Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2009, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2009, Síða 2
2 þriðjudagur 25. ágúst 2009 fréttir „Mér er ekki heimilt að tjá mig um stöðu þessa máls,“ segir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri þegar hún er spurð að því hvernig rannsókn embættisins gangi í máli FL Group. Rannsókn stendur enn yfir hjá embætti skattrannsóknarstjóra vegna rökstudds gruns um að skattalagabrot hafi verið framin hjá FL Group. Emb- ættið framkvæmdi húsleit í höfuð- stöðvum fyrirtækisins sem nú heitir Stoðir í nóvember 2008. Var þar lagt hald á bókhaldsgögn frá árunum 2005 til 2007. Skoða umfjöllun fjölmiðla „Við höfum verið að skoða ýmis ann- ars konar mál meðal annars frétt- ir sem hafa birst í fjölmiðlum, þar á meðal umfjöllun DV,“ segir Bryndís. Undanfarið ár hafi verið að koma til þeirra mál sem hafi verið annars eðl- is, þá helst mál tengd fjármálageir- anum. Hún segir að verkefnum hjá embætti skattrannsóknarstjóra megi skipta í þrennt. „Við fáum send mál frá skattstjóra ef grunur er um refsi- verð brot. Sömuleiðis fáum við send mál frá efnahagsbrotadeid ríkislög- reglustjóra ef grunur kemur upp um skattsvik. Síðan tökum við upp mál að eigin frumkvæði ef við sjáum ástæðu til,“ segir Bryndís. Að hennar sögn hefur embætti skattrannsóknarstjóra ekki fengið aukið fjármagn þrátt fyrir að málum embættisins hafi fjölgað mikið eft- ir bankahrunið síðasta haust. „Við stöndum frammi fyrir því að það voru skertar fjárheimildir fyrir þetta ár sem nú er að líða. Það er staðan. Ég von- ast þó til að fá meira fjármagn því það hefur aldrei verið jafnmik- ið að gera eins og núna. Ef vel ætti að vera þyrfti að fjölga starfsfólki um helming og á það sérstaklega við núna vegna brota í tengslum við bankahrunið,“ segir Bryndís. Mannekla hjá efnahagsbrotadeild „Þetta hefur sinn gang. Málinu miðar en starfs- menn hafa verið í sum- arfríum hér eins og annars staðar,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahags- brotadeild- ar ríkislög- reglustjóra, aðspurð- ur hvern- ig rannsókn embættisins á málefnum FL Group miði. Emb- ættið glími líkt og aðrir við fjárskort og niður- skurð. Efna- hagsbrota- deild ríkis- lögreglustjóra hóf rannsókn í sumar á því hvort brot hafi verið framin hjá FL Group í tengslum við viðskipti á danska flugfélaginu Sterling. Eins og þekkt er seldu félögin Fons og FL Group flugfélagið á milli sín nokkrum sinn- um. Gerði efnahags- brotadeildin húsleit á heimilum Hannesar Smárasonar, fyrrver- andi forstjóra FL Group, á Fjölnisvegi 9 og 11 í sumar. Auk þess gerði efnahagsbrotadeildin húsleit hjá lögmannsstof- unni Logos á sama tíma en Gunnar Sturlu- son, lögmaður og einn stjórn- enda Logos, sat í framkvæmda- stjórn tveggja fé- laga Hannes- ar Smárasonar þegar brotin eiga að hafa átt sér stað. „Starfsfólki hjá okkur hef- ur frá ára- mótum verið fækkað um þrjár stöður. Hjá embætt- inu starfa nú 12 starfs- menn. Ég myndi vilja vera með svona 30 starfs- menn. Verk- efnum hjá okk- ur hef- ur fjölgað um svona 40 prósent á undanförnum mánuðum í málum sem bíða rann- sóknar. Ég þyrfti að vera með tvöfalt fleiri starfsmenn til að anna verkefn- um okkar. Við munum ekki eiga auð- velt með það á næstunni að standa undir þeim kröfum sem mannrétt- indasáttmálar og stjórnarskrá gera um málshraða og annað slíkt. Það er alveg á hreinu, því miður,“ segir Helgi Magnús. Horfa í hvern eyri „Ríkisstjórnin hefur ítrekað aukið fjár- framlög til rannsóknar á bankahrun- inu. Þá hafa aðgerðir á vegum skatta- yfirvalda verðið efldar, meðal annars með frumvarpi um heimild til skatt- rannsóknarstjóra til að kyrrsetja eign- ir,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra aðspurður hvort ekki þurfi að auka fjárframlög til emb- ættis skattrannsóknarstjóra og efna- hagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra. Staða ríkisfjármálanna sé þó þannig að horfa þurfi í hvern eyri sem fari úr ríkissjóði. „Rannsókn bankahrunsins er þó eitt af forgangsverkefnum ríkis- stjórnarinnar og því munum við veita allt það fé sem við treystum okkur til í það verkefni,“ segir Steingrímur. Að hans mati er mikilvægt að mál af þessu tagi gangi eins hratt og kostur er. „Það ber þó að hafa í huga að um flókin mál er að ræða sem þarf tíma til að rannsaka. Ef hægt er að hraða og bæta rannsókn þessara mála með einhverjum hætti mun ríkisstjórnin styðja við það eftir bestu getu,“ segir Steingrímur. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar- innar er einnig kveðið á um afdráttar- lausar rannsóknir á efnahagsbrotum: „Ríkisstjórnin mun gera það sem í hennar valdi stendur til að tryggja öfl- uga og skilvirka efnahagsbrotarann- sókn og að bæði henni og niðurstöð- um rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið verði fylgt eftir af fullum heilindum.“ Töf mildar dóma Á síðustu árum hefur það nokkuð oft komið upp að sakborningar hafa hlot- ið mildari dóma vegna þess að mál hafa tafist við rannsókn. Í umfjöllun Kastljóss sem fór fram í október 2008 stuttu eftir bankahrunið kom fram að á fimm ára tímabili frá 2002 til 2007 hafi efnahagsbrotadeild ríkislögreglu- stjóra gefið út 167 ákærur. Samkvæmt athugun Kastljóss gerðu dómstól- ar athugasemdir við 19 þessara mála vegna tafa sem höfðu orðið á rann- sókn efnahagsbrotadeildar. Töfin hafi haft þau áhrif að sakborningar sem hefðu fengið fangelsisdóma sluppu eða dómar yfir þeim voru mildaðir. Þeir sem hafa gerst sekir um efnahagsbrot gætu fengið mildari dóma vegna þess að rannsókn á málum þeirra tefst. Ástæðan er fjárskortur. Bæði emb- ætti skattrannsóknarstjóra og efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra kvarta undan manneklu. Bryndis Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri og Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrotadeildar, myndu vilja tvöfalda starfsmannafjölda sinn til að geta komist yfir þau mál sem þau hafa til rannsóknar. FJÁRSKORTUR TEFUR RANNSÓKN „Við höfum verið að skoða ýmis annars konar mál meðal annars fréttir sem hafa birst í fjölmiðlum, þar á meðal umfjöllun DV.“ annaS SiGMundSSon blaðamaður skrifar: as @dv.is Skoðar umfjöllun fjölmiðla Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segir að embættið sé meðal annars að skoða mál sem fjölmiðlar hafa upplýst um. Mynd Heiða HelGadóTTir Fjárskortur Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrotadeildar, myndi vilja fjölga starfsmönnum um meira en helming til að geta staðið undir kröfum um málshraða. Mynd róBerT reyniSSon rannsókn tefst Húsleit hefur verið gerð heima hjá Hann- esi Smárasyni vegna gruns um skattalaga- brot. Rannsóknin tefst þó vegna fjárskorts rannsóknaraðila og gæti það leitt til mildari dóms en ella ef til kemur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.