Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2009, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2009, Page 21
á þ r i ð j u d e g i Stelpurnar gefa í Tæplega 2.600 manns hafa nú séð heimildamyndina Stelpurnar okkar sem nú er í kvikmyndahúsum. Aðsókn- in hefur því aukist töluvert frá því um frumsýningar- helgina fyrir rúmri viku þegar aðeins ríflega 650 manns keyptu sig inn á myndina. Líklegt er að aðsóknin eigi eft- ir að taka annan kipp nú þegar EM í fótbolta er hafið. frankenStein í kilju Sagan sígilda um námsmanninn unga Viktor Frankenstein og sköp- unarverk hans er komin út í kilju á vegum Klassíska kiljuklúbbs For- lagsins í þýðingu Böðvars Guð- mundssonar. Mary Wollstonecraft Shelley var aðeins átján ára rigning- arsumarið 1816 þegar hún dvaldi á bökkum Genfarvatns ásamt Percy Bysshe Shelley og Byron lávarði, tveimur af helstu skáldum þess tíma. Það var þar sem hún fékk martröð- ina sem varð kveikjan að sögunni um Frankenstein. Ótal kvikmynd- ir, þættir og annað efni hefur verið framleitt eftir þessari alkunnu sögu en hér gefst lesendum kostur á að kynnast hinni upprunalegu frásögn. „einSdæmi í íSlenSkum bók- menntum ...“ Í Klassíska kiljuklúbbnum kemur nú einnig út Undir kalstjörnu, fyrsta bindið í sjálfsævisögulegu verki Sigurðar A. Magnússonar. Í bókinni er sögð átakanleg saga drengs sem elst upp í Reykjavík á kreppuárunum upp úr 1930. Bók- in vakti mikla athygli þegar hún kom fyrst út árið 1979. „Sjálfslýs- ing og samfélagslýsing þessara bóka er einsdæmi í íslenskum bókmenntum og þótt víðar væri leitað,“ segir Jón Yngvi Jóhanns- son um sjálfsævisögu Sigurðar í Íslenskri bókmenntasögu. Undir kalstjörnu hlaut Menningarverð- laun DV árið 1980 og var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norður- landaráðs ári síðar. morðóður kín- verji í Svíþjóð Forlagið gaf út nú á dögunum spennusöguna Kínverjinn eftir sænska metsöluhöfundinn Henning Mankell. Í ársbyrjun 2006 eru fram- in óhugnanleg morð í litlu þorpi í Svíþjóð þar sem eingöngu býr eldra fólk. Í ljós kemur að öll fórnarlömb- in eru skyld; öðrum þorpsbúum var hlíft. Kunnur ofbeldismaður játar á sig verknaðinn en Birgitta Rosl- in dómari trúir honum ekki. Hana grunar að kínverskur maður sem dvaldi eina nótt á hóteli í nærliggj- andi bæ tengist þessum hrikalegu glæpum. En hvers vegna ætti Kín- verji að drepa sænska eftirlauna- þega? Langþráð stund rættist í síðustu viku þegar ég fór í hádegismat í Múla- kaffi í Hallarmúla. Ég hef heyrt föð- ur minn og fleiri á hans reki mæra Múlakaffi mjög í gegnum tíðina en hef aldrei sannreynt hrósið á eig- in maga og bragðlaukum. Alla vega ekki í seinni tíð en mig rekur reynd- ar minni til að hafa farið þangað einu sinni með þeim gamla þeg- ar ég var gutti, en man ekkert hvað ég borðaði eða hvernig maturinn smakkaðist. Sem er í góðu lagi því skoðun lítils drengs á mat er ekki mjög áreiðanlegur mælikvarði. Mikill fjöldi karlmanna sat þarna á víð og dreif um rúmgóðan veitinga- salinn, menn sem vinna með hönd- unum (þið vitið hvað ég meina), og kynjaskiptingin svipuð og ég bjóst við. Ég sá aðeins þrjár konur í hópi viðskiptavina þann tíma sem ég var þarna á meðan karlarnir voru ótelj- andi. Mér fannst ég nánast kominn aftur í mötuneytið á Sultartanga þar sem ég vann tvö sumur við byggingu virkjunarinnar sem þar er. Það var testósterón í loftinu. Sviti, svart kaffi og skeggklórsskruðningar. Ekki svo að skilja að lyktin hafi verið vond. Andrúmsloftið var bara þrungið af þessum karllegu fyrirbærum. Röðin var löng en gekk hratt. Hægt var að velja um fimm rétti. Ég fékk mér steikta ýsu með kartöflum, lauksmjöri og salati og borgaði fyr- ir það 1.440 krónur. Ýsan var yfir- máta góð og ekki var kjötsúpan sem ég fékk mér í eftirrétt mikið síðri. Sver mínus þó fyrir að kjötið vant- aði. En ég borgaði ekkert extra fyr- ir súpuna í góðri trú að þess væri ekki þörf þar sem vinnufélagi minn sem sjóaður er í Múlakaffisferðum, enda fyrrverandi sjómaður líkt og pápi, sagði það vera leyfilegt. Ef ekki þá má senda lögguna á Lyngháls 5, inngangur fremst í portinu. Allt að einu þá líður enginn sult á Múlakaffi. Og öfugt við það sem margir gætu haldið er ekki bara soðning, lambaskankar og þess háttar á boðstólum heldur líka „nú- tímalegri“ réttir á borð við burritos og lasagna. Matseðil vikunnar má skoða á fyrirmyndarvefsíðu Múla- kaffis á Netinu, þessa fertuga fjöl- skyldufyrirtækis sem enn stend- ur sína plikt í hinum efnahagslega brotsjó sem nú gengur yfir. Kristján Hrafn Guðmundsson Testósterónhádegi í Múlakaffi Sam Raimi er ferlega sniðugur leik- stjóri og hefur spókað sig eins og fínn maður í Hollywood síðan hann sló hressilega í gegn með hinni mjög svo markaðsvænu og bráðskemmtilegu Spiderman árið 2002. Rætur hans liggja þó í hryllingnum og þar vakti hann fyrst verulega athygli árið 1981 með hinni alræmdu hryllingsmynd Evil Dead sem hefur fyrir löngu síðan náð svokölluðum „cult status“ sem lykilverk í hryllingsmyndageiranum. Hann snýr nú aftur á fornar og blóð- ugar slóðir með Drag Me to Hell sem er miklu, miklu betri mynd en kjána- legur titillinn bendir til. Nafn mynd- arinnar er líka alls ekki svo hallær- islegt þegar betur er að gáð þar sem hér er í raun á ferðinni hágæða fram- leiðsla í dulargervi dæmigerðrar og klisjukenndrar hrollvekju. Sveitastúlkan og fyrrverandi fitu- bollan Christine er á uppleið í lífinu. Hún á ofboðslega ljúfan og góðan kærasta sem er af ríku og snobbuðu fólki kominn. Hún er þjónustufulltrúi í banka og er komin með aðra rass- kinnina í stól aðstoðarútibússtjóra. Dásamleg tilvera Christine hrynur einn góðan veðurdag til grunna eftir að hún neitar gamalli og vægast sagt ógeðslegri sígaunakerlingu um fram- lenginu á láni. Þarna breytir Christine rangt og þvert á betri vitund til þess eins að sýna yfirmanni sínum að hún sé í raun kaldrifjaður bankamaður sem vílar ekki fyrir sér að taka stórar og erf- iðar ákvarðanir. Kerlingin tekur því þó ekki þegjandi og hljóðalaust að bank- inn svipti hana heimilinu. Hún byrjar á því að sitja fyrir Christine í dimmum bílakjallara í alveg sérdeilis prýðilega trylltri og ógeðslegri senu sem lýkur með því að sú gamla leggur banvæna og bókstaflega djöfullega bölvun á ves- alings Christine. Kerlingarófétið sigar skaðræð- ispúka á Christine en hann hefur þann háttinn á að í þrjá daga ofsæk- ir hann fórnarlömb sín með klassísk- um draugagangi með tilheyrandi mar- tröðum, búsáhaldaglamri og ærslum. Samkvæmt fornum galdrabókum lýk- ur svo þessari þriggja daga óværu með því að skrattakollurinn teygir krumlur sínar upp úr logandi víti og dregur við- fang sitt til heljar þar sem hann eyðir eilífðinni í að kvelja sál þess.Christine er fljót að átta sig á að kerlingarhex- ið hefur notað sambönd sín í neðra til þess að pína hana og leitar því á náðir miðils sem beitir öllum hugsanlegum meðulum til þess að losa hana undan álögunum með frekar takmörkuðum árangri. Traustasti mælikvarðinn á gæði hryllingsmynda er fólginn í áhrifum þeirra á áhorfendur og Raimi nær hér svo sannarlega tökum á salnum. Hann er óspar á klassísk bregðuatriði þannig að fólk tekur reglulega krampakippi í sætum sínum og af og til má heyra innileg „ojjjjjjjjjj“ í myrkrinu þegar Raimi skrúfar frá slímugum og blóð- ugum viðbjóðnum. Drag Me to Hell stendur því vel fyr- ir sínu og eins og Raimi er von og vísa er húmorinn aldrei langt undan. Þetta er kostur en um leið helsti galli mynd- arinnar vegna þess að hún rambar á köflum á barmi þess að vera gaman- mynd. Hryllingurinn er oftast nær það ýktur og fyndinn að maður á erfitt með að taka þá miklu ógn sem steðjar að Christine alvarlega. Raimi er samt svo sjóaður og klár í þessum bransa að hér er ekki um óheppilega tilviljun að ræða. Hann er að bregða á leik og leyfir sér að fíflast þannig að Drag Me to Hell gefur honum kærkomið tækifæri til þess að skella á skeið eftir þrjár fínpússaðar og flottar Spiderman-myndir. Hann sýnir um leið að hann hefur litlu gleymt frá því hann fór hamför- um í Evil Dead og þeir sem kunna að meta gráglettni kappans verða ekki sviknir. Drag Me to Hell er einn stór brandari og hún er ógeðslega fyndin í tvöfaldri merkingu þess orðs. Þórarinn Þórarinsson HreSSandi vítiSdráttur fókuS 25. ágúst 2009 þriðjudagur 21 Þú munt brenna í vítisloga! Aum- ingja Christine hefur sennilega aldrei lesið neitt eftir Stephen King þar sem hún gerir þau ófyrirgefanlegu afglöp að reita sígaunanorn til reiði. Drag Me to Hell Leikstjóri: Sam Raimi Aðalhlutverk: Alison Lohman, Justin Long, Lorna Raver kvikmyndir Múlakaffi Hraði: Veitingar: Viðmót: Umhverfi: Verð: í skyndi Múlakaffi við Hallarmúla

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.