Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2009, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2009, Blaðsíða 2
2 miðvikudagur 5. ágúst 2009 fréttir Í byrjun apríl 2007 tóku að berast frétt- ir af því að fram undan væru breyting- ar á eignarhaldi Glitnis, sem þá var í meirihlutaeigu Fl-Group og Miles- tone. 4. apríl sagði Ríkisútvarpið frá því að Hannes Smárason hefði í félagi við Jón Ásgeir Jóhannesson tryggt sér stuðning margra hluthafa og að þeir ætluðu sér aukin áhrif í bankanum. Viðskiptin urðu svo að veruleika strax nokkrum dögum síðar, en ljóst var að fleira var í aðsigi. Sögusagnir fóru á kreik um að Bjarna Ármannssyni, þáverandi for- stjóra bankans, yrði bolað út af nýj- um meirihlutaeigendum. Bjarni var spurður út í þennan orðróm í frétt- um Stöðvar 2 og svaraði svona: ,,Ja, það á auðvitað bara eftir að koma í ljós hvaða áhrif og áherslur hluthaf- ar hafa.... en ég hef áhuga á að vera áfram forstjóri bankans.“ Aðeins 20 dögum síðar var þetta allt breytt. Bjarni hættur sem forstjóri og við tók Lárus Welding. Viðhorf Bjarna virtist hafa breyst á örskömmum tíma og nú sagði hann í fréttum: ,,Ég hef nú verið í þessu starfi í tæpan áratug og kannski nú lengur heldur en ég ætlaði í upphafi en ég held að það sé hægt að segja það þannig að, að svona að undanförnu verða miklar breytingar í manns nánasta umhverfi þá fer mað- ur nú svona að velta fyrir sér hvort, eða hugleiða það hvort það séu kom- in kaflaskil, hvort það sé kominn nýr þáttur og eftir svona, leggjast aðeins yfir þetta, komst ég að þeirri niður- stöðu að líklega væri best fyrir mig að, að segja þessum kafla lokið.“ Bjarna var vikið úr starfi Út á við var því harðneitað að Bjarni hefði verið rekinn og opinbera skýr- ingin var að hann hefði viljað breyta um kúrs í lífinu. Samkvæmt afar traustum heimildum DV er þetta rangt. Hátt sett- ir heimildarmenn innan úr röð- um Glitnis sem þekkja mál- ið út og inn fullyrða að Bjarni hafi verið rekinn af nýju eig- endunum og þar hafi Jón Ásgeir ráðið mestu. Ástæð- an var fyrst og fremst sú að Bjarni þótti of varkár og var ekki tilbúinn að fara í þá vegferð sem nú átti að fara í með bankann. Við ætlum að rekja þá sögu hér á eftir. Máltækið segir ,,sá hlær best sem síðast hlær“ og það á líklega við í þessu tilviki. Bjarni seldi alla hluti sína í Glitni á 7 milljarða um leið og hann hætti. Hann harmar þá ákvörð- un líklega ekki í dag. Þarna flæddi allt í peningum og nýi forstjórinn, Lárus Welding, fékk 300 milljónir fyrir það eitt að skrifa undir, ákvörðun sem var töluvert gagnrýnd á sínum tíma, enda fáheyrt í íslensku viðskiptalífi að menn fengju slíkar upphæðir fyrir það eitt að hefja störf. ,,Back on track“ Þegar Jón Ásgeir og félagar náðu yfir- höndinni í Glitni var strax ljóst hvert átti að fara. Stækka bankann og það verulega. Heimildarmenn DV segja að Jón Ásgeir hafi viljað að efnahags- reikningurinn yrði fimmfaldaður á 5 árum. Þegar þarna var komið hafði Glitnir þegar bólgnað verulega út árin á undan. Um aldamótin var efna- hagsreikningur Glitnis í kringum 400 milljarðar, en var orðinn 3.800 millj- arðar haustið 2008 þegar bankinn hrundi. Jón Ásgeir og aðrir sem stýrðu bankanum voru harðákveðnir að fara af stað í hraða stækkun og Bjarna var því sparkað. Hann hafði þegar stað- ist nokkur áhlaup áður og virtist eiga 9 líf í bankanum, en nú var ljóst að ekki yrði aftur snúið. Heimildarmenn DV úr innsta kjarna Glitnis segja að strax og Lárus tók við hafi allt breyst. Áhættusæknin varð algjör og öllum sparnaðarprinsippum var hent. Skýr- asta dæmið um nýja stefnu Glitnis mátti meðal annars sjá í 9 mánaða uppgjöri bankans árið 2007 og á fleiri stöðum, þar sem lykilvið- skiptavinum voru kynnt skilaboðin „back on track“ til marks um það að nú ætti að hefja sókn á nýj- an leik eftir þá stöðnun sem hafði ríkt misserið þarna á und- an. Þá hafði bankinn verið í ákveð- innni varnarbaráttu og ekkert stækk- að um nokkuð skeið. Mánuðina eftir að Bjarni fór úr bankanum tínd- ust þaðan út allir hans helstu sam- starfsmenn, sem voru yfir lykilsvið- um bankans og nýir menn voru settir inn í staðinn. Með öðrum orðum var á örskömmum tíma komin algjörlega ný áhöfn í brúna, sem hafði allt aðrar áherslur en þeir sem áður höfðu stýrt bankanum. Fékk 70% launahækkun án þess að biðja um hana Einn heimildarmaður DV sem starf- aði fyrir Glitni segir svo frá: „Þegar Lárus tók við voru launin mín hækk- uð um 70% og ég hafði ekki einu sinni beðið um launahækkun. Þegar Bjarni stýrði bankanum var mottóið alltaf að enginn væri ómissandi. Góðir starfs- menn fengu vel borgað, en ekki um- fram ákveðið þak.“ Sami heimildar- maður segir að þegar Lárus hafi tekið við hafi launapíramídi bankans verið flattur algjörlega út og enginn hafi far- ið frá bankanum, því að allir sem hafi eitthvað verið farnir að ókyrrast hafi verið keyptir til að vera um kyrrt. Verðbréfamiðlari á tugmilljóna króna bíl á kostnað Glitnis Fleiri dæmi um breytingar á bank- anum mátti sjá á bílaflotanum. Í tíð Bjarna Ármannssonar keyrði hann sjálfur um á dýrasta bílnum. Flottum Toyota Landcruiser. Eftir að Lárus tók við streymdu dýrindis bílar á bílastæð- in. Allt á kostnað bankans. Svæsnasta dæmið um þetta var verðbréfamiðlari sem fékk BMW M5 sportbíl til afnota á kostnað bankans. Slíkur bíll kostar yfir 20 milljónir í dag. Þessi lúxusbíla- kaup bankans voru samþykkt af nýja forstjóranum, Lárusi Welding. Fyrirtækjasviðið sprengdi alla áhættuskala Heimildarmenn DV, sem þekkja starfsemi Glitnis út og inn, segja að mesta og alvarlegasta breytingin hafi verið á fyrirtækjasviði bankans, sem var sérstakt áhugasvið hins nýja for- stjóra. Þar jókst áhættusæknin til allra muna með alvarlegum afleiðingum. Glanna- leg útlán á fyrirtækjasviði eru ein stærsta ástæða þess að bankinn féll að lokum. Á sviðinu unnu rúmlega 20 manns árið 2007 og þeir fengu nú aukið svigrúm til að lána án þess að bera það undir yfirmenn. Bónusar þessarra starfsmanna námu oft um 10% af þóknun bankans, sem var oft 3-4% af heildarútláni. Þannig gátu starfsmenn nú án nokkurs fyrirvara lánað allt að 200 milljónir til fyrirtækja og fengið í sinn snúð 5-700 þúsund krónur fyrir einn slíkan samning. Safnast þegar saman kemur og heimildir DV herma að nokkrir starfsmenn hafi allt að tífaldað laun sín með bónusgreiðslum þegar best lét. Þessi inn- byggða áhættusækni var svo eitt af því sem varð bank- anum að falli. Starfsmenn græddu á því að lána sem mest, alveg sama hvort lántakand- inn gat greitt lánin eður ei. Um þessa inn- byggðu áhættusækni í bankakerfi alls heimsins hefur mikið verið rætt og ritað og eru sérfræðingar sammála um að hún sé lykilþáttur í þeirri al- varlegu stöðu sem nú er uppi um all- an heim. Íslensku bankarnir létu sitt ekki eftir liggja í þessu, eins og hef- ur mátt sjá í tekjuuppgjörum síðustu ára hérlendis, þar sem tugir banka- manna hafa margfaldað laun sín með veglegum bónus- greiðslum. Ítrekað far- ið framhjá lánanefnd- inni En aftur að Glitni. Í bankan- um starf- aði lána- nefnd, sem þurfti að samþykkja öll stærstu útlán. Lánanefnd bank- FENGU BÓNUSA FYRIR AÐ LÁNA Bjarni Ármannsson var rekinn úr stöðu bankastjóra skömmu eftir að nýir eigendur tóku yfir Glitni. Lárus Welding var ráðinn í hans stað og hóf nýja stórsókn sem fólst í því að stórauka útlán. Starfsmenn á lánasviði fengu bónusa fyrir útlán til fyrirtækja og gátu þar með hækkað laun sín til mikilla muna. „Þegar Lárus tók við voru launin mín hækkuð um 70% og ég hafði ekki einu sinni beðið um launahækkun.“ Helstu eigendur glitnis rétt áður en ríkið yfirtók bankann 1. FL GLB Holding B.V. 13,34% 2. FL Group Holding Netherlands B. 11,13% 3. FL Group hf 5,79% 4. Þáttur International ehf 5,59% 5. GLB Hedge 5,01% 6. Saxbygg Invest ehf 5,00% 7. Glitnir bank hf. 4,52% 8. Landsbanki Luxembourg S.A. 2,37% 9. Salt Investments ehf 2,32% 10. Lífeyrissjóðir Bankastræti 7 2,18% 11. Sund ehf. 2,04% 12. Rákungur ehf. 2,00% 13. IceProperties ehf. 1,75% 14. Kristinn ehf. 1,71% 15. LI-Hedge 1,32% 16. Gildi-lífeyrissjóður 1,30% 17. Icebank hf. 0,96% 18. Langflug ehf. 0,91% 19. Bygg invest ehf. 0,88% 20. Stím ehf. 0,87% kúlulán í glitni n Ólafur Þór Hauksson, sérstak- ur saksóknari, sagði í samtali við DV í mars að kúlulán til starfsmanna bankanna yrðu „klárlega“ til skoðunar hjá embættinu. 184 328 800 994 800 170 800 BI RN A EI NA RS dÓ tt IR HA Uk UR G UÐ jÓ NS So N jÓ HA NN ES B AL dU RS So N kR IS tI NN G EI RS So N RÓ SA Nt M ÁR to RF AS oN St EF ÁN SI GU RÐ SS oN VI LH EL M M ÁR Þ oR St EI NS So N söLVi tryGGVason blaðamaður skrifar solvi@dv.is skipt út Varkárni Bjarna var illa séð af nýjum ráðamönnum bankans. Meira og stærra Þegar Jón Ásgeir og félagar náðu yfirhöndinni í Glitni þótti strax ljóst hvert átti að fara. Stækka bankann og það verulega. stórtækur Hannes var í bandalagi við Jón Ásgeir um að ná völdum í bankanum vorið 2007.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.