Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2009, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2009, Page 15
helgarblað Sléttari og þéttari húð Formar fótleggina Minkar þrota og bjúg Tekur burt þreytu Eykur úthreinsun sogæðakerfisins Snyrtisetrið Heilsuverndarstöðin (norður endi) l Barónsstíg 47 l 101 Reykjavík l Sími 533- 3100 CELLULITE meðferð Árangur sést strax Betri líðan Persónuleg ráðgjöf Kveðja til þeirra sem eru í baráttunni við Cellulite (appelsínuhúð) l l l l l Munið gjafakortin! Óbreytt verð! JÓLATILBOÐ! 30% afsl. af nr. 1 - Andlits-meðferð 30% afsl. af nr. 1 - Cellulite-meðferð Gildir 16. - 17. nóvember af stökum tímum Sleitulaus útgáfa í aldarfjórðung „Upphaflega lögðum við bara upp með að ná okkur í aukapening fyrir jólin,“ segir Sigurjón J. Sigurðsson, stofnandi héraðsfréttablaðsins Bæj- arins besta á Ísafirði. Blaðið fagnar nú 25 ára afmæli sínu en á laugardag- inn er aldarfjórðungur liðinn frá því að fyrsta tölublaðið rann úr prentvél- inni hinn 14. nóvember 1984. Af þessu tilefni kemur í dag út veglegt sextíu og fjögurra síðna af- mælisblað sem dreift er ókeypis á öll heimili á dreifingarsvæði blaðsins. Eftir áramótin, eða þann 4. janúar, eru svo 10 ár liðin frá því að fréttavef- urinn bb.is hóf göngu sína. Sigurjón er enn þann dag í dag ritstjóri Bæjarins besta. Hann var útgefandi blaðsins fyrsta misserið. Sumarið 1985 stofnuðu þeir Halldór Sveinbjörnsson prentari og Sigurjón fyrirtæki um reksturinn. Það hlaut nafnið H-prent og hefur alla tíð síðan verið útgefandi blaðsins. Enn í dag eru þeir Sigurjón og Halldór ábyrgð- armenn Bæjarins besta. „Við vorum báðir í annarri vinnu þarna í upphafi. Síðan vatt þetta upp á sig og við höfum ekki misst úr viku í öll þessi ár. Ég veit ekki betur en að við séum með elstu héraðsfrétta- blöðum á Íslandi,“ segir Sigurjón. Fram til haustsins 1992 var Bæj- arins besta dreift ókeypis á norður- svæði Vestfjarða. Þá var svo komið að auglýsingatekjurnar stóðu ekki und- ir rekstrinum. Því var ekki nema um tvennt að ræða, annaðhvort að hætta útgáfunni eða að hætta frídreifingu og fara að selja blaðið í áskrift og lausasölu. Síðari kosturinn var tek- inn og síðan hefur blaðið lifað góðu lífi. „Við sjáum ekki eftir því í dag að vera með áskriftarblað. Það er erfitt að reka fríblöð og ég held að dyggur áskrifendahópur hafi bjargað okkur í kreppunni,“ segir Sigurjón. erla@dv.is Stofnandi Bæjarins besta segir dygga áskrifendur hafa bjargað blaðinu: Starfsfólk Bæjarins besta í dag Birgir Örn Sigurjónsson, Halldór Sveinbjörnsson, Helga Einarsdóttir, Sigurjón J. Sigurðsson, Thelma Hjaltadóttir og Friðrika Benónýsdóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.