Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2009, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2009, Qupperneq 20
20 föstudagur 13. nóvember 2009 helgarblað Hugmyndir um svokallaðar frjásar vísindaveiðar á þorski eru ræddar af fullri alvöru og virðast eiga vaxandi fylgi að fagna innan kerfisins, jafnvel meðal þeirra sem ákvarðanir taka. Hugmyndina um frjálsar vísinda- veiðar á þorski má rekja til Ólínu Þorvarðardóttur, þingkonu Samfylk- ingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Ólína bendir á að ráðherra hafi heimild til þess að taka ákvarðanir um veiðar í rannsóknarskyni án þess að það snerti tillögur og ráðgjöf Haf- rannsóknastofnunar. „Fyrir fáum árum var talið að þorskstofninn í Barentshafi væri að hruni kominn vegna ofveiði. Ráð- lagður var stórlegur niðurskurður á veiðum, en eftir því var ekki farið. Á fáum árum rétti stofninn þó hratt úr sér og er nú talinn 70% stærri en ICES, Alþjóðahafrannsóknaráðið, hefur haldið fram. Fiskifræðingar við VNIRO hafrannsóknastofnunina í Rússlandi, ákváðu að fylgjast með skipum að veiðum; skrá aflabrögð, staðsetningu, sjávarhita og margvís- legar aðrar upplýsingar, með hjálp gervitungla. Niðurstöður benda til að stofnstærð þorsksins í Bartents- hafi sé um 2,6 milljónir tonna en ekki 1,5 milljónir tonna eins og ICES hafði talið.“ Allir hafa ávinning Ólína vill leyfa til dæmis 20 tog- urum frjálsar veiðar í hálft ár eða svo. „Hér er ver- ið að tala um óhefðbundn- ar mælingar utan kerfis- ins. Í raun geta all- ir grætt á þessu. Haf- rannsókna- stofnunin fær nýjar upp- lýsingar. Skip- in fá eitthvað að gera og draga mikilvæga björg í bú á erfiðum tím- um í efnahagslífinu, aflinn stendur undir rannsókninni og útgerðirnar fá afganginn í sinn hlut.“ Í vikunni voru ræddar utan dag- skrár á Alþingi hugmyndir Ásbjörns Óttarssonar, þingmanns Sjálfstæðis- flokksins, um að auka kvótann um 40 þúsund tonn. Jón Bjarnason sjáv- arútvegs- og landbúnaðarráðherra þvertók ekki fyrir að auka kvótann en vildi sýna fulla varúð og ekki ganga gegn reglunni um sjálfbærar veiðar. Ólína Þorvarðardóttir er ekki sam- mála um það að auka eigi þorskkvót- ann, til dæmis um 40 þúsund tonn. „Það er að ýmsu leyti slæm tillaga og með því að auka kvóta í andstöðu við vísindalega ráðgjöf væri verið að gefa fordæmi á ómálefnalegum grund- velli. Við getum ekki bara aukið veið- ar af því að það hentar okkur nú. Öðru máli gegnir um vísinda- veiðar á þorski utan kvótakerfisins á ákveðnu timabili. Með þeim væri verið að afla nýrra upp- lýsinga til að styrkja grundvöll sjálf- bærrar nýtingar stofnsins.“ Ákvörð- unin á að vera þingsins Kristinn Pétursson, útvegsmað- ur frá Bakka- firði, hefur árum saman gagnrýnt ráðgjöf Hafrannsókna- stofnunarinn- ar og bent á að hún sé í litlu sam- hengi við reynslu sjómannanna sjálfra. Hann er til að mynda þeirrar skoðunar, eins og Jón Kristj- ánsson fiskifræðingur og margir fleiri, að hafið hafi undanfarin ár jafn- vel verið ofsetið af smáþorski. Hann hafi ekki fengið næga fæðu sem að sínu leyti hafi dregið úr vaxtarhraða. – Einnig sé auðvelt að benda á mis- heppnaðar tilraunir Hafrannsókna- stofnunarinnar til þess að geyma þorsk í sjó í þeirri von að veiðistofn- inn stækki. Stofnunin hefur aftur á móti bent á að fiskiskipaflotinn hafi ævinlega veitt umtalsvert umfram ráðgjöf og það skýri hversu illa gangi. „Það er lífsnauðsynlegt að brúa gjána sem hefur verið að mynd- ast milli fræðiheima og raunheima í fiskifræðinni. Menn bera æ minna traust til Hafró. Með því að safna kjarki og hefja frjálsar vísindaveiðar á þorski í nokkra mánuði væri hægt að laga þetta ástand, byggja brýr.“ Kristinn segir að þegar öllu sé á botninn hvolft sé það ekki vísindanna að taka um þetta endanlega ákvörð- un. „Að fenginni vísindalegri ráðgjöf og á grundvelli margvíslegra upp- lýsinga ætti það alltaf að vera í höndum löggjaf- arþingsins að ákveða endanlega afla- heimildir. Einum ráðherra er fært vald sem varðar ákvæði stjórnar- skrárinnar um atvinnufrelsi. Ákvörð- un um aflaheimildir felur í sér alvar- lega takmörkun á atvinnufrelsi og því er eðlilegt að endanlegt vald sé í höndum þingsins.“ Misheppnuð tilraun til að geyma fisk í sjó Kristni lýst vel á hugmynd- ina um frjáls- ar vísinda- veiðar. „Með þeim yrði betur hægt að glöggva sig á raun- verulegri stærð þorsk- stofnsins. Hafrannsókna- stofnunin græðir á öllu saman. Þeir fá viðmiðunar- punkt utan stofnunarinnar til að bera saman við sínar niðurstöður. Ég sé þetta fyrir mér þannig að leyfa mætti til dæmis 20 togurum þorskveiðar í segjum 6 mánuði, 10 línubátum og 10 netabátum. Al- gerlega frjálst. Fylgst yrði með afla- brögðum og öðrum þáttum mjög vel. Þetta er spurning um að áætla þéttleika þorsksins á hvern ferkíló- Hugmyndin um að leyfa frjálsar vísinda- veiðar á þorski lifir góðu lífi og á jafnvel vaxandi fylgi að fagna. Með slíkum veiðum vilja menn meðal annars fá aðra viðmiðun um ástand þorskstofnsins en þá einu sem frá Hafrannsóknastofnun kemur. LÍÚ tek- ur þugnt í slíkar frjálsar veiðar og segir vandalaust að sópa upp hundruðum þús- unda tonna á skömmum tíma. Forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar segir að skaðinn sem slíkar veiðar gætu valdið séu ekki tilraunarinnar virði. Stríðið um bjargvætt þjóðarinnar JóhAnn hAuksson blaðamaður skrifar: johannh@dv.is „Menn bera æ minna traust til Hafró. Með því að safna kjarki og hefja frjálsar vísindaveiðar á þorski í nokkra mánuði væri hægt að laga þetta ástand, byggja brýr.“ Útvegsmenn mótfallnir „Við getum alveg veitt 200 til 300 þúsund tonn af þorski með 20 til 30 skipum í frjálsum veiðum á skömmum tíma,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ. sá guli Margir telja að síst af öllu þurfi þjóðin á agaleysi að halda í umgengni sinni við sína mikilvægustu auðlind, þorskstofninn. Agaleysi á ýmsum sviðum hafi komið þjóð- inni í alvarlegustu efnahagshremmingar sem um getur. Eigandi hugmyndarinnar Ólína Þorvarðardóttir bendir á til samanbruðar að Íslendingar hafi lengi barist fyrir vísindaveiðum á hval í andstöðu við alþjóðasamfélagið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.