Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2009, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2009, Side 8
8 þriðjudagur 25. ágúst 2009 fréttir Framundan er spennandi dagskrá sem hentar þér fullkomlega www.badhusid.is MAGNÚS ÞORSTEINSSON KRAFINN UM 25 MILLJARÐA Kröfulýsingar í þrotabú athafnamannsins Magnúsar Þorsteinssonar nema meira en 25 milljörðum króna. Landsbankinn er stærsti kröfuhafinn í þrotabúið en Magnús fjármagnaði kaup sín á Eimskip með láni frá bankanum. Hann skuldar bankanum um 24 milljarða. Magnús á eignir í Englandi og Rússlandi sem erfitt gæti verið að sækja. Fullyrða má að lánardrottnar muni þurfa að afskrifa kröfur sínar að hluta því eignir Magnúsar duga líklega ekki upp í þær. Kröfur upp á rúmlega 25 milljarða króna hafa borist í þrotabú athafna- mannsins Magnúsar Þorsteinssonar, samkvæmt heimildum DV. Lands- bankinn er langstærsti kröfuhafinn með kröfu upp á um 24 milljarða. Magnús var úrskurðaður gjald- þrota í byrjun maí á þessu ári eft- ir að fjárfestingabankinn Straumur- Burðarás stefndi athafnamanninum fyrir vangoldinnar skuldar við bank- ann upp á rúman milljarð króna. Magnús varð þar með fyrsti útrásar- víkingurinn til að verða úrskurðaður gjaldþrota. Líklega eru því aðeins tveir kröfu- hafar í þrotabúið eins og er: Lands- bankinn og Straumur. Frekari kröfur gætu þó borist í þrotabú Magnúsar þar sem kröfulýsingafresturinn renn- ur ekki út fyrr en í lok september. Magnús Þorsteinsson varð þjóð- kunnur þegar hann keypti kjölfestu- hlut í Landsbankanum ásamt Björg- ólfi Guðmundssyni og syni hans, Björgólfi Thor Björgólfssyni, árið 2002 en þremenningarnir mynd- uðu Samson-hópinn svokallaða. Þeir ráku saman bruggverksmiðjuna Bravo í Rússlandi sem þeir seldu síð- an til Heineken fyrir um 400 milljónir dollara árið 2002. Reynt að ná samkomulagi við skilanefndina Skuldir Magnúsar við Landsbank- ann eru tilkomnar vegna þess að fé- lag í hans eigu, Avion Group, fékk lán til að kaupa rúmlega 94 prósenta hluta Straums-Burðaráss í Eimskipa- félagi Íslands árið 2005. Kaupverðið nam tæpum 22 milljörðum króna. Skömmu áður en Magnús keypti Eimskip seldi hann hlut sinn í Sam- son til Björgólfsfeðga og var því ekki lengur hluthafi í Landsbankanum þegar lánið var veitt. Því má reikna með að langstærsti hluti kaupverðs- ins á Eimskip hafi verið fenginn að láni frá Landsbankanum. Samkvæmt heimildum DV hef- ur Magnús ítrekað reynt að ná sam- komulagi við skilanefnd Landsbank- ans um greiðslu á hluta kröfunnar. Þetta á bæði við áður en hann var settur í þrot og eins eftir. Skilanefnd Landsbankans hefur hins vegar ekki viljað komast að slíku samkomulagi við Magnús, samkvæmt heimildum DV. Ekki er vitað til þess að einhverjar forgangskröfur hafi borist í þrotabúið en sumar kröfur eiga forgang á aðr- ar samkvæmt gjaldþrotalögum. Þetta á til dæmis við ef þrotabúið skuld- ar launagreiðslur til starfsmanna og annað slíkt. Allir kröfuhafarnir í þrota- búið er því jafnréttháir eins og er. Eignir í Englandi og Rússlandi Ekki eru miklar eignir inni í þrotabúi Magnúsar. Verðmætasta eign hans var líklega þriðjungshlutur í Eimskip. En hlutafé hans í Eimskip var skrúf- að niður í núll þegar félagið var end- urfjármagnað í lok júní til að bjarga því frá gjaldþroti. Skilanefnd Lands- bankans tók þá hlut hans yfir og mun væntanlega ráðstafa hlutnum til að ná upp í kröfu sína gegn honum. Einu eignir Magnúsar hér á landi um þessar mundir eru fasteignir á Akureyri, þar sem hann var með lög- heimili sitt þar til nýlega þegar hann fluttist til Rússlands, og í Reykjavík. Einnig er vitað að Magnús á ein- hverjar eignir í Rússlandi, þar sem hann hefur dvalið langdvölum síð- ustu ár. Þar er meðal annars um að ræða einhverjar fasteignir, prent- smiðju og hafnarbakka í Sankti Pét- ursborg. Samkvæmt heimildum DV hefur Magnús meðal annars boð- ið þessar eignir upp í kröfur gamla Landsbankans en án árangurs. Magn- ús á líka nokkrar fasteignir í London þar sem hann hefur einnig verið bú- settur. Búast má við því að Magnús eigi því meiri eignir í útlöndum en hér heima og að þær muni skila meiru inn í þrotabúið ef það tekst að ganga að þeim. Afskriftir óhjákvæmilegar Erfiðlega gæti hins vegar reynst fyr- ir skiptastjóra þrotabús Magnúsar, Ingvar Þóroddsson, að leysa til sín þessir eignir til að eiga upp í kröf- urnar sem berast munu í þrotabúið. En gera má ráð fyrir því að það verði reynt til þrautar. Allsendis óvíst er því hversu miklar eignir nást inn þrota- búið til að greiða kröfuhöfum Magn- úsar Þorsteinssonar þá tugi milljarða sem hann skuldar. Reikna má hins vegar með að eignirnir í þrotabúinu muni hvergi nærri duga upp í kröf- urnar og muni því þurfa að afskrifa hluta af lánum Magnúsar þegar þar að kemur. IngI F. VIlhjálMsson blaðamaður skrifar ingi@dv.is Allsendis óvíst er því hversu miklar eignir nást inn í þrotabúið til að greiða kröfuhöfum Magnúsar Þorsteins- sonar þá tugi milljarða sem hann skuldar. gjörbreytt staða Fyrir fáein- um árum var Magnús meðal helstu eigenda Landsbankans. Nú er Landsbankinn stærsti kröfuhafinn í þrotabú hans. 25 milljarða kröfur 25 milljarða króna kröfur hafa borist í þrotabú Magnúsar Þorsteinssonar. Magnús var fyrsti útrásarvíkingurinn sem úrskurðaður var gjaldþrota eftir bankahrunið í haust. Hann sést hér með Björgólfi Guðmunds- syni, fyrrverandi stjórnarformanni Landsbank- ans og félaga hans í Samson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.