Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2009, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2009, Blaðsíða 15
helgarblað Sléttari og þéttari húð Formar fótleggina Minkar þrota og bjúg Tekur burt þreytu Eykur úthreinsun sogæðakerfisins Snyrtisetrið Heilsuverndarstöðin (norður endi) l Barónsstíg 47 l 101 Reykjavík l Sími 533- 3100 CELLULITE meðferð Árangur sést strax Betri líðan Persónuleg ráðgjöf Kveðja til þeirra sem eru í baráttunni við Cellulite (appelsínuhúð) l l l l l Munið gjafakortin! Óbreytt verð! JÓLATILBOÐ! 30% afsl. af nr. 1 - Andlits-meðferð 30% afsl. af nr. 1 - Cellulite-meðferð Gildir 16. - 17. nóvember af stökum tímum Sleitulaus útgáfa í aldarfjórðung „Upphaflega lögðum við bara upp með að ná okkur í aukapening fyrir jólin,“ segir Sigurjón J. Sigurðsson, stofnandi héraðsfréttablaðsins Bæj- arins besta á Ísafirði. Blaðið fagnar nú 25 ára afmæli sínu en á laugardag- inn er aldarfjórðungur liðinn frá því að fyrsta tölublaðið rann úr prentvél- inni hinn 14. nóvember 1984. Af þessu tilefni kemur í dag út veglegt sextíu og fjögurra síðna af- mælisblað sem dreift er ókeypis á öll heimili á dreifingarsvæði blaðsins. Eftir áramótin, eða þann 4. janúar, eru svo 10 ár liðin frá því að fréttavef- urinn bb.is hóf göngu sína. Sigurjón er enn þann dag í dag ritstjóri Bæjarins besta. Hann var útgefandi blaðsins fyrsta misserið. Sumarið 1985 stofnuðu þeir Halldór Sveinbjörnsson prentari og Sigurjón fyrirtæki um reksturinn. Það hlaut nafnið H-prent og hefur alla tíð síðan verið útgefandi blaðsins. Enn í dag eru þeir Sigurjón og Halldór ábyrgð- armenn Bæjarins besta. „Við vorum báðir í annarri vinnu þarna í upphafi. Síðan vatt þetta upp á sig og við höfum ekki misst úr viku í öll þessi ár. Ég veit ekki betur en að við séum með elstu héraðsfrétta- blöðum á Íslandi,“ segir Sigurjón. Fram til haustsins 1992 var Bæj- arins besta dreift ókeypis á norður- svæði Vestfjarða. Þá var svo komið að auglýsingatekjurnar stóðu ekki und- ir rekstrinum. Því var ekki nema um tvennt að ræða, annaðhvort að hætta útgáfunni eða að hætta frídreifingu og fara að selja blaðið í áskrift og lausasölu. Síðari kosturinn var tek- inn og síðan hefur blaðið lifað góðu lífi. „Við sjáum ekki eftir því í dag að vera með áskriftarblað. Það er erfitt að reka fríblöð og ég held að dyggur áskrifendahópur hafi bjargað okkur í kreppunni,“ segir Sigurjón. erla@dv.is Stofnandi Bæjarins besta segir dygga áskrifendur hafa bjargað blaðinu: Starfsfólk Bæjarins besta í dag Birgir Örn Sigurjónsson, Halldór Sveinbjörnsson, Helga Einarsdóttir, Sigurjón J. Sigurðsson, Thelma Hjaltadóttir og Friðrika Benónýsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.