Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2009, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2009, Blaðsíða 12
12 miðvikudagur 5. ágúst 2009 fréttir Þrír menn frá bænum Ziketan í Kína hafa látið lífið sökum lungnaplágu sem þar er komin upp. Sama bakterían og olli svartadauða og varð 25 milljónum Evrópubúa að bana á miðöldum orsakar lungnapláguna. Hinir látnu eru allir nágrannar í Zik- etan og allir sem veikst hafa ættingjar og vinir þeirra. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin fylgist með gangi mála á meðan bærinn er í sóttkví. Þrír hafa látið lífið undanfarna daga sökum lungnaplágu sem komin er upp í bæ einum í norðvesturhluta Kína. Yfirvöld hafa lokað bænum Ziketan í Qinghai-héraði í Kína vegna plágunnar en þar búa um tíu þúsund manns. Bakterían sem veldur lungnaplágunni er sú sama og orsakaði svartadauða sem varð 25 milljónum Evrópubúa að bana á miðöldum. Staðfest var í gær að 64 ára karlmaður hefði látið lífið, þriðja fórnarlamb plágunnar, en hann var nágranni hinna tveggja sem látist höfðu í bænum. Tíu íbú- ar eru sagðir hafa smitast af plág- unni. Lögreglan og heilbrigðisyfir- völd í nágrenni við Ziketan eru með mikinn viðbúnað vegna plág- unnar sem komin er þar upp og er nú unnið að því að sótthreinsa svæðið og eyða rottum og skordýr- um sem borið geta pláguna með sér milli svæða. Smitast frá mönnum og dýrum Lungnaplágan, eins og hún kallast, ræðst eins og nafnið ber með sér á lungu fólks og getur smitast milli manna en líka úr dýrum í menn. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) er meðvituð um pláguna sem komin er upp í Kína og fylgist með gangi mála. Talsmaður WHO í Kína segir að faraldur sem þessi sé alltaf áhyggjuefni en hrósaði kínverskum yfirvöldum fyrir skjót viðbrögð og að hafa tekist vel að ná stjórn á vandanum. Talsmaðurinn, Vivian Tan, segir í viðtali við Reut- ers-fréttastofuna að lungnaplágan sjálf sé ekki ný af nálinni og hún hafi komið upp nokkrum sinnum í Kína undanfarin ár. Tan telur að það aðstoði yfirvöld við að hemja útbreiðslu plágunnar að hún hafi komið upp á afskekktu svæði. Kín- versk yfirvöld tilkynntu um plág- una á laugardaginn var og síðan þá hafa þrír látist af hennar völd- um í bænum sem ekki þykir stór á kínverskan mælikvarða. Þrátt fyrir að bærinn sjálfur sé í sóttkví reyna íbúar Ziketan að halda áfram með sitt daglega líf. Yfirvöld segja að skólar og skrif- stofur séu opin nú sem endranær. En lögreglan leitar nú allra þeirra sem kunna að hafa umgengist hina látnu. Sjaldgæf en banvæn Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu WHO er lungnaplágan afar ban- væn en jafnframt afar sjaldgæf. Fái fólk ekki greiningu og lækningu í tæka tíð er dánartíðnin afar há. Upp- hafsein- kenni lungna- plágunn- ar eru að menn verða andstuttir, fá hita og höfuðverk. Heilbrigðisyfirvöld í Kína vara fólk við að allir þeir sem hafa heim- sótt bæinn Ziketan síðan um miðjan júlí og finni fyrir hósta eða hita leiti sér læknisaðstoðar. Takist að greina plágur sem þessa í tæka tíð má lækna þær með sýklalyfj- um meðal annars og nær fólk þá fullum bata. Allir hinna látnu eru nágrannar í Ziketan og allir hinir veiku eru vinir eða fjölskyldumeð- limir þeirra. Fyrsta fórnarlambið var 32 ára smali en annar maður- inn sem lést var 37 ára. Í gærmorg- un greindu erlendir fjölmiðlar frá því að 64 ára karlmaður hefði látist sökum plágunnar. Óttaslegnir íbúar Árið 2004 létust átta þorpsbúar í Qinghai-héraði af plágunni. Flest- ir sýktust eftir að hafa étið villt múrmeldýr eða önn- ur lítil spendýr sem búa í norðvesturhluta Kína og Mongólíu. Kaupmaður nokkur í Ziketan segir í samtali við Associated Press að yfirvöld hefðu látið þau skilaboð berast að sótt- hreinsa þyrfti heimili og verslanir á svæðinu og að íbúar ættu að ganga með andlitsgrímur þegar þeir ættu leið út. Kaupmaðurinn sagði að 80 prósent allra verslana væru lok- uð og verð á sótthreinsivörum og grænmeti hefði þrefaldast í kjölfar lungnaplágunnar. „Fólk er gríð- arlega óttaslegið. Hér er enginn á götum úti,“ sagði kaupmaður- inn við fréttastofu Associated Press. Tíu þúsund í sóTTkví Sigurður Mikael jÓnSSon blaðamaður skrifar: mikael@dv.is „Fólk er gríðarlega óttaslegið. Hér er enginn á götum úti.“ MYnD aFP Óttasleginn almenn- ingur Tíu þúsund manna bær í Kína hefur verið settur í sóttkví þar sem þrír menn hafa látið lífið sökum lungnaplágu sem þar er komin upp. MYnD PhotoS.coM BanvænuStu SMitSjúkDÓMar Sögunnar: 1. Bólusótt 2. Spænska veikin 3. Svarti dauði 4. Berklar 5. Malaría 6. Ebóla 7. Kólera *Heimild: QualityHealth.com Fannst látin eftir eftirför Sautján ára stúlka frá Wal- es sem lýst hafði verið eftir á sunnudaginn fannst látin í bif- reið sem lögreglan veitti eftirför og þvingaði loks út af veginum síðar sama dag. Stúlkan hvarf af heimili sínu síðdegis á sunnudaginn var og tilkynnti fjölskylda hennar um hvarfið. Eftir tugkílómetra eftirför kom lögreglan fyrir göddum á veginum til að sprengja dekk bíls sem sést hafði þegar stúlk- an hvarf. Þegar ökumaðurinn ók yfir gaddana um klukkan 22 á sunnudagskvöldið sprungu dekkin og maðurinn sem er á fertugsaldri missti stjórn á bif- reiðinni og lenti á húsbíl. Ekki er ljóst hvernig stúlkan lést en málið er rannsakað sem morðmál. Clinton í óvæntri heimsókn Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, kom í óvænta heimsókn til Norður-Kóreu til að ræða kjarnorkuáætlun Norður- Kóreustjórnar og örlög tveggja bandarískra blaðakvenna, Laura Ling og Euna Lee, við Kim Jong-il, leiðtoga Norður-Kóreu. Blaðakonurnar voru handteknar og ásakaðar og dæmdar fyrir njósnir. Heimsóknir áberandi banda- rískra stjórnmálamanna til Norður-Kóreu eru sjaldgæfar. Síðasta merka heimsóknin átti sér stað árið 2000 þegar Madel- eine Albright, þáverandi utan- ríkisráðherra, kom til landsins. Áður hafði Jimmy Carter, fyrr- verandi forseti, heimsótt Norð- ur-Kóreu og er talinn hafa átt þátt í að bæta samskipti ríkjanna um skeið. Flugvél endaði á flugturni Flugmaður taílenska flugfé- lagsins Bangkok Airways lét lífið þegar farþegaþota sem hann stýrði rann út af flug- brautinni við lendingu og endaði á flugturni á taílensku eyjunni Ko Samui. Tíu manns slösuðust í slysinu. Mikil rigning var þegar slysið átti sér stað en í þot- unni voru 68 farþegar, tveir flugmenn og tveir í áhöfn. Flugturninn var ómannaður þegar þotan skall stjórnlaus inn í hann. Jim Nicholson, gjaldkeri í Key Bank í Seattle, komst að því af eigin raun í síðustu viku að glæpir borga sig ekki, né heldur borgar sig að stöðva þá. Hann spillti fyrir bankaræningja en var síðan rekinn tveim dögum síðar fyrir að fara ekki að reglum fyrirtæk- isins. Það var á þriðjudaginn var sem grímuklæddur maður gekk inn í Key Bank í Seattle þar sem Nicholson vann og heimtaði peninga. En í stað þess að fylgja reglum við slíkar aðstæður ákvað hann að grípa í taumana. „Þeir segja að maður eigi að vera samvinnuþýður og gera eins og þeir segja en eðlisávísun mín bar mig of- urliði. Ef ég léti hann sleppa gæti hann bara rænt fleiri banka,“ segir Nicholson í samtali við dagblaðið The Seattle Times. Í stað þess að rétta ræningjanum peninga henti Nicholsons pokanum á gólfið og stökk á ræningjann, hafði hann undir og heimtaði að fá að sjá vopnið sem hann kvaðst vera með. Hann segist hafa ætlað að ná sólgler- augunum af honum. Ræninginn lagði á flótta og Nicholson elti hann dágóð- an spöl áður en hann náði að fella manninn með aðstoð gangandi veg- farenda. Gjaldkerinn hugrakki hélt síðan manninum þangað til lögreglan kom á vettvang. Á fimmtudaginn í síðustu viku var honum síðan sagt upp. Bankanum þótti Nicholson hafa verið fullglæfralegur og stofnað mannslífum í hættu með því að fara ekki að viðteknum starfsvenjum við aðstæður sem þessar. Nicholson sagðist hreinlega vera adrenalínfíkill sem elskaði góðan eltingarleik. Hann var þó ósáttur við brottreksturinn. mikael@dv.is Gjaldkeri rekinn fyrir að hindra bankarán: Hetjustælar bannaðir Brotamaður leiddur á brott Ræninginn fór í fangelsi og gjaldkerinn á atvinnuleysisbætur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.