Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2009, Page 21
á þ r i ð j u d e g i
Upp, Upp, Upp á topp
Þrívíddarteiknimyndin Upp var vinsælasta myndin um liðna
helgi sé tekið mið af aðsóknarlista kvikmyndahúsanna. Hún
hefur þar sætaskipti við nýjustu mynd Quentins Tarantino, In-
glourious Basterds, sem fellur niður í annað sætið. Í þriðja sæti
kemur svo íslenski spennutryllirinn Reykjavik Whale Watching
Massacre sem ríflega 2600 manns borguðu sig inn á um helgina.
DaUði, Laxness
og „fUck“
Fullt var út úr dyrum á fyrsta Iðnó-
upplestrinum á Bókmenntahátíð
í Reykjavík í fyrrakvöld. Á meðal
þeirra sem lásu var Pulitzer-verð-
launahafinn Junot Diaz sem gerði
mikla lukku, ekki síst vegna endur-
tekinnar notkunar sinnar á orðinu
„fuck“ áður en upplesturinn hófst.
Eini íslenski höfundurinn sem las
þetta kvöld var Steinar Bragi, höf-
undur hinnar rómuðu bókar Konur
sem kom út í fyrra. Hann las upp
úr nýrri skáldsögu sinni, Himnin-
um yfir Þingvöllum, sem kemur
út eftir nokkrar vikur. Þar segir frá
ævintýrum ungs manns sem vinn-
ur að doktorsritgerð um dauðann í
verkum Halldórs Laxness. En eftir
að ókunnug stúlka kemur óvænt
í heimsókn, og pilturinn les svo
um andlát hennar í Mogganum
skömmu seinna, fara skrítnir hlutir
að gerast.
sinDri tiL
VeraLDar
Sindri Freysson rithöfundur og
bókaútgáfan Veröld hafa gengið
frá samningi um að forlagið fari
með útgáfumál hans bæði heima
og erlendis. Um tæplega tveggja
áratuga skeið hefur Forlagið og
síðar JPV gefið út bækur Sindra.
Hann leggur nú lokahönd á
skáldsögu sem kemur á markað
síðar í haust en síðasta skáldsaga
hans, Flóttinn, kom út árið 2004.
Sindri hlaut Bókmenntaverðlaun
Halldórs Laxness árið 1998 fyrir
skáldsöguna Augun í bænum og
var tilnefndur til Íslensku bók-
menntaverðlaunanna árið 2000
fyrir ljóðabókina Harði kjarninn
(njósnir um eigið líf ).
ÚtgáfUtónLeik-
ar í aUstUrbæ
Sigríður Thorlacius ásamt Heiðurs-
piltum sínum ætlar að fagna útkomu
sinnar fyrstu sólóbreiðskífu með
tónleikum í Austurbæ á morgun.
Platan nefnist Á Ljúflingshól og er
óður til laga Jóns Múla Árnason-
ar. Sérstakur gestur á tónleikunum
verður leikkonan Guðrún Ásmunds-
dóttir en hún mun taka að sér hlut-
verk sögumanns. Tónleikarnir hefj-
ast stundvíslega klukkan 21 en húsið
er opnað hálftíma fyrr. Aðgangseyrir
er 2500 krónur og í gær voru enn til
miðar.
Lík Michaels Myers týnist í flutn-
ingum en hann er engu að síður
talinn dauður. Laurie Strode reyn-
ir að jafna sig eftir seinustu átök
við Michael bróður sinn og þjáist
af martröðum samfara því. Svæsn-
ir draumarnir eru undanfarar end-
urkomu Mikes yfir Halloween-há-
tíðirnar. Mike hefur nefnilega það
metnaðarfulla plan að sameina My-
ers-fjölskylduna fyrir handan með
því að myrða Laurie. Svo hér er um
að ræða óhefðbundna fjölskyldu-
mynd um mikilvægi þess að sam-
eina splundraðar fjölskyldur með
raðmorðum.
Sumir hafa metið leikstjórann
Rob Zombie sem ferskan andblæ
um annars rotið hold splattergeir-
ans og hér fæst hann við eina blóð-
rúnkuðustu hryllingsmyndaröð
sögunnar. Gervi Mikes er jafn fínt
og í öllum hinum myndunum auk
þess sem meiri goth-stemning ger-
ir vart við sig hér. Reynt er að dýpka
á myndinni og auka dulúð með
mömmu Mikes og hesti sem fylgir
henni í reglulegum sýnum. Draum-
arnir eru alveg fínir og geðveikin
sem magnast upp í endann er í sval-
ari kantinum. Áferðin er hrá og fín,
einföld tónlistin nær á stöku stað
sínu fram og svakalega ýkt hljóð-
setningin skilar sínu. En svo erum
við enn eina ferðina komin í morð
á sætum nöktum stelpum, fórnar-
lömb sem taka fáránlegar ákvarð-
anir á flótta o.s.frv. Klisjudrulla en
element sem hrífur suma trekk í
trekk. Það áhugaverðasta við mynd-
ina er rithöfundurinn Dr. Samu-
el Loomis sem liggur undir mik-
illi gagnrýni fyrir að gera sér ófarir
annarra að féþúfu með bókaútgáfu
um Mike Myers. Þetta er einn fárra
góðra bita í ansi þunnri blóðsúpu.
Vandamálið er alltaf það sama við
myndir á borð við þessar. Það vant-
ar meira af sálfræði óttans. Hryll-
ingsmyndaleikstjórar verða að sýna
minna blóð og nýta fremur ímynd-
unarafl áhorfandans. Þú getur bara
drepið hvern og einn einu sinni og
það er bara ákveðið blóðmagn í
hverjum manni. Andlegur hrylling-
ur er hinsvegar endalaus, rétt eins
og lendur hugans. Heimildamynd
Kusturica um Diego Maradona fer
víst beint á vídeó og mynd Stevens
Soderberghs og Benicios Del Toro
um Che Guevara sömuleiðis. En svo
ratar þetta Halloween-dótarí í bíó
svo við getum horft á leðurgrímufés
éta hráan hund. Það er hinn raun-
verulegi hryllingur sem bíógestir
standa frammi fyrir.
Erpur Eyvindarson
Fjölskyldusaga raðmorðingja
Grunnhugmyndin að baki Reykjavik
Whale Watching Massacre er helvíti
góð en þar með er eiginlega allt það
jákvæða um þennan íslenska splatt-
er upptalið. Handritið er þvæld moð-
suða, leikurinn langt undir meðal-
lagi með örfáum undantekningum
og myndin sjálf er stefnulaust rekald
sem kastast á milli þess að vera eina
stundina spennutryllir, flippuð grín-
mynd þá næstu og blóðugur splatter
þess á milli með þeirri sorglegu nið-
urstöðu að hún er ekkert af þessu.
Hryllingsmyndir eru þeirri náttúru
gæddar að þær þurfa ekkert endilega
að styðja sig við almennilegt hand-
rit né heldur góðan leik til þess að
geta talist fínar fyrir sinn hatt. Þessi
skemmtilegi eðlisþáttur hryllings-
mynda gagnast RWMM þó því miður
ekki. Hún hlunkast klaufalega af stað
á meðan lítt áhugaverðar persónurn-
ar eru kynntar til leiks, hringsnýst svo í
kringum sig í vandræðagangi en tekur
hressilegan krampakipp undir lokin
þegar þokkaleg spenna næst upp. Illu
heilli nær myndin þó ekki að lyfta sér
upp úr klisjuhjakki þegar hún rís sem
hæst og örlög staðlaðra persónanna
eru vel flest ansi kunnugleg og má í
einu tilfelli rekja allt aftur til 1968.
Sagan er nú þannig vaxin að það
væri til að æra óstöðugan að rekja
hana af einhverju viti en í stuttu máli
greinir myndin frá ósamstæðum
hópi ferðamanna frá ýmsum heims-
hornum sem ætla að lyfta anda sín-
um með því að horfa á hvali á mið-
unum. Ekki vill þó betur til en svo
að skipstjóri skoðunarskipsins (leik-
inn af sjálfum Gunnari Hansen sem
gerði garðinn frægan sem Leðurfés-
ið í Texas Chain Massacre fyrir margt
löngu) drepst í slysi og eftir standa
ráðvilltir og vélarvana landkrabbarn-
ir á hafi úti. Þeim til bjargar kemur
kengbrengluð fjölskylda hvalveiði-
fólks á hvalbátnum sínum. Þetta er
því miður óttalegt hyski sem dundar
sér við það í fásinninu að slátra nátt-
úruunnendum og „greenpiss“-pakki.
Ófétislegt pakkið minnir um margt á
úrkynjaðan skrílinn sem át unglinga
í Texas Chainsaw Massacre þótt það
komist ekki með tærnar þar sem sá
lýður hafði hælana hvað ógn varðar.
Samt eru þau, móðir og tveir sturlaðir
synir, nú ljósið í myrkrinu og ekki er
annað að sjá en Guðrún Gísladóttir,
Helgi Björnsson og Stefán Jónsson
skemmti sér ágætlega í hlutverkum
þeirra. Þau gera það sem þau geta
við rýrt hráefnið sem þeim er fengið
og óneitanlega hefði verið meira líf í
tuskunum ef þau hefðu fengið áhuga-
vert fólk til að drepa. En því er ekki að
fagna hér.
Hugmyndin að baki RWWM er
sem fyrr segir fín og því veldur úr-
vinnslan óhjákvæmilega miklum
vonbrigðum og auðvitað ætti ekta ís-
lenskur splatter að vera hvalreki en til
þess þarf hryllingurinn að vera hrylli-
legur, spennan stöðug og viðbjóður-
inn ógeðslegur. Stefnuleysið drepur
hins vegar spennuna og ógeðið er
frekar fyndið en óþægilegt og brand-
ararnir eru flestir þreyttir og úldn-
ir. Fátt er þó svo með öllu illt og það
má alveg hafa gaman af vitleysunni
á köflum þótt mann gruni nú óhjá-
kvæmilega í ljósi alls að þegar mynd-
in er fyndin hafi það verið óvart.
Þórarinn Þórarinsson
sÚr sUbbU-
sk pUr
halloween 2
Leikstjóri: Rob Zombie
Aðalhlutverk: Scout Taylor-Compton,
Tyler Mane, Danielle Harris.
kvikmyndir
fókUs 8. september 2009 þriðjUDagUr 21
Ódrepandi
Michael Myers
gefst ekki upp.
Há dú jú læk Æsland?
Helgi Björnsson gerir sitt til
þess að lyfta RWWM þótt
hann fái stundum óbæri-
lega hallærislegar línur.
Reykjavik whale
watching MassacRe
Leikstjóri: Júlíus Kemp
Aðalhlutverk: Pihla Viitala, Helgi Björnsson,
Terence Anderson, Guðrún Gísladóttir
kvikmyndir