Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2009, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2009, Qupperneq 10
Mánudaga til fimmtudaga er nammi í lausasölu langódýrast í Bónus. Þar kostar kílóið af nammi 949 krónur alla daga vikunnar. Á föstudögum er nammið ódýrast í Krónunni en á sunnudögum er það ódýrast í Euro- pris. Hjá Olís má hins vegar á laugar- dögum finna ódýrasta nammi lands- ins. Þar kostar kílóið 775 krónur og er hvergi ódýrara, ef marka má verð- könnun DV. Vörugjöld á sykruð matvæli voru sett á þann 1. september en kíló af sykruðu sælgæti hækkaði um 160 krónur við þá breytingu. Ekki er víst að hversu miklu leyti það hefur skilað sér í verslanir en blaðamaður varð á einum stað var við að sælgætið hafði hækkað um um það bil 100 krónur. Stórir pokar Bland í poka er vinsælt meðal yngri kynslóðarinnar. Það sést vel á því að nammibarir, þar sem hægt er að velja sér nammi í poka, eru nán- ast í hverri einustu verslun. DV fór á stúfana og athugaði kílóverð í tíu verslunum á höfuðborgarsvæðinu. Sérstaka athygli vakti hversu stóra poka og skeiðar verslanir bjóða upp á. Á nokkrum stöðum voru allt að fimm lítra pokar í boði og engir minni. Mikill verðmunur er á namm- inu eftir því hvar það er keypt. Í Bónus kostar nammið 949 kílóið alla daga, eins og áður sagði, og er langódýrasta nammið mánudaga til fimmtudaga. Næstódýrast er nammið í Olís en verðmunurinn er 63 prósent. Í Shell, N1, Nóatúni og 10-11 er nammið um 110 prósent- um dýrara en í Bónus áðurnefnda daga; kostar liðlega 2.000 krónur á hvert kíló. Afsláttur um helgar Um helgar breytist verðið mikið því allar verslanir bjóða nammið á niðursettu verði á laugardögum; yf- irleitt er veittur 50 prósenta afsláttur, nema í N1, þar sem afslátturinn er 52 prósent. Í Bónus er verðið það sama; 949 krónur, en það er kynnt sem svo að afsláttur sé veittur alla daga. Á laugardögum er nammið ódýr- ast í Olís; kostar 775 krónur. Fast á hæla Olís kemur Europris, hvar verð- ið er 795 krónur á laugardögum og sunnudögum. Þeir sem vilja kaupa nammi á föstudögum ættu að gera það í Krón- unni. Þar er helmingsafsláttur bæði á föstudögum og laugardögum; nam- mið kostar þá 900 krónur. Dýrast er nammið í Nóatúni og 10-11, en þar kostar nammið á laugardögum rétt um 1.000 krónur á hvert kíló. Mesta úrvalið í Hagkaupum Til að komast að því hvort mismun á kílóverði mætti rekja til úrvals eða fjölda sorta var brugðið á það ráð að telja hversu margar tegundir sælgæt- is eru á boðstólum. Engin áberandi fylgni reyndist þar á milli. Hagkaup reyndust bera höfuð og herðar yfir aðrar verslanir hvað úrval snertir. Eft- ir að blaðamaður hafði ruglast nokkr- um sinnum við talninguna brá hann á það ráð að spyrja þann sem sér um áfyllingar. Sá sagði án umhugsunar að boxin væru 222 talsins en það rímaði við grófa áætlun blaðamanns. Fáeinar tegundir voru þó í fleiri en einu boxi, svo áætla má að sortirnar séu alls um 200 talsins. Aðrar verslanir standa Hagkaupum langt að baki hvað úrval varðar. Í versl- un nammi.is í Smáralind eru sortirn- ar 74, í Shell 49, í Krónunni 47 og í 10- 11 42. Minnsta úrvalið er í Bónus. Þar geta neytendur valið úr 25 sortum. Í Olís eru sortirnar 28. Bjóddu í Bíla Á uppboðsvefnum bilauppbod.is má stundum kaupa bíla af trygg- ingafélögunum á kostakjörum. Bílarnir hafa sumir hverjir orðið fyrir tjóni en aðrir eru í fínu ásig- komulagi. Hægt er að skoða upp- boðsmuni í húsnæði Króks bíla- stöðvar, í Suðurhrauni í Garðabæ, auk þess sem myndir eru af farartækjunum á vefnum en uppboðstími er að jafnaði þrír til fimm dagar, að því er fram kem- ur á heimasíðunni. Þegar þetta var skrifað var hægt að bjóða í 19 ökutæki. Bílarnir eru eðli málsins samkvæmt seldir hæstbjóðend- um, svo nauðsynlegt getur verið að hafa hraðar hendur. Varið ykkur á hringingum Fregnir hafa borist af því að óprúttnir náungar hafi hringt í fólk og þóst vera að selja öryggis- gæslu. Þetta er einföld leið til að komast að því hvort viðkomandi er með öryggiskerfi á húsinu. Ef fólk telur að um sölumann sé að ræða er hætta á að það gefi upp viðkvæmar upplýsingar sem geta nýst óprúttnum aðilum.“ Frá þessu segir á heimasíðu Neyt- endasamtakanna. Þar er fólk varað við því að veita upplýsing- ar um öryggisvarnir heimilisins símleiðis. Ef símtöl berast um ör- yggisvarnir eigi fólk að hringja til baka í opinbert símanúmer þess öryggisfyrirtækis, þannig sé hægt að tryggja að ekki sé um óprúttna aðila að ræða. n Viðskiptavinur Símans hafði samband við DV og kvartaði yfir fyrir- komulagi við net- áskrift. Hann sagðist vera með 12 megabæta tengingu og 40 gígabæta niðurhalskvóta. Vilji hann 60 gígabæta kvóta minnki hraðinn niður í 8 megabæt. Engu að síður greiði hann 200 krónum meira en áður. n Lofið fær Borgarbókasafn Reykjavík- ur í Grafarvogskirkju. Viðskiptavinur þurfti á bók að halda seint á föstudegi en var hvorki með bókasafnskort né skilríki. Hjá afgreiðslukonu mætti hann góðri þjónustu og skilningi á aðstæðum en afgreiðslukonan leysti farsællega úr vandanum. SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS Dísilolía algengt verð verð á lítra 182,9 kr. verð á lítra 185,9 kr. Skeifunni verð á lítra 184,4 kr. verð á lítra 178,2 kr. algengt verð verð á lítra 185,9 kr. verð á lítra 179,6 kr. bensín dalvegi verð á lítra 181,6 kr. verð á lítra 175,3 kr. Fjarðarkaupum verð á lítra 184,4 kr. verð á lítra 178,2 kr. algengt verð verð á lítra 185,9 kr. verð á lítra 179,6 kr. UmSjóN: BALDUR GUÐmUNDSSON, baldur@dv.is / neytendur@dv.is el d sn ey t i Vefsíðan pintprice.com fylgist með bjórverði: Ölið ódýraSt í Finnlandi Ódýrasti bjórinn á Norðurlöndunum fæst í Finnlandi, ef marka má vefsíðuna pintprice.- com. Þar kostar krús- in 4,15 evrur eða 745 íslenskar krónur á nú- verandi gengi. Notend- ur um allan heim geta skráð sig inn á vefsíðuna og gefið upp verð á bjór á þeim stöðum sem þeir heimsækja. Meðaltal þess verðs sem þeir gefa upp er svo gefið upp sem verð í viðkomandi landi. Samkvæmt vefsíðunni kostar bjór- inn 750 krón- ur í Færeyjum, 813 í Svíþjóð, 840 krónur hér á Íslandi, 883 krónur í Dan- mörku og heil- ar 1.008 krónur á Grænlandi. Eins og sést á þessu er bjórinn hvergi sérlega ódýr fyr- ir Íslendinga en þar má gengis- hruni krónunnar að einhverju leyti kenna um. Dýrasti bjórinn á Norð- urlöndunum er í Noregi en þar kost- ar ölkrús hvorki meira né minna en 1.247 krónur, samkvæmt vefsíðunni, eða 6,95 evrur. Bjórinn í Noregi er sá næstdýrasti í heiminum. Hafa verður þó í huga að tölurnar eru ekki byggðar á vísindalegum athug- unum, heldur einungis notendum pintprice.com. Víða um heim er þó hægt að gera góð kaup. Þannig kostar bjórinn ekki nema 54 krónur, eða 0,3 evrur í Tadsjikistan. Það er gott að hafa í huga næst þegar ferðinni er heitið þangað. baldur@dv.is BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar baldur@dv.is 10 þriðjudagur 15. september 2009 neytendur Ódýrasta nammið í Olís Bónus býður besta verðið á nammi í lausasölu þá daga sem aðrir bjóða ekki upp á afslátt. Á laugardögum, þegar allir bjóða helmingsafslátt, er nammið ódýrast hjá Olís. Úrvalið er hins vegar langmest í Hagkaupum. Þar eru um 200 sortir á boðstólum. Hagkaup reyndist bera höfuð og herðar yfir aðrar verslanir hvað úrval snertir. Kílóverð á nammi í lausasölu virKa daga Verslun Kr/kg Sortir Munur Bónus Smáratorgi* 949 25 Olís Mjódd 1550 28 63,3% europris Dalvegi 1590 36 67,5% Krónan lindir** 1799 47 89,6% nammi.is Smáralind 1890 74 99,2% Hagkaup Smáralind 1890 222 99,2% Shell við Smáralind 1990 48 109,7% N1 Stórahjalla 1990 30 109,7% Nóatún Hringbraut 1998 34 110,5% 10-11 Dalvegi 1999 42 110,6% *kynnt í verslun sem 50% afsláttur alla daga. ** 900 kr. á föstudögum Kílóverð á nammi í lausasölu á laugardögum Verslun Kr/kg Sortir Munur Olís 775 28 europris* 795 36 2,6% Krónan 900 47 16,1% nammi.is 945 74 21,9% Hagkaup 945 222 21,9% Bónus** 949 25 22,5% N1 955 30 23,2% Shell 995 48 28,4% Nóatún 999 34 28,9% 10-11 1000 42 29,0% * 795 kr. líka á sunnudögum **kynnt í verslun sem 50% afsláttur alla daga Bland í poka Áberandi var hversu stórir pokar voru á boðstólum í mörgum verslunum. Þessi er úr Krónunni og hefði rúmað nammi fyrir tugi manna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.