Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2009, Síða 16
Geir R. Andersen
blaðamaður
Geir fæddist í Reykjavík en ólst upp
hjá Geirþrúði Sigurjónsdóttur og
Boga R. Guðlaugssyni í Móakoti í
Garði. Bogi lést 1938 en Geirþrúð-
ur 1974. Seinni maður hennar var
Kristinn J. Einarsson sem lést 1993.
Geir lauk prófi frá VÍ 1956 og
stundaði síðan nám í hótelfræð-
um við École Hoteliere í Lausanne í
Sviss þar sem hann lauk prófi 1959.
Þá sótti hann námskeið Blaða-
mannafélags Íslands 1969.
Að námi loknu var Geir hótel-
stjóri á Hótel KEA á Akureyri 1960-
62, deildarstjóri og yfirmaður far-
þegaþjónustu Loftleiða 1962-80,
auglýsingastjóri Vikunnar 1980-87
og var blaðamaður á DV 1987-2003
er blaðið hætti í þáverandi mynd.
Hann hefur sinnt verkefnum tengd-
um hótel- og veitingarekstri, m.a.
með ráðgjöf hér á landi og í tengsl-
um við félag fyrrv. nemenda hótel-
skólans í Sviss, Association des anc-
iens éléves de L’École Hoteliere de
la S.S.H. Lausanne’ sem er vel þekkt
víða um heim. Þá hefur hann skipu-
lagt náms- og vinnuferðir fyrir ís-
lenska matreiðslumenn á þekkta
veitingastaði í Frakklandi og Sviss.
Geir hefur skrifað fjölda blaða-
greina um þjóðmál og er enn að.
Þá hefur hann þýtt greinar um ýmis
efni, m.a. ritið Val og venjur í mat og
drykk, útg. 1976.
Fjölskylda
Kona Geirs er Brynhildur Krist-
insdóttir Andersen, f. 28.5. 1938,
húsmóðir. Hún er dóttir Kristins
Kristjánssonar, deildarstjóra Gjald-
heimtunnar í Reykjavík, og Sigríðar
Ásthildar Guðjónsdóttur húsmóð-
ur.
Börn Geirs og Brynhildar eru
Kristinn Andersen, f. 7.9. 1958,
doktor í rafmagnsverkfræði, kvænt-
ur Þuríði Erlu Halldórsdóttur hár-
greiðslumeistara úr Hafnarfirði og
eru börn þeirra Halldór, f. 1988,
verkfræðinemi, og Geir, f. 1994; Ívar
Andersen, f. 28.8. 1963, flugmaður
og verslunarmaður, en kona hans
er Þórhalla Þórisdóttir, húsmóðir frá
Auðbrekku í Hörgárdal og eru synir
þeirra Anton Geir, f. 1993, og Kjart-
an Már, f. 1996; Sigríður Ásthildur
Andersen, f. 21.11. 1971, lögfræð-
ingur og vþm. en maður hennar er
Glúmur Jón Björnsson, efnafræð-
ingur og framkvæmdastjóri og eru
dætur þeirra Brynhildur, f. 2005, og
Áslaug, f. 2009.
Foreldrar Geirs: Harald O. And-
ersen, f. 13.9. 1891, d. 22.6. 1934,
kaupmaður í Reykjavík, og Ásta
Anna Björnsdóttir Leví, f. 26.7. 1897,
d. 10.12. 1977, húsmóðir og talsíma-
kona.
Ætt
Harald var bróðir Franz Albert, föð-
ur Hans G. Andersen sendiherra.
Harald var sonur Hans Andersen,
klæðskera í Reykjavík, af sænskum
ættum, og k.h., Helgu Jónsdóttur,
pr. í Glæsibæ, bróður Þorvalds, afa
Vigdísar Finnbogadóttur. Annar
bróðir Jóns var Ingimundur, langafi
Ragnars Tómassonar lögfræðings.
Jón var sonur Jakobs, pr. í Steinnesi
Finnbogasonar. Móðir Jakobs var
Arndís Teitsdóttir, ættföður Vef-
araættar Sveinssonar. Móðir Jóns
var Sigríður Egilsdóttir frá Kiðja-
bergi. Móðir Helgu var Helga, syst-
ir Jóns Norðfjörð, langafa Matthí-
asar Johannessen, skálds og fyrrv.
Morgunblaðsritstjóra, og Louisu
Matthíasdóttur myndlistarkonu.
Helga var dóttir Magnúsar Norð-
fjörð, beykis í Reykjavík Jónsson-
ar, beykis í Reykjarfirði, bróður
Hallgerðar, langömmu Ágústs H.
Bjarnasonar, heimspekings og há-
skólarektors. Jón var sonur Magn-
úsar, pr. á Kvennabrekku Einars-
sonar. Móðir Helgu Norðfjörð var
Helga Ingimundardóttir, systir Ól-
afs, langafa Valgerðar, ömmu Ein-
ars Benediktssonar sendiherra.
Systir Helgu var Ingigerður, lang-
amma Bjargar, ömmu Garðars
Cortes óperusöngvara, föður Garð-
ars Thors Cortes óperusöngvara.
Ásta var dóttir Björns Leví, sím-
stöðvarstjóra á Blönduósi, bróður
Sigfúsar, langafa Sigfúsar í Heklu.
Annar bróðir Björns var Guð-
mundur á Torfalæk, faðir Páls
Kolka læknis og Jóns á Torfalæk,
föður Torfa, oddvita þar. Annar
sonur Jóns var Guðmundur, skóla-
stjóri á Hvanneyri, faðir Ásgeirs
námsgagnastjóra. Þriðji sonur
Jóns var Björn Leví, veðurfræðing-
ur og yfirlæknir, faðir Guðmundar
verkfræðings. Fjórði sonur Jóns er
Jónas fræðslustjóri, faðir Ögmund-
ar heilbrigðisráðherra. Björn var
sonur Guðmundar, b. í Nípukoti,
Jónssonar, bróður Sveins, lang-
afa Guðmundar Björnssonar próf-
essors. Móðir Ástu var Guðlaug
Sveinsdóttir, systir Hildar, hús-
freyju á Geitaskarði í Langadal,
móður Ísleifs Árnasonar prófess-
ors og Guðrúnar Árnadóttur, móð-
ur Ólafs Johnson yngri.
Geir heldur sig til hlés á þessum
tímamótum en sækir ræktina að
venju.
Ósk fæddist á Akureyri en ólst
upp á Ólafsfirði. Hún var í Barna-
skóla Ólafsfjarðar og Gagnfræða-
skóla Ólafsfjarðar, stundaði nám í
viðskiptafræði við framhaldsdeild
Gagnfræðaskólans, lauk próf-
um frá Förðunarskóla Íslands og
er jafnframt sérfræðingur í nagla-
fræðum.
Ósk byrjaði sex ára gömul að að-
stoða við fiskvinnslu hjá föður sín-
um á Ólafsfirði, vann við fiskvinnslu
á Ólafsfirði til sautján ára aldurs.
Hún var starfsmannastjóri líkams-
ræktarstöðvarinnar Hress í Hafnar-
firði með námi, starfaði við snyrti-
vöruverslunina Aveda í Kringlunni
í fimm ár en opnaði síðan eigin
snyrtistofu, Stofuna, að Strandgötu
17 í Hafnarfirði árið 2007 og hefur
starfrækt hana síðan.
Fjölskylda
Maður Óskar er Hilmar Erlends-
son, f. 8.11. 1972, starfsmaður við
sölu- og markaðsmál hjá 365.
Börn Óskar og Hilmars eru Irena
Hilmarsdóttir, f. 11.6. 2006; Elmar
Hilmarsson, f. 6.10. 2008.
Systur Óskar eru Lena Rós
Matthíasdóttir, f. 7.9. 1972, sóknar-
prestur í Grafarvogskirkju; Telma
Matthíasdóttir, f. 16.2. 1976, einka-
þjálfari í Hafnarfirði.
Hálfbræður Óskar eru Ísleif-
ur Atli Matthíasson, f. 10.8. 2001;
Matthías Elí Matthíasson, f. 11.4.
2006.
Foreldrar Óskar eru Matthías
Sæmundsson, f. 17.8. 1952, eigandi
Ektabrauðs í Hafnarfirði, og Jón-
ína Björk Óskarsdóttir, f. 25.1. 1953,
forstöðumaður í Hraunseli í Hafn-
arfirði.
Ósk Matthíasdóttir
eigandi Stofunnar í Hafnarfirði
Júlíus fæddist í Keflavík en ólst upp
í Sandgerði. Hann var í Grunnskóla
Sandgerðis.
Júlíus var í fiskvinnslu hjá Flug-
fiski í Sandgerði á unglingsárunum
og starfaði þar til 2004. Þá hóf hann
störf hjá Adidas á Íslandi og er nú
lagerstjóri hjá fyrirtækinu.
Júlíus æfði og keppti í knatt-
spyrnu með Reyni í Sandgerði á
æsku- og unglingsárunum. Hann
er nú framkvæmdastjóri knatt-
spyrnuliðsins FC Kajak frá Sand-
gerði.
Fjölskylda
Kona Júlíusar er Birna Eiríksdóttir,
f. 5.12. 1980, starfsmaður hjá Lýs-
ingu.
Börn Júlíusar og Birnu eru Ísak
Leon Júlíusson, f. 17.4. 2003; Krist-
ín Marý Júlíusdóttir, f. 23.9. 2005.
Systkini Júlíusar eru Sigursveinn
Bjarni Jónsson, f. 6.5. 1976, sölu-
maður hjá Iceland Seafood; Ástrós
Jónsdóttir, f. 17.8. 1989, var að ljúka
stúdentsprófi.
Foreldrar Júlíusar eru Jón Bjarni
Sigursveinsson, f. 10.8. 1957, fram-
kvæmdastjóri Flugfisks í Sandgerði,
og Júlía Sigurbjörg Stefánsdóttir, f.
5.3. 1960, starfsmaður hjá Flugfiski.
30 ára í dag
30 ára
n Daniel Eduardo Pinedo Quintero Njálsgötu 86,
Reykjavík
n Heiðveig María Einarsdóttir Álfahvarfi 5, Kópa-
vogi
n Aurimas Simonis Nökkvavogi 11, Reykjavík
n Rekka Ramachandran Njálsgötu 19, Reykjavík
n Bragi Hjartarson Álfhólsvegi 86, Kópavogi
n Sigurður Eiríkur Sigurðsson Laufengi 9, Reykjavík
n Guðrún Þorgeirsdóttir Sóltúni 16, Reykjavík
40 ára
n Hildur Jóhannsdóttir Bollagörðum 23, Seltjarn-
arnesi
n Þorbjörg Sigurðardóttir Galtalind 4, Kópavogi
n Kristján P Vilhelmsson Óðinsgötu 2, Reykjavík
n Anna Kristín Davíðsdóttir Sunnubraut 6, Blöndu-
ósi
n Ísól Fanney Ómarsdóttir Björtusölum 4, Kópavogi
n Alda Guðlaug Leifsdóttir Vörðugili 4, Akureyri
n Loftur S Magnússon Syðra-Langholti 4, Flúðum
n Ingvar Helgi Kristjánsson Böðvarsnesi, Akureyri
n Atli Gunnarsson Miðsölum 4, Kópavogi
n Júlíus Steinar Heiðarsson Óðinsgötu 8, Reykjavík
50 ára
n Jóhanna M Thorlacius Krókabyggð 1a, Mosfellsbæ
n Alda Björk Sigurðardóttir Vesturási 36, Reykjavík
n Ólafur Ragnarsson Kambahrauni 47, Hveragerði
n Jórunn Sigríður Ólafsdóttir Eiðismýri 24, Sel-
tjarnarnesi
n Auðbjörg Svava Björgvinsdóttir Áshamri 58,
Vestmannaeyjum
n Unnar Freyr Bjarnason Kastalagerði 3, Kópavogi
n Gylfi Markússon Kirkjulækjarkoti 4, Hvolsvelli
n Karl Frímannsson Hrafnagilsskóla, Akureyri
n Suncana María Slamnig Eiðum Garði, Egilsstöðum
60 ára
n Ámundi H Þorsteinsson Hvassaleiti 16, Reykjavík
n Svanhvít Sigurðardóttir Aðalstræti 75, Patreksfirði
n Jóhann Kröyer Miðleiti 8, Reykjavík
n Haraldur Huginn Guðmundsson Einholti 28,
Akureyri
n Guðmundur Sigurðsson Karfavogi 58, Reykjavík
n Guðbjörg Vignisdóttir Lautasmára 1, Kópavogi
n Hulda Einarsdóttir Furulundi 9b, Akureyri
70 ára
n Svanheiður Friðþjófsdóttir Tindaflöt 5, Akranesi
n Karen María Pálína Gestsdóttir Ársölum 1,
Kópavogi
n Sigrún Jónsdóttir Hjaltabakka 24, Reykjavík
n Hreinn Jónsson Smáragrund 8, Sauðárkróki
n Ásdís Hrólfsdóttir Aðalstræti 19, Bolungarvík
75 ára
n Árni Arinbjarnarson Geitlandi 3, Reykjavík
n Ólöf Erla Þórarinsdóttir Lækjargötu 30, Hafnarfirði
n Sigurjón Kristinsson Kistuholti 21, Selfossi
n Pálmar Þorsteinsson Þúfubarði 10, Hafnarfirði
n Maríanna Sigurðardóttir Búhamri 68, Vest-
mannaeyjum
n Arndís Björnsdóttir Austurströnd 14, Seltjarnarnesi
80 ára
n Cecilia Steingrímsdóttir Skarðshlíð 31b, Akureyri
n Sigurður K Eiríksson Norðurkoti 3, Sandgerði
n Karl Sigurbjörn Kristjánsson Hljóðalind 5,
Kópavogi
n Sveinn Steinsson Bjargarstíg 6, Reykjavík
n Sveinbjörg Eiríksdóttir Frostafold 14, Reykjavík
n Paul D B Jóhannsson Gullsmára 10, Kópavogi
85 ára
n Sturlína Sturludóttir Hraunvangi 7, Hafnarfirði
n Sigurður Jóhannsson Víkurbraut 30, Höfn í
Hornafirði
n Elísabet Jónsdóttir Stóragerði 38, Reykjavík
n Garðar Halldórsson Vitateigi 5, Akranesi
n Einar Sigtryggsson Raftahlíð 4, Sauðárkróki
95 ára
n Guðríður Hjaltested Karfavogi 52, Reykjavík
100 ára
n María Kristjánsdóttir Austurbrún 4, Reykjavík
Til
hamingju
með
afmælið!
75 ára í dag
16 ÞriðJudagur 8. september 2009 ættfræði
Umboðs- og söluaðili
Birkiaska ehf.
sími: 551 9239
www.birkiaska.is
Birkilauf
30 ára í dag
Júlíus M. Jónsson
lagerStJóri í Kópavogi
auglýsingasíminn er
512
70
50