Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2009, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2009, Blaðsíða 22
Mugison mun koma fram á tón- leikunum Five Boroughs In One Day sem Amnesty Internation- al stendur fyrir í New York-borg 18. ágúst. Eins og nafnið gefur til kynna mun Mugison halda fimm tónleika sama dag í frægu hverfunum fimm í New York. Það er að segja Bronx, Brooklyn, Manhattan, Queens og Staten Island. Allur ágóði tónleikanna rennur til samtakanna en tón- leikarnir hefjast um miðjan dag og lýkur rétt fyrir miðnætti. Byggð á Blautum Blaðamönnum Samkvæmt heimildum DV á Einar Bárðarson nú í viðræðum við nokkra reynda útvarpsmenn og -konur um að koma til starfa á Kanaútvarpinu sem hann setti á laggirnar fyrir skömmu. Einar er ekki þekktur fyrir að tvínóna við hlutina og er sagður á eftir ein- hverjum af stærstu útvarpsstjörnum fjölmiðlafyrirtækisins 365. Þar á bæ eru menn lítt ánægðir með samkeppnina frá Einari. Sjálf- ur vildi Einar ekkert tjá sig um mál- ið að svo stöddu þegar blaðamaður DV hafði samband við hann en hinn landsþekkti útvarpsmaður Gunn- laugur Helgason, eða Gulli Helga, hefur meðal annars verið nefndur til sögunnar og að líklegt sé að hann muni segja skilið við Bylgjuna og byrja með morgunþátt í Kanaútvarp- inu. Gulla Helga þarf vart að kynna fyrir landsmönnum en hann hefur unnið á fjölmiðlum í mörg ár. Hann er sannkallaður þúsundþjalasmið- ur ef svo má að orði komast en hann er einnig húsasmíðameistari. Gulli sameinaði einmitt þessa tvo hæfileika sína í þættinum Hæðinni í fyrra þar sem þeir Beggi og Pacas slógu eftirminnilega í gegn. Það yrði því mikill fengur fyrir Kanaút- varpið að fá Gulla til liðs við sig en aftur á móti blóðtaka fyrir 365. asgeir@dv.is Barist um útvarpsfólkið Börkur Gunnarsson kvikmyndaleikstjóri: Eins og vanalega var það Árni Johnsen sem stjórnaði brekku- söngnum á Þjóðhátíð eins og honum einum er lagið. Aldrei hafa fleiri hlýtt á þingmanninn en nú. Árni sjálfur hefur þó oft verið betra formi en það kom nokkuð oft fyrir að hann gleymdi textanum við lögin sem hann söng. Árni lét það þó lítið á sig fá og trallaði bara þess á milli ef réttu línurnar komu ekki upp í kollinn. Brekkugestir létu það enn minna á sig fá og trölluðu allir í kór með brekkusöngs- meistaranum mikla. 22 miðvikudagur 5. ágúst 2009 fólkið „Þetta hefur gengið vonum framar. Sólin til dæmis komið einmitt þegar átti að taka sólarsenur. Veð- urguðirnir hafa því verið alveg jafn þjónustulund- aðir við mig og leikararnir,“ segir Börkur Gunnars- son, rithöfundur og kvikmyndaleikstjóri, sem nú vinnur að gerð myndarinnar Þetta reddast! Tökur hafa staðið yfir á þriðju viku og hafa meðal annars farið fram við Búrfell og á Hótel Borg. Á dögunum mætti tökuliðið svo á ritstjórn DV þar sem nokkur skot voru tekin upp en aðalpersóna myndarinnar er einmitt blaðamaður. „Blaðið sem hann vinnur á er eiginlega DV en það er ekki að spila neina rullu. Hann gæti þess vegna verið blaðamaður á hvaða blaði sem er,“ segir Börkur. Blaðamaðurinn, sem leikinn er af Birni Thors, var einu sinni efnilegur en er farinn að drekka of mikið og farinn að slá slöku við bæði í vinnunni og við kærustuna sína. Á báðum vígstöðv- um er hann kominn á síðasta séns og ákveður að reyna að redda sambandinu með því að bjóða kær- ustunni í rómantík og ró á Hótel Búðum. „En hann fær þá „ultimeitum“ frá ritstjóranum að gera úttekt á Búrfellsvirkjun. Hann ákveður að slá tvær flugur í einu höggi og býður kærustunni í rómantíska ferð upp að Búrfelli,“ segir Börkur. „Það var ekki það sem sambandið hans þurfti, að fara á háspennusvæði og fá 280 megawatta innspýtingu í sambandið.“ Börkur er höfundur handritsins sem hann seg- ist hafa skrifað frekar nýlega. „Ég hef unnið á ýms- um blöðum og öll blöð hafa sína alkóhólista, virka og óvirka. Handritið er svona púslað saman úr þeim reynsluheimi.“ Í aðalhlutverkum auk Björns Thors eru Guðrún Bjarnadóttir, Maríanna Clara Lúthersdóttir og Jón Páll Eyjólfsson. Þá eru reynslumiklir leikarar á borð við Ingv- ar E. Sigurðsson, Halldór Gylfason og Eddu Björgvinsdóttur í aukahlutverkum í myndinni. Aðspurður segir Börkur algjör- an draum að leikstýra stórleikara eins og Ingvari. „Svona séní detta bara inn í þetta, koma með frábærar hugmyndir og verða við öllum beiðnum. Þetta er bara algjör draum- ur. Maður vildi helst leikstýra svona leikur- um alla daga.“ Stefnt er að frumsýningu á Þetta redd- ast! næsta sumar. kristjanh@dv.is Tökur standa yfir á kvikmyndinni „Þetta reddast“ í leikstjórn Barkar Gunnarssonar, rithöfundar og leikstjóra. Handritið skrifar hann upp úr reynslu- heimi sínum, starfandi á blöðum sem hafa öll haft sína alkhólista innanborðs, virka eða óvirka. Börkur Gunnarsson Hefur áður gert myndina Sterkt kaffi en er líklega þekktastur fyrir að hafa starfað fyrir NATO í Írak og skrifað bókina Hvernig ég hertók höll Saddams. stórlax í aukahlutverki Ingvar E. Sigurðsson við tökurnar á ritstjórn DV. Börkur vildi helst leikstýra mönnum eins og Ingvari alla daga. DiskúterinGar oG íhyGli Börkur í diskúteringum á milli takna. Ingvar stendur íhugull álengdar. fimm á einum degi trallað í Brekkunni einar Bárðarson æTlar sér sTóra HluTi með KanaúTvarpið: Gulli helGa Er hann að ganga til liðs við Einar og Kanaútvarpið? einar Bárðarson Ræðst aldrei á garðinn þar sem hann er lægstur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.