Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2009, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2009, Page 10
Tilboð Símans um áskrift að tonlist.is: Niðurhalið ekki frítt Þeir sem kaupa sumartilboð Símans og fá með sumaráskrift að tonlist.is geta aðeins hlustað á lögin á tonlist. is. Ef viðkomandi vill eignast þau verður að greiða fyrir það, að því er Neytendasamtökin greina frá. Þar segir að borið hafi á kvörtunum yfir því að rukkað sé fyrir lögin. „Sumaráskriftin felst í því að hægt er að búa til spilunarlista á tonlist.is sem hægt er að hlusta á í tölvunni eða í GSM símanum. Lögin munu því ekki vistast inni í tölvunni eða símanum heldur er þeim streymt beint af netinu og því er ekki hægt að flytja þau yfir á mp3-spilara,“ segir á heimasíðu Neytendasamtakanna. Þar er enn fremur bent á að ókeypis sé að hlusta á íslensk lög en greiða verði fyrir erlend lög, þar sem þau teljist sem erlent niðurhal. Verðið miðist við gjaldskrá áskriftar- leiðar. Neytendasamtökin benda á að ódýrasta netáskriftin í GSM-síma sé 500 krónur og innifelur 100 MB gagnmagn. Hvert MB umfram það kosti 50 krónur en þó aðeins 2,5 krónur ef um ADSL-nettengingu er að ræða. Bent er á að hvert erlent lag sé 5 til 6 MB. Það skráist í hvert skipti sem hlustað er á lag. „Því getur kost- að allt að 300 krónur að hlusta á er- lent lag í GSM-símanum þínum ef þú hefur farið yfir leyfilegt gagna- magn eða hefur ekki skráð símann í netáskrift. Minnt er á að sumar- áskriftin rennur út 20. ágúst næst- komandi, en þeir sem hafa ekki sagt upp áskriftinni verða sjálfkrafa áskrifendur áfram og rukkaðir sam- kvæmt gjaldskrá.“ baldur@dv.is VistVæN brúNegg Tíu vistvæn brúnegg kosta 488 krónur í Bónus og 489 krónur í Krónunni, samkvæmt verðkönn- un Neytendasamtakanna. Mesti verðmunur reyndist vera 33 prósent. Í Melabúðinni reynd- ust eggin dýrust; kosta þar 649 krónur. Í Fjarðarkaupum kosta eggin 646, í Nóatúni 645 og í Hag- kaupum 598 krónur. Á heimasíðu Neytendasamtakanna er tekið fram að ekki eru fyrirhugaðar verðhækkanir á þessari vöru frá framleiðanda, líkt og haldið var fram þegar könnunin var birt. Ódýrast á hVolsVelli Neytendasamtökin gerðu sam- bærilega könnun á pylsu með öllu og gosi í sex vegasjoppum víðs vegar um landið. Ódýrust er þessi þjóðlega máltíð í Hlíðar- enda á Hvolsvelli og sem tilboð í Söluskála KHB á Egilsstöðum. Þar kostar máltíðin 435 krónur. Dýrast reyndust pylsa og gos í Þrastarlundi; 500 krónur. Í Stað- arskála kostar máltíðin 455 krón- ur, í Baulu við Vesturlandsveg 460 og í Hyrnunni í Borgarnesi 479 krónur. n Óánægður viðskipta- vinur Hagkaupa í Grímsbæ segist í fjögur skipti í röð hafa orðið fyrir því að auglýstur afsláttur skili sér ekki þegar á kassann er komið. Þegar hann geri athugasemdir taki við heljarinnar ferli þar sem starfsmaðurinn þurfi að sækja yfirmann sem setji inn afsláttinn. Viðskiptavinurinn segist hættur að versla þar í bili. n Lofið fær Lyfja í Lágmúla. Viðskiptavinur segir að þar sé þjónustan frábær og hann fái leiðsögn í hvert skipti sem hann komi í apótekið. Viðmótið sé til fyrirmyndar á þessum síðustu og verstu. SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS Dísilolía algengt verð verð á lítra 184,8 kr. verð á lítra 187,8kr. skeifunni verð á lítra 186,3 kr. verð á lítra 178,2 kr. algengt verð verð á lítra 187,8 kr. verð á lítra 179,6 kr. bensín dalvegi verð á lítra 186,1 kr. verð á lítra 177,9 kr. fjarðarkaupum verð á lítra 186,2 kr. verð á lítra 178,1 kr. skógarseli verð á lítra 187,8 kr. verð á lítra 179,6 kr. UmSjóN: BALDUR GUÐmUNDSSON, baldur@dv.is / neytendur@dv.is el d sn ey t i 10 miðVikudagur 5. ágúst 2009 NeyteNdur Dýrt að fara fram úr Hvert lag umfram 100 mB gagnamagn í GSm-áskrift getur kostað 300 krónur. Elín G. Jóhannsdóttir bauð þriggja ára dóttursyni sínum í heimsókn til Íslands frá Noregi. Hún þurfti að greiða jafnmikið fyrir að breyta öðru fluginu og hún greiddi í fargjald báðar leiðir. Guðjón Arngrímsson hjá Icelandair segir kostnaðinn oft liggja í því að ekki séu til jafnódýr sæti á breyttum brottfarardegi. Við þann mun bætist brottfarargjald. RándýRt að bReyta flugi „Þegar ég keypti fargjaldið kostaði það rúmar 43 þúsund krónur fyrir strákinn fram og til baka. Í morgun borgaði ég svo rúmlega 40 þúsund fyrir breytinguna á flugfarinu,“ seg- ir Elín G. Jóhannsdóttir. Hún bauð þriggja ára dóttursyni sínum í heim- sókn til Íslands eftir að dóttir hennar flutti til Noregs í vor. Hún er óánægð með hversu dýrt það reyndist að breyta fargjaldinu, enda tvöfaldað- ist fargjaldið við það eitt að breyta heimferðinni. Ferðin hófst í Noregi Elín segir að Oliver, sem verður fjög- urra ára 27. ágúst, hafi komið í heim- sókn til sín fyrir ellefu dögum og hafi verið bókaður út aftur 9. ágúst. Hann hafi haft fylgd til Íslands með kunn- ingjahjónum en ekki hafi legið ljóst fyrir með hverjum hann færi aftur heim til sín til Noregs. „Ég var ekki alveg viss með þennan sunnudag og tók fram, þegar ég var að panta, að ég gæti þurft að breyta deginum. Hugmyndin var að senda son minn út með honum til Noregs en það var ekki ódýrara. Í gær var svo hringt í mig vegna þess að kunningi minn er að fara út. Ég ákvað því að láta færa miðann hans í morgun [þriðjudag],“ útskýrir Elín og bætir við: „Það kost- aði 40.500 krónur.“ Elín segist hafa fengið þau svör að breytinguna við kostnaðinn þyrfti að reikna í norskum krónum. Þegar hún hafi spurt hverju það sætti hafi henni verið sagt að ástæðan sé sú að ferðin hjá barninu hafi byrjað í Nor- egi. Þess vegna þurfi hún að borga fyrir breytinguna í norskum krón- um. Sætin eru misdýr Guðjón Arngrímsson, upplýsinga- fulltrúi Icelandair, segir margvís- leg ákvæði um kostnað við breyt- ingu á flugfari. Kostnaðurinn ráðist af því hvers konar farseðla viðkom- andi kaupi. „Það er erfitt að alhæfa um þetta. Almenna reglan er sú að ef þú kaupir þér fargjald með leyfi- legri breytingu borgar þú breytinga- gjald sem er tíu þúsund krónur. Þá er miðinn opinn fyrir breytingum,“ útskýrir hann og heldur áfram. „Það sem þessi hefur lent í er að hún hef- ur keypt ákveðið fargjald á ákveðn- um skilmálum. Svo þarf hún að fá sæti í því flugi sem hún ætlar sér að breyta yfir í. Það er ekki endilega víst að þar sé til sæti á sama verði og hún keypti upphaflega. Í því liggur oft munurinn,“ segir Guðjón. Hann tekur sem dæmi að ef sá sem kaupir flugfar fyrir 40 þúsund ætli að breyta því yfir á annan dag, geti flugfarið þann daginn kostað til dæmis 50 þúsund krónur. „Þá þarftu að borga þann mun plús breytinga- gjaldið. Þá getur þar munað sam- tals 20 þúsund krónum,“ segir hann en bætir við að þetta sé mismunandi eftir aðstæðum. „Verðið í flugin er mismunandi eftir því hvernig eftir- spurnin er, en þetta er almenna regl- an,“ segir hann. Einokun á markaði Elín segir að hún eigi þessar 40 þús- und krónur til, en henni finnist þetta bara svo óréttlátt. „Sú sem ég talaði við hjá Icelandair sagði við mig að þetta væri vegna þess að vélin væri svo fullbókuð. Ég sagði á móti að ann- aðhvort ætti hún laust far eða ekki. Ef hún ætti far væri vélin ekki yfirbókuð,“ segir hún en bætir því við að hún hafi alveg verið tilbúin að greiða breyt- ingargjaldið. „Það versta er að það er einokun á þessum markaði og það er ekki eins og ég geti farið einhverja aðra leið með hann. Þetta er ömur- legt,“ segir hún og vill biðla til fólks að vera á varðbergi gagnvart þessu. BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar baldur@dv.is „Það versta er að það er einokun á þessum markaði og það er ekki eins og ég geti farið einhverja aðra leið með hann. Þetta er ömur- legt.“ Elín og Oliver í Leifsstöð Elín G. jóhannsdóttir greiddi 40 þúsund krónur fyrir að breyta flugfari barnabarns síns. Breytingin reyndist jafndýr og flugfarið fram og til baka. MyND ÚR EiNkASAFNi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.