Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2009, Side 12
12 þriðjudagur 15. september 2009 fréttir
Þjarmað að
þuklurum
Lögreglan í Tókýó, höfuðborg
Japans, hóf í gær vikulanga her-
ferð gegn þuklurum í lestum, en
þukl hefur færst mjög í aukana
undanfarið. Lögreglumenn í
dulargervi ferðast með lestum á
sumum leiðum í von um að geta
gripið hina handóðu glóðvolga.
Á síðasta ári voru yfir 6.000
manns handteknir vegna gruns
um að stunda þukl um borð í
lestunum eða að hafa tekið óvið-
urkvæmilegar ljósmyndir.
Samkvæmt könnun hafa
nærri tveir þriðju hlutar ungra
kvenna sem ferðast í almenn-
ingslestum orðið fyrir barðinu á
þuklurum og á sumum leiðum
er boðið upp á vagna sem ein-
göngu eru ætlaðir konum.
Slakað á reyk-
ingabanni
Reykingamenn í Króatíu geta
hugsanlega tekið gleði sína að
nýju því þarlend stjórnvöld
íhuga nú að slaka á lögum um
umdeilt reykingabann sem
sett var fyrir fjórum mánuðum.
Ástæða ákvörðunar stjórnvalda
eru kvartanir af hálfu kaffihúsa-
eigenda sem sögðu farir sínar
ekki sléttar.
Samkvæmt nýrri tillögu verða
reykingar leyfðar á kaffihúsum
á sérstöku svæði sem verður
að vera stærra en tíu fermetrar,
en má ekki vera stærra en sem
nemur 20 prósentum heildar-
stærðar kaffihússins.
Reykingabann mun þó áfram
gilda um veitingastaði, sjúkra-
hús, skóla og flugvelli.
Sjálfsvígsalda
hjá France
Telecom
Ríkisstjórn Frakklands hefur
farið þess á leit við yfirmann
France Telecom að hann grípi til
tafarlausra aðgerða til að draga
úr streitu starfsmanna fyrir-
tækisins. Ástæðan er sú að 23
starfsmenn fyrirtækisins hafa
framið sjálfsvíg síðastliðna átján
mánuði.
Stéttarfélög skella skuldinni
á breytingar hjá fyrirtækinu sem
ollu því að 10.000 starfsmenn
skiptu um starf á síðustu þrem-
ur árum þar sem tæknifólk var
meðal annars fært yfir í þjón-
ustumiðstöðvar og söludeildir.
Í síðustu viku kastaði starfs-
maður, 32 ára kona, hjá Orange,
farsímadeild fyrirtækisins, sér
út um glugga á fjórðu hæð skrif-
stofu hennar í París.
Popparann sir Elton John langar til að
ættleiða dreng. Elton gerði það heyr-
inkunnugt um helgina þegar hann
var í heimsókn á munaðarleysingja-
heimili í borginni Makeyevka í Úkr-
aínu. Heimilið er sérstaklega hugsað
fyrir HIV-smituð börn sem misst hafa
foreldra sína.
Drengurinn sem „stal hjarta“ Elt-
ons heitir Lev og er fjórtán mán-
aða. Elton John hefur ekki fyrr viðr-
að áhuga á ættleiðingu, en sagði við
tækifærið að sambýlismaður hans,
David Furnish, hefði oft og tíðum
látið í ljós löngun til þess. „David og
ég höfum alltaf rætt um ættleiðingu,
David langaði alltaf til þess, en ég
sagði ávallt „nei“ því ég er 62 ára og
í ljósi ferðalaganna og lífsstíls míns
þá yrði það kannski ekki sanngjarnt
gagnvart barninu,“ sagði Elton í Ma-
keyevka.
Langt og dýrt ferli
Skammt er síðan önnur stjarna lenti
í kröppum dansi vegna ætteiðing-
ar. Stjarnan sem um ræðir er popp-
drottningin Madonna og drengurinn
er frá Malaví. Madonna hafði erindi
sem erfiði á endanum en ekki gekk
það þrautalaust.
Nú velta menn fyrir sér hvort Elt-
on bíði svipað hlutskipti ef hann tek-
ur þá ákvörðun að taka slaginn.
Þess má geta að tíðni alþjóðlegra
ættleiðinga er hvergi lægri en í Bret-
landi á meðal þróðuðu landanna.
Ferlið tekur allt að tveimur árum og
kostar að minnsta kosti 20.000 sterl-
ingspund, rúmlega fjórar milljónir
króna, sem veldur því að aðeins pör
sem eru fullkomlega staðráðin leggja
í þá vegferð.
Rannsókn á heimilisaðstæðum
lýtur sömu reglum og ef um innlenda
ættleiðingu væri að ræða og tekur í
það minnsta ár og inniheldur fjölda
heimsókna til viðkomandi foreldra
og fjöldi atriða veginn og metinn.
Takmarkanir og lítil hvatning
Undanfarin ár, í kjölfar nýrra laga
sem sett voru 2008 til að taka á vanda-
málum vegna fjölgunar yfirgefinna
barna, hefur gætt mikillar fjölgunar
ættleiðinga á börnum frá Úkraínu.
Á síðasta ári voru um 450 úkraínsk
börn ættleitt af bandarísku fólki.
Í Úkraínu hefur lítið borið á
hvatningu af hálfu félagsráðgjafa til
ættleiðinga út fyrir landsteinana. Það
byggir á ótta um að börnin muni ekki
bera barr sitt eftir að hafa verið flutt
frá eigin samfélagi og muni eiga erf-
itt með að finnast þau vera hluti af
fjölskyldu. Enda voru fyrstu viðbrögð
þeirra neikvæð í garð beiðnar Elton
John og henni hafnað.
Sé horft til Bretlands þá hafa svip-
aðar efasemdir eða ótti orsakað nán-
ast algjört bann við ættleiðingum þar
sem kynþættir skarast. Vonir Elton
John hljóta því að hafa dvínað.
Leitað til fátækra landa
Það hefur færst mikið í vöxt að stjörn-
ur í tónlistar- og kvikmyndaheimin-
um ættleiði börn og oftar en ekki eru
börnin frá öðrum löndum og kveður
Þetta gæti, að mati Di-
Filipo, leitt til þess að for-
stöðumenn munaðarleys-
ingjaheimila horfðu fyrst
til útlanda í slíkum mál-
um, vegna fjárskorts.
Sir Elton John vonast til að bætast í hóp þeirra ríku og frægu
sem ættleitt hafa börn frá fátækum löndum. Slíkum ættleiðing-
um hefur fjölgað mjög undanfarin ár, en ekki eru allir sammála
um ágæti þess.
ElTon vill æTTlEiða
KoLbEinn þorsTEinsson
blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is
Harðlínumenn í Írak leita samkynhneigðra á netinu:
fórnarlömbin „rannsökuð“
Ofbeldi gegn samkynhneigðum karl-
mönnum hefur aukist mjög í Írak
undanfarið. Á vefsíðu The Guardian
lýsir Abu Hamizi, 22 ára Íraki, þeim
aðferðum sem beitt er til að finna
samkynhneigða. Hamizi eyðir allt að
sex klukkustundum á dag fyrir fram-
an tölvuna. Hann vafrar á milli spjall-
þráða samkynhneigðra, en ekki með
það fyrir augum að eignast nýja vini.
Hann leitar fórnarlamba.
„Þetta er einfaldasta leiðin til að
finna þetta fólk sem er að eyðileggja
íslam og vill ata auri það orðspor sem
tók okkur aldir að byggja upp,“ segir
Hamizi. Þegar hann hefur fundið
einhvern á netinu gerir Hamizi ráð-
stafanir til að ráðist verði á viðkom-
andi og hann jafnvel drepinn.
Hamizi er útskriftarnemi í tölvu-
vísindum og í fremstu línu þeirra
sem beita samkynhneigða karlmenn
ofbeldi í Írak. Hópur hans sam-
anstendur af harðlínuöfgamönnum
og talið er að hópurinn beri ábyrgð
á meira en 130 morðum á samkyn-
hneigðum karlmönnum í Írak það
sem af er ári. Hópur Hamizi gortar
af því að í Bagdad séu að minnsta
kosti tveir einstaklingar „rannsakað-
ir“ daglega.
Samkynhneigð var ekki glæpsam-
leg í valdatíð Saddams Hussein ein-
ræðisherra og reyndar var Írak þekkt
fyrir tiltölulega mikið umburðar-
lyndi gagnvart samkynhneigðum á
sjöunda og áttunda áratug síðustu
aldar, en í kjölfar innrásar Banda-
ríkjanna og bandalagsþjóða þeirra,
2003, varð þar breyting á.
En nú er öldin önnur og sam-
kvæmt Ali Hali, formanni íröksku
réttindasamtakanna LGBT, Lesbian,
Gay, Bisexual, Transgender, í Lund-
únum, hafa 680 samkynhneigðir
karlmenn verið drepnir í Írak síðan
2004, þar af um 70 á síðustu fimm
mánuðum.
Samkvæmt Human Rights Watch-
samtökunum er ekki loku fyrir það
skotið að lögreglusveitir landsins eigi
einhvern hlut að máli.
Gaypride-ganga í
brasilíu Samkynhneigðir
karlmenn njóta ekki alls
staðar sömu réttinda.