Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2009, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2009, Blaðsíða 8
8 miðvikudagur 5. ágúst 2009 fréttir Athafnamaðurinn Skúli Þorvalds- son hefur ekki verið áberandi í ís- lensku viðskiptalífi undanfarin ár. Hann er oftast kenndur við Hót- el Holt sem hann rak á árum áður. Í lánabók Kaupþing, sem vefsíðan Wikileak.org birti, kom fram að Skúli væri stærsti persónulegi lántakandi Kaupþings í Lúxemborg 25. sept- ember árið 2008. Námu lán til hans um 142 milljörðum króna miðað við núverandi gengi eða 790 milljónum evra. Fram kemur í skjölunum að tryggingar hafi verið í sumum tilfell- um mikið magn hlutabréfa í Kaup- þingi og Exista sem nú eru verðlaus. Sonur auðmanns Skúli er sonur Þorvaldar Guð- mundssonar sem oftast er kenndur við Síld og fisk sem hann stofnaði árið 1944. Þorvaldur var um árabil einn ríkasti maður landsins en hann lést árið 1998. Þorvaldur byggði Hótel Holt árið 1965. Skúli varð hót- elstjóri á Holtinu árið 1973 og tók alfarið við rekstrinum af föður sín- um árið 1979. Umsvif Skúla erlendis voru smá framan af en jukust eftir að faðir hans lést. Samkvæmt heimild- armanni DV var Skúli einn af þeim fyrstu hérlendis sem komu nálægt skattaskjólum á aflandseyjum, það var í gegnum bandaríska fyrirtækið NTS sem Skúli kom að á síðasta ára- tug síðustu aldar. Hér heima á hann eignarhaldsfélagið Holt ásamt systr- um sínum þeim Katrínu og Geir- laugu Þorvaldsdætrum. Það félag á húsnæði Hótel Holts en sér ekki um rekstur hótelsins. Kaupþing bjó hann til Hann er afar náinn Magnúsi Guð- mundssyni, fyrrverandi bankastjóra Kaupþings í Lúxemborg og núver- andi framkvæmdastjóra Banque Havilland eins og útibúið heitir í dag. Það sést vel á þeim fjárfestingum sem Skúli tók þátt í. Félag hans Holt Investment átti um þriggja prósenta hlut í Kaupþingi og 0,7 prósent í Ex- ista. Auk þess átti hann nálægt eins prósents hlut í finnska tryggingafé- laginu Sampo. Kom fram að hlut- ur hans í Sampo væri metinn á 9,4 milljarða króna 25. september 2008. Í skjalinu sem lak á netið um út- lán Kaupþings kemur fram að stór lán séu til félaganna Holly Beach, Marple Holding og Immo Croiss- ance Sicav en þessi félög eru skráð í Lúxemborg. Þar kemur einnig fram að skuldir umfram eignir 25. sept- ember 2008 nemi 170 milljónum evra eða 29 milljörðum íslenskra króna. Þar af séu 120 milljónir evra vegna fasteignafélagsins Immo Croissance Sicav eða um 20 millj- arðar króna. Auk þessara verkefna kemur fram að Skúli hafi fengið há lán vegna skuldsetts vogunarsjóða- safns í gegnum útibú Kaupþings í Genf í Sviss. Þriggja barna faðir Skúli giftist finnsku flugfreyjunni Susan Schumacher árið 1966 en hún var þá flugfreyja hjá Loftleiðum. Skúli á með henni börnin Þorvald og Nínu. Nína lést í New York árið 1999. Þorvaldur á einnig soninn Skúla Isa- aq með Amal Rún Quase. Amal Rún er frá Sómalíu og varð þekkt á sínum tíma þegar hún bauð sig fram í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins til borgar- stjórnarkostninga árið 1994. Skúli er í dag giftur Pálu Klein. Í lögfræði með Björgólfi Skúli lauk lagaprófi frá Háskóla Ís- lands árið 1968. Samkvæmt heim- ildum DV voru hann og Björgólfur Guðmundsson saman í laganámi og voru þeir afar nánir fyrstu tvö árin. Er sagt að eftir það hafi sam- band þeirra slitnað vegna ósættis á milli þeirra. Skúli og Björgólfur urðu báðir 68 ára á þessu ári. Staða þess- ara manna sem báðir eru komn- ir á ellilífeyrisaldur virðist svipuð í dag. Björgólfur óskaði sem kunn- ugt er eftir gjaldþrotaskiptum í síð- ustu viku. Persónulegar skuldir og ábyrgðir hans nema um 96 milljörð- um króna. Heimildarmaður sem DV ræddi við taldi líklegt að Skúli Þorvaldsson væri of stoltur til þess að lýsa sig gjaldþrota líkt og Björg- ólfur gerði. Agalausar lánveitingar Skúli var í viðtali við tímaritið Frjálsa verslun árið 1991 þar sem hann gagnrýndi hversu auðsótt væri að fá lán hjá íslenskum bönkum til rekst- urs sem ekki væri víst að stæði und- ir sér. „Það sem er kannski einkenn- andi fyrir okkur er sú staðreynd að bankar og aðrar lánastofnanir virð- ast æ ofan í æ lána mönnum gíf- urlegar fjárhæðir í þessu skyni án þess að krefjast nákvæmra áætlana um það hvernig reksturinn eigi að skila þessu fé til baka. Þess eru mörg dæmi og um leið skýr staðfesting að margir bankastjóranna valda ekki hlutverki sínu.“ Skúla þótti íslenskt samfélag hreinlega einkennast af agaleysi. „Við þurfum að læra nýja borðsiði. Það vantar aga í samfélag okkar,“ sagði hann. Tapaði á Arnarflugi Skúli hefur komið víða við þegar fjárfestingar í fyrirtækjum eru ann- ars vegar. Þannig er Skúli einn þeirra sem keyptu verulegan hlut í Arnar- flugi. Hann batt miklar vonir við flugfélagið og telur að því hefði mátt forða frá því að verða gjaldþrota árið 1990. Á árdögum Kringlunnar rak Skúli þar Ali-búðina þar sem seldar voru kjötvörur. Tap Skúla á Ali-búð- inni annars vegar og Arnarflugi hins vegar þótti saga til næsta bæjar en hann tapaði sex milljónum á hvoru fyrirtæki. Viðlíka tölur eru hins veg- ar aðeins smámynt þegar litið er til fyritækjareksturs á Íslandi í dag. Auk þessa kom Skúli að rekstri veitingastaðanna Kvikk og Hard Rock Café í Kringlunni. Skúli stóð lengi fyrir markaðssetningu á Íslandi sem ferðamannalandi og ásamt við- skiptafélögum sínum stofnaði hann á sínum tíma Iceland Tours sem seldi ferðir til Íslands. Skúli og faðir hans voru lengi meðal skattakónga landsins og á milli tannanna á fólki sem slíkir. HELSTI LÁNTAKANDINN Í KAUPÞINGI Í LÚXEMBORG Skúli Þorvaldsson, sem oftast er kenndur við Hótel Holt, fékk 142 milljarða lán hjá Kaupþingi og var stærsti persónulegi lántakandi Kaupþings í Lúxemborg. Fjárhagsleg staða hans í dag er sögð mjög slæm en hann er sonur Þorvaldar í Síld og fiski sem var um árabil einn ríkasti maður landsins. Umsvifamikill Skúli Þorvalds- son, sem oftast er kenndur við Hótel Holt, var afar umsvifamikill fyrir bankahrunið og skuldaði Kaupþingi í Lúxemborg 142 milljarða króna haustið 2008. Nánir Skúli Þorvaldsson er sagður náinn Magnúsi Guðmundssyni, núverandi framkvæmdastjóra Banque Havilland. HóTEL HOLT ANNAS SigmUNdSSoN og ErlA HlyNSdóTTir blaðamenn skrifa as@dv.is og erla@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.