Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2009, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2009, Síða 10
Rætt um að banna sölu tóbaks Á föstudag fer fram Tóbaksvarn- arþing þar sem meðal annars verður rædd sú hugmynd að taka tóbak úr almennri sölu á Íslandi sem forvarnaaðgerð. Í tilkynningu frá Læknafélagi Íslands kemur fram að reyking- ar séu stærsti heilbrigðisvandi þjóðarinnar. Sjúkdómar tengdir reykingum kosta íslenskt þjóð- félag tæpa 30 milljarða á ári en tekjur ríkisins vegna tóbaks- sölu eru einungis sjö milljarðar. Ögmundur Jónasson heilbrigð- isráðherra sagðist í samtali við DV ekki hlynntur svo róttækum aðgerðum. DýRaRi þuRRmjólk Verð á þurrmjólk í Bónus hef- ur tvöfaldast frá því um miðjan apríl, að því er Neytendasamtök- in greina frá. Varan kostaði 498 krónur þann 20. apríl en kostar nú 995 krónur. Skýring Bónuss er sú að í sumar hafi keðjan keypt 16 þúsund dósir af umboðsað- ila vörunnar á lækkuðu verði, vegna þess að birgirinn átti of mikið magn. Verðið hafi verið í samræmi við tilboðið. Nú séu dósirnar búnar og því hafi var- an hækkað í verði. Frá þessu er sagt á ns.is en þar kemur fram að varan sé tveimur krónum dýrari í Krónunni en töluvert dýrari í öðr- um verslunum. n Vegfarandi hafði samband við DV og vildi kvarta yfir verðlagi hjá Hótel Reynihlíð í Mývatnssveit. Hann hafði keypt tvær hálfs lítra flöskur af Coca- Cola, eina Appelsín í gleri og eina Coke í gleri. Fyrir herlegheitin greiddi hann 2.000 krónur, að eigin sögn. Hann sagði að hálfur lítri kostaði 750 krónur. n Lofið fær Olís við Sæbraut. Blaða- maður átti í vandræðum með ljósabúnað á bíl sínum síðastliðinn föstudag og bað um aðstoð. Vaktstjóri gerði allt sem í hans valdi stóð til að fá ljósin í lag og tókst, eftir töluverða stund og með smá viðgerð, að fá hluta ljósanna í lag. Fyrirmyndar þjónusta. SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS Dísilolía algengt verð verð á lítra 185,9 kr. verð á lítra 188,9 kr. skeifunni verð á lítra 187,4 kr. verð á lítra 180,2 kr. algengt verð verð á lítra 188,9 kr. verð á lítra 181,6 kr. bensín Dalvegi verð á lítra 184,6 kr. verð á lítra 177,3 kr. Fjarðarkaupum verð á lítra 187,4 kr. verð á lítra 180,2 kr. algengt verð verð á lítra 188,9 kr. verð á lítra 181,6 kr. UmSjóN: BALDUR GUÐmUNDSSON, baldur@dv.is / neytendur@dv.is el d sn ey t i 10 þRiðjuDaguR 8. september 2009 neytenDuR Bíógestir á Íslandi þurfa að bíða í tíu til fimmtán mínútur, umfram auglýstan sýningartíma, eftir því að kvikmyndir í bíó hefjist. Þetta fullyrða forsvarsmenn kvikmyndahúsanna á Íslandi. DV hefur fengið ábendingar um að kvikmynda- húsin sýni auglýsingar og sýnishorn úr kvikmyndum í allt að hálfa klukku- stund eftir að sýning myndarinnar á að hefjast. Slíkt kannast talsmenn kvik- myndahúsanna ekki við. Hámarksbið er 15 mínútur BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar baldur@dv.is Forsvarsmenn kvikmyndahúsanna segja að tólf til fimmtán mínútur séu hámarksbið- tími bíógesta vegna auglýsinga á undan kvikmyndasýningu. Í Sambíóunum er miðað við 12 mínútur en hjá kvikmyndahúsum Senu og í Laugarásbíói er biðin ekki lengri en 15 mínútur. Neytendasamtökunum hafa borist margar kvartanir vegna fjölda sýn- ishorna og auglýsinga áður sjálf kvikmyndin hefst. 12 mínútur í Sambíóunum „Viðmiðið er um tíu mínútur hjá okkur. Það getur í mesta lagið farið upp í tólf mínútur samtals, það er að segja bæði sýnishorn og auglýsingar,“ segir Alfreð Ásberg Árnason, framkvæmdastjóri Sambíóanna. Sambíóin eru annar af tveimur stærstu aðilunum í rekstri kvik- myndahúsa á Íslandi; reka kvikmynda- hús í Reykjavík, Keflavík, á Akureyri og Selfossi. Alfreð segir aðspurður að það komi sjaldan fyrir að sýningu myndar seinki meira. Það sé erfitt í framkvæmd enda séu sýningarnar tölvustýrðar. „Tíu mínútur eiga að duga þannig að allir séu komnir í sæti,“ segir hann. 15 mínútna hámark „Í Smárabíó, Regnboganum og Há- skólabíó erum við bundnir við sjö mín- útur í skjáauglýsingar. Að þeim loknum erum við með þrjú til fjögur sýnishorn úr kvikmyndum. Hvert um sig er á bil- inu 1:20 til 2:30 mínútur að lengd, mis- munandi eftir myndum. Í heild eru þetta um 15 mínútur,“ segir Guðmund- ur Breiðfjörð, markaðs- og sölustjóri kvikmyndadeildar Senu. Hann seg- ir aðspurður að þessi tími verði aldrei lengri en 15 mínútur en hins vegar geti hann verið styttri. Stundum sé aug- lýsingaglugginn ekki fullnýttur og þá styttist tíminn sem líður áður en mynd- in hefjist. Guðmundur segir að allar mynd- ir séu tímamældar og því sé vitað ná- kvæmlega hversu langar þær eru og hversu langar auglýsingarnar eru á undan. „Við reiknum með hléi og byrj- um á slaginu. Við uppfærum alltaf tvisvar í viku sýnishornin og auglýsing- arnar þannig að við erum alltaf með á hreinu hversu langt líður áður en myndirnar hefjast,“ segir Guðmundur. Neytendur kvarta Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að sam- tökin hafi fengið þó nokkrar kvartanir frá óánægðum viðskiptavinum kvik- myndahúsanna vegna þessa. „Fólk er óánægt með að þurfa að horfa á aug- lýsingar í langan tíma eftir að auglýst- ur sýningartími er hafinn,“ segir Jó- hannes. Hann bendir á að fólk sé ekki að kaupa sér miða inn á auglýsingar en segir að kvikmyndahúsunum sé í sjálfsvald sett hvernig þau hagi sín- um málum. „Það væri gaman ef eitt- hvert kvikmyndahús myndi byrja að sýna kvikmyndirnar á réttum tíma. Það myndi væntanlega verða af ein- hverjum auglýsingatekjum en í stað- inn fengi það ánægðari viðskipta- vini,“ segir Jóhannes og bætir við að það geti verið mjög ergjandi að horfa lengi á auglýsingar áður en kvik- myndirnar hefjist. „Kvikmyndahúsin ættu að hugsa sinn gang áður en þau flæma frá sér kúnna. Ég ítreka að fólk er að kaupa sér miða inn á bíó en ekki auglýsingar,“ segir Jóhannes. DV hefur, eins og Neytendasam- tökin, einnig fengið ábendingar frá óánægðum viðskiptavinum kvik- myndahúsanna, sem segjast hafa þurft að bíða afar lengi eftir að kvik- myndirnar sjálfar hefjist. Svipað í Laugarásbíó Geir Gunnarsson, markaðsstjóri Myndforms ehf. sem sér um sýningar í Laugarásbíói, hefur svipaða sögu að segja og hinir aðilarnir tveir. „Lengd- in getur verið mismunandi. Við reyn- um að halda auglýsingunum í kring- um fimm mínútur auk þess sem við sýnum þrjú til fjögur sýnishorn úr væntanlegum kvikmyndum,“ segir Geir. Hann segir afar fátítt að lengri tími en 15 mínútur líði áður en kvik- myndirnar hefjast. „Það er í mesta lagi einu sinni á ári sem það verður einhver ruglingur á filmum. Það er samt varla neitt til þess að tala um,“ segir Geir. Hann segir að hámarks- lengd á auglýsingum sé 6 mínútur en á eftir þeim séu þrjú sýnishorn úr kvikmyndum. Ef um stutt sýnishorn er að ræða sýni þeir stundum fjögur. Heildartíminn geti því mestur orðið um 15 mínútur. Lengd augLýsinga og sýnisHorna* 12–15 mínútur Sambíóin Reykjavík, Keflavík Akureyri og Selfossi. um 15 mínútur Smárabíó, Regnboginn, Háskólabíó og Laugarásbíó. *Samkvæmt forsvarsmönnum kvikmyndahúsanna. „Það væri gaman ef eitthvert kvikmynda- hús myndi byrja að sýna kvikmyndirnar á réttum tíma.“ Beðið í korter Kvikmyndahúsin segja að gestir þurfi að bíða í 12 til 15 mínútur eftir að kvikmyndirnar hefjist. MyND BRAGi þóR jóSefSSON

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.