heim. Við erum náttúrlega að fást við alþjóða fjármálakrísu og í þessu tilviki var þessi lausn til hér á margan hátt sambærileg við það sem við erum að sjá erlendis og við erum í raun bara sáttir við þá niður- stöðu að ríkissjóður hefur ákveðið að koma inn í bankann með þessum hætti.“ FENGU BÓNUSA FYRIR AÐ LÁNA „Allir bankarnir voru með einhvers konar bónus- og kaupaukakerfi. Ég þekki ekki hvernig það var í út- lánadeildunum en einhvers kon- ar umbunarkerfi var ein skýring- in fyrir því að bankamenn höfðu svona ofboðslegar tekjur á undan- förnum árum,“ segir Gylfi Magnús- son, viðskiptaráðherra. Gylfi hefur ekki upplýsingar um hvernig slíkum kerfum var hagað í tilteknum bönkum en segir bón- usa af þessu tagi mjög varasama. „Það er alveg augljóst og vel þekkt dæmi víða annars staðar frá að svona bónuskerfi sem hvetur menn til að veita sem flest lán og eru einhvern veginn tengd afköst- um er mjög varhugavert í banka- rekstri. Eiginlega af augljósum ástæðum. Það getur hvatt menn til, eins og í þessu tilfelli, að lána meira en góðu hófi gegnir og fá bónusinn greiddan. Síðan kem- ur ekki í ljós fyrr en eftir einhvern tíma að lánveitingin var mjög van- hugsuð, lánið fer í vanskil og lána- stofnunin tapar stóré,“ segir Gylfi. Hann segir bónuskerfi eins og það sem tíðkaðist í Glitni vera mikið í umræðunni vestan hafs. „Í Bandaríkjunum hafa menn á undanförnum mánuðum verið mjög hugsi yfir einmitt þessu því þeir sem voru að selja svokölluð undirmálsfasteignalán höfðu hag af því að lána sem flestum sem mest og oft langt umfram það sem var eðlilegt í ljósi fjárhagsstöðu og fyrirsjáanlegrar greiðslugetu lán- takandans og innheimtuþóknun- ar af þessum lánveitingum. Þeir greiddu starfsmönnum sínum bónusa en síðan kom skellurinn ekki fyrr en seinna þegar í ljós kom að lántakendur gátu ekki staðið í skilum.“ Gylfi vill ekki leggja mat á hvort bónuskerfið hafi verið ein af stærstu ástæðum þess að Glitnir varð gjaldþrota. Hann segir kerfið samt sem áður stórhættulegt. „Mér þykir alls ekki ólíklegt að þegar menn fari yfir þessi mál verði það niðurstaðan að bónus- kerfin, hvort sem það var í útlán- um eða öðru, hafi verið stórhættu- leg. Og hvatt menn til þess að gera hluti sem litu vel út á pappírum til skamms tíma en enduðu síðan með ósköpum þegar öll kurl voru komin til grafar.“ En viðgangast bónuskerfin í bönkunum í dag? „Ég hef ekki nákvæmar upplýs- ingar um það hvernig menn inn- an bankanna hafa hugsað að gera þetta í framtíðinni. Ég veit það al- veg að vilji minn stendur til þess að það verði farið yfir þessi mál og sérstaklega séð til þess að bank- arnir séu ekki með kerfi, hvort sem þau eru kölluð kaupaukakerfi eða eitthvað annað, sem hvetja til þess að menn fari fram úr sér.“ liljakatrin@dv.is Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra: ALLIR BANKAR MEÐ BÓNUSKERFI Vilhjálmur Bjarnason, lektor við Háskóla Íslands, segir bón- usa starfsmanna á fyrirtækjasviði Glitnis hafa orðið til þess að bank- inn fór í þrot. „Er ekki bankinn kominn á hausinn? Og ég fæ ekki séð að menn hafi unnið fyrir kaupinu sínu þarna. Er þetta ekki bara aug- ljóst mál? Þegar ég var bankaúti- bússtjóri fékk fólk enga bónusa. Bein afleiðing af svona bónusum er gjaldþrot bankans.“ Vilhjálmur veit ekki til að þess að fleiri bankar hafi verið með slík bónuskerfi. Hann segir banka hafa verið með svokölluð economic value added-kerfi (EVA) sem felst í því að starfsmenn fái borgað eftir arðsemi fyrirtækisins. „Með slíku kerfi voru menn að reyna að verðleggja útlán og tekj- ur en það er ekki hægt að verð- leggja og horfa í tekjur á útlánum sem eru veitt því þau taka mörg ár að koma inn. Það er ekki hægt að segja: „Vegna þess að ég veitti þessi útlán á ég rétt á einhverjum tekjum.“ Það er hægt að moka út útlánum og greiða út bónusa en svo koma útlánin aldrei inn. Svona bónuskjör eru bara til að auka á áhættusækni.“ liljakatrin@dv.is Vilhjálmur Bjarnason lektor: BÓNUSAR SETTU GLITNI Á HAUSINN Aukin áhætta Boginn var spenntur meira en áður hafði verið gert eftir að Lárus Welding kom til sögunnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.