Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2009, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2009, Blaðsíða 14
Ein ráðgáta hefur ásótt Svart-höfða undanfarna mánuði. Hvernig er hægt að fá gefins banka og reka síðan sjálfan sig lóðbeint í þrot? Þetta hefur Björgólfur Guð-mundsson afrekað með þeim tilþrifum að gjaldþrot hans er á heimsmælikvarða. Ef gjald- þrot væri íþrótt væri hann nýkrýndur ólympíumeistari. Ef Landsbankinn hefði verið loftfar hefði orðið Hinden-burg-slys hér á landi. Ef hann hefði verið skip hefði hann farið sömu leið og Titanic. Eða Haf- skip. Sem geimferja væri hann Chal- lenger og sem kjarnorkuver Cherno- byl. Einhvern veginn tókst Björgólfi, þvert gegn öllum líkum, að hámarka tjónið sem hann gat valdið. Þegar bankinn hans stefndi í þrot gaf hann í, með því að soga Icesave-peninga úr vösum Breta og Hollendinga, áður en hann skall til jarðar. Þetta olli því að heil þjóð þurfti í nauðarsamninga sem standa í vegi fyrir endurreisn efnahagslífsins. Sú tilgáta hefur hvarflað að Svarthöfða að Landsbankinn hafi ekki verið slys. Skaðinn virðist vera svo mark- visst hámarkaður og full- komnaður að hann hljóti að hafa verið skapaður af einhverri meðvit- und í einhverjum til- gangi. Þessi sköpun- arkenning um hrunið leiðir líkum að því að kollsteypa Landsbank- ans hafi verið stærsta kami-kaze fjármálasög- unnar. Alla sína tíð í Landsbankan-um virtist Björgólfur dvelja við fortíðina. Hann hafði verið smáður af yfirvöld- um í Hafskipsmálinu, handtekinn og settur í varðhald. Vegferð Björ- gólfs virtist snúast um að láta hann líta vel út. Hann klæddi sig í skrautleg föt, lét skrifa bækur um sakleysi sitt í Hafskipsmálinu, lét henda upplagi af bók um fjölskyldu sína, sem hafði ekki reynst nógu jákvæð, og reyndi að kaupa DV eftir að það fjallaði um það. Til að leggja það niður, að sjálfsögðu. Allt til að sanna fyrir þjóðinni að hann væri í reynd mikill maður, sem hefði ekki átt að fangelsa, heldur upphefja og dá. Í kjölfarið keypti Björgólfur gamla keppi-naut sinn, Eimskipafélagið, sem hann kafsigldi af öllu afli. Svo kom náðar- höggið á þjóðina sem hafði brugðist honum. Hrun Landsbankans var svo snilldarlega fullkomið, sem slíkt, að það hlýtur að hafa verið framkallað af ásetningi sem hefnd manns gegn þjóðinni sem fór svona illa með hann forðum. Loksins fær þjóðin að vita hvernig það er að vera gjaldþrota, smáð og í nauðum. Rétt eins og Trölli leyfði þorpsbúun- um að upplifa smán hans í æsku, þeg- ar hann stal jólunum af þeim löngu síðar. Við nánari umhugs-un finnst Svarthöfða hins vegar þróunar- kenningin um hrun- ið vera sennilegri. Hún er sú að Björgólfur hafi einfaldlega ekki haft burði til að reka skipafyrirtæki. Og ekki heldur banka. Þar af leiðandi hafi hann rekið hvort tveggja í þrot. Hinir hæfustu lifa af, en Björgólfur var alls ekki hæfur. Svolítið eins og geirfugl. Og maður gefur ekki geirfugli kjarnorkuver. Hann eyðileggur það bara. Hefnd Björgólfs Spurningin „Nei, síður en svo, því þegar maður er laus við rigninguna leikur maður á als oddi og blaðrar sem aldrei fyrr.“ Sigurður Þ. Ragnarsson, jarð- og veðurfræðingur, var ansi sannspár um veðurfar í júlímánuði en sá mánuður var sá þurrasti frá árinu 1889. ert þú orðinn þurr á manninn? Sandkorn n Óvenjuleg bandalög virð- ast hafa myndast í netheim- um um helgina. Þannig steig Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, fram á ritsviðið og kom Evu Joly, sér- stökum ráðgjafa sérstaks saksóknara, til varn- ar eftir að Hrannar B. Arnarsson, aðstoðarmaður Jóhönnu Sig- urðardóttur forsætisráðherra, hafði gagnrýnt hana harka- lega. Jónas Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri hélt hins vegar áfram að vega mann og annan. „Upplýsingafulltrúar, blaðurfulltrúar og almanna- tenglar forsætisráðuneytis- ins stíga ekki í vitið,“ skrifaði hann og skammaði Hrannar fyrir gagnrýni sína á Joly og Kristján Kristjánsson, upp- lýsingafulltrúa forsætisráðu- neytisins, fyrir að segja í við- tali að vegna skiptra skoðana innan ríkisstjórnar gæti hún ekki beitt talsmönnum sínum erlendis. n Hrannar B. Arnarsson, að- stoðarmaður forsætisráð- herra, var annars fljótur að segjast sjá eftir snubbóttri athuga- semd sinni um Evu Joly um helgina. Þó að ekkert sé hægt að fullyrða um áhrif þess á afsökun- arbeiðni Hrannars má teljast líklegt að einhverjir samfylk- ingarmenn eða -konur hafi skammað hann fyrir orð sín. Gagnrýni á Evu Joly er illa tekið í ýmsum kreðsum og ekki síst meðal sumra stuðn- ingsmanna Samfylkingarinn- ar. Og skiptir þá ekki endilega öllu máli hvort gagnrýnin á rétt á sér eða ekki. n Annars velta menn því núna fyrir sér hvaða áhrif lögbannsbeiðni Kaupþings- manna hefur á starfsöryggi þeirra sem að henni komu. Finn- ur Svein- björnsson, bankastjóri Nýja Kaup- þings, þykir hafa komið bank- anum í bobba enda brugðust margir harkalega við frétt- unum og hótuðu að segja sig úr viðskiptum við bankann. Hafa menn skoðað þá ákvörð- un bankans og skilanefndar gamla Kaupþings í þessu ljósi og talið að með því séu menn að reyna að takmarka skað- ann. Reiði almennings hafi verið mikil og útbreidd og því hætta á að einhverjir tækju út peninga sína og leggðu þá inn annars staðar. LyngháLs 5, 110 Reykjavík Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. Stjórnarformaður: hreinn Loftsson framkvæmdaStjóri: elín Ragnarsdóttir ritStjórar: jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is fréttaStjórar: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is auglýSingaStjóri: ásmundur helgason, asi@birtingur.is dv á netinu: dv.is aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010, áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050. SmáauglýSingar: 515 5550. umbrot: dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. n Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra um lögbannskröfu Nýja Kaupþings á fréttaflutning RÚV. Bankaleynd eigi ekki að nota til að fela fjármálamis- ferli.-Rás 2 „Rannsóknar- blaðamennska á ekki að vera lúxus.“ n Jóhannes Kr. Kristjánsson úr Kompási. Eftir að hann og félagar hans í Kompási voru reknir af Stöð 2 reyndu þeir að fá inni með þáttinn bæði á SkjáEinum og Ríkisútvarpinu. Á báðum stöðvum var sagt að ekki væru til peningar vegna kreppunnar.-DV. „Allt er uppi á borðum. Ég hef ekkert að fela.“ n Karl Wernersson sem sakar fjölmiðla um að skálda fréttir sem enginn fótur er fyrir .- Morgunblaðið „Ég mun alla vega ekki vera með neina heilsíðugrein í Morgunblaðinu vegna þessa.“ n Óskar Hrafn Þorvaldsson, fréttastjóri fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis, um grein Karls Wernerssonar í Morgunblaðinu. Í greininni sakar hann fréttastofuna um ósvífnar lygar. Óskar Hrafn segir fréttastofuna standa við frétt sína.-DV.is „Eigendur rændu Kaup- þing.“ n Fyrirsögn fréttar í þýskri útgáfu stórblaðsins Financial Times í dag. Þar er fjallað um kúlulán Kaupþings til starfsmanna og stjórnenda.-Vísir.is Leynd fyrir bankaræningja Leiðari Dómurinn yfir bankaleynd er fall-inn. Hún er skaðleg almenningi og því óréttlætanleg. Nú stendur saklaust fólk frammi fyrir því að borga fyrir fjárhagsleg myrkraverk sem voru framin í skjóli þessarar leyndar. Hver og einn Íslendingur sem borgar nú fyrir beinar og óbeinar afleiðingar bankaleyndar á heimt- ingu á upprætingu hennar. Í mörg ár var gerð tilraun með íslenskt efnahagslíf, þar sem almenningur var í hlut- verki tilraunadýra. Hugmyndin var að gera Ísland að ríkasta landi í heimi. Aðferðin var að veita bönkum ýmis sérréttindi og skjól. Þeim var gert kleift að auka gróða sinn á sið- lausan hátt, sem var eða ætti að vera ólög- legur. Um leið var tryggt að ef eitthvað færi úrskeiðis myndi almenningur borga. Ef það kæmi verðbólga myndu húsnæðiseigend- ur fá reikninginn með hækkuðu láni. Og ef lánin hækkuðu svívirðilega mikið hefðu ein- staklingar enga stöðu til að skila fasteignum sínum, þegar bankinn hefði tekið til sín allt sem lagt var í þær. Tilraunin mistókst hrap- allega, í stuttu máli. Núverandi ríkisstjórn var kosin til þess að færa réttindi frá bönkunum til fólksins í landinu. Hún var kjörin til að reisa betra þjóðfélag á rústum þess sjúka. Hins vegar kemur ein skynsamlegasta tillagan um þessi mál á Alþingi úr Sjálfstæðisflokknum, frá Pétri Blöndal, sem mælir fyrir því að gegn- sæjum hlutafélögum verði komið á. Betra þjóðfélag er í bið á meðan ríkisstjórnin held- ur áfram að bjarga bönkum sem er varla við- bjargandi. Fólk á að hafa aðgang að upplýsingum um starfsemi bankanna og bankarnir eiga að svara fyrir gjörðir sínar, í stað þess að tönn- last á því að þeir tjái sig ekki um málefni ein- stakra viðskiptavina. Þessi breyting er hluti af nauðsynlegum lýðræðisumbótum. Það er ekki endilega ókostur að fólk fái upplýsing- ar um fyrirtæki sem hafa ekkert brotið af sér. Það getur til dæmis verið hluti af lýðræðis- legri neyslu fólks ef það fær sem mestar upp- lýsingar um fyrirtæki. Þegar allt kemur til alls er ómögulegt að meta gildi upplýsinga nema þær hafi komið fram. Að sjálfsögðu á að viðhalda bankaleynd þar sem hún er til verndar fjöldanum. Enginn er að tala um að birta færslur af Visa-kortum fólks. Velferð fólks á að vera forsenda allra laga. Bankaleynd er hins vegar forsenda þess að hægt sé að starfrækja banka í þágu eig- endanna og á kostnað almennings. Það þarf að koma í veg fyrir að annar eins Franken- stein og Kaupþing verði særður fram. Spill- ingin þrífst best í leyndinni og upplýsingar eru alger forsenda þess að almenningur geti tekið á henni. Það sem er gott fyrir fólkið á að vera ríkjandi. Sérstaklega þegar það afhjúp- ar ræningja. jón trausti reynisson ritstjóri skrifar. Það þarf að koma í veg fyrir að annar eins Frankenstein og Kaupþing verði særður fram. bókStafLega 14 miðvikudaguR 5. ágúst 2009 umRæða

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.