Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2009, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2009, Blaðsíða 4
Greiðslukortin eftir í Eyjum Mikið var að gera hjá lög- reglunni í Vestmannaeyjum í gær. Að sögn varðstjóra voru lögreglumenn á kafi í týndum munum frá Þjóðhátíðinni. Þar á meðal eru símar, mynda- vélar, veski og greiðslukort. Lögreglan fór með bunka af debet- og kredikortum í Spari- sjóðinn í gærmorgun sem mun koma kortunum í hend- ur réttra aðila. Auk þess virðist sem marg- ir gestir Þjóðhátíðarinnar hafi skilið tjöldin sín eftir í dalnum og hafði varðstjórinn á orði að það væri eins og það væri enn góðæri í landinu – slíkt væri magnið. 4 miðvikudagur 5. ágúst 2009 fréttir „Hann er ennþá í öndunarvél og á gjörgæslu. Sárin líta mjög vel út en lungun eru rosalega hæg, þannig að það er rosalega svipað ástand og áður,“ segir Helga Katrín Stefánsdóttir, eiginkona Sigfúsar Þórs Sigurðssonar. Hann slasaðist alvarlega í sprengingu á Marbakkabraut í Kópavogi í júní. Hann brann illa á líkamanum og eft- ir að hann var lagður inn á gjörgæslu fékk hann sýkingu í lungun. Hann hefur verið í öndunarvél frá því í byrj- un júlí. Sigfús getur ekki tjáð sig með orð- um en hefur sýnt miklar framfarir síð- ustu vikur. „Þeir eru byrjaðir að trappa hann niður, en það er langt í land enn- þá. Ég tala alveg við hann en fæ engin orð upp úr honum. Hann reynir að tala við mig en ég þarf að lesa varirnar á honum. Hann segir mér líka til með höndunum svo maður þarf að lesa úr líkamstjáningunni,“ segir Helga Katr- ín. Sigfús er þó enn örlítið ruglaður og þekkir ekki konu sína og barn. „Hann er byrjaður að hreyfa sig, hann er svo ákveðinn í því að komast fram úr. Hann veit ekkert af hverju hann ligg- ur inni á gjörgæslu, hann man ekkert eftir stráknum og hann man ekki eftir hjúkrunarfræðingunum. Hann man ekkert hvað ég heiti, svo sá hann gift- ingarhringinn og þá fattaði hann að ég væri konan hans, þannig að hann er alveg út úr korti.“ Hjónin eiga von á sínu öðru barni í desember og segir Helga Katrín að Sigfús hafi ekki munað eftir því að hún væri ólétt. „Hann togaði í sloppinn hjá mér, sem var svolítið illa hnepptur og hann losnaði. Hann fékk þá bara áfall þegar hann sá að ég væri ófrísk,“ seg- ir Helga Katrín. Hjónin fagna eins árs brúðkaupsafmæli á sunnudaginn og segir Helga Katrín það eflaust verða skrítið að fagna því á sjúkrahúsinu, en hún muni vera hjá honum þá. bodi@dv.is Sigfús Þór Sigurðsson sem slasaðist alvarlega í sprengingu: Staðráðinn að komast fram úr Styður þétt við bakið á eiginmanni sínum Helga Katrín Stefánsdóttir er hjá eiginmanni sínum allan sólarhringinn á meðan hann jafnar sig. Enn minnkar salan Fasteignamarkaðurinn virðist enn vera að hægja á sér eftir mik- inn uppgang síðustu ára. Velta fyrstu sjö mánaða ársins er ekki nema helmingur þess sem var á sama tíma í fyrra og fimmtungur þess sem var árið áður. Þá hefur fasteignaverð lækkað um þrettán prósent að nafnvirði frá í janúar í fyrra og enn meir þegar verð- bólga er tekin með í reikninginn. Þetta kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans. Veltan fyrstu sjö mánuði ársins er minni en nokkru sinni síðan Fasteignaskráin hóf að halda utan um hana. 1,7 milljarðar í bótagreiðslur Vinnumálastofnun greiddi í gær út rúma 1,7 milljarða króna í atvinnuleysisbætur. Alls fengu rúmlega fimmtán þúsund ein- staklingar greiddar bætur. Í júní voru greiddir út tæpir 2,4 millj- arðar króna til rúmlega sautján þúsund einstaklinga. Samkvæmt tölum á vef Vinnumálastofnunar eru 12.109 án atvinnu á höfuðborgarsvæð- inu. Fæstir eru hins vegar at- vinnulausir í fámennasta lands- hlutanum, á Vestfjörðum eru 73 einstaklingar skráðir á lista yfir atvinnulausa. Ólafur Ólafsson, stjórnarformað- ur Samskipa, er aðaleigandi Suður- landsbrautar 18 þar sem 259 fyrirtæki eru skráð til húsa. Meðal fyrirtækja sem eru skráð í húsinu er lögfræði- þjónustan Fulltingi, Gift fjárfestinga- félag og Samvinnusjóðurinn ses. Hvert þessara fyrirtækja þurfti að greiða 17.200 krónur í útvarpsgjald til RÚV eins og allir sem telja fram til skatts á Íslandi. Því fær RÚV tæpar fjórar og hálfa milljón króna bara frá þessu eina húsi á Suðurlandsbraut. Kom fé undan Ólafur fór fyrir S-hópn- um svokallaða sem keypti Búnaðarbank- ann á sínum tíma. Eignarhaldsfélag Samvinnutrygg- inga og Ker ehf. eru meðal þeirra sem eru einnig skráð á Suður- landsbraut 18 en þau, ásamt Samvinnulífeyr- issjóðnum og VÍS, keyptu ráð- andi hlut í Búnaðar- bankanum á sínum tíma fyrir tilstilli S- hópsins. Ólafur komst á síður DV um helgina vegna gagna sem DV hefur undir höndum. Gögnin sýna að Ólafur geymdi fé sitt í Kaupþingi í Lúxemborg en kom hluta þess undan rétt fyrir hrunið síðasta haust með því að fjárfesta í ríkistryggðum verðbréfum. Fjögurra mánaða laun Annað hús sem skilar dágóðum pen- ingi í útvarpskassann er Laufásveg- ur 81, aðsetur Kennarasambands Íslands. Í húsinu eru skráð, auk Kenn- arasambandsins, fjörutíu einka- hlutafélög. Flest eru þau menntun- artengd, eins og til dæmis Bandalag kennarafélaga, Félag enskukennara á Íslandi, Félag framhaldsskólakenn- ara og Félag grunnskólakennara. Þetta 41 einkahlutafélag í miðbænum þurfti því að greiða 705.200 krónur til RÚV. Byrjunarlaun grunnskóla- kennara und- ir þrjátíu ára aldri eru rétt rúmar 190 þúsund krónur. Út- varpsgjald- ið gæti borgað slíkum kennara fjóra mán- uði í laun. 120 sinnum hringveginn Síðast þegar DV sá til Páls Magnús- sonar útvarpsstjóra keyrði hann um á Audi Q-lúxusjeppa. Nýr jeppi af þeirri tegund kostar rúmlega átján milljónir króna og eyðir 13,3 lítrum á hundrað kílómetra í blönd- uðum akstri. Fyrir útvarps- gjaldið frá Kennarasam- bandshúsinu getur Páll keyrt rúmlega 28 þús- und kílómetra eða um tuttugu sinnum í kringum Ísland. Hús Ólafs kemur bíl Páls ansi lengra en það, eða 178.300 kílómetra. Fyrir þann pening gæti Páll hæglega keyrt 120 sinnum í kring- um landið og samt átt nægan afgang fyrir hamborgara, frönskum og kók í öllum helstu vega- sjoppum landsins. Útvarpsgjald þessara tveggja húsa duga samt skammt fyrir laun- um Páls, sem eru samkvæmt tekjublaði Mannlífs tæpar 1,6 millj- ónir á mánuði. Nefskatturinn úr þessum tveimur húsum, rúmlega fimm milljónir, myndi aðeins dekka rúmlega þriggja mánaða laun út- varpsstjórans. MILLJÓNIr TIL rÚV Úr EINU HÚSI Rúmlega sautján þúsund króna útvarpsgjald var dregið af öllum landsmönnum, félög- um og fyrirtækjum fyrir helgi. Á þriðja hundrað félög eru skráð til húsa á Suðurlands- braut 18 en aðaleigandi hússins er athafnamaðurinn Ólafur Ólafsson. Tæplega fjórar og hálf milljón renna því til RÚV frá þessu eina húsi. lilja Katrín gunnarSdÓttir blaðamaður skrifar liljakatrin@dv.is 4,5 milljónir í nefskatt Auðmaðurinn Ólafur Ólafsson á Suðurlands- braut 18. Þar eru 259 fyrirtæki skráð til húsa sem borga 4,5 milljónir í útvarpsgjald til RÚV. Hring eftir hring Páll Magnússon gæti keyrt 127 sinnum í kringum landið fyrir nefskattinn sem félögin á Suðurlandsbraut 18 greiða. MYnd raKel ÓSK SigurðardÓttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.