Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2009, Síða 9
fréttir 2. desember 2009 miðvikudagur 9
„Efnahagslegar
áhyggjur geta leitt til
þunglyndis, streitu og í
versta falli sjálfsmorðs-
hugleiðinga.“
„Ef fólk er með miklar skuldir og sér
ekki bjarta framtíð, og þar að auki fær
ekki nauðsynlegan hjálp og skilning
frá viðkomandi aðilum, getur það
haft virkileg áhrif á andlega líðan.
Margir upplifa mikla áfalls- eða ör-
væntingartilfinningu og líður eins og
það séu engar leiðir út,“ segir Cecilia
Steinsen, kynlífs- og hjónabandsráð-
gjafi.
Gæti leitt til ofbeldis
Í Bandaríkjunum hefur kreppan haft
gríðarlega slæm áhrif á íbúa. Banda-
ríska fréttastöðin Fox gerði könn-
un meðal Bandaríkjamanna í apríl
og spurði þá út í kreppuna og áhrif
hennar. Um 66 prósent Bandaríkja-
manna svöruðu þá að þau héldu að
versti hjallinn væri enn eftir á með-
an að 27 prósent héldu að það versta
væri yfirstaðið. Sjötíu prósent sögð-
ust persónulega hafa fundið fyrir
kreppunni, bæði há- og lágtekjufjöl-
skyldur.
42 prósent aðspurðra sögðu að
ástandið hafi gert þau reið, en í
könnun sem Fox gerði í febrúar var
þetta hlutfall þrjátíu prósent. Um 35
prósent sögðu að ástandið hafi vald-
ið ótta í staðinn fyrir reiði en í febrúar
var það hlutfall 42 prósent.
Í september gerði Rasmussen Re-
ports könnun sem sýndi að 66 pró-
sent bandarískra kjósenda væru
mjög reið yfirvöldum og töldu 36
prósent sig mjög reið. Um 43 prósent
aðspurðra sögðu að reiðin gæti leitt
til ofbeldis.
Sakna fyrra lífs
Cecilia segir vissulega að margir Ís-
lendingar séu mjög reiðir yfir efna-
hagsástandinu. Sú reiði geti haft
mjög neikvæð áhrif.
„Efnahagslegar áhyggjur geta leitt
til þunglyndis, streitu og í versta falli
sjálfsmorðshugleiðinga. Sumir eru
einnig ofboðslega reiðir yfir ástand-
inu, það tekur á og hefur áhrif á
hjónabandið. Sumum líður illa vegna
þess að þeir sakna fyrra lífs og þess
sem þeir gátu gert. Það getur haft nei-
kvæð áhrif á persónulega heilsu og
þá auðvitað á sambönd. Það er allt-
af mikilvægt að hugsa um sjálfan sig
og hvernig manni líður persónulega,
til að manni líði vel í hjónabandinu.
Þess vegna geta dýr áhugamál ver-
ið út úr myndinni núna. Fólk getur
reynt að finna sér ódýrari áhugamál
sem auka vellíðan.“
Ástandið versnar
„Ég hef tekið eftir því að fólk leitar
meira eftir para- og hjónabandsráð-
gjöf núna en á sama tíma í fyrra. Ég
held að fólk sé búið að draga það að
leita sér hjálpar og reyni að vinna sig
út úr vandamálunum sjálft. Mörg pör
hafa reynt að þrauka í gegnum þetta
erfiða tímabil en eru alveg að gefast
upp. Líta á þetta tímabil sem eins
konar próf fyrir hjónabandið sem
þau standast ekki,“ segir Cecilia. Hún
telur að ástandið eigi eftir að fara
versnandi hjá sumum.
„Fyrir sum hjónabönd verður
kreppan örugglega mjög erfið. Sér-
staklega þar sem margir hafa verið
að bíða eftir að allt lagaðist og finna
núna að það er ekki. Það verður erf-
itt á næstunni og fólk byrjar að hugsa
meira neikvætt um sína framtíð og
sambandið. Það er mjög mikilvægt
að lenda ekki í þeirri stöðu að hafa
stöðugar áhyggjur af fjármálunum
og vera ekki í stöðugri bið eftir ein-
hverju kraftaverki sem komi lífinu
aftur í 2007 horf.“
LiLja Katrín GunnarSdóttir
blaðamaður skrifar liljakatrin@dv.is
Cecilia Steinsen, kynlífs- og hjónabandsráðgjafi, segir marga
Íslendinga reiða í kjölfar kreppunnar og það hafi áhrif á hjóna-
bönd. Hún segir fleiri leita sér hjónabandsráðgjafar nú en á sama
tíma í fyrra. Reiði hefur aukist meðal Bandaríkjamanna og telur
tæplega helmingur þeirra að sú reiði geti leitt til ofbeldis.
reiði eyðileggur
ÁSTArSAmböndin
tEguNdir rEiðiNNar:
Reiði getur verið tvenns konar: óvirk
og virk reiði.
óvirk reiði:
* Leynileg hegðun. Reiðin er bæld
niður og fólk fær þögla meðferð frá
þeim sem er reiður. Reiði einstakling-
urinn forðast augnsamband, gerir lítið
úr fólki, slúðrar og kvartar nafnlaust
undan einhverjum.
* Sálfræðileg stjórnun. Reiði einstakl-
ingurinn notar tilfinningalega kúgun
til að fá sínu fram.
* Sjálfsásökun.
* Sjálfsfórnun. Einstaklingurinn
þiggur ekki hjálp þó að hann þjáist.
* Einstaklingurinn er fjarlægur. Hann
deyfir tilfinningar með misnotkun
fíkniefna, borðar eða sefur of mikið
eða leitar huggunar í kynlífi.
* Þráhyggja.
Virk reiði:
* Hótanir.
* Árásargirni.
* Þrá til að eyðileggja hluti eða
sambönd á milli fólks til dæmis.
* Stríðni.
* Óréttlátar ásakanir í garð annara.
* Manísk hegðun eins og að tala of
hratt, ganga of hratt eða vinna of
mikið.
* Eigingirni.
* Óútreiknanleiki.
Heimildir: wikipedia.org
Hvað gEtur fólk gErt til
að viðHalda NEistaNum?
„Núna er í lagi að eiga ekki pening,
það var ekki í lagi árið 2007. Maður
þarf ekki að skammast sín fyrir að
viðurkenna að eitthvað sé of dýrt
eða maður verði að segja nei, vegna
skorts á peningum. Fólk þarf að
kunna að meta einfaldara líf en
áður. Einfaldara líf þarf ekki að þýða
leiðinlegra líf. Upp koma margar
góðar hugmyndir og leiðir til að vera
hamingjusamur og glaður í sambandi
sem ekki þurfa að kosta mikið. Með
minni efnishyggju fer maður að
hugsa hvað það er í raun og veru sem
skiptir máli og byrja að meta hlutina
öðruvísi. Til að halda neistanum í
hjónabandinu er mikilvægt að rækta
sambandið eins og alltaf. Gera litla
hluti hvort fyrir annað. Taka sér tíma
til að vera saman sem par. Plana hluti
í lífinu sem gerir ykkur í raun og veru
hamingjusöm,“ segir Cecilia.
Ekki festast í áhyggjum Cecilia hvetur
fólk til að festast ekki í fjármálaáhyggjum
heldur skapa sér líka gæðastundir
saman.
Mörg óhamingjusöm pör Mikið
hefur verið rætt um að hjónaskiln-
uðum hafi ekki fjölgað í kreppunni.
Þórhallur Heimisson sóknarprestur
benti á í mánudagsblaði DV að
margir vilja skilja en geta það ekki
sökum fjármálaaðstæðna.
Mynd: PhotoS.CoM
eiður SmÁri Í Kröggum
Við opnum nýja Ísbúð og veitum 30% kynningarafslátt
af öllum ísréttum, samlokum, salötum og gosi
17-26 okt.
Nýbýlavegi 32 Nýbýlavegi 32
Opið til 22:00 alla daga
Smakkaðu 200 kr ís í brauði, miðstærð
Endurnærir og hreinsar
ristilinn Allir dásama
OXYTARM - Í boði eru
60-150 töflu skammtar
Betri apótekin og Maður lifandi www.sologheilsa.is
OXYTARM
OXYTARM
Betri apótekin og Maður lifandi www.sologheilsa.is
30 days
Losnið við hættulega
kviðfitu og komið maganum
í lag með því að nota
náttúrulyfin Oxytarm og
30 days saman
120 töflu skammtur
30days