Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2009, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2009, Qupperneq 8
8 þriðjudagur 15. september 2009 fréttir „Skyndilega fékk ég þungt högg á höfuðið,“ segir konan sem bloggar- inn Anna María Baldursdóttir hefur meðal annars sakað um líkamsár- ás á bloggsíðu sinni. Konunum lenti saman á Geirsnefi á mánudaginn fyr- ir viku þar sem þrætueplið var meint ill meðferð á hundi. Anna María stofnaði bloggsíðu í síðustu viku þar sem hún greindi frá fólskulegri líkamsárás sem hún varð fyrir þegar hún skipti sér af eig- endum hunds. Á bloggsíðunni lýsti Anna málavöxtum og sagði að hún hefði skipt sér af mæðgum við bifreið á Geirsnefi og séð móðurina berja hundinn í andlitið með stórri gler- skál. Anna sagði að konurnar hefðu brugðist ókvæða við og skipað henni að koma sér í burtu. Eftir nokkurt orðaskak segir Anna að konan hafi ráðist á sig svo stórsér á henni. Hótanir í bloggheimum DV hafði upp á yngri konunni sem Anna María ber þessum sökum. Hún féllst á að segja sína hlið á mál- inu þar sem henni ofbýður frásögn Önnu Maríu sem hún segir ekki vera á neinum rökum reista. Hún vill þó ekki koma fram undir nafni af ótta við hótanir í bloggheimum. Hún á tvo syni, annar þeirra, sem er í tíunda bekk, var með móður sinni og ömmu þegar átökin brutust út á Geirsnefi. Hún hefur undir höndum ljósmyndir af áverkum sem hún hlaut eftir árás- ina og birtar eru með fréttinni. Reyndu að róa hundinn niður Konan lýsir aðdraganda atviksins á þann veg að hún og móðir hennar, ásamt syni, hafi verið að viðra tvo hunda á Geirsnefi síðdegis á mánu- dag. Hundur móður hennar, sem er af tegundinni border collie, hafi stungið af og þær beðið við bílinn þar til hann kom aftur. „Þegar hann kem- ur loksins nær móðir mín honum og við förum að bílnum. Hún opnar skottið og setur hundinn inn. Hann urrar og glefsar í hana því hann var eitthvað pirraður á að þurfa að fara í búrið,“ segir konan og bætir við að það sé ekki óvanalegt hjá hundin- um. „Hún tók þá vatnsskálina hans og lamdi henni í búrið og sagði „nei“ við hann. Svo fór hún með höndina inn í búrið til að athuga hvort hann héldi áfram að sýna tennurnar sem hann og gerði. Hún lamdi skálinni þá aftur í búrið og gerði það í smástund. Ég stóð bara þarna og horfði á,“ seg- ir konan og bætir við að skálinni hafi aldrei verið lamið í hundinn. Aðeins í búrið. Hún bætir við að þá hafi Anna María komið að þeim. Mömmu brugðið Anna María sagðist hafa horft á þær mæðgur berja hundinn með skál- inni. Konan segist hafa þagað á með- an Anna María talaði við móður hennar en Anna hafi haldið áfram að ausa úr skálum reiði sinnar yfir móður hennar sem hafi verið mjög brugðið. Enn fremur, eins og Anna María lýsir í bloggfærslu sinni, hót- aði hún að kæra móðurina fyrir brot gegn dýraverndunarlögum. „Á endanum fékk ég bara nóg af henni og sagði: „Kærðu hana þá bara en komdu þér burt því þér kemur þetta ekkert við.“ Hún hélt samt áfram og við skiptumst á orðum. Eftir smá- stund fór mamma inn í bíl og lokaði skottinu og ég stóð hjá farþegahurð- inni,“ segir konan. Sparkaði í bringuna Eftir þessi orðaskipti segir konan að Anna María hafi gengið burt en hún sjálf hafi ekki getað setið á sér og sagt við hana: „Já, komdu þér í burtu þarna, druslan þín.“ Konan segir að skyndilega hafi hún fengið þungt högg á höfuðið. „Hún náði taki á hár- inu þannig að við fórum strax í göt- una. Ég var bara föst því hún ríghélt í hárið á mér. Þá rauk sonur minn út úr bílnum og byrjaði að reyna að losa hendurnar á henni úr hárinu á mér og sagði henni að láta mig í friði.“ Konan segir að Anna María hafi ekki losað takið strax en sonur henn- ar hafi þó komið henni til hjálpar. Þegar hún hafi losnað úr takinu hafi Anna María sparkað af miklum krafti í bringuna á henni. Sonur hennar hafi þá tekið í Önnu og ýtt henni frá sér. Konan segir að hún hafi náð að stöðva Önnu Maríu áður en hún rauk í son hennar og snúið hana niður og haldið henni þar til lögregla kom á staðinn. Segir lögregluna hafa þekkt Önnu Maríu Konan segir að móðir hennar hafi hringt á lögregluna og hún hafi kom- ið á staðinn eftir nokkurn tíma. Hún segir að það hafi hins vegar vakið at- hygli að annar lögreglumannanna sem kom á vettvang hafi þekkt Önnu Maríu. Tekin hafi verið skýrsla af öll- um málsaðilum, auk fjögurra vitna. „Tuttugu mínútum síðar fór ég niður á bráðamóttöku og þá sá ég að lögreglan og Anna María voru þar niður frá og voru að tala saman. Ég fór inn á meðan mamma lagði bílnum. Mamma ákvað því að taka myndir á símann sinn,“ segir konan sem fékk áverkavottorð á slysadeild. Engin vitni skráð þótt þau hafi gefið skýrslu „Um nóttina ákvað ég að fara aftur upp á slysadeild vegna verkja sem ég var með í eyrum og af því að ég var öll að drepast í skrokknum. Þá kíktu þau á mig og voru skráðir fleiri áverk- ar,“ segir konan en á miðvikudaginn kærði hún Önnu Maríu fyrir líkams- árás. Hún segir að sér hafi þó þótt einkennilegt að hún væri skráð sem árásaraðili í skýrslu lögreglu þótt hún hafi setið ofan á Önnu Maríu þegar lögregla kom á vettvang og fjölmörg vitni hafi staðfest frásögn- ina. Þá hafi engin vitni fundist í skrá lögreglunnar að hennar sögn. „Við horfðum samt á þá taka niður nöfn og símanúmer fleiri vitna sem núna hafa komið fram á netinu og stutt mína frásögn. Ég fékk enga útskýr- ingu á því og hef ekki verið kölluð til skýrslutöku. Þessi vitni eiga eftir að gefa sig fram,“ segir konan og veltir því fyrir sér hvort tengsl lögreglunnar við konuna hafi gert það að verkum að vitnin hafi týnst. Enginn lamdi hana Konan segir að hún hafi í raun neyðst til að segja sína hlið á málinu vegna hótana. „Ég var farin að hugsa málið hvort ég þyrfti að gefa einhvers kon- ar yfirlýsingar í fjölmiðlum um mína hlið á málinu. Hún er svoleiðis búin að æsa upp almenning að það eru komnar fram hótanir gegn okkur. Ég kærði hana og ætla ekkert að bakka frá því enda trúi ég ekki öðru en sannleikurinn komi í ljós þegar tal- að verður við vitnin. Þetta var bara fólk sem var þarna á svæðinu. Ég þekkti engan þeirra. Það er einhver ástæða fyrir því að enginn hjálpaði henni. Það var enginn sem lamdi hana,“ segir konan að lokum. Kona sem borin er þungum sökum á bloggsíðu Önnu Maríu Baldursdóttur, vegna átaka sem áttu sér stað á Geirsnefi í síðustu viku, segir að frásögnin sé ekki á rökum reist. Hún hefur kært Önnu Maríu fyrir líkams- árás og segist hafa neyðst til að koma fram af ótta við hótanir í bloggheimum. „Komdu þér í burtu druslan þín“ „Ég kærði hana og ætla ekkert að bakka frá því enda trúi ég ekki öðru en að sannleikurinn komi í ljós þeg-ar talað verður við vitnin.“ EinaR ÞóR SiguRðSSon blaðamaður skrifar einar@dv.is Bloggari yfirbugaður Konan segist hafa náð að stöðva Önnu Maríu áður en hún rauk í son hennar og snúið hana niður og haldið henni þar til lögregla kom á staðinn. Lögreglan Kom á staðinn og ræddi við málsaðila og vitni en konan er ekki sátt við að vera kölluð árásaraðili í skýrslu lögreglunnar. Bringuspark Konan sýnir hér marblett á brjósti sínu sem ætla má að sé eftir bringu- spark Önnu Maríu. Blá og marin Við seinni skoðun á slysa- deild fundust ýmsir áverkar á konunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.