Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2009, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2009, Qupperneq 14
Svarthöfði er einn þeirra sem hafa þurrkað út allar óþægi-legar minningar um að hafa hrifist af teinótta liðinu sem átti Ísland. Til dæmis er Svarthöfði búinn að steingleyma því þegar hann froðufelldi í gríðarlegum bakföllum vegna helvítis Dananna sem sögðu að Íslandi væri á hausnum. Þegar er búið að þurrka út minningar um þá ofsa- reiði sem gaus upp í garð herraþjóðar- innar sem seldi okkur maðkað mjöl í skjóli einokunar. Og að sjálfsögðu hef- ur Svarthöfði steingleymt stoltinu yfir því að hafa fyllst þórðargleði mikilli yfir því að íslenska þjóðin hefði eign- ast stóran hluta af Kaupmannahöfn og London. Örlítið minningaleiftur brýst fram. Svarthöfði tekur leigubíl í London. Bíll-inn er kirfilega merktur Landsbankanum, Icesave. Bílstjór- inn nefnir að sjálfur hafi hann lagt hluta af sparnaði sínum inn á þennan undrareikning. Skömmu síðar stend- ur Svarthöfði í Hamleys í London með bangsa í fanginu og hugsar með sér: „Við Íslendingar eigum þessa sjoppu.“ Sömu minningarbrot skjóta upp koll- inum frá því á Strikinu í Kaupmanna- höfn þegar Svarthöfði barði augum hverja verslunina af annarri sem var í eigu Íslendinga. Þjóðarstoltið braust fram af fullum þunga og Svarthöfði gladdist yfir því að litla eyjan sem undirokuð var hefði fengið uppreisn. Hann var þakklátur útrásarvíking- unum fyrir að hafa lagt undir sig hin helgu vé kúgaranna. En þetta er liðin tíð. Svarthöfði hefur eins og flestir í samfélag-inu ýmigust á rússibanareið útrásarvíkinganna nú þegar við höfum misst yfirráðin í út- löndum. Hann hefur þurrkað út óþægi- legar minningar um fáránlegt stoltið yfir því að hafa náð undir sig eignum Dana og Breta. Þá er algjörlega afmáð í hans huga að hafa verið rígmontinn af því hve duglegir Björgólfur Guðmundsson og Kjart- an Gunnarsson voru að fá Breta og Hollendinga til að geyma sparifé sitt á Íslandi. Eins og 20 þúsund aðrir Íslend-ingar stóð Svarthöfði í Hljóm-skálagarðinum á menningar-nótt og hlýddi á Hinn íslenska Þursaflokk. Egill Ólafsson forsöngvari fór á kostum í söng og tali. Nokkrum sinnum nefndi hann örlög þjóðar sem væri fórnarlömb útrásarmanna. Hann nefndi að Þursaflokkur- inn hefði aldrei staðið í neinu fjármálabralli en fengjust að- eins við að uppfæra gamlar lagaperlur sínar og færa þjakaðri þjóð. Svarthöfði stóð teinréttur af hrifningu og horfði á sviðið. Sitt hvorum megin við það voru risaskjáir, merktir Símanum. Og eftir að Þursaflokkurinn hafði lokið söng og hljóðfæraslætti þakkaði þul- urinn þeim. Í framhaldinu þakkaði hann af alhug útrásarmönnum sem eiga Símann fyrir að hafa af rausn- arskap gert Ríkisútvarpinu kleift að halda tónleikana. Svarthöfða fannst sem kalt vatn rynni milli skinns og hörunds. Draugur útrásarinnar var í sauðargæru í Hljómskálagarðinum. Draugur útrásar Spurningin „Ég bakaði úr 75 lítrum eða eitthvað í kringum 1.000 vöfflur. Nú vorum við með reynslu og því var að minnsta kosti ekki röð út á torg allan daginn,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar. Hann bauð um helgina Reykvíkingum heim til sín í Þingholtin þar sem gestir gátu gætt sér á vöfflum líkt og í fyrra. Hvað bakaðirðu margar vöfflur? Sandkorn n Frjálshyggjumaðurinn og fyrr- um bankaráðsmaður Seðlabank- ans, Hannes Hólmsteinn Gissur- arson, liggur lágt í umræðunni þessa dagana, líkt og Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi banka- ráðsmaður Landsbank- ans. Báðir reyna þeir að rétta sinn hlut vegna hrunsins og vísa frá sér ábyrgð. Kjartan hefur skrifað greinar um að ekki eigi að borga af Icesave sem hann ber sjálfur ábyrgð á. Hannes endur- birtir aðra greinina á bloggi sínu undir þeim formerkjum að hún sé frábært innlegg. n Hallgrímur Helgason rithöf- undur hefur í gegnum tíðina ver- ið dyggur stuðningsmaður Baugs í glímunni við Davíð Oddsson. Nú kveður við annan tón og rit- höfundur- inn sagðist í helgarvið- tali hjá DV hafa fengið staðfest frá háttsettum Baugsmanni að hann réði hvað birtist í fjölmiðlum 365. Hallgrímur vill ekki upplýsa hver huldu- maðurinn er en leit stendur nú sem hæst. Sérstaklega mun Jón Kaldal, ritstjóri Fréttablaðsins, vera áhugasamur. n Katrín Jakobsdóttir mennta- málaráðherra skoðar nú leiðir til þess að koma skikk á Ríkis- útvarpið sem undir stjórn Páls Magnússonar er orðið jafnmark- aðsvætt og frjálsu stöðvarnar. Ríkisútvarpið hefur meðal ann- ars slegið í gegn með bjóraug- lýsingum sínum en þar ber hátt Grolsch- bjórinn sem styrkir einstaka dagskrárliði. Bjórauglýs- ingar eru reyndar bannaðar en Páll reddar því með því að láta skilgreina bjórinn sem léttbjór, jafnvel þótt áhöld séu um að slíkur léttbjór fáist. Veltan af viðskiptunum mun vera talsverð og fara langt í að standa undir kostnaði við glæsivagn útvarpsstjórans. n Hermt er að stjórn Ríkisút- varpsins ohf. sé ekki ánægð með það bruðl sem felst í því að borga nokkur hundruð þúsund á mán- uði fyrir bíl útvarpsstjórans auk ofurlaunanna. Sögur eru á sveimi um að stjórnin hafi lagt að Páli Magnússyni að sleppa hend- inni af lúxusvagninum. Sömu heimildir herma að útvarpsstjór- inn hafi brugðist illa við og vísað til þess að hann eigi að búa við sömu starfskjör og aðrir ríkisfor- stjórar. Margrét Frímannsdóttir, stjórnarmaður RÚV, hefur ekki viljað staðfesta þetta og því kann svo að vera að stjórnin styðji út- varpsstjórann í varnarbaráttunni. LyngHáLS 5, 110 Reykjavík Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. Stjórnarformaður: Hreinn Loftsson framkvæmdaStjóri: elín Ragnarsdóttir ritStjórar: jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is fréttaStjórar: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is auglýSingaStjóri: ásmundur Helgason, asi@birtingur.is dv á netinu: dv.iS aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010, áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050. SmáauglýSingar: 515 5550. umbrot: dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. „Það er hans að sækja.“ n Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður um að fólk eigi ekki að greiða krónu meira af lánum sínum en upphaflegar forsendur sögðu til um og láta kröfuaðilann, það er bankana, sækja rétt sinn ef hann telur grundvöll fyrir því. Lög verndi fólk frá öðru. - Stöð 2 „Þetta er afar óvenjulegt.“ n Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn um sprengjuhótunina sem barst Borgarholtsskóla símleiðis. - DV.is „Það er af sem áður var þegar fólk kepptist um að vinna hér.“ n Björn Ólafsson, eigandi lífsstílsverslunarinnar Brims. Hann hefur undanfarnar vikur leitað að starfsfólki en ekkert gengið. - DV.is „Fjandinn hafi það, Davíð Oddsson hafði rétt fyrir sér.“ n Hallgrímur Helgason rithöfundur í helgarblaði DV um að Davíð Oddsson hafi haft rétt fyrir sér varðandi Baugsmiðla eftir að hann hitti háttsettan Baugsmann sem montaði sig af því að geta misnotað miðla sína. - DV. „Ef einhverjir eiga að biðjast afsökunar eru það þeir sem gerðu Icesave- samningana.“ n Hannes Hólmsteinn aðspurður hvort Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Landsbankans, eigi að biðja íslensku þjóðina afsökunar vegna Icesave- reikninga bankans. - Rás 2. Lilja kveðin niður Leiðari Nýjasta útspil ríkisstjórnarinnar í málefnum manneskna er að kæfa í fæðingu frábært frumvarp Lilju Mósesdóttur og fleiri þingmanna um að bankar fái aðeins fasteignir fyrir fast- eignalán sín en geti ekki tekið aleigu fólks. Frumvarp Lilju virðist svo sjálfsagt og eðli- legt að það ætti að vera óþarft. Það er hvorki rökrétt né sanngjarnt að banki geti lánað til kaupa á fasteign, en rukkað síðan lántakand- ann um miklu meira en fasteignina sjálfa. Ríkisstjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er hins vegar óbundin af skynsemi og sanngirni. Hún stundar excel-stjórnmál. Í excel-stjórnmálum er samfélagið með- höndlað sem framleiðsluferli. Í þessu ferli er engin þjóð, aðeins skattstofn. Þar eru engir borgarar, nema í þeim skilningi að borgari er sá sem borgar. Ríkisstjórn sem stundar ex- cel-stjórnmál hlutgerir manneskjur og hugs- ar fyrst og fremst um hvernig sé hægt að nota fólk. Þetta viðhorf hefur verið sjúkdómsvætt í tilfelli andfélagslegs fólks og stórfyrirtækja. Hugmyndin er að engin heilbrigð manneskja hugsi fyrst og fremst um hvernig hún geti notað fólk í hennar þágu. Helstu rökin gegn frumvarpi Lilju voru að það myndi ekki gagnast öllum og að það myndi hjálpa þeim sem skulda of mikið í of dýrum fasteignum. Eins og staðan er núna getur bankinn hins vegar hundelt húsnæðis- eigendur út fyrir landsteinana til að hirða af þeim aleiguna, allt vegna þess að bankarnir hafa hækkað skuldir fólks upp úr öllu valdi. Excel-stjórnmálamenn skilja ekki að frumvarp Lilju var ekki reikningsdæmi, held- ur mannréttindamál. Það var nauðsynlegur áfangi í leiðréttingu réttarstöðu fólks gagn- vart fjármálastofnunum sem hafa svipt það frelsinu. Meginvandi íslensku þjóðarinnar er að bankarnir hafa of mikið frelsi. Þeir hafa frelsi til að hækka lán fólks og svipta það öllu, þótt það hafi einungis fengið lán með veði í fasteign. Almenningur hefur ekki einu sinni frelsi til að vera laus undan þvingunum bank- anna. Þessu viðheldur allsherjarnefnd Al- þingis undir stjórn Steinunnar Valdísar Ósk- arsdóttur samfylkingarþingmanns. Líklega snýst mesti ótti stjórnarinnar raun- verulega um að ef yfirveðsettir húsnæðiseig- endur geti skilað fasteignum sínum muni þeir nýta frelsi sitt til að flytja úr þessu landi ósanngirninnar. Stjórnin getur ekki veitt borgurum slíkt frelsi, því þá er hætt við að skattstofninn minnki. Líkt og ef sauðfé væri á beit án girðinga og færi tvist og bast eftir eigin höfði. Enda hefur það verið reiknað út í excel að það kosti ríkið 60 milljarða króna á ári að skattstofninn rýrni með landflótta. Jón trausti reynisson ritstJóri skrifar. Excel-stjórnmálamenn skilja ekki að frumvarp Lilju var ekki reikningsdæmi, heldur mannréttindamál. bókStafLega 14 þriðjuDagur 25. ágúst 2009 umræða

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.