Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2009, Síða 6
6 þriðjudagur 8. september 2009 fréttir
Klippti girðingu
á Litla-Hrauni
Héraðsdómur Suðurlands hefur
dæmt þrítugan karlmann til að
greiða fangelsinu að Litla-Hrauni
190 þúsund krónur í bætur.
Var maðurinn dæmdur fyrir að
skemma girðingar við fangelsið
með því að klippa með vírklipp-
um á girðingarnet sunnan megin
við fangelsið.
Maðurinn játaði brot sitt
fyrir dómi en ekki kemur fram í
dómnum hvað manninum gekk
til. Auk þess að greiða fangelsinu
skaðabætur var honum gert að
greiða 100 þúsund krónur í sekt
til ríkissjóðs.
Ölvaður með
fimm stolnar
flöskur
Héraðsdómur Suðurlands
dæmdi karlmann í tveggja
mánaða fangelsi fyrir að brjót-
ast inn á veitingastaðinn Haf-
ið bláa í Ölfusi í október í fyrra
og stela þaðan fimm flöskum
af sterku áfengi. Auk þess var
maðurinn dæmdur fyrir að
brjóta hurð og aka svo burt af
vettvangi undir áhrifum am-
fetamíns og áfengis.
Maðurinn játaði brot sín
fyrir dómi. Maðurinn á nokk-
urn sakaferil að baki allt aftur
til ársins 1995.
Vilja tóbakið
úr búðunum
Á föstudag fer fram tóbaksvarn-
arþing þar sem meðal annars
verður rædd sú hugmynd að
taka tóbak úr almennri sölu á Ís-
landi sem forvarnaraðgerð.
Í tilkynningu frá Læknafélagi
Íslands kem-
ur fram að
reykingar séu
stærsti heil-
brigðisvandi
þjóðarinnar.
Sjúkdómar
tengdir reyk-
ingum kosta
íslenskt þjóð-
félag tæpa
30 milljarða
á ári en tekjur ríkisins vegna
tóbakssölu eru einungis sjö
milljarðar. Þrátt fyrir að skað-
semi reykinga hafi verið þekkt
í rúma hálfa öld reyki enn um
tuttugu prósent þjóðarinnar að
staðaldri.
Ágætt fyrir
umræðuna
„Ég er nú ekki eins róttækur og
flutningsmenn þessarar tillögu
eru,“ segir Ögmundur Jónasson
heilbrigðisráðherra um hugmynd
Læknafélags Íslands um að taka
tóbak úr sölu
á Íslandi.
„Ég held
að þetta þurfi
miklu meiri
umræðu í
þjóðfélaginu
áður en slíkt
bann verður
að veruleika.
Þetta er samt
spegill á vandann.“ Ögmundur er
þó ekki tilbúinn að styðja tillögur
af þessu tagi á þessu stigi. „Mér
finnst ágætt að fá umræðu um
þetta og ég minni á að þær ráð-
stafanir sem gripið hefur verið til
á undanförnum áratugum hafa
oftar en ekki vakið mjög hörð við-
brögð. Enginn lætur sig hins vegar
dreyma um að snúa til baka, til
dæmis að leyfa reykingar í flugvél-
um eða inni á veitingastöðum.“
Ferðaglaðir þingmenn gætu keyrt
hringveginn þrisvar í mánuði fyr-
ir þá upphæð sem þeir fá í fast-
ar ferðakostnaðargreiðslur vegna
starfa sinna. Fastar ferðakostn-
aðargreiðslur þingmanna nema
61.400 krónum á mánuði og mið-
að við að þingmenn keyri um á
bíl sem eyðir átta lítrum á hundr-
aði komast þeir um fjögur þúsund
kílómetra fyrir þá upphæð.
Þingmenn í Reykjavík gætu
ekið hverja og eina umferðargötu
borgarinnar níu sinnum í mánuði
hverjum fyrir þessa sömu upphæð.
Þó að því gefnu að þeir séu á spar-
neytnum bíl og sjái ekki ástæðu til
að gista á hóteli á ferðum sínum
innanbæjar.
Landsbyggðarþingmenn geta
flestir hverjir keyrt drjúgan hluta
þess vegakerfis sem lagt hefur ver-
ið af Vegagerðinni utan þéttbýl-
isstaða í kjördæmum þeirra fyr-
ir mánaðarlegu fjárhæðina. Þeir
gætu þó þurft að standa straum
af gistikostnaði í kjördæmi sínu
í meiri mæli en þingmennirnir á
höfuðborgarsvæðinu. Þó geta þeir
fengið slíkan gistikostnað endur-
greiddan frá þinginu þegar sér-
staklega stendur á og einnig ferða-
kostnað í ákveðnum tilfellum, svo
sem þegar þeir fara á fundi eða eru
á leið milli heimilis síns og þings-
ins.
Í dæminu um þingmenn
Reykjavíkur hér að framan er mið-
að við umferðargötur borgarinnar
sem eru 454 kílómetrar samkvæmt
upplýsingum á vef borgarinn-
ar. Ekki fengust upplýsingar um
lengd annarra gatna þegar eftir
því var leitað hjá borginni. Um-
ferðargötur eru stofnbrautir sem
eru þjóðvegir innan höfuðborgar-
innar, tengigötur sem tengja sam-
an hverfi borgarinnar og safngöt-
ur sem safna umferð innan hvers
hverfis og beina út á tengigötur og
stofnbrautir. Íbúagötur eru ekki
með í þessum útreikningum.
Hagræði af föstum greiðslum
Forsætisnefnd Alþingis setur regl-
ur um greiðslur vegna ferðakostn-
aðar og starfskostnaðar. Skrifstofa
Alþingis sér um greiðslur, ýmist
fastar greiðslur eða greiðslur sam-
kvæmt reikningum.
Helgi Bernódusson, skrifstofu-
stjóri Alþingis, segist gera ráð fyr-
ir að föstu greiðslurnar hafi verið
valdar í hagkvæmnisskyni. „Í stað
mikils reikningsflóðs sé valin sú
leið að hver þingmaður hafi fasta
fjárhæð sem hann ráðstafar eftir
eigin mati en beri þá sjálfur um-
framkostnað. Enn fremur ræður
miklu að fækka þeim tilfellum sem
mest þar sem skrifstofan þarf að
úrskurða um reikninga.
Það má öllum vera ljóst að
þingmenn þurfa að fara ým-
issa ferða, á fundi, samkomur og
fleira, eða til þess að hitta menn
að máli sem fyrirtæki mundu al-
mennt fella undir kostnað hjá sér
eða opinberar stofnanir greiða fyr-
ir, annaðhvort eftir reikningi eða
aksturssamningi og dagpening-
um, eða endurgreiða fyrir leigu-
bíl. Loks skiptir máli að greiðslur
þessar eru ekki aðeins til þess að
mæta aksturskostnaði, heldur líka
öðrum ferðakostnaði í kjördæmi,
þar með talið gisting og fæði. Al-
þingismenn hafa ekki dagpeninga
á ferðum sínum í kjördæmi eins og
ríkisstarfsmenn.“
95 milljónir á ári
Eins og DV greindi frá í síðasta
mánuði hefur ríkisstjórnin ákveðið
að segja upp aksturssamingum rík-
isstarfsmanna og greiða aðeins eft-
ir reikningum hér eftir. Dagpening-
ar ríkisstarfsmanna verða einnig
aflagðir. Þingmenn hafa ekki feng-
ið dagpeninga á ferðum sínum hér-
lendis en fá fastar greiðslur sem eru
að sumu leyti sambærilegar þeim
aksturssamningum sem nú á að
segja upp hjá ríkisstarfsmönnum.
Kostnaður við þær greiðslur nem-
ur 38 milljónum króna á ári, mið-
að við að allir þingmenn fái þær
nema ráðherrar og forseti Alþingis
sem eiga allir rétt á bíl og bílstjóra.
Ofan á þetta bætist ferðakostnaður
samkvæmt reikningum, sá kostn-
aður nam tæpum 57 milljónum
króna í fyrra og heildarferðakostn-
aður þingmanna innanlands því 95
milljónir króna.
Föstu greiðslurnar eru ætlaðar
hvort tveggja til að standa straum
af akstri eða ferðalögum og eins
gistingu og fæði meðan á ferðalagi
stendur. Endurgreiddur kostnaður
er vegna ýmissa ferða. Þannig má
telja ferðir á fundi þar sem farið er
meira en 15 kílómetra hvora leið,
ferðir milli heimilis í landsbyggð-
arkjördæmum og þings og ferðir
úr einu kjördæmi í annað ef það er
vegna starfa þingmanns.
Breytinga að vænta?
Eftir að stjórnvöld ákváðu að segja
upp aksturssamningum og dag-
peningum ríkisstarfsmanna sagði
Þórarinn Eyfjörð, framkvæmda-
stjóri SFR, að réttast væri að sömu
reglur giltu um þingmenn og al-
menna ríkisstarfsmenn. Og fyrst
verið væri að segja upp aksturs-
samningum ríkisstarfsmanna væri
réttast að greiða þá þingmönnum
líka bara eftir reikningum og akst-
ursbókum.
Ásta Ragnheiður Jóhannesdótt-
ir, forseti Alþingis, sagði á sama
tíma að engar ákvarðanir hefðu
verið teknar um að hætta föstum
ferðakostnaðargreiðslum en tók
fram að þinginu bæri að hagræða
í rekstri á fjárlögum næsta árs. Því
væri við því að búast að útgjöld Al-
þingis yrðu skorin niður en eftir
ætti að koma í ljós með hvaða hætti
það yrði.
Brynjólfur Þór Guðmundsson
fréttastjóri skrifar: brynjolfur@dv.is
„Í stað mikils reikn-
ingsflóðs sé valin sú
leið að hver þingmað-
ur hafi fasta fjárhæð
sem hann ráðstafar
eftir eigin mati en beri
þá sjálfur umfram-
kostnað.“
Ferðakostnaðargreiðslur þingmanna nema 61.400 krónum á mánuði. Ef þær færu
allar í eldsneytiskostnað gætu þingmenn keyrt hátt í fimmtíu þúsund kílómetra á
ári á sparneytnum bíl. Skattfrjálsar greiðslurnar eru ætlaðar til að standa straum
af ferða- og gistikostnaði en að auki fá þingmenn endurgreiddan ferðakostnað gegn
framvísun reikninga.
fimmtudagur 20. nóvember 20082 Fréttir
Allir alþingismenn geta tekið sér rúm-
ar sextíu þúsund krónur á mánuði
vegna meints ferðakostnaðar, jafnvel
þótt þeir ferðist ekki neitt. Þeir fá líka
vel yfir sextíu þúsund krónur í starfs-
kostnað, jafnvel þótt kostnaðurinn
sé enginn. Þjóðin má hins vegar ekki
vita hvaða þingmenn taka sér þessi
dulbúnu laun af almenningi, vegna
þess að þetta eru “persónuupplýsing-
ar”, eins og þingið segir.
Leynilaun þingmanna
„Þetta eru bara dulbúnar launagreiðsl-
ur,“ segir Kristján Gunnarsson, for-
maður Starfsgreinasambands Íslands,
um greiðslur til þingmanna vegna
starfskostnaðar. Hver þingmaður á
lögbundinn rétt til þess að fá mánað-
arlega 66.400
krónur
til
viðbótar við föst laun og kallast þetta
starfskostnaðargreiðslur. Þingmönn-
um er þó í sjálfvald sett hvort þeir
skila inn reikningum til að sýna fram
á kostnaðinn.
Vilhjálmur Birgisson, formaður
Verkalýðsfélags Akraness, tekur undir
orð Kristjáns. „Þetta eru ekkert annað
en launagreiðslur,“ segir hann.
Starfskostnaðargreiðslurnar eru
þó fjarri því einu föstu greiðslurnar
sem bætast við laun þeirra. Hver og
einn þingmaður fær greiddar 61.400
krónur í fastan ferðakostnað. Þetta
er óháð því hversu mikið þingmenn
ferðast vegna starfs síns og fyrir hvaða
kjördæmi þeir sitja. Við þetta bæt-
ist að þingmenn í landsbyggðarkjör-
dæmum fá greiddan húsnæðis- og
dvalarkostnað. Þær greiðslur nema
frá 30 þúsund krónum upp í 127 þús-
und krónur. Þeir sem fá hæstu greiðsl-
urnar halda tvö heimili. Þeir sem fá
lægstu greiðslurnar fá borgað
aukalega fyrir daglegar ferð-
ir milli heimilis og vinnu-
staðar.
Leynd á Alþingi
Á fjármálaskrifstofu
Alþingis fást ekki
upplýsingar um
hvaða þingmenn
skila inn reikning-
um og hverjir ekki.
Uppgefin ástæða er að
þetta séu persónuupp-
lýsingar um þing-
menn.
Kristján furðar sig á því fyrirkomu-
lagi. „Ef þetta eru kostnaðargreiðslur
getur það ekki verið neitt persónu-
legt. Ekki nema menn séu að nota
kostnaðargreiðslurnar til persónu-
legra nota,“ segir hann.
Skýrar reglur eru um greiðslur
vegna starfskostnaðar. Þeir þingmenn
sem fá þær sem fasta greiðslu borga
af þeim skatt en ef reikningar koma til
eru þær skattfrjálsar.
Vilhjálmi finnst miður að Alþingi
upplýsi ekki hvaða þingmenn nýta
sér hvora leið fyrir sig. „Slíkt á ekki
að vera neitt leyndarmál í mínum
huga. Ég myndi vilja að launagreiðsl-
ur þingmanna væru algjörlega gegn-
sæjar en ekki með þeim hætti að erf-
itt sé að átta sig á því hver laun þeirra
eru nema sökkva sér ofan í rannsókn-
arvinnu,“ segir hann.
„Hluti af launakjörum“
Vegna þeirrar leyndar sem ríkir á Al-
þingi um tilhögun greiðslna til ein-
stakra þingmanna sendi blaðamaður
DV öllum 63 þingmönnunum tölvu-
póst í fyrradag og spurði út í
þær. Aðeins níu svöruðu.
Ellert B. Schram, þing-
maður Samfylkingar-
innar, er einn þeirra.
„Starfskostnaðar-
greiðslur eru hluti
af launakjörum al-
þingismanna,“ seg-
ir hann aðspurð-
ur hvort hann líti
á greiðslurnar sem
laun. Kolbrún
Halldórsdótt-
ir, þingmaður
vinstri-grænna,
er á sama máli.
„Já, ef þing-
maður hefur
ekki kostnað af
starfi sínu sem fellur undir reglur um
starfskostnað er hann launagreiðsla,“
segir hún.
Katrín Jakobsdóttir, þingmað-
ur vinstri-grænna, segir að hjá þeim
sem þiggja fasta greiðslu án þess að til
komi reikningar hljóti starfskostnað-
argreiðslan að teljast sem laun.
Svo ég geti unnið
vinnuna mína
Jón Magnússon, þingflokksformað-
ur Frjálslynda flokksins, tekur spurn-
ingunni með meiri fyrirvara: „Það
er í sjálfu sér ekki mitt að túlka það.
Miðað við reglur skattayfirvalda er
sá starfskostnaður sem ekki er skilað
inn reikningum fyrir skattlagður sem
tekjur,“ segir Jón.
Guðbjartur Hannesson, þingmað-
ur Samfylkingarinnar, segir: „Ég lít á
starfskostnað sem hluta af kjörum til
að gera mér kleift að vinna mitt starf
án þess að bera af því kostnað.“
Ásta Möller, þingmaður Sjálfstæð-
isflokksins, segist ekki líta á starfs-
kostnaðargreiðslurnar sem launa-
greiðslur. Helgi Hjörvar, þingmaður
Samfylkingarinnar, er á sama máli.
Hans svar er einfalt: „Nei.“
Hlutabréfaeign aðgengileg
Tekið skal fram að á vefsíðu Vinstri
hreyfingarinnar - græns framboðs má
finna upplýsingar um tekjur og eign-
ir allra þingmanna flokksins, þar með
talin hlutabréfaeign, hlunnindi og
hagsmunatengsl. Hjá hverjum og ein-
um þeirra kemur fram að þeir þiggi
66.400 krónur vegna starfskostnaðar.
Helga Sigrún Harðardóttir, sem
er nýsest á þing fyrir Framsóknar-
flokkinn, svaraði einnig DV en sagði
að þar sem hún væri aðeins búin að
sitja á þingi í viku væri hún ekki búin
að ganga frá hvernig hún myndi haga
starfskostnaðargreiðslum.
Framvísar alltaf reikningum
Helgi sker sig úr hópi þeirra fáu þing-
manna sem svöruðu DV að því leyti
að hann fær starfskostnaðargreiðsl-
urnar ekki greiddar að nokkru leyti
án þess að skila inn reikningum. Ef
reikningarnir ná ekki 66.400 krónum
yfir mánuðinn fær hann mismuninn
ekki greiddan.
Aðrir
þingmenn
segja
misjafnt
hvort
þeir skili
inn reikn-
ingum en
allir fá þeir
greiðsluna.
Helgi seg-
ir að fyrstu
árin sín sem
þingmaður hafi
hann haft ann-
an háttinn á. „Þá
fékk ég þetta
greitt sem laun
en komst að
því að nokkr-
ir þingmenn,
þeirra á
meðal Guð-
laugur Þór
Þórðarson og Pétur Blöndal, tóku að-
eins við greiðslum vegna kostnaðar.
Mér fannst fara betur á því og ákvað
að fara að þeirra fordæmi. Þetta er
nokkuð sem ég ákvað fyrir mig og fel-
ur ekki í sér gagnrýni á þá sem fara
aðrar leiðir,“ segir hann.
Flestir þeirra þingmanna sem svör-
uðu DV vísa í reglur um starfskostn-
aðargreiðslur þegar þeir eru spurðir
um hvort þeir telji greiðslurnar vera
einkamál hvers þingmanns. Kolbrún
Halldórsdóttir tekur þó alfarið fyrir að
um einkamál sé að ræða: „Nei. Þess
vegna svara ég þessum spurningum
með glöðu geði,“ segir hún í svari til
blaðamanns. Atli Gíslason, þing-
maður vinstri grænna, er henni sam-
mála: „Nei. Ég vil hafa þetta allt uppi
á borðinu og gegnsætt.“
Verkafólk borgar skatt
Kristján Gunnarsson bendir á að al-
mennu verkafólki sé gert að borga
skatta af öllum greiðslum frá vinnu-
veitanda sem bætast ofan á laun.
Honum finnst að sama eigi að gilda
um þingmenn, jafnvel þótt þeir geti
sýnt fram á kostn-
að með reikning-
um. „Menn eru
að koma sér hjá
því að borga af
þessu skatta og
skyldur eins og
aðrir í þjóðfé-
laginu,“ segir
Kristján enda
lítur hann á
greiðslurnar
sem laun.
Jón
Magnússon
varpar fram
hugmynd
að breyttu
fyrirkomu-
lagi starfs-
kostnaðar-
greiðslna.
„Þá er jafn-
vel spurn-
ing hvort
DULBÚIN LAUN ÞINGMANNA
erLA HLynSdóttir og
brynjóLFur þór guðmundSSon
blaðamenn skrifa: erla@dv.is og brynjolfur@dv.is
Viðbótargreiðsla allir þingmenn geta
fengið 66.400 krónur mánaðarlega ofan á
föst laun. upphæðin á að nýtast í kostnað
vegna starfsins.
nýkomin Helga
Sigrún Harðardóttir er
nýsest á þing og hefur
ekki ákveðið fyrirkomu-
lag starfskostnaðar-
greiðslna.
mynd Sigtryggur Ari
ekkert einkamál
Kolbrúnu Halldórsdóttur
finnst það ekki einkamál
þingmanna hvernig
greiðslum vegna
starfskostnaðar er háttað.
mynd Vg
Hluti af launum
ellert b. Schram lítur á
starfskostnaðar-
greiðslur sem hluta af
launakjörum
þingmanna.
mynd SteFÁn KArLSSon
Sker sig úr Helgi Hjörvar
hafnar greiðslum vegna
starfskostnaðar nema hann
hafi skilað inn reikningum.
Hann segist hafa ákveðið fyrir
sig að fara þá leiðina.
mynd SAmFyLKingin
Allt aðgengilegt Katrín Jakobsdóttir
bendir á að upplýsingar um laun, eignir,
hlutafé og hlunnindi þingmanna vinstri-
grænna séu á netinu.
mynd Vg
Þingmenn og ráðherrar búa við ríflegan biðlauna- og eftirlaunarétt. Þannig eiga þeir rétt á allt að hálfs árs biðlaunum eftir
að þeir láta af störfum. Þar að auki eiga þeir rétt á eftirlaunum samkvæmt umdeildum eftirlaunalögum sem þingið
samþykkti á aðventunni árið 2003. Samkvæmt þeim geta eftirlaunin orðið hæst 879 þúsund krónur og eiga þá forsætisráð-
herrar í hlut.
ef litið er til þeirra þingmanna sem hafa hætt á þingi núna nýlega sést afdrif þeirra eru mjög ólík. guðni Ágústsson fær
þannig sex mánaða biðlaun og eftirlaun sem nema að lágmarki 580 þúsund krónum á mánuði með hliðsjón af því að hann
sat 21 ár á alþingi, var ráðherra í átta ár og nefndarformaður í nokkur ár þar á undan. bjarni Harðarson hættir hins vegar á al-
þingi eftir mun skemmri starfsferil og það hefur sín áhrif. vegna þess að bjarni sat ekki á þingi heilt kjörtímabil á hann ekki
rétt á biðlaunum. eftirlaun hans fyrir að hafa unnið eitt og hálft ár á alþingi nema 4,5 prósentum af þingfararkaupi eða 25
þúsund krónum á mánuði. talsverður munur er á hvenær bjarni og guðni geta hafið töku eftirlauna. guðni getur gert það
um leið og hann hættir á biðlaunum, eða eftir hálft ár. bjarni verður hins vegar að bíða í nítján ár eftir að geta hafið töku
eftirlauna.
eftirlaunaréttur margra batnaði til mikilla muna með samþykkt
eftirlaunalaganna. einkum batnaði hagur forsætisráðherra.
eftirlaunaréttur davíðs Oddssonar hækkaði um tæpar fjögur
hundruð þúsund krónur á mánuði. eftirlaunaréttur Halldórs
Ásgrímssonar hækkaði um 270 þúsund krónur. núverandi
forystumenn ríkisstjórnarinnar njóta báðir góðs af breytingun-
um frá 2003. vegna nýs kafla um eftirlaun forsætisráðherra fengi
geir, ef hann hætti í dag tæpar 770 þúsund krónur í eftirlaun á
mánuði, það er 205 þúsund krónum meira en hann hefði fengið
samkvæmt gömlu lögunum. ingibjörg Sólrún fengi 196 þúsund
krónur á mánuði, 29 þúsund krónum meira en gömlu lögin
hefðu fært henni. Hér er sem fyrr segir miðað við það sem þau
hafa þegar unnið sér inn. ef ríkisstjórnin situr út kjörtímabilið og
verður ekki við kröfum um að kjósa að nýja hækka eftirlaun
beggja. Þá yrði hagur geirs af lagabreytingunni 2003 um 270
þúsund krónur á mánuði.
Rífleg biðlaun
og eftiRlaun
eftiRlaunin þeiRRa hækkuðu um...
davíð Oddsson 392 þúSund
Halldór Ásgrímsson 268 þúSund
geir H. Haarde 205 þúSund
Halldór blöndal 86 þúSund
ingibjörg Sólrún gísladóttir 29 þúSund
guðni Ágústsson 27 þúSund
tómas ingi Olrich Gat farið beint á eftirlaun
„Ef þetta eru kostnaðar-
greiðslur getur það ekki
verið neitt persónulegt.“
fimmtudagur 20. nóvember 2008 3Fréttir
FALIN LAUN ÞINGMANNA
Beinar launagreiðslur
Þingfararkaup 562.020
formannsálag 281.010
varaforseti alþingis 84.301
formenn þingflokka 84.301
nefndarformaður 84.301
varanefndarformaður* 56.020
*varaformenn fjárlaganefndar
og utanríkismálanefndar fá álag fyrir störf sín.
Fastar greiðslur
Húsnæðis- og dvalarkostnaður, 2 heimili* 126.980
Húsnæðis- og dvalarkostnaður * 90.700
Húsnæðis- og dvalarkostnaður,
daglegar ferðir* 30.233
fastur ferðakostnaður 61.400
Starfskostnaður 66.400
*Þingmenn fyrir landsbyggðarkjördæmi fá greiddan húsnæðis-
og dvalarkostnað.
**Þingmenn fyrir landsbyggðarkjördæmi sem búa utan
höfuðborgarsvæðis og fá greitt sérstaklega fyrir daglegar ferðir
til þings fá greiddan þriðjung af húsnæðis- og dvalarkostnaði.
Þingmenn fá tölvu til afnota utan skrifstofu sinnar.
Þingmenn á ferðum erlendis fá greiddan hótelkostnað og
áttatíu prósent dagpeninga.
Þingmenn fá greiddan ferðakostnað fyrir ferðir á fundi og
samkomur sé ferðast meira en 15 kílómetra hvora leið.
Þingmenn fá endurgreiddan ferðakostnað milli heimilis/
starfsstöðvar og alþingis. Þó með takmörkunum ef
þingmaður fær greitt fyrir húsnæðis- og dvalarkostað.
ferðakostnaður á fundi í öðrum kjördæmum er endur-
greiddur.
ferðist þingmaður með flugi skal greitt fyrir flug og leigubíl.
ferðist þingmaður á eigin bíl er greitt kílómetragjald.
Þingmenn geta fengið bílaleigubíl ef það er hagkvæmara en
að þeir noti eigin bíl.
greiða má gistikostnað í kjördæmi við sérstakar aðstæður
þó þingmaður fá greitt vegna húsnæðis- og dvalarkostnað-
ar.
eigi þingmaður húsnæði í kjördæmi sínu sem hann leigir út
eða leyfir börnum sínum afnot af fær hann ekki greitt vegna
húsnæðis- og dvalarkostnaðar.
alþingi greiðir allan kostnað við skrifstofurekstur. Líka er
borgað fyrir farsíma og heimasíma. Þingmenn fá dagblöð
send heim eða á skrifstofu og eiga rétt á að fá greidda áskrift
að allt að þremur héraðsfréttablöðum. brynjolfur@dv.is
lægstu Föstu greiðslur
Þingfararkaup 562.020
fastur ferðakostnaður 61.400
Starfskostnaður 66.400
samtals: 689.820
Hæstu Föstu greiðslur
Þingfararkaup 562.020
flokksformaður 281.010
Húsnæðis- og dvalarkostnaður,
2 heimili 126.980
fastur ferðakostnaður 61.400
Starfskostnaður 66.400
samtals: 1.097.810
689.820
1.097.810
ekki sé eðlilegra að hafa þann hátt á
að afnema starfskostnaðargreiðsl-
ur en taka tillit til áætlaðs starfs-
kostnaðar í þingfararkaupi,“ segir
hann.
Þingmenn fengu í ágúst þriðju
launahækkunina á rúmu ári sam-
kvæmt ákvörðun kjararáðs. Hækk-
unin var afturvirk um fjóra mánuði.
Þá hækkuðu laun þeirra um 20.300 á
mánuði og fengu þeir eingreiðslu að
upphæð 81.200 krónur vegna aftur-
virkninnar.
DV leitaði einnig eftir upp-
lýsingum hjá Alþingi um
kostnað við aðstoðar-
menn þingmanna.
Þau svör fengust að
ekki hefði enn ver-
ið tekinn saman
kostnaður vegna
hvers og eins að-
stoðarmanns.
ekki launatengt Ásta
möller telur greiðslur
vegna starfskostnaðar
ekki vera hluta af launum.
mynd Ásgeir m. einarsson
sameinaðar launum Jón
magnússon leggur til að
greiðslur vegna starfskostnaðar
verði sameinaðar þingfararkaupi.
mynd Karl Petersson
Vel nýtt guðbjartur Hannesson
segir lítinn ef nokkurn afgang vera
af starfskostnaðargreiðslunni sem
ekki fari í beinan kostnað.
mynd Karl Petersson
D arnbjörg Sveinsdóttir 864.823
V atli gíslason 720.053
S Ágúst ólafur Ágústsson 774.123
V Álfheiður ingadóttir 689.820
D Ármann Kr. ólafsson 689.820
S Árni Páll Árnason 746.022
D Árni Johnsen 780.520
D Árni m. mathiesen 1.211.012
V Árni Þór Sigurðsson 689.820
S Ásta r. Jóhannesdóttir 774.123
D Ásta möller 774.123
D birgir Ármannsson 774.123
B birkir J. Jónsson 780.520
D bjarni benediktsson 774.123
S björgvin g. Sigurðsson 1.211.012
B björk guðjónsdóttir 720.053
D björn bjarnason 1.120.312
D einar K. guðfinnsson 1.247.292
S einar már Sigurðarson 864.823
S ellert b. Schram 689.820
B eygló Harðardóttir 780.520
D geir H. Haarde 1.226.008
F grétar mar Jónsson 720.053
S guðbjartur Hannesson 804.356
D guðfinna S. bjarnadóttir 689.820
F guðjón arnar Kristjánsson 1.061.530
D guðlaugur Þór Þórðarson 1.053.912
S gunnar Svavarsson 774.123
B Helga Sigrún Harðardóttir 780.520
S Helgi Hjörvar 707.723
D Herdís Þórðardóttir 720.053
B Höskuldur Þórhallsson 780.520
S illugi gunnarsson 689.820
S ingibjörg Sólrún gísladóttir 1.120.312
S Jóhanna Sigurðardóttir 1.120.312
V Jón bjarnason 780.520
D Jón gunnarsson 689.820
F Jón magnússon 774.123
S Karl v. matthíasson 720.053
V Katrín Jakobsdóttir 689.820
S Katrín Júlíusdóttir 774.123
D Kjartan ólafsson 864.823
V Kolbrún Halldórsdóttir 689.820
F Kristinn H. gunnarsson 864.823
D Kristján Þór Júlíusson 836.722
S Kristján L. möller 1.247.292
S Lúðvík bergvinsson 864.823
B magnús Stefánsson 780.520
D ólöf nordal 864.823
D Pétur H. blöndal 707.723
D ragnheiður e. Árnadóttir 689.820
D ragnheiður ríkharðsdóttir 774.123
D Sigurður Kári Kristjánsson 774.123
B Siv friðleifsdóttir 774.123
V Steingrímur J. Sigfússon 1.061.530
S Steinunn valdís óskarsdóttir 774.123
D Sturla böðvarsson 1.061.530
B valgerður Sverrisdóttir 1.061.530
D Þorgerður Katrín gunnarsdóttir 1.120.312
S Þórunn Sveinbjarnardóttir 1.120.312
V Þuríður backman 864.823
V Ögmundur Jónasson 774.123
S Össur Skarphéðinsson 1.120.312
LAUN ÞINGMANNA
miðvikudagur 15. apríl 20094 Fréttir
Guðbjartur Hannesson
HALDA FAST Í
LEYNILAUNIN
Engin áform eru uppi um að breyta
reglum um starfs- og ferðakostnað
þingmanna. DV greindi frá því á síð-
asta ári að starfskostnaður er greidd-
ur út óháð því hvort þingmenn leggi
út í fjárútlát vegna starfs síns eða
ekki. Þetta vakti hörð viðbrögð verka-
lýðsforkólfa sem DV ræddi við og
töldu ljóst að þarna væri um dulin
laun að ræða.
Reglur þingsins kveða á um að
þingmenn skuli fá greiddar 66.400
krónur mánaðarlega í starfskostn-
að en að þeir verði að greiða tekju-
skatt af upphæðinni ef þeir framvísa
ekki reikningum. Nokkrir þingmenn
hafa þó ákveðið að þiggja ekki fastar
greiðslur heldur bara fá endurgreitt
það sem þeir hafa keypt og geta lagt
fram reikninga fyrir.
Auk starfskostnaðargreiðslnanna
fá þingmenn greiddan ferðakostn-
að, sem er föst upphæð, og húsnæð-
iskostnað, sem tekur mið af því fyrir
hvaða kjördæmi menn eru kjörnir á
þing, hversu mörg heimili þeir halda
og hvort þingmenn ferðist á milli Al-
þingis og heimilis í kjördæminu dag-
lega.
Ekkert rætt
Guðbjartur Hannesson, forseti Al-
þingis, segir ekki hafa komið til tals
að breyta reglum um starfskostnað-
argreiðslur. „Þetta hefur ekkert ver-
ið rætt í þessari lotu. Það hefur ekki
farið fram nein formleg umræða um
að breyta þessu,“ segir hann. Hann
bendir á að nýverið hafi verið tek-
in ákvörðun um flatan niðurskurð á
launum þingmanna en ekkert annað
verið ákveðið varðandi launakjörin
almennt.
Guðbjarti finnst erfitt að segja til
um hvort honum finnist þörf á að
breyta reglum um starfskostnað. „Ég
hef ekki litið á þetta sem viðbótar-
launakostnað heldur tækifæri til að
greiða ýmsan kostnað sem til fell-
ur vegna þingstarfa,“ segir hann og
tekur fram að hann hafi alltaf nýtt
greiðslurnar til hlítar á þann hátt.
Karl Kristjánsson, aðstoðarskrif-
stofustjóri Alþingis, bendir á að
greiðslurnar hafi í raun lækkað að
raungildi. Venjan hafi verið sú að
ferða-, starfs- og húsnæðiskostnað-
ur hafi verið áætlaður einu sinni á ári
og þá venjulega hækkað. Nú hafi það
hins vegar ekki verið gert. Greiðsl-
urnar hafi því ekki haldið í við verð-
bólgu.
Harðlega gagnrýnt
Meðal þess sem gagnrýnt var, þeg-
ar DV greindi frá framkvæmd starfs-
kostnaðargreiðslnanna, var að þær
væru í raun duldar launagreiðslur.
Þetta sögðu meðal annars Kristján
Gunnarsson, formaður Starfsgreina-
sambandsins, og Vilhjálmur Birgis-
son, formaður Verkalýðsfélags Akra-
ness. Kristján benti þá á að almennu
verkafólki væri gert að borga skatta af
öllum greiðslum frá vinnuveitanda
sem bætast ofan á laun. Honum
finnst að sama eigi að gilda um þing-
menn, jafnvel þótt þeir geti sýnt fram
á kostnað með reikningum. „Menn
eru að koma sér hjá því að borga af
þessu skatta og skyldur eins og aðrir í
þjóðfélaginu,“ sagði Kristján þá.
Laun og lífeyrir lækka
Á sama tíma og starfskostnaðar-
greiðslurnar haldast óbreyttar hafa
aðrar greiðslur til þingmanna lækk-
að. Það eru annars vegar launin sem
lækkuð voru eftir lagasetningu frá Al-
þingi í fyrra og hins vegar eftirlauna-
rétturinn sem var breytt til samræm-
is við eftirlaunarétt ríkisstarfsmanna
fyrr á þessu ári.
brynjóLfur þór Guðmundsson
oG ErLa HLynsdóttir
blaðamenn skrifa: brynjolfur@dv.is og erla@dv.is
uppHæð brEytinG
forsætisráðherralaun* 935.000 -15,0%
ráðherralaun* 855.000 -14,0%
Þingforsetalaun* 855.000 -14,0%
Þingfararkaup 520.000 -7,5%
50 prósent álag formanna** 260.000 -7,5%
15 prósent álag varaforseta alþingis 78.000 -7,5%
15 prósent álag nefndaformanna 78.000 -7,5%
15 prósent álag þingflokksformanna 78.000 -7,5%
10 prósent álag varaformanna nefnda*** 52.000 -7,5%
Húsnæðis- og dvalarkostnaður 90.700 Óbreytt
40 prósenta álag ef tvö heimili 36.280 Óbreytt
Húsnæðis- og dvalarkostnaður, skert 30.233 Óbreytt
Ferðakostnaður innan kjördæmis 61.400 Óbreytt
Starfskostnaður 66.400 Óbreytt
„Það hefur ekki farið
fram nein formleg um-
ræða um að breyta
þessu.“
*að meðtöldu þingfararkaupi
**sem ekki eru ráðherrar
***á aðeins við um varaformenn utanríkis- og fjármálanefndar
fimmtudagur 20. nóvember 20082
Fréttir
Allir alþingismenn geta tekið sér rúm-ar sextíu þúsund krónur á mánuði vegna meints ferðakostnaðar, jafnvelþótt þeir ferðist ekki neitt. Þeir fá líka vel yfir sextíu þúsund krónur í starfs-kostnað, jafnvel þótt kostnaðurinn sé enginn. Þjóðin má hins vegar ekki vita hvaða þingmenn taka sér þessi dulbúnu laun af almenningi, vegna þess að þetta eru “persónuupplýsing-ar”, eins og þingið segir.
Leynilaun þingmanna„Þetta eru bara dulbúnar launagreiðsl-ur,“ segir Kristján Gunnarsson, for-maður Starfsgreinasambands Íslands, um greiðslur til þingmanna vegna starfskostnaðar. Hver þingmaður á lögbundinn rétt til þess að fá mánað-arlega 66.400 krónur til
viðbótar við föst laun og kallast þetta starfskostnaðargreiðslur. Þingmönn-um er þó í sjálfvald sett hvort þeir skila inn reikningum til að sýna fram á kostnaðinn.Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, tekur undir orð Kristjáns. „Þetta eru ekkert annað en launagreiðslur,“ segir hann.Starfskostnaðargreiðslurnar eru þó fjarri því einu föstu greiðslurnar sem bætast við laun þeirra. Hver ogeinn þingmaður fær greiddar 61.400 krónur í fastan ferðakostnað. Þetta er óháð því hversu mikið þingmenn ferðast vegna starfs síns og fyrir hvaða kjördæmi þeir sitja. Við þetta bæt-ist að þingmenn í landsbyggðarkjör-dæmum fá greiddan húsnæðis- og dvalarkostnað. Þær greiðslur nema frá 30 þúsund krónum upp í 127 þús-und krónur. Þeir sem fá hæstu greiðsl-urnar halda tvö heimili. Þeir sem fá lægstu greiðslurnar fá borgað aukalega fyrir daglegar ferð-ir milli heimilis og vinnu-staðar.
Leynd á AlþingiÁ fjármálaskrifstofu Alþingis fást ekki upplýsingar um hvaða þingmenn skila inn reikning-um og hverjir ekki. Uppgefin ástæða er að þetta séu persónuupp-lýsingar um þing-menn.
Kristján furðar sig á því fyrirkomu-lagi. „Ef þetta eru kostnaðargreiðslur getur það ekki verið neitt persónu-legt. Ekki nema menn séu að nota kostnaðargreiðslurnar til persónu-legra nota,“ segir hann. Skýrar reglur eru um greiðslur vegna starfskostnaðar. Þeir þingmenn sem fá þær sem fasta greiðslu borga af þeim skatt en ef reikningar koma tileru þær skattfrjálsar. Vilhjálmi finnst miður að Alþingi upplýsi ekki hvaða þingmenn nýta sér hvora leið fyrir sig. „Slíkt á ekki að vera neitt leyndarmál í mínumhuga. Ég myndi vilja að launagreiðsl-ur þingmanna væru algjörlega gegn-sæjar en ekki með þeim hætti að erf-itt sé að átta sig á því hver laun þeirra eru nema sökkva sér ofan í rannsókn-arvinnu,“ segir hann.
„Hluti af launakjörum“Vegna þeirrar leyndar sem ríkir á Al-þingi um tilhögun greiðslna til ein-stakra þingmanna sendi blaðamaður DV öllum 63 þingmönnunum tölvu-póst í fyrradag og spurði út í þær. Aðeins níu svöruðu. Ellert B. Schram, þing-maður Samfylkingar-innar, er einn þeirra. „Starfskostnaðar-greiðslur eru hluti af launakjörum al-þingismanna,“ seg-ir hann aðspurð-ur hvort hann líti á greiðslurnar sem laun. Kolbrún Halldórsdótt-ir, þingmaður vinstri-grænna, er á sama máli. „Já, ef þing-maður hefur ekki kostnað af
starfi sínu sem fellur undir reglur umstarfskostnað er hann launagreiðsla,“ segir hún.Katrín Jakobsdóttir, þingmað-ur vinstri-grænna, segir að hjá þeim sem þiggja fasta greiðslu án þess að til komi reikningar hljóti starfskostnað-argreiðslan að teljast sem laun.
Svo ég geti unnið vinnuna mínaJón Magnússon, þingflokksformað-ur Frjálslynda flokksins, tekur spurn-ingunni með meiri fyrirvara: „Það er í sjálfu sér ekki mitt að túlka það. Miðað við reglur skattayfirvalda ersá starfskostnaður sem ekki er skilað inn reikningum fyrir skattlagður sem tekjur,“ segir Jón.Guðbjartur Hannesson, þingmað-ur Samfylkingarinnar, segir: „Ég lít á starfskostnað sem hluta af kjörum til að gera mér kleift að vinna mitt starf án þess að bera af því kostnað.“Ásta Möller, þingmaður Sjálfstæð-isflokksins, segist ekki líta á starfs-kostnaðargreiðslurnar sem launa-greiðslur. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, er á sama máli. Hans svar er einfalt: „Nei.“
Hlutabréfaeign aðgengilegTekið skal fram að á vefsíðu Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs má finna upplýsingar um tekjur og eign-ir allra þingmanna flokksins, þar með talin hlutabréfaeign, hlunnindi og hagsmunatengsl. Hjá hverjum og ein-um þeirra kemur fram að þeir þiggi 66.400 krónur vegna starfskostnaðar.Helga Sigrún Harðardóttir, semer nýsest á þing fyrir Framsóknar-flokkinn, svaraði einnig DV en sagði að þar sem hún væri aðeins búin að sitja á þingi í viku væri hún ekki búin að ganga frá hvernig hún myndi haga starfskostnaðargreiðslum.
Framvísar alltaf reikningumHelgi sker sig úr hópi þeirra fáu þing-manna sem svöruðu DV að því leyti að hann fær starfskostnaðargreiðsl-urnar ekki greiddar að nokkru leyti án þess að skila inn reikningum. Ef reikningarnir ná ekki 66.400 krónum yfir mánuðinn fær hann mismuninn ekki greiddan. Aðrir þingmenn segja misjafnt hvort þeir skili inn reikn-ingum en allir fá þeir greiðsluna. Helgi seg-ir að fyrstu árin sín sem þingmaður hafi hann haft ann-an háttinn á. „Þá fékk ég þetta greitt sem laun en komst að því að nokkr-ir þingmenn, þeirra á meðal Guð-laugur Þór
Þórðarson og Pétur Blöndal, tóku að-eins við greiðslum vegna kostnaðar. Mér fannst fara betur á því og ákvað að fara að þeirra fordæmi. Þetta er nokkuð sem ég ákvað fyrir mig og fel-ur ekki í sér gagnrýni á þá sem fara aðrar leiðir,“ segir hann.Flestir þeirra þingmanna sem svör-uðu DV vísa í reglur um starfskostn-aðargreiðslur þegar þeir eru spurðir um hvort þeir telji greiðslurnar vera einkamál hvers þingmanns. Kolbrún Halldórsdóttir tekur þó alfarið fyrir að um einkamál sé að ræða: „Nei. Þess vegna svara ég þessum spurningum með glöðu geði,“ segir hún í svari til blaðamanns. Atli Gíslason, þing-maður vinstri grænna, er henni sam-mála: „Nei. Ég vil hafa þetta allt uppi á borðinu og gegnsætt.“
Verkafólk borgar skattKristján Gunnarsson bendir á að al-mennu verkafólki sé gert að borga skatta af öllum greiðslum frá vinnu-veitanda sem bætast ofan á laun. Honum finnst að sama eigi að gilda um þingmenn, jafnvel þótt þeir geti sýnt fram á kostn-að með reikning-um. „Menn eru að koma sér hjá því að borga af þessu skatta ogskyldur eins og aðrir í þjóðfé-laginu,“ segir Kristján enda lítur hann á greiðslurnar sem laun.Jón Magnússon varpar fram hugmynd að breyttu fyrirkomu-lagi starfs-kostnaðar-greiðslna. „Þá er jafn-vel spurn-ing hvort
DULBÚIN LAUN ÞINGMANNA
erLA HLynSdóttir ogbrynjóLFur þór guðmundSSonblaðamenn skrifa: erla@dv.is og brynjolfur@dv.is
Viðbótargreiðsla allir þingmenn geta fengið 66.400 krónur mánaðarlega ofan á föst laun. upphæðin á að nýtast í kostnaðvegna starfsins.
nýkomin HelgaSigrún Harðardóttir er nýsest á þing og hefur ekki ákveðið fyrirkomu-lag starfskostnaðar-greiðslna.mynd Sigtryggur Ari
ekkert einkamálKolbrúnu Halldórsdóttur finnst það ekki einkamál þingmanna hvernig greiðslum vegna starfskostnaðar er háttað. mynd Vg
Hluti af launumellert b. Schram lítur á starfskostnaðar-greiðslur sem hluta af launakjörumþingmanna. mynd SteFÁn KArLSSon
Sker sig úr Helgi Hjörvar hafnar greiðslum vegna starfskostnaðar nema hann hafi skilað inn reikningum. Hann segist hafa ákveðið fyrir sig að fara þá leiðina.mynd SAmFyLKingin
Allt aðgengilegt Katrín Jakobsdóttir bendir á að upplýsingar um laun, eignir, hlutafé og hlunnindi þingmanna vinstri-grænna séu á netinu.mynd Vg
Þingmenn og ráðherrar búa við ríflegan biðlauna- og eftirlaunarétt. Þannig eiga þeir rétt á allt að hálfs árs biðlaunum eftir að þeir láta af störfum. Þar að auki eiga þeir rétt á eftirlaunum samkvæmt umdeildum eftirlaunalögum sem þingið samþykkti á aðventunni árið 2003. Samkvæmt þeim geta eftirlaunin orðið hæst 879 þúsund krónur og eiga þá forsætisráð-herrar í hlut.ef litið er til þeirra þingmanna sem hafa hætt á þingi núna nýlega sést afdrif þeirra eru mjög ólík. guðni Ágústsson fær þannig sex mánaða biðlaun og eftirlaun sem nema að lágmarki 580 þúsund krónum á mánuði með hliðsjón af því að hann sat 21 ár á alþingi, var ráðherra í átta ár og nefndarformaður í nokkur ár þar á undan. bjarni Harðarson hættir hins vegar á al-þingi eftir mun skemmri starfsferil og það hefur sín áhrif. vegna þess að bjarni sat ekki á þingi heilt kjörtímabil á hann ekki rétt á biðlaunum. eftirlaun hans fyrir að hafa unnið eitt og hálft ár á alþingi nema 4,5 prósentum af þingfararkaupi eða 25 þúsund krónum á mánuði. talsverður munur er á hvenær bjarni og guðni geta hafið töku eftirlauna. guðni getur gert það um leið og hann hættir á biðlaunum, eða eftir hálft ár. bjarni verður hins vegar að bíða í nítján ár eftir að geta hafið töku eftirlauna.eftirlaunaréttur margra batnaði til mikilla muna með samþykkt eftirlaunalaganna. einkum batnaði hagur forsætisráðherra. eftirlaunaréttur davíðs Oddssonar hækkaði um tæpar fjögur hundruð þúsund krónur á mánuði. eftirlaunaréttur HalldórsÁsgrímssonar hækkaði um 270 þúsund krónur. núverandi forystumenn ríkisstjórnarinnar njóta báðir góðs af breytingun-um frá 2003. vegna nýs kafla um eftirlaun forsætisráðherra fengi geir, ef hann hætti í dag tæpar 770 þúsund krónur í eftirlaun á mánuði, það er 205 þúsund krónum meira en hann hefði fengið samkvæmt gömlu lögunum. ingibjörg Sólrún fengi 196 þúsund krónur á mánuði, 29 þúsund krónum meira en gömlu lögin hefðu fært henni. Hér er sem fyrr segir miðað við það sem þau hafa þegar unnið sér inn. ef ríkisstjórnin situr út kjörtímabilið og verður ekki við kröfum um að kjósa að nýja hækka eftirlaun beggja. Þá yrði hagur geirs af lagabreytingunni 2003 um 270 þúsund krónur á mánuði.
Rífleg biðlaun
og eftiRlaun
eftiRlaunin þeiRRa hækkuðu um...
davíð Oddsson 392 þúSund
Halldór Ásgrímsson 268 þúSund
geir H. Haarde 205 þúSund
Halldór blöndal 86 þúSund
ingibjörg Sólrún gísladóttir 29 þúSund
guðni Ágústsson 27 þúSund
tómas ingi Olrich Gat farið beint á eftirlaun
„Ef þetta eru kostnaðar-
greiðslur getur það ekki
verið neitt persónulegt.“
fimmtudagur 20. nóvember 2008 3Fréttir
FALIN LAUN ÞINGMANNA
Beinar launagreiðslurÞingfararkaup 562.020formannsálag 281.010varaforseti alþingis 84.301formenn þingflokka 84.301nefndarformaður 84.301varanefndarformaður* 56.020*varaformenn fjárlaganefndarog utanríkismálanefndar fá álag fyrir störf sín.
Fastar greiðslurHúsnæðis- og dvalarkostnaður, 2 heimili* 126.980Húsnæðis- og dvalarkostnaður * 90.700Húsnæðis- og dvalarkostnaður, daglegar ferðir* 30.233fastur ferðakostnaður 61.400Starfskostnaður 66.400
*Þingmenn fyrir landsbyggðarkjördæmi fá greiddan húsnæðis- og dvalarkostnað.**Þingmenn fyrir landsbyggðarkjördæmi sem búa utan höfuðborgarsvæðis og fá greitt sérstaklega fyrir daglegar ferðir til þings fá greiddan þriðjung af húsnæðis- og dvalarkostnaði.
Þingmenn fá tölvu til afnota utan skrifstofu sinnar.Þingmenn á ferðum erlendis fá greiddan hótelkostnað og áttatíu prósent dagpeninga.Þingmenn fá greiddan ferðakostnað fyrir ferðir á fundi og samkomur sé ferðast meira en 15 kílómetra hvora leið.Þingmenn fá endurgreiddan ferðakostnað milli heimilis/starfsstöðvar og alþingis. Þó með takmörkunum ef þingmaður fær greitt fyrir húsnæðis- og dvalarkostað.ferðakostnaður á fundi í öðrum kjördæmum er endur-greiddur.ferðist þingmaður með flugi skal greitt fyrir flug og leigubíl. ferðist þingmaður á eigin bíl er greitt kílómetragjald.Þingmenn geta fengið bílaleigubíl ef það er hagkvæmara enað þeir noti eigin bíl.greiða má gistikostnað í kjördæmi við sérstakar aðstæður þó þingmaður fá greitt vegna húsnæðis- og dvalarkostnað-ar.eigi þingmaður húsnæði í kjördæmi sínu sem hann leigir út eða leyfir börnum sínum afnot af fær hann ekki greitt vegna húsnæðis- og dvalarkostnaðar.alþingi greiðir allan kostnað við skrifstofurekstur. Líka er borgað fyrir farsíma og heimasíma. Þingmenn fá dagblöð send heim eða á skrifstofu og eiga rétt á að fá greidda áskrift að allt að þremur héraðsfréttablöðum. brynjolfur@dv.is
lægstu Föstu greiðslurÞingfararkaup 562.020fastur ferðakostnaður 61.400Starfskostnaður 66.400
samtals: 689.820
Hæstu Föstu greiðslurÞingfararkaup 562.020flokksformaður 281.010Húsnæðis- og dvalarkostnaður, 2 heimili 126.980fastur ferðakostnaður 61.400Starfskostnaður 66.400
samtals: 1.097.810
689.820
1.097.810
ekki sé eðlilegra að hafa þann hátt á að afnema starfskostnaðargreiðsl-ur en taka tillit til áætlaðs starfs-kostnaðar í þingfararkaupi,“ segir hann.Þingmenn fengu í ágúst þriðju launahækkunina á rúmu ári sam-kvæmt ákvörðun kjararáðs. Hækk-unin var afturvirk um fjóra mánuði. Þá hækkuðu laun þeirra um 20.300 ámánuði og fengu þeir eingreiðslu að upphæð 81.200 krónur vegna aftur-virkninnar. DV leitaði einnig eftir upp-lýsingum hjá Alþingi umkostnað við aðstoðar-menn þingmanna. Þau svör fengust að ekki hefði enn ver-ið tekinn saman kostnaður vegna hvers og eins að-stoðarmanns.
ekki launatengt Ásta möller telur greiðslur vegna starfskostnaðar ekki vera hluta af launum.mynd Ásgeir m. einarsson
sameinaðar launum Jónmagnússon leggur til að greiðslur vegna starfskostnaðar verði sameinaðar þingfararkaupi.mynd Karl Petersson
Vel nýtt guðbjartur Hannesson segir lítinn ef nokkurn afgang vera af starfskostnaðargreiðslunni sem ekki fari í beinan kostnað.mynd Karl Petersson
D arnbjörg Sveinsdóttir 864.823
V atli gíslason 720.053
S Ágúst ólafur Ágústsson 774.123
V Álfheiður ingadóttir 689.820
D Ármann Kr. ólafsson 689.820
S Árni Páll Árnason 746.022
D Árni Johnsen 780.520
D Árni m. mathiesen 1.211.012
V Árni Þór Sigurðsson 689.820
S Ásta r. Jóhannesdóttir 774.123
D Ásta möller 774.123
D birgir Ármannsson 774.123
B birkir J. Jónsson 780.520
D bjarni benediktsson 774.123
S björgvin g. Sigurðsson 1.211.012
B björk guðjónsdóttir 720.053
D björn bjarnason 1.120.312
D einar K. guðfinnsson 1.247.292
S einar már Sigurðarson 864.823
S ellert b. Schram 689.820
B eygló Harðardóttir 780.520
D geir H. Haarde 1.226.008
F grétar mar Jónsson 720.053
S guðbjartur Hannesson 804.356
D guðfinna S. bjarnadóttir 689.820
F guðjón arnar Kristjánsson 1.061.530
D guðlaugur Þór Þórðarson 1.053.912
S gunnar Svavarsson 774.123
B Helga Sigrún Harðardóttir 780.520
S Helgi Hjörvar 707.723
D Herdís Þórðardóttir 720.053
B Höskuldur Þórhallsson 780.520
S illugi gunnarsson 689.820
S ingibjörg Sólrún gísladóttir 1.120.312
S Jóhanna Sigurðardóttir 1.120.312
V Jón bjarnason 780.520
D Jón gunnarsson 689.820
F Jón magnússon 774.123
S Karl v. matthíasson 720.053
V Katrín Jakobsdóttir 689.820
S Katrín Júlíusdóttir 774.123
D Kjartan ólafsson 864.823
V Kolbrún Halldórsdóttir 689.820
F Kristinn H. gunnarsson 864.823
D Kristján Þór Júlíusson 836.722
S Kristján L. möller 1.247.292
S Lúðvík bergvinsson 864.823
B magnús Stefánsson 780.520
D ólöf nordal 864.823
D Pétur H. blöndal 707.723
D ragnheiður e. Árnadóttir 689.820
D ragnheiður ríkharðsdóttir 774.123
D Sigurður Kári Kristjánsson 774.123
B Siv friðleifsdóttir 774.123
V Steingrímur J. Sigfússon 1.061.530
S Steinunn valdís óskarsdóttir 774.123
D Sturla böðvarsson 1.061.530
B valgerður Sverrisdóttir 1.061.530
D Þorgerður Katrín gunnarsdóttir 1.120.312
S Þórunn Sveinbjarnardóttir 1.120.312
V Þuríður backman 864.823
V Ögmundur Jónasson 774.123
S Össur Skarphéðinsson 1.120.312
LAUN ÞINGMANNA
umfjöll 20. nó r 2008
fámennt á þingi Þingmenn
eiga rétt á starfskostnaðar-
greiðslum sem eru greiddar út
óháð því hvort þeir leggi fram
reikninga eða ekki.
mynd HEiða
Séra Gunnar fær
ekki að ferma
Séra Gunnar Björnsson mun hefja
aftur störf í Selfosskirkju 1. júní
næstkomandi, ekki 1. maí eins
og áður hefur verið tilkynnt. Séra
Gunnar var í lok síðasta mánaðar
sýknaður af ákæru um kynferð-
islega áreitni eins og DV hefur
fjallað um.
Í tilkynningu frá Biskupsstofu
segir að settur sóknarprestur, séra
Óskar Hafsteinn Óskarsson, þjóni
Selfossprestakalli út maí og annist
fermingar sem áformaðar eru í
maí. Þetta er gert að beiðni for-
eldra fermingarbarna. Séra Óskar
Hafsteinn hefur annast ferming-
arfræðslu.
Ökuníðingur
handtekinnn
Lögreglumenn frá Selfossi
stöðvuðu ökumann eftir að
bíll hans hafði mælst á 146
kílómetra hraða á klukku-
stund á Suðurlandsvegi til
móts við Hellisheiðarvirkjun í
fyrrinótt. Maðurinn jók hrað-
ann eftir að lögreglumenn
hófu eftirför og er talið að
hann hafi þá verið á meira en
160 kílómetra hraða.
Ökumaður stöðvaði fljót-
lega. Með honum í bifreiðinni
var einn farþegi. Strax vaknaði
grunur um að ökumaður væri
undir áhrifum fíkniefna. Hann
og farþeginn voru handteknir
og þeir fluttir til yfirheyrslu á
lögreglustöðina á Selfossi.
Braust inn í leik-
skóla
Þjófur braust inn í leikskólann
Bergheima í Þorlákshöfn um
páskana. Hann spennti upp
glugga með sporjárni, fór inn
og hafði á brott með sér Kodak
stafræna myndavél og Canon
myndbandsupptökuvél.
Þetta var ekki eina innbrotið
í Þorlákshöfn síðustu daga. Líka
var brotist inn í verktakafyrirtæki
og tvo sumarbústaði. Tölvuturni
var stolið frá verktakanum en
í sumarbústöðunum var stolið
flatskjám og fleiri tækjum.
Formaðurinn
næði ekki kjöri
Sigmundur Davíð Gunnlaugs-
son, formaður Framsóknar-
flokksins, næði ekki kjöri til
Alþingis ef kosið yrði nú. Þetta
er niðurstaða nýrrar könnunar
sem Gallup hefur gert fyrir RÚV í
Reykjavíkurkjördæmi norður, en
hún var birt nú síðdegis. Sjálf-
stæðisflokkurinn tapar miklu
fylgi og fengi aðeins 22 prósent
en fylgi flokksins var 36,4 pró-
sent í kjördæminu í kosningun-
um 2007.
Samfylkingin er stærst flokka
í kjördæminu og fengi 34,3 pró-
sent ef kosið yrði nú, VG fengi
29,1 prósent og bætir mestu við
sig. Framsóknarflokkurinn er
aðeins með 5,3 prósent, mun
minna fylgi en Borgarahreyfing-
in sem mælist með 8,1 prósent.
Ekkert stjórnlagaþing að sinni
Sjálfstæðismenn fögnuðu sigri þeg-
ar stjórnarflokkarnir og Framsókn-
arflokkurinn létu undan málþófi
þeirra og andstöðu við stjórnarskrár-
breytingar og slógu af hugmynd-
ir um stjórnlagaþing. Því er ljóst að
stjórnarskránni verður ekki breytt
fyrir þingslit með þeim hætti að efnt
verði til stjórnlagaþings.
Óljóst er hins vegar um afdrif
annarra stjórnarskrárbreytinga sem
hafa verið lagðar til. Það eru tillög-
ur í þá veru að stjórnarskrárbreyt-
ingar verði samþykktar í þjóðarat-
kvæðagreiðslu, að opnað verði fyrir
þjóðaratkvæðagreiðslur og að þjóð-
areign á auðlindum verði bundin í
stjórnarskrá.
Sjálfstæðismenn, með Björn
Bjarnason í fararbroddi, gerðu grein
fyrir því við upphaf þingfundar að
þeir væru hvergi nærri hættir að
ræða stjórnarskrárbreytingar og ætl-
uðu sér að koma í veg fyrir að efnt
yrði til stjórnlagaþings. Björn sagði
að hann myndi ræða málið eins oft
og þörf krefði til að koma í veg fyrir
að Alþingi afsalaði sér stjórnarskrár-
valdi sínu.
Stjórnlagaþing var eitt skilyrð-
anna sem Framsóknarflokkur-
inn setti fyrir stuðningi sínum við
myndun minnihlutaríkisstjórn-
ar Samfylkingar og vinstri-grænna.
Óvíst er hver möguleikinn er á slíku
stjórnlagaþingi á næstu árum eftir
niðurstöðuna í gær. Verði samþykkt
sú breyting að þjóðin greiði atkvæði
um stjórnarskrárbreytingar verður
hægt að breyta stjórnarskrá hvenær
sem er á næsta kjörtímabili og þar
með boða til stjórnlagaþings. Verði
slík breyting ekki samþykkt yrði það
ekki fyrr en í fyrsta lagi að loknum
þarnæstu þingkosningum sem hægt
væri að boða til stjórnlagaþings.
Hlé var gert á þingfundi í gær á
meðan á borgarafundi Sjónvarps-
ins stóð í beinni útsendingu svo
þingmenn gætu ýmist tekið þátt í
umræðunum eða fylgst með þeim.
Þingfundur byrjaði aftur á tíunda
tímanum og var þá tekið aftur til við
þingstörf.
Föstudagur 15. maí 200916 Helgarblað
Þingmenn geta fengið endurgreiðsl-
ur frá Alþingi vegna styrkja sem þeir
veita þeim flokkum sem þeir sitja á
þingi fyrir, þeir fá fartölvu og farsíma
á kostnað þingsins og fá að auki end-
urgreiddan kostnað við allar lengri
ferðir sem þeir leggja í vegna þing-
starfa sinna. Þetta er meðal þess sem
kveðið er á um í reglum um þingfar-
arkostnað. Og allar þessar greiðslur
eru undanþegnar tekjuskatti.
Bresk stjórnmál eru í uppnámi
vegna uppljóstrana Daily Telegraph
undanfarið um hvernig breskir þing-
menn hafa misnotað kerfið sjálfum
sér til fjárhagslegs ávinnings. Einn
þingmaður krafðist greiðslna úr rík-
issjóði vegna húsgagna sem hann
keypti fyrir heimili sitt. Annar fékk
greitt fyrir verkfæri til að sinna garð-
yrkju heima hjá sér og sá þriðji fékk
endurgreitt vegna húsnæðisláns sem
hann var búinn að greiða að fullu. DV
þótti því við hæfi að rifja upp hvern-
ig endurgreiðslum til íslenskra þing-
manna er háttað, en verkalýðsforkól-
far hafa gagnrýnt kerfið á síðum DV.
Skattfrjálsar greiðslur
Þingmenn fá fastar greiðslur vegna
ferðakostnaðar í kjördæmi og greiðsl-
ur vegna starfskostnaðar. Greiðslur
vegna ferða nema 61.400 krónum á
mánuði og eru skattfrjálsar. Greiðsl-
urnar vegna starfskostnaðar nema
66.400 krónum á mánuði og eru
skattfrjálsar svo fremi að þingmenn
skili inn reikningum fyrir útgjöld-
um sínum. Geti þingmenn ekki sýnt
fram á útgjöld, eða kjósi að gera það
ekki, eiga þeir samt sem áður rétt á
þessum greiðslum en verða þá að
greiða tekjuskatt.
Landsbyggðarþingmenn fá svo
greiddan húsnæðis- og dvalarkostn-
að. Þær greiðslur nema frá 30 þús-
und krónum á mánuði upp í 127
þúsund krónur á mánuði. Hæstar
eru greiðslurnar ef þingmenn halda
heimili bæði í kjördæmi sínu og á
höfuðborgarsvæðinu. Lægstar eru
greiðslurnar ef þingmenn halda að-
eins eitt heimili, í kjördæmi sínu, og
fá greitt fyrir allar ferðir milli þings
og heimilis. Þá geta þingmenn hvort
sem er ferðast á eigin bíl eða með
flugi.
Hægt að rukka ýmislegt
Eins og sjá má á lista sem fylgir þess-
ari frétt fá þingmenn greitt fyrir marg-
víslegar ferðir. Þessar greiðslur bætast
ofan á fastar mánaðarlegar greiðslur
vegna ferðakostnaðar.
Starfskostnaðargreiðslurnar geta
svo verið margvíslegar. Þannig geta
þingmenn fengið endurgreiddan
kostnað vegna námskeiða, funda og
ráðstefna sem þeir sækja í tengslum
við þingstörfin. Þeir geta fengið endur-
greiddan leigubílakostnað ef þeir ferð-
ast með slíkum starfs síns vegna frek-
ar en á eigin bíl. Svo má ekki gleyma
blómunum. Einn liður sem þingmenn
geta skilað inn reikningum fyrir gegn
starfskostnaðargreiðslum eru blóm
og gjafir sem þeir kunna að gefa starfs
síns vegna. Slíkar gjafir mega þó ekki
kosta meira en fimm þúsund krónur
og ekki meira en 20 þúsund krónur
samanlagt á mánuði.
Umdeild atvik
Þrátt fyrir að starfstengdar greiðslur
til þingmanna hérlendis hafi sjaldan
SKATTFRJÁLS UPPBÓT ÞINGMANNA
Slíkar gjafir mega þó
ekki kosta meira en
fimm þúsund krónur og
ekki meira en 20 þús-
und krónur samanlagt
á mánuði.
BrynjólfUr Þór GUðmUndSSon
fréttastjóri skrifar: brynjolfur@dv.is
fastar greiðslur þingmanna
nHúsnæðis- og dvalarkostnaður 30.233-126.980 krónur*
n Ferðakostnaður í kjördæmi 61.400 krónur
n starfskostnaður 66.400 krónur
*Bara þingmenn í landsbyggðarkjördæmum
Greitt eftir reikningum
n Lengri ferðir innan kjördæmis
ngistikostnaður í kjördæmi við ákveðnar aðstæður
n Ein ferð á viku milli heimilis á landsbyggðinni og alþingis haldi þingmaður tvö
heimili
ndaglegar ferðir milli heimilis á landsbyggðinni og alþingis haldi þingmaður
bara heimili í kjördæmi sínu
n Ferðir á fundi sem landsbyggðarþingmaður er boðaður á í reykjavík vegna
þingmannsstarfa sinna
ngreiddar ferðir í önnur kjördæmi en sitt eigið vegna funda
ngreiddar ferðir þingmanna í heimakjördæmi vegna funda séu þeir staddir í
reykjavík
n Fljúgi þingmenn milli staða skal einnig borgað fyrir leigubíla sé þeirra þörf
n Þingmenn geta fengið bílaleigubíla á kostnað alþingis sé það hagkvæmara en
að þeir noti eigin bíla
nHótelkostnaður erlendis og 80 prósent af dagpeningum
Þingið greiðir fyrir
n skrifstofu og skrifstofubúnað
n Eðlilegan kostnað við farsíma, skrifstofusíma og heimasíma
n tölvu til nota utan skrifstofu
ndagblöð og allt að þrjú héraðsfréttablöð sem þingmaður óskar eftir
Kostnaður þingmanna sem þingið greiðir
n Fundi, ráðstefnur og námskeið
n Fundahöld þingmanna (salarleigu, auglýsingar og veitingar)
n Fundi, ráðstefnur, námskeið og fyrirlestra sem þingmenn borga fyrir
n ráðstefnur, fundi og námskeið erlendis (ferðir, þátttökugjald og dagpeningar)
n Bækur, tímarit og ritföng
n Póstburðargjöld og sími
nmóttaka gesta, blóm og gjafir, gjafir mest að upphæð 5.000 krónur
n Leigubílakostnaður
n Framlög og styrkir til stjórnmálaflokka
n sérfræðiaðstoð vegna kynningarefnis
drjúgar aukagreiðslur Þingfar-
arkaupið er 520 þúsund krónur á
mánuði og skattskylt. Ofan á það
geta bæst verulegar upphæðir.
Föstudagur 15. maí 2009 17Helgarblað
Besti kjúklingaborgarinn í bænum?
Opnunartími :
Alla daga frá 11:00-21:30
Allta
f góð
ur!
DV gerði í gær dauðaleit að kampa-
vínsklúbbi eiginkvenna nokkurra
helstu auðmanna þjóðarinnar sem
átti pöntuð hótelherbergi á fimm
stjörnu lúxushóteli í Muscat í Óman.
Greint var frá því í blaðinu á mið-
vikudag að von væri á konunum á
hótelið laust eftir hádegi að staðar-
tíma og að hópurinn hyggðist dvelja
þar í vellystingum fram á sunnudag
en nóttin á hótelinu kostar á bilinu
60 til 160 þúsund krónur.
Starfsmenn hótelsins segja
hins vegar að konurnar dvelji ekki
á hótelinu eins og ráðgert var. Þeir
segjast ekki kannast við hópinn
og að þeir megi ekki gefa
upplýsingar um hvort
þær hafi átt pöntuð her-
bergi.
Leit DV á öðrum hót-
elum í Muscat hefur
heldur engan árangur
borið.
DV hefur und-
ir höndum ítarlega
ferðalýsingu hóps-
ins en samkvæmt henni var
hópurinn búinn að skipu-
leggja þægilega fimm daga
vist á hótelinu sem átti að
einkennast af miklu „gamni,
glensi og gleði“ eins og seg-
ir í lýsingunni. Konurnar ell-
efu ætluðu meðal annars
að „chilla“ við sundlaugina,
stunda „sunset yoga“ og tennis,
drekka „diet mohito“ og kampa-
vín, fá sér „shisha“ vatnspípu og
fara í skoðunarferðir.
Sigurður veitir
engar upplýsingar
Arndís Björnsdóttir, eiginkona Sig-
urðar Einarssonar, fyrrverandi
stjórnarformanns Kaupþings, er ein
af þeim ellefu konum sem boðað-
ar voru í ferðina til Óman. Aðspurð-
ur vill Sigurður hins vegar ekki gefa
neinar upplýsingar um hvort kon-
an hans sé stödd í Óman um þessar
mundir. Hann segir að þær upplýs-
ingar séu einkamál fjölskyldu hans.
Aðrar útrásareiginkonur sem
boðaðar voru í ferðina voru Guðrún
Eyjólfsdóttir, eiginkona Lýðs Guð-
mundssonar, Þuríður Reynisdóttir,
eiginkona Ágústs Guðmundssonar,
Arndís Björnsdóttir, eiginkona Sig-
urðar Einarssonar, Linda Stefáns-
dóttir, fyrrverandi eiginkona Jóns
Ásgeirs Jóhannessonar, Sigríður Sól
Björnsdóttir, eiginkona Heiðars Más
Guðjónssonar fyrrverandi fram-
kvæmdastjóra hjá Novator og Þór-
dís Edwald, eiginkona Ármanns Þor-
valdssonar, fyrrverandi forstjóra hjá
Singer og Friedlander í London.
Dularfullt mál
Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur
DV ekki getað náð tali af neinum af
konunum sjálfum á síðustu tveimur
dögum né af eiginmönnum þeirra,
öðrum en Sigurði.
Líklegt þykir að konurnar hafi
annaðhvort hætt við ferðina og af-
pantað gistinguna á Chedi-hótel-
inu eða dvelji nú jafnvel á öðru hót-
eli í Óman. Annar möguleiki er að
þær hafi beðið starfsmenn hótelsins
að veita engar upplýsingar um veru
þeirra á Chedi-hótelinu.
Málið er allt hið dularfyllsta því
jörðin virðist hafa gleypt kampa-
vínsklúbbinn fríða með húð og hári.
Sama hvað því líður mun leitin að
þeim halda áfram á næstu dögum
þar til botn fæst í ferðir þeirra í As-
íuríkinu eða annars staðar á heims-
kringlunni. ingi@dv.is
Leitin að kampavínsklúbbnum
Eru ekki á Chedi-
hótelinu Kampa-
vínsklúbbur eigin-
kvenna nokkurra
helstu útrásarvíkinga
þjóðarinnar ætlaði
að gista á Chedi-
hótelinu í muscat í
Óman en dvelur nú
ekki þar samkvæmt
starfsmönnum
hótelsins. myndin er
tekin við sundlaug
hótelsins.
Er í kampavínsklúbbnum Þórdís
Edwald, eiginkona Ármanns Þorvalds-
sonar fyrrverandi forstjóra singer og
Friedlander, er ein þeirra sem eru í
kampavínsklúbbnum sem átti pöntuð
herbergi á Chedi-hótelinu.
vakið jafnmikla hneykslan og í Bret-
landi síðustu daga hafa komið upp
mál sem farið hafa fyrir brjóstið á fólki.
Skemmst er að minnast þess þegar ein
þingnefnd fundaði á hóteli í útjaðri
Reykjavíkur síðasta haust og dvöldu
nokkrir þingmenn á hótelinu á kostn-
að Alþingis. Þeirra á meðal voru þing-
menn sem áttu heima í nokkurra kíló-
metra fjarlægð og ekki hefði tekið þá
nema nokkrar mínútur að keyra heim.
Þá kom fyrir að þingmenn væru
gagnrýndir fyrir að skrá lögheimili sitt
úti á landi meðan þeir bjuggu í raun
í Reykjavík. Meðal þeirra sem voru
gagnrýndir fyrir þetta var Halldór Ás-
grímsson sem hélt heimili í Reykjavík
en var með lögheimili á heimili for-
eldra sinna á Höfn í Hornafirði. Eins
og reglurnar voru þýddi þetta að hann
fékk verulega launauppbót með þess-
ari skráningu. Reglunum hefur síðan
verið breytt.
Föstudagur 22. maí 20096 Fréttir
Sandkorn
Sögur frá útrásartímanum
lifa enn góðu lífi. Frægt varð
þegar Ólafur Ólafsson, kennd-
ur við Samskip, baðaði sig í
ljóma útrásarfrægðar með því
að fá Elton
John til að
skemmta í
fimmtugs-
afmæli sínu.
Nú er hermt
að afmælis-
gjafir útrás-
arvíkings-
ins hafi ekki
verið neitt
slor. Þannig hafi Ólafur fengið
að gjöf frá fimm vinum sínum
veiðileyfi á eitt ljón í myrkvið-
um Afríku. Afmælisgjöfin á,
samkvæmt flökkusögunni, að
hafa kostað 5 milljónir króna
eða milljón krónur á hvern
gefanda.
Morgunblaðið hefur á und-
anförnum misserum sérhæft
sig í dýrafréttum sem gjarnan
eru settar
á útsíðu.
Frægt varð
þegar plast-
álft með
kríu á höfð-
inu fékk líf
á forsíðu
blaðsins.
Skömmu
síðar kom
upp rugl með andartegund.
Ógleymanlegt er að miðill-
inn sagði frá glaðlyndum og
gæfum ísbirni í Skagafirði og
birti af honum myndir. Reynd-
ist sá vera uppstoppaður og því
ekki óeðlilegt að vegfarendur
klöppuðu honum. Og undr-
in í dýraríkinu halda áfram að
streyma fram því í gær sagði
Mogginn frá baráttu nafnlauss
veiðimanns við himbrima um
bleikju þar sem fuglinn hafði
betur.
Fríblaðið Fréttablaðið er
búið að uppgötva að sitthvað
er dularfullt við embættisfærsl-
ur Gunnars
Birgisson-
ar í Kópa-
vogi og hjá
Lánasjóði
íslenskra
náms-
manna.
Eins og DV
hefur ítar-
lega fjallað
um á undanförnum misserum
hefur dóttir bæjarstjórans þeg-
ið mörg verkefni og milljóna-
tugi hjá stofnunum föður síns.
Fréttablaðið sagði frá þessu í
fyrsta sinn í gær. Skúbb dagsins
var þó ekki að finna í fréttinni
heldur í spurningu dagsins þar
sem Gunnar er spurður hvort
hann sé ekki að misskilja þetta
með „dótturfélögin“. Ekki er
gefið upp hver húmoristinn að
baki spurningunni er en Stein-
unn Stefánsdóttir aðstoðarrit-
stjóri þykir stundum búa yfir
djúpum undirliggjandi húmor.
Á vefritinu Pressunni er sagt
frá því að Gunnar Smári Eg-
ilsson, fyrrverandi útgefandi
Nyhedsavis-
en, sé farinn
að huga að
útgáfu viku-
rits. Gunnar
Smári stýrði
um árabil
Helgar-
póstinum
og fleiri
blöðum
og hefur því mikla reynslu af
slíku. Pressan nefndi sem sam-
starfsaðila Gunnars Smára þá
Mikael Torfason, fyrrverandi
ritstjóra, og Sigurjón Magnús
Egilsson útvarpsmann. Víst er
að saman myndu þessir þrír
mynda einkar áhugaverðan
kokkteil.
Orri Hauksson
„tilefnislaust og meiðandi“
Orri Hauksson, fyrrverandi aðstoð-
armaður Davíðs Oddssonar og fyrr-
verandi stjórnarformaður Skjás eins,
hefur stefnt 365 miðlum fyrir um-
mæli sem birtust í DV árið 2006 sem
þá var í eigu 365 prentmiðla.
Orri krefst þess að ummæli í yfir-
fyrirsögn fréttarinnar „Á sama tíma
er allt í tómu tjóni í einkalífi yfir-
manna stöðvarinnar, þeirra [...] og
Orra Haukssonar“ og ummæli í meg-
inmáli, „[...] gengur yfirmönnum
stöðvarinnar illa að fóta sig í einka-
lífinu“, verði dæmd dauð og ómerk.
Þá fer Orri fram á sex hundruð þús-
und krónur í miskabætur og 240 þús-
und krónur til að standa straum af
birtingu dómsins og forsendu hans í
dagblöðum.
Að mati Orra braut umfjöllunin
gegn friðhelgi einkalífs hans og var
greint frá viðkvæmum hjúskapar- og
fjölskyldumálefnum hans og „þau
borin á torg“. Þá hafi umfjöllunin
verið birt í óþökk Orra og samhengi
ummælanna verið tillitslaust, tilefn-
islaust og meiðandi.
Á þeim tíma sem ummælin birt-
ust var Orri stjórnarformaður Skjás
eins. Í greininni sem um ræðir var
annars vegar fjallað um skilnað hans
og Önnu Þorsteinsdóttur og hins
vegar skilnað Magnúsar Ragnars-
sonar, þáverandi framkvæmdastjóra
Skjás eins, og Lauren Dorothy Haus-
er, undir fyrirsögninni „Skilnaðarfar-
aldur skekur Skjá einn“.
Í greinargerð kemur fram að 365
miðlar hafa þegar boðið „... ríflegar
bætur sem stefnandi hafði enga mál-
efnalega ástæðu til að hafna en gerði
samt“.
Magnús stefndi 365 miðlum fyr-
ir sömu ummæli auk fyrirsagnanna
„Maggi glæpur“ og „Geðþekkur geð-
sjúklingur“. Voru öll ummæli dæmd
dauð og ómerk í Hæstarétti í fyrra og
fékk hann 840 þúsund krónur í bæt-
ur.
Í mál Hér er Orri með fyrrverandi
eiginkonu sinni, önnu Þorsteins-
dóttur, og fyrrverandi samstarfs-
manni, magnúsi ragnarssyni.
Kristján Þór Júlíusson
139 MILLJÓNIR Í
FERÐAKOSTNAÐ
Útlagður ferðakostnaður Alþingis á
síðasta ári nam tæpum 139 milljón-
um króna. Þar af var kostnaður vegna
ferðalaga þingmanna innanlands alls
56,7 milljónir króna árið 2008 sem
bætast ofan á fastar mánaðargreiðsl-
ur þingmanna vegna ferðakostnað-
ar. Alþingi ætlar að draga úr þessum
kostnaði á árinu.
Kostnaður við alþjóðasamstarf
þingmannanefndanna var um 81,5
milljónir króna. Þar af voru ferð-
ir, gisting og dagpeningar tæpar 60
milljónir króna. Alþingi lagði út 21,8
milljónir króna á síðasta ári vegna
þátttökugjalda á ráðstefnur hér á
landi.
Karl Magnús Kristjánsson, að-
stoðarskrifstofu-
stjóri Alþingis,
segir í svari
við fyr-
irspurn
DV að á
þessu ári
hafi ver-
ið gerðar
ráðstaf-
anir til
þess að
draga úr
alþjóðlegu
samstarfi Al-
þingis í sparn-
aðarskyni.
Skrifstofa Alþingis skipuleggur ferð-
ir, pantar flugferðir og gistingu fyrir
þingmenn þegar þeir eru á ferðalagi
erlendis. Í svari Karls segir ennfrem-
ur að miðað sé við almenn flugfar-
gjöld og að hagkvæmni sé gætt í hót-
elpöntunum.
Tugir milljóna í
bílaleigubíla og flugmiða
Ferðakostnaður Alþingis innanlands
á síðasta ári nam sem fyrr segir 56,7
milljónum króna. Samkvæmt regl-
um um ferðakostnað í kjördæmi, fær
hver alþingismaður fastar greiðslur
mánaðarlega upp á 61.400 krónur í
fastan ferðakostnað.
Sú greiðsla á að
standa und-
ir ferða-
kostn-
aði í
næsta nágrenni heimilis eða starfs-
stöðvar auk dvalarkostnaðar á
ferðalögum í kjördæmi þingmanns-
ins. Ofan á þessar föstu mánaðar-
greiðslur bætist ferðakostnaðurinn
upp á 56,7 milljónir króna á síðasta
ári. Samkvæmt upplýsingum frá Al-
þingi fara þessar milljónir í að greiða
fyrir bílaleigubíla, flugfargjöld, akst-
ur þingmanna og annan kostnað
sem hlýst af ferðalögum þing-
mannanna.
Geta flogið
daglega á
milli
Alþingi end-
urgreiðir
landsbyggð-
arþing-
mönnum
kostnað
við allar
ferðir
á milli
heimilis á landsbyggðinni og Reykja-
víkur. Samkvæmt þessum reglum
getur þingmaður flogið daglega, ef
því er að skipta, á milli Reykjavíkur
og landsbyggðarinnar á kostnað Al-
þingis.
Guðbjartur Hannesson, alþing-
ismaður Samfylkingarinnar, býr á
Akranesi. Hann segist keyra á milli
daglega og Alþingi greiði fyrir akstur-
inn. Aðspurður segist hann ekki vita
hversu mikinn útlagðan kostnað Al-
þingi greiði fyrir hann vegna þessa,
hann haldi utan um akstursbók.
Kristján Þór Júlíusson, alþingis-
maður Sjálfstæðisflokksins, segist
ekki vita hversu hár ferðakostnað-
ur hans innanlands er. Hann flýg-
ur jafnan á milli Akureyrar, þar sem
hann býr, og til Reykjavíkur vegna
starfsins. Hann segist ekki vita ná-
kvæmlega hversu oft hann fljúgi í
mánuði á kostnað Alþingis og segir:
„Ég flýg bara þegar ég þarf að fljúga.“
Þingmenn noti flugkort og skrifstofa
Alþingis sjái um að panta flug fyrir
þingmenn.
valGeir örn raGnarssOn
blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is
„Ég flýg bara þegar ég
þarf að fljúga.“
Ferðakostnaður innanlands 56.703.339 krónur
Þátttökugjöld og ráðstefnur á Íslandi 21.800.000 krónur
Ferðir, gisting og dagpeningar erlendis 60.000.000 krónur
Ferðakostnaður samanlagt 138.503.339 krónur
alþingi samkvæmt
reglum um ferðakostnað
í kjördæmi fær hver
alþingismaður fastar
greiðslur mánaðarlega
upp á 61.400 krónur í
fastan ferðakostnað.
Kristján Þór Júlí-
usson Flýgur að
jafnaði oft í mánuði
á milli akureyrar
og reykjavíkur á
kostnað alþingis.
Guðbjartur Hannesson Keyrir
á milli akraness og reykjavíkur á
hverjum degi á kostnað alþingis.
10 föstudagur 31. júlí 2009 fréttir
LEYNDARHJÚPUR Á ALÞINGI
Helgi
Bernódusson
Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri
Alþingis, hefur hafnað beiðni DV um
að fá aðgang að þeim reikningum
sem þingmenn hafa skilað inn vegna
starfskostnaðargreiðslna sinna.
DV fór fram á aðgang að gögnun-
um til að sjá hvernig þingmenn hefðu
varið því fé sem þeir fá greitt undir
merkjum starfskostnaðargreiðslna
og hvort það fé hefði í raun farið í að
standa straum af starfskostnaði eða
hefði verið greitt út sem dulin launa-
uppbót. Skrifleg beiðni um aðgang
að gögnum var send á Ástu Ragn-
heiði Jóhannesdóttur, forseta Al-
þingis, og Helga Bernódusson, skrif-
stofustjóra Alþingis. Neitun Helga,
fyrir hönd Alþingis, gerir að verkum
að DV getur ekki að sinni upplýst al-
menning um það hvernig þingmenn
nýta þessar greiðslur, hvort þær fari í
starfskostnað eða séu í raun dulbúin
launauppbót.
Helgi segir skrifstofu Alþingis
ekki hafa neina slíka reikninga undir
höndum og að slíka reikninga, kvitt-
anir og skjöl sem þingmenn framvísi
og fallist er á að tilheyri starfskostn-
aði megi líta á sem hluta af bókhaldi
Alþingis. Slíkar upplýsingar falli utan
við aðgangsrétt almennings sam-
kvæmt ákvæðum upplýsingalaga.
DV mun áfram leita eftir því að
komast í þessi gögn.
66.400 á mánuði
„Það er rétt – og virðist ekki van-
þörf á – að endurtaka hvernig starfs-
kostnaði alþingismanna er mætt
með sérstakri greiðslu. Fjárhæðin er
66.400 kr. á mánuði. Af henni er tek-
in staðgreiðsla (nú 24.700 kr.), svo
að nettógreiðsla er 41.700 kr. Þessa
staðgreiðslu, 24.700 kr., er unnt að fá
lækkaða eða niðurfellda ef framvísað
er skjölum (reikningum, kvittunum
o.þ.h.) sem sýna að starfskostnaðar-
greiðslan hefur farið til þeirra verk-
efna sem reglur um starfskostnað til-
taka,“ segir í skriflegu svari Helga.
Það er einmitt í síðustu orðum
Helga sem komið er inn á það sem
hefur verið gagnrýnt við framkvæmd
starfskostnaðargreiðslna. Þingmenn
þurfa ekki að sýna fram á kostnað
til að fá greiðslur úr ríkissjóði á móti
honum. Þeir fá sjálfkrafa greidda
fasta mánaðarlega upphæð og er
tekin af henni tekjuskattur líkt og um
hreinar tekjur væri að ræða. Þessu
hafa verkalýðsforkólfarnir Kristján
Gunnarsson, formaður Starfsgreina-
sambands Íslands, og Vilhjálmur
Birgisson, formaður Verkalýðsfélags
Akraness, lýst sem duldum launa-
greiðslum í samtölum við DV.
Hneykslismál í Bretlandi
Breskir þingmenn hafa hneykslað
landsmenn sína mjög eftir að kom
í ljós hvernig þeir höfðu misnot-
að greiðslur sem þeir fengu vegna
þingstarfa sinna. Oft var þar um að
ræða tilhæfulausar greiðslur, ekki
síst vegna uppihalds á öðru heimili
vegna þingstarfa. Þar þurfti margra
ára baráttu fjölmiðla til að fá þetta
fram í dagsljósið, þingið reyndi hins
vegar í lengstu lög að koma í veg fyrir
birtingu upplýsinganna. Reyndar er
það svo að það hefði tekist að mestu
ef ekki væri fyrir að einn þingmaður
kom óritskoðaðri útgáfu reikning-
anna á ritstjórn The Daily Telegraph
sem birti ítarlegar fréttir um þetta.
Þar kom í ljós að farið hafði ver-
ið á svig við reglur og þær túlkað-
ar mjög frjálslega af þingmönnum
og skrifstofu þingsins sem sá um að
samþykkja kröfur og greiða þær út.
Kerfið þar er þó ólíkt því sem hér
er. Hér er um að ræða fastar mánað-
arlegar greiðslur, hvort sem er um
starfskostnaðargreiðslur, eins og hér
um ræðir, eða greiðslur vegna hús-
næðis- og ferðakostnaðar. Á móti
kemur að hér þarf ekki að sýna fram
á notkun til að eiga rétt á greiðslun-
um.
Sérstaða og sjálfstæði
„Við gerð reglnanna var það haft
til hliðsjónar að starfskostnaður-
inn væri í samræmi við þau útgjöld
sem fyrirtæki mega telja til útgjalda
í rekstri sínum og tengjast störfum
starfsmanna þeirra,“ segir Helgi.
„Vegna sérstöðu þingmanna og sjálf-
stæðis í störfum er almennt talið
óheppilegt að skrifstofur þinganna
hlutist til um þessi útgjöld einstakra
þingmanna. Þess í stað er hér á landi
sett þak á útgjöldin og það sett í
sjálfsvald þingmanna hvernig þeir
fara með kostnaðarheimildina. Sum-
ir alþingismenn hafa kosið að eiga
það við sjálfa sig hvernig með þessa
heimild er farið og ekki framvísað
neinum gögnum í því skyni að fá nið-
urfellingu staðgreiðslu á hana. Aðrir
þingmenn hafa lagt inn gögn og eiga
þá rétt á niðurfellingu að hluta eða
öllu leyti.“
Ekki út yfir gröf og dauða
DV fékk þó svör við þremur spurn-
ingum sem það lagði fram til vara í
beiðni sinni um aðgang að upplýs-
ingum.
Spurt hvar hvort einhverjir frá-
farandi þingmenn sem væru ekki í
framboði til endurkjörs hefðu skil-
að inn kvittunum eftir síðasta þing-
fundardag eða kjördag þegar ljóst var
orðið að þeir sætu ekki áfram á þingi.
Einnig var spurt hvort einhverjir
þingmenn sem ekki hefðu náð end-
urkjöri hefðu skilað inn kvittunum
sem dagsettar voru eftir kjördag þeg-
ar ljóst var að þeir sætu ekki áfram á
þingi. Loks var spurt hvort einhverj-
ir þingmenn sem hætt hefðu áður en
kjörtímabili þeirra lauk hefðu skil-
að inn kvittunum sem voru dagsett-
ar daginn sem þeir báðust lausnar
eða síðar. Svarið var í öllum tilfellum
„nei“.
Blóm og styrkir til stjórnmálaflokka
n Þingmenn geta framvísað reikningum vegna margvíslega kaupa til að fá
skattafrádrátt vegna starfskostnaðargreiðslna sinna. Þetta á við um námskeiðsgjöld,
kostnað vegna fundahalda, blómagjafir og framlög og styrki til stjórnmálaflokka.
Hér birtist 9. grein reglna Alþingis um þingfararkostnað, sú sem fjallar um
starfskostnað.
9. gr.
Starfskostnaður.
n Alþingismaður á rétt á að fá endurgreiddan kostnað sem hlýst af starfi hans gegn
framvísun reikninga. Hámark slíkrar greiðslu er [796.800] kr. á ári hverju.
Alþingismaður getur einnig valið að fá greiddan starfskostnað sem fasta mánað-
arlega fjárhæð, [66.400 kr.], og þá dregst staðgreiðsla af fjárhæðinni. Ef þingmaður
fær fasta mánaðarlega greiðslu getur hann framvísað reikningum fyrir greiddum
starfskostnaði og fengið þann hluta sem nemur staðgreiðslunni endurgreiddan
við næstu mánaðarútborgun starfskostnaðar. Ef fjárhæðin er hærri en sem nemur
mánaðarlegum starfskostnaði kemur mismunurinn til lækkunar í næsta mánuði eða
á næstu mánuðum þar á eftir.
Reikningar þurfa að berast skrifstofu fyrir 20. hvers mánaðar ef taka á tillit til þeirra
við næstu útborgun starfskostnaðar.
Eftirfarandi kostnaður alþingismanns skal endurgreiddur:
1. Fundir, ráðstefnur, námskeið o.fl.:
a. Fundir sem alþingismaður stendur fyrir (fundaraðstaða, auglýsingar, kaffi og
meðlæti).
b. Fundir, ráðstefnur, námskeið og fyrirlestrar sem alþingismaður sækir vegna starfa
sinna og hann þarf að greiða fyrir (fundar , námskeiðs eða ráðstefnugjöld).
c. Ráðstefnur, fundir og námskeið er þingmaður sækir erlendis (ferðakostnaður,
þátttökugjald og dagpeningar) enda hafi kostnaðaráætlun áður verið kynnt
skrifstofunni og hún samþykkt hana.
2. Bækur, tímarit og ritföng:
a. Fagbækur og tímarit sem þingmaður kaupir vegna starfs síns.
b. Ritföng til nota utan skrifstofunnar.
3. Póstburðargjöld og sími:
a. Póstburðargjöld fyrir útsendingar ef þingmaður kýs að nota ekki póstþjónustu
skrifstofunnar.
b. Símakostnaður í tengslum við sérstök verkefni og stofnkostnaður eigin farsíma
og tengingar sem Alþingi greiðir ekki.
4. Móttaka gesta, blóm og gjafir:
Móttaka gesta, blóm og gjafir í tengslum við starf alþingismanns. Tilefni útgjalda
þarf að vera umfram það sem telja má til almennrar venju. Að hámarki má
endurgreiða [5.000 kr.] í hverri gjöf. Endurgreiðslur skulu ekki vera hærri en [20.000
kr.] á mánuði að jafnaði.
5. Leigubílar:
Endurgreiða má kostnað við leigubíla innan lands í tengslum við störf þingmanns.
6. Annað:
a. Framlög og styrkir til stjórnmálaflokka.
b. Sérfræðiaðstoð og gerð kynningarefnis, svo og ýmis kostnaður við vinnuaðstöðu
á heimili eða starfsstöð þingmanns. Hámark fyrir vinnuaðstöðu er [130.000 kr.]
Brynjólfur Þór GuðmundSSon
fréttastjóri skrifar: brynjolfur@dv.is
„Við gerð reglnanna
var það haft til hlið-
sjónar að starfskostn-
aðurinn væri í samræmi
við þau útgjöld sem
fyrirtæki mega telja til
útgjalda í rekstri sín-
um og tengjast störfum
starfsmanna þeirra.“
Þingmenn að störfum Mikil
leynd hvílir yfir starfskostnað-
argreiðslum þingmanna.
mynd HEiða
neitar aðgangi Helgi Bernód-
usson, skrifstofustjóri Alþingis,
hafnaði beiðni um aðgang.
Sandkorn
Vefmiðilinn amx.is, sem undir
leiðsögn Óla Björns Kárasonar
titlar sig fremsta fréttaskýringa-
vef landsins, er lagstur í djúpar
rannsóknir á uppruna orðsins
„skrímsladeild“ Sjálfstæðis-
flokksins.
Tilefnið er
frétt á mbl.
is þar sem
Gunn-
ar Helgi
Kristinsson
stjórnmála-
fræðipróf-
essor notaði
hugtakið um ákveðin öfl innan
áðurgreinds stjórnmálaflokks.
Rannsóknin hefur leitt í ljós að
Össur Skarphéðinsson notaði
orðið þegar árið 2006. Næst vill
amx.is vita hverjir séu í um-
ræddri skrímsladeild.
Annað orð yfir róttækan
frjálshyggjukjarna í Sjálfstæðis-
flokknum er náhirð. Þar er vísað
til þeirra sem næstir stóðu og
standa Dav-
íð Oddssyni
eftirlauna-
þega. Það
orð hefur
náð þó
nokkurri
fótfestu í
málinu. Nú-
tímamerk-
ingu þess orðs má rekja til um-
fjöllunar í DV. Amx hefur verið
talinn helsti hýsill sjónarmiða
hirðmanna. Helstu skjald-
menn hirðarinnar teljast Björn
Bjarnason, Hannes Hólm-
steinn Gissurarson og auðvitað
varaþingmaðurinn Óli Björn
Kárason.
Fyrrverandi seðlabankastjór-
inn og viðskiptaráðherrann
Finnur Ingólfsson skilur eftir
sig mikinn skuldahala nú þeg-
ar Langflug er farið á hausinn.
Samkvæmt fréttum Stöðvar
2 á fimmtudagskvöld nema
skuldirnar
um fjórtán
milljörðum
króna. Finn-
ur var áber-
andi þegar
S-hópur-
inn, sem
naut mik-
ils velvilja
Halldórs Ásgrímssonar, fékk
að kaupa Búnaðarbankann
á sínum tíma og síðar keypti
hann sig inn í Icelandair auk
fleiri fyrirtækja. Sum þessara
fyrirtækja heyra sögunni til eða
hafa verið yfirtekin af ríkinu
en eitt félag stendur líklega
vel. Það er Frumherji sem á og
rekur orkusölumæla Orkuveitu
Reykjavíkur í Reykjavík og víð-
ar, af því hefur félagið traustar
tekjur.
4 föstudagur 21. ágúst 2009 fréttir
Þingmenn að störfum Þingmenn fá fastar ferðakostnaðargreiðslur í hverjum mánuði. Aksturssamningum ríkisstarfsmanna verður sagt upp en óvíst er hvort það sama
gangi yfir þingmenn. Síðdegis í gær ræddu þingmenn ríkisábyrgð vegna Icesave-samkomulagsins. Mynd: róbert reynisson
Ríkisstarfsmenn mega eiga von á því
að missa í framtíðinni fastar greiðsl-
ur sem þeir hafa fengið samkvæmt
aksturssamningum og fá aðeins
greitt í samræmi við akstursbæk-
ur sem þeir verða að halda. Þetta er
hluti af sparnaðaráformum stjórn-
valda. Engin ákvörðun hefur ver-
ið tekin um að fara sömu leið með
fastar ferðakostnaðargreiðslur þing-
manna sem nema tugum þúsunda á
mánuði.
Fastar greiðslur hverfa
Aksturssamningar ríkisstarfsmanna
byggjast á föstum greiðslum sem
eiga að standa undir aksturskostn-
aði vegna starfa þeirra. Annað form
er að greiða aðeins í samræmi við
akstursbækur sem starfsmenn
halda. Samkvæmt sparnaðaráætlun
sem ríkisstjórnin samþykkti á fundi
sínum á föstudag í síðustu viku verð-
ur hér eftir aðeins greitt fyrir akstur
samkvæmt akstursbók og dagpen-
ingar verða aflagðir.
sama gangi yfir þingmenn
Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri
SFR, telur réttast að mæta kostnaði
vegna starfa starfsmanna ríkisins
með sambærilegum hætti. „Í þessu
tilfelli er verið að færa greiðslu akst-
urskostnaðar ríkisstarfsmanna í það
horf að það sé nákvæmlega greitt fyr-
ir þann kílómetrafjölda sem menn
nota við sína vinnu,“ segir Þórarinn.
„Það sama finnst okkur auðvitað
eðlilegt að gangi yfir alþingismenn,
að þeir fái greiddan þann kostnað
sem af ferðalögum hlýst vegna þeirra
hlutverks og vegna þeirra starfa.
Við sjáum því ekkert óeðlilegt við
það að sama fyrirkomulag sé notað
gagnvart þeim og er notað fyrir aðra
starfsmenn ríkisins, að þeir haldi
akstursdagbók vegna sinna starfa og
fái bara greitt samkvæmt þeim.“
engin sérréttindi
Þórarinn leggur áherslu á að eitt
gangi yfir alla en að ekki gildi mis-
munandi reglur eftir því hvar og
hvernig fólk vinnur hjá ríkinu. „Við
getum náð í fordæmi sem er nýlegt.
Það er eftirlaunafrumvarpið. Það er
engin ástæða til þess að réttindaum-
hverfi alþingismanna sé með ein-
hverjum allt öðrum hætti en rétt-
indaumhverfi annarra starfsmanna
ríkisins. Það sem á að liggja til grund-
vallar þegar menn eru að tala um
kaup og kjör, og vissulega er þetta
hluti af kjörum eða starfsaðstæðum,
er að launasetningin á að vera með
einhverjum ákveðnum hætti sem
menn telja vera eðlilegan og sann-
gjarnan.“ Hann telur að ákveðnir
hópar eigi ekki að hafa meiri réttindi
en aðrir. „Allt eru þetta starfsmenn
okkar, starfsmenn samfélagsins, svo
að segja. Þess vegna lítum við á það
sem hið besta mál að ríkið samræmi
þær reglur sem gilda um akstur rík-
isstarfsmanna, hvort sem þeir heita
alþingismenn eða ekki.“
Verkefnið fram undan
Aðspurð hvort til standi að fella nið-
ur fastan ferðakostnað þingmanna
segir Ásta Ragnheiður Jóhannes-
dóttir, forseti Alþingis, það vera eitt
af verkefnunum fram undan að finna
út hvernig Alþingi geti skorið niður í
rekstri sínum. Búast má við veruleg-
um niðurskurði á fjárveitingum til
Alþingis á næstu fjárlögum, eins og
reyndar hjá öðrum sem fá fé úr rík-
issjóði. Mestur kraftur þingmanna
hefur farið í ríkisábyrgð vegna Icesa-
ve-samkomulagsins að undanförnu
og hefur því minni tími gefist til að
skoða hvernig verði skorið niður.
Ásta Ragnheiður bendir á að
greiðslur til þingmanna hafi ver-
ið lækkaðar undanfarið. Þannig
hafi verið ákveðið að halda föstum
greiðslum óbreyttum en venjulega
hafa þær hækkað í samræmi við vísi-
tölu. Þar við má bæta að þingfarar-
kaupið var lækkað um 42 þúsund
krónur eftir hrunið síðasta haust.
Geta framvísað reikningum
Þingmenn fá 61.400 krónar í fast-
ar mánaðarlegar greiðslur vegna
ferðakostnaðar. Sú fjárhæð á að
standa undir ferðakostnaði í næsta
nágrenni heimilis eða starfsstöðv-
ar í kjördæmi sínu. Þessi upphæð á
einnig að standa undir dvalarkostn-
aði á ferðalögum í kjördæminu.
Þetta eru þó ekki einu ferðakostn-
aðargreiðslur sem þingmenn eiga
rétt á. Þannig á að endurgreiða, gegn
reikningum eða akstursbókum, ferð-
ir á fundi eða samkomur sé vega-
lengdin hvora leið meira en fimmtán
kílómetrar frá starfsstöð eða heimili,
einnig má greiða gistikostnað í eigin
kjördæmi í eina nótt þegar sérstak-
lega stendur á.
Þessu til viðbótar fá þingmenn
sem búa á landsbyggðinni endur-
greiddan kostnað vegna ferða milli
heimilis eða starfsstöðvar á lands-
byggðinni og Reykjavíkur ýmist einu
sinni í viku eða daglega yfir þing-
tímann eftir því hvort þeir fá greidd-
an kostnað vegna annars heimilis á
höfuðborgarsvæðinu eða ekki. Þá
skal endurgreiða ferðakostnað vegna
funda sem þingmenn eru boðað-
ir á í Reykjavík meðan þeir dveljast
á heimili sínu sem og ferðir í önnur
kjördæmi vegna fundahalda.
Fljúgi þingmenn milli staða
greiðir þingið fyrir farið auk leigu-
bíls til og frá flugvelli gegn framvís-
un reiknings. Sama á við um ferju-
ferðir og ferðir með rútum. Einnig
geta þingmenn, ef það er talið hag-
kvæmara, fengið bílaleigubíl á veg-
um þingsins.
38 milljónir á ári
Föstu ferðakostnaðargreiðslurnar
nema sem fyrr segir 61.400 krónum á
mánuði. Það jafngildir 736.800 krón-
um á hvern þingmann á ári hverju.
Ef miðað er við að 52 þingmenn
þiggi þessar greiðslur nemur heild-
arupphæðin rúmum 38 milljónum
króna á ári eða 3,2 milljónum króna
á mánuði. Þá er miðað við að þeir tíu
þingmenn sem eru ráðherrar og for-
seti Alþingis að auki eiga rétt á bíl og
bílstjóra en njóta þá ekki ferðakostn-
aðargreiðslna.
brynjólFur Þór GuðMundsson
fréttastjóri skrifar: brynjolfur@dv.is
MISSA GREIÐSLUR SEM
ÞINGMENNIRNIR HALDA
„Það sama finnst okk-
ur auðvitað eðlilegt
að gangi yfir alþingis-
menn.“
20. nóvember 2008 15. apríl 15. maí 31. júlí 22. maí 21. ágúst
GÆTU KEYRT ÞRJÁ
HRINGI UM LANDIÐ
fastar skattfrjálsar greiðslur Þing-
menn fá skattfrjálsar greiðslur sem dygðu
þeim til að keyra fjögur þúsund kílómetra
í hverjum mánuði á sparneytnum bíl.