Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2009, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2009, Síða 3
fréttir 8. september 2009 ÞriÐJUDAGUr 3 FINNUR OG KRISTINN TENGDIR Á 850 VEGU gegnum tíðina en vitað er að Ólaf- ur var milligöngumaður í því að Al- Thani keypti bréfin í Kaupþingi. Betur verður hægt að sjá þessi tengsl þegar gagngrunnurinn verð- ur uppfærður með nýjum upplýs- ingum. Fjármálaeftirlitið með gagnagrunninn Jón segir að Fjármálaeftirlitið hafi keypt aðgang að gagnagrunninum og muni nota hann í rannsóknum sínum á íslenska bankahruninu. „Þetta er verkfæri fyrir eftirlitsaðila, skattayfirvöld, lögreglu og aðra aðila sem þurfa að þekkja vensl manna í viðskiptalífinu. Það eru gerðar kröf- ur um það á mörgum stöðum að vensl manna í viðskiptalífinu séu þekkt, meðal annars máttu ekki vera endurskoðandi fyrirtækis ef þú tengist stjórnendum þess með einhverjum hætti... Þessi tengsl eru til dæmis mikilvæg þegar valið er í stjórnir félaga og fyrirtækja, til dæmis í stjórnir lífeyrissjóða,“ seg- ir Jón og bætir því við að Fjármála- eftirlitið hafi keypt aðganginn í júlí en sé ekki enn byrjað að nota hann vegna þess að enn eigi eftir að láta inn upplýsingar úr fyrirtækjaskrá fyrir árin 2008 og 2009. Öðruvísi upplýsingar en hjá Lánstrausti Upplýsingarnar í gagnagrunnin- um eru fengnar upp úr fyrirtækja- skrá, þjóðskrá og öðrum opinber- um skrám. Gagnagrunnurinn veitir svipaðar upplýsingar og Lánstraust að sumu leyti, til dæmis um stjórn- armenn í tilteknum fyrirtækjum og prókúruhafa og annað slíkt og tengsl þeirra á milli. Hins vegar er ekki hægt að sjá hluthafa í til- teknum fyrirtækjum og félögum í gagnagrunninum og vitanlega er ekki hægt að sjá ársreikninga fé- laga í honum. Gagnagrunnur- inn hefur þó þann kost fram yfir vef Lánstrausts að með honum er hægt að skoða venslin milli manna í íslenska viðskiptalífinu og verða einhvers vísari um þau gríðarlegu krosseignatengsl sem einkenna ís- lenskt viðskiptalíf. Vekur spurningar um kenni- töluflakk Einnig er hægt að greina kennitölu- flakk með gagnagrunninum. „Hægt er að skoða hvernig tilteknir ein- staklingar hafa skipt um kennitöl- ur á félögum í sinni eigu. Ef einhver einstaklingur er með margar mis- munandi kennitölur sem hafa ver- ið skráðar á hann, og kannski mörg gjaldþrot, þá er hægt að fá einhverja hugmynd um rekstrarsögu manns- ins með því. Þetta gæti vakið spurn- ingar hjá þeim sem eiga viðskipti við viðkomandi mann, jafnvel þó að því sé ekki lýst af hverju félagið varð gjaldþrota eða skipti um kennitölu,“ segir Jón. Hugsanlega opnaður almenningi Gagnagrunnurinn verður hugs- anlega opnaður almenningi í bráð að sögn Jóns en það er eitt af því sem hann vill gera með hann. „Í þessu kerfi er hægt að fá upp- lýsingar sem eru ekki aðgengileg- ar almenningi eftir öðrum leið- um, til dæmis hver er prókúruhafi hjá fyrirtækjum en það ættu nú að vera opinberar upplýsingar,“ seg- ir Jón. En til að mega birta gagna- grunninn á Internetinu þarf hann að taka ýmsar upplýsingar út úr honum, til að mynda um gjald- þrot fyrirtækja. Jón segist stefna að því í fram- tíðinni að gera þær breytingar sem til þarf á gagnagrunninum til að mega opna hann fyrir almenn- ingi sem mun þá í kjölfarið geta notfært sér gagnagrunninn til að athuga viðskiptasögu manna sem þeir hyggjast eiga viðskipti við, meðal annars. Gagnagrunn- urinn getur því nýst almenningi heilmikið og fólk mun geta feng- ið ókeypis aðgang að upplýsing- um sem hingað til hefur þurft að borga fyrir í gegnum Lánstraust. Kortlagning tengsla Þó vitanlega sé ekki hægt að nota gagnagrunninn til að sýna fram á glæpi gagnast hann mjög þegar rannsóknaraðilar þurfa að átta sig á innbyrðis tengslum manna í við- skiptalífinu. Til dæmis er hægt að nota grunninn til að spyrja sig að því hvort það sé eðlilegt að tiltekn- ir aðilar setjist í stjórn ákveðinna fyrirtækja út af tengslum sínum við ákveðna menn sem tengjast fyrirtækjunum. Þannig er hægt að kortleggja helstu lykilleikmennina úr íslensku viðskiptalífi og tengsl þeirra innbyrðis. Slík kortlagning getur svo hugsanlega gagnast eft- irlitsaðilum, bæði til að rannsaka íslenska efnahagshrunið og eins til að fylgjast með íslensku viðskipta- lífi í framtíðinni. DV mun á morgun fjalla um Jón Ásgeir Jóhannesson, kennd- an við Baug, og tengsl hans við aðra þekkta menn úr íslensku við- skiptalífi. „Þetta er verkfæri fyrir eftirlitsaðila, skatta- yfirvöld, lögreglu og aðra aðila sem þurfa að þekkja vensl manna í viðskiptalífinu.“ Tengsl þriggja manna úr S-hópnum: Finnur Ingólfsson–Kristinn Hallgrímsson: 850 mismunandi tengsl Finnur Ingólfsson–Ólafur Ólafsson: 167 tengsl Kristinn Hallgrímsson–Ólafur Ólafsson: 509 tengsl Slóðin á gagnagrunninn á vefnum: www.rel8.com Nátengdir finnur ingólfsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, og Kristinn Hallgrímsson lögmaður er tengdir á 850 mismunandi vegu í gegnum fyrirtæki, eignarhaldsfélög og sameiginlega viðskiptafélaga. Tengdur S-hópur með gagnagrunninum sjást víðtæk tengsl meðlima S-hópsins í íslensku viðskiptalífi en hópurinn keypti Búnaðarbankann árið 2003 í umdeildustu einkavæðingu liðinna ára. fjármálaeftirlitið mun í framtíðinni nota gagnagrunninn til rannsókna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.