Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.2009, Blaðsíða 15
Ætlar ekki aðra ferð Gísli H.
Friðgeirsson sigldi hringinn í
kringum landið á kajak einum
saman. Hann hafði fulla trú á því að
honum myndi takast verkefnið en
hann lætur yngri mönnum eftir að
fara aðra og þá lengri ferð.
Hver er maðurinn? „Gísli
Friðgeirsson, starfsmaður hjá
Neytendastofu, eðlisfræðingur að
mennt.“
Hvar ertu uppalinn? „Í Laugarnes-
inu í Reykjavík.“
Uppáhaldsstaður utan Íslands?
„Ætli það sé ekki Aachen í Þýskalandi
þar sem ég var í háskólanámi.“
Hvað drífur þig áfram? „Þörfin
fyrir að sigrast á áskorunum.“
Hvenær fékkstu áhuga á
kajakróðri? „Fyrir um það bil sex til
sjö árum þegar ég var slæmur í öðru
hnénu. Það hindraði að ég gæti farið
í skokk og fjallgöngur þannig þá
vantaði mig einhverja aðra
hreyfingu.“
Hvernig spratt upp hugmyndin
að fara á kajak kringum landið?
„Hugmyndin er í sjálfu sér ekki ný því
það voru tveir breskir drengir sem
reyndu það árið 1977. En umhverfið í
kringum mig fóstraði svo þessa
hugmynd og félagarnir í klúbbnum.“
Hafðirðu alltaf trú á að þú
myndir klára dæmið? „Já, ég hafði
þá trú á sjálfum mér en þekkti
auðvitað mín takmörk. Veður og
heilsufar hefðu auðveldlega getað
neytt mig til þess að hætta.“
Hvað var skemmtilegast við
ferðina? „Það var líklega að ferðast
um miðja nótt í miðnætursólinni og
sófa úti við hliðina á kajaknum.“
Hvað var erfiðast við ferðina?
„Erfiðast var að takast á við
brimlendingar á suðurströndinni.“
Stefnirðu að aðra og þá lengri
ferð á kajaknum? „Nei, ég læt
yngri mönnum það eftir.“
Er kajakróður fyrir alla? „Já, ef að
menn velja réttar aðstæður og fá
hjálp við að byrja er hann fyrir alla.“
Ætlarðu að hÆtta viðskiptum við kaupþing?
„Nei, það stendur alls ekki til. Ég læt
ekki dómstól götunnar stjórna mínum
skoðunum.“
vigfúS þ. gUðmUndSSon
65 áRA sENdiLL
„Nei, nei, nei, nei.“
HrólfUr Smári jónaSSon
64 áRA biFREiðARstJóRi.
„Ég er ekki í viðskiptum við Kaupþing.
Ég hef annars ekki mikið álit á öllum
þessum bönkum.“
HUlda magnúSdóttir
35 áRA NEmi
„Ég er ekki í viðskiptum við Kaupþing.
Atburðir helgarinnar koma mér ekki á
óvart.“
HElgi agnarSSon
60 áRA pRENtsmiðuR
Dómstóll götunnar
gÍSli H. friðgEirSSon sigldi
hringinn í kringum landið á kajak
einum saman. Hann hafði fulla trú á
því að honum myndi takast verkefnið
en hann lætur yngri mönnum eftir að
fara aðra og þá lengri ferð.
Ætlar ekki aðra ferð
„Nei. Við ætlum að halda sjó.“
StEfán þ. gUðmUndSSon
63 áRA VEitiNGAmAðuR
maður Dagsins
Leynd fyrir bankaræningja
Bjartur í Sumarhúsum hefur lif-
að með þjóðinni allar götur frá því
Sjálfstætt fólk Halldórs Laxness
kom út á fjórða áratug síðustu ald-
ar. Bjartur vildi ekki sætta sig við fyr-
irsjáanlegt hlutskipti sitt í lífinu: Að
verða til æviloka undirokað vinnu-
hjú á Rauðsmýri. Hann vildi verða
sjálfstæður maður, jafnvel þótt það
kostaði erfiði, svita og tár. Bjartur
kallaði afdalakot sitt Sumarhús og
lesandum Sjálfstæðs fólks er gert
ljóst að lífsbarátta Bjarts á heiðum
uppi var háð gegn ofurefli þar sem
mannlegt samfélag og náttúruöflin
lögðust á eitt um að torvelda hana.
Bjartur í Sumarhúsum er í huga
margra tákngervingur hins óraun-
sæja draumóramanns sem ber
höfðinu við steininn. Í stað þess
að beygja sig undir kaldhamraðan
veruleikann í mannheimum og í
náttúrunni segir hann hvoru tveggja
stríð á hendur, dæmdur til að mis-
takast.
Húsbændur og hjú
Aðrir hafa séð ýmsa aðra þræði í
baráttu Bjarts. Hann sé tákn bar-
áttu undirokaðs fólks gegn valdi og
yfirgangi og nauðhyggju stéttasam-
félagsins. Slík barátta hafi í aldanna
rás iðulega verið erfið og oftast þótt
óraunsæ og vonlítil. En ef aldrei
hefði brunnið í hjörtum manna bar-
áttuandi, ódrepandi löngun til frels-
is; þráin til að geta borið höfuðið
hátt, þá værum við ekki þar á vegi
stödd í baráttu fyrir frjálsu lýðræð-
issamfélagi sem við þó erum - þrátt
fyrir allt. Bjartur hafi þannig verið í
uppreisn gegn kyrrstöðusamfélag-
inu – Rauðsmýrinni - þar sem hús-
bændur og hjú þekktu hvað til frið-
arins heyrði.
En hvers vegna rifja upp hlut-
skipti Bjarts í Sumarhúsum? Jú, það
gerir Jóhann Hauksson blaðamaður
í grein í DV í síðustu viku. Að vísu er
heimilsfang Bjarts ekki lengur Sum-
arhús heldur Grímshagi en það er
heimilisfang undirritaðs. Grein Jó-
hanns heitir Bjartur í Grímshaga og
fjallar um þá menn sem ekki átta sig
á sínum vitjunartíma. Og nú sé ekki
rétti tíminn að styggja alla góðu vin-
ina okkar í Evrópusambandinu – því
þar sé framtíðina að finna.
Bjartur í Grímshaga átti sig greini-
lega ekki á þessu og vitnar Jóhann
því til marks í eftirfarandi orð mín
af heimasíðu: „Allt Icesave-málið er
kennslubókardæmi í ofríki...Látum
hótanir þvert á móti verða til þess að
herða okkur í ásetningi um að kom-
ast út úr vandræðum okkar af eig-
in rammleik. Um hjálpina að utan
hef ég einnig miklar og vaxandi efa-
semdir í efnahagslegu samhengi.“
agS og ESB gegn Íslandi
Við þessi orð mín stend ég. Við eig-
um að treysta á okkur sjálf og ekki
gleyma því að Evrópusamband-
ið kemur ekki til okkar nú færandi
hendi heldur beitir þvingunum til
að knýja okkur til að undirgangast
afarkjör lánardrottna, Breta og Hol-
lendinga. Alþjóðagjaldeyrissjóð-
urinn er heldur ekki að gefa okkur
neitt. Því fer fjarri. Hann stendur
þvert á móti vaktina og meinar al-
þjóðasamfélaginu að veita okkur
aðstoð nema við hlítum skilyrðum
Evrópusambandsins.
Íslendingum er nú sagt að þeir
þurfi að skilja það hlutskipti sitt að
hafa tapað í spilavíti kapitalsim-
ans . „Þið töpuðuð,“ sagði Uffe Ell-
eman, fyrrverandi utanríkisráð-
herra Danmerkur. Á honum var að
skilja að þess vegna ættum við ekki
annarra kosta völ en fara að boðv-
aldi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem
kominn er til Íslands í umboði Evr-
ópusambandsríkja til að berja Ís-
lendinga til hlýðni. Uffe Elleman er
fundamentalisti í markaðshyggju,
og þarf hans afstaða ekki að koma
á óvart. En hitt þykir mér undar-
legt þegar jafnvel félagslega sinnað
fólk virðist reiðubúið að gjalda já-
yrði við Icesave – án þess svo mikið
að kynna sér innihald samningsins
– og jafnvel þótt reikninginn eigi að
skrifa á eignalaust fólk inn í framtíð-
ina! Allt er þetta gert í þeirri trú að
undirgefni muni leiða til farsældar.
Hnjáliðamjúkir Svíar
Þegar valdastétt samtímans syng-
ur einum rómi, Alþjóðagjaldeyr-
issjóðurinn og Evrópusambandið
með hnjáliðamjúka Svía í forsvari,
lyppast allt of margur Íslendingur-
inn niður, greinilega með þá von í
brjósti að hlýðnin muni á endanum
borga sig – allt verði fyrirgefið að sjö
árum liðnum þegar Icesave-afborg-
anirnar eiga að hefjast.
„Gjaldið sem Íslendingar greiða
nú er gjaldið fyrir það að standa ein-
ir,“ hefur Jóhann Hauksson eftir Uffe
Ellemann. Og hann ætlar að einmitt
það vilji Bjartur í Grímshaga – að Ís-
lendingar standi einir. Þetta er röng
ályktun hjá Jóhanni Haukssyni. Ég
vil að Íslendingar taki þátt í alþjóð-
legri samvinnu og hef alla tíð verið
talsmaður samstöðu og samstarfs,
heima og heiman.
En ég tel jafnframt að Íslending-
ar eigi aðeins að undirgangast þá
skilmála gagnvart öðrum ríkjum
sem eru réttmætir og sem ætla má
að við getum risið undir og stað-
ið við. Annað er ómerkilegt og ekki
sæmandi fullvalda þjóð með sjálfs-
virðingu.
Íslendingar munu klára sig vel
á alþjóðavettvangi. Það munu þeir
þó aðeins gera hafi þeir til að bera
sjálfsvirðingu. Sjálfsvirðingin skap-
ar svo aftur virðingu í okkar garð.
Þeir vaða villur sem halda að allra
meina bót sé að leggjast hundflatur
fyrir Evrópusambandinu. Þeir enda
þar hugsanlega innandyra. Á Rauð-
smýri samtímans. En sem barinn
þræll.
Barinn þræll á Rauðsmýri
kjallari
mynDin
1 jennifer love spilar tennis á
bikini og háum hælum - myndir
Leikkonan Jennifer Love Hewitt spilaði
tennis á Hawaii á dögunum. Það vekur
athygli að skvísan er á bikini og háum
hælum að slá boltann.
2 reyndi við dóttur sína í
jarðarför
Ryan O‘Neal reyndi óvart við dóttur sína,
tatum, í jarðarför konu sinnar. Hann
sagðist hafa ætlað að grínast í ókunnugri
konu og þekkti ekki dóttur sína.
3 Sautján ára stúlka fannst látin
eftir eltingarleik
Lögregla fann lík ungrar stúlku, sem
saknað var, eftir eftirför við bíl.
4 munu ekki svara Karli Werners-
syni
óskar Hrafn Þorvaldsson, fréttastjóri
stöðvar 2, segist ekki ætla í gífuryrða-
keppni við auðmann sem sagði fjölmiðla
skálda fréttir.
5 auðmaður segir fjölmiðla
skálda fréttir
Karl Wernersson fer hörðum orðum um
fréttaflutning af fyrirtæki sínu.
6 þota skall á flugturni
Farþegaþota bangkok Airways rann út af
flugbraut í lendingu og endaði á flugturni.
7 Prumpaði tiger Woods í beinni -
myndband
áhorfendur að beinni útsendingu frá
buick Open heyrðu prump þegar tiger var
í mynd. mikið hefur verið rætt um það
vestanhafs hver prumpaði.
mest lesið á dV.is
umrÆða 5. ágúst 2009 miðvikudagur 15
lindy HoP-SvEifla Íslendingar tóku ófeimnir sporið á Lækjartorgi í gær þar sem lúðrasveit spilaði fyrir swing-dansi eins og
Kristinn magnússon ljósmyndari komst að raun um. Alþjóðlega danshátíðin the Arctic Lindy Exchange var sett í Reykjavík í gær en
hún stendur nú yfir í borginni og á ólafsfirði. Hátíðin er tileinkuð swing-dansinum lindy hop sem á rætur að rekja til ársins 1930.
ögmUndUr
jónaSSon
heilbrigðisráðherra
skrifar
„Ég vil að Íslendingar
taki þátt í alþjóðlegri
samvinnu og hef alla
tíð verið talsmaður
samstöðu og sam-
starfs.”