Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2009, Qupperneq 14
Þessi bók hefur einn stóran ókost: hún er of löng. Hún er
í rauninni varla annað en blaða- eða tímaritsviðtal sem
hefur með ýmsum ráðum verið teygt upp í bókarlengd.
Viðmælandinn, Jón Böðvarsson, fyrrum menntaskóla-
kennari og skólameistari, er maður fárra orða, hann kem-
ur sér beint að efninu og forðast málróf. Einhvern veg-
inn hef ég hugboð um, eftir lestur bókarinnar, að hann
hafi ekki sóst sérstaklega eftir að hún væri gerð. Alltént
eru upphafsorðin ekki uppörvandi fyrir lesandann; þeg-
ar Jón er spurður hvenær hann muni fyrst eftir sér svarar
hann: „Æskuminningar mínar eru fáskrúðugar. Mestalla
ævi hef ég sinnt því sem á vegi var hverju sinni, hrærst
í málum en lagt að baki og gleymt því liðna.“ Vart verð-
ur sagt að slíkt upphaf hvetji mann beinlínis til að halda
áfram lestrinum.
Jón Böðvarson er vitaskuld langþekktastur fyrir forn-
sagnanámskeið sín sem óhemju vinsælda nutu á sínum
tíma. Sjálfsagt má segja að hann hafi með þeim fundið
nýja leið til viðhalds íslenskri frásagnarmenningu, leið
sem aðrir hafa síðan reynt að viðhalda; ég nefni bara
Landnámssetur þeirra Kjartans og Sigríðar í Borgarnesi
sem þau hafa rekið af snilld á undanförnum árum og
eru alltaf að þróa og bæta. Sjálfur telur Jón útgáfuna á
iðnsögu Íslands, sem hann vann að í rúman áratug, sitt
helsta verk, það sem hann vill að sín verði minnst fyrir. En
við ráðum því sjaldnast sjálf hvað aðrir menn sjá í okkur
– og við okkur. Jón Bö – eins og hann er oftast nefndur – er
og verður í vitund okkar, sem nú lifum, alþýðufræðarinn,
maðurinn sem kunni flestum, ef ekki öllum öðrum betur
að ljúka upp heimi hinna gömlu sagna fyrir þeim Íslend-
ingum nútímans sem á hann vildu hlýða. Bestu kaflar
þessarar viðtalsbókar eru enda þeir sem fjalla um forn-
sögurnar og það mannlíf sem þær eru sprottnar úr. Jón
ræðir þar einnig um kennsluaðferð sína og er gagnorð-
ur að vanda: „Ég tók sögurnar alltaf eins og nútímasög-
ur og lagði áherslu á persónulýsingar þannig að þeir sem
á hlýddu gætu borið saman við fólk úr umhverfi sínu.“
Þetta finnst mér athyglisverð uppljóstrun og ugglaust
gott veganesti þeim sem vilja feta í fótspor meistarans.
Ég held reyndar að hægt sé að taka þá aðferð og snúa
henni upp á Jón sjálfan – og um leið bók þá sem er til-
efni þessara orða. Jón segir á einum stað, þegar talið berst
að Njálu, að „sínir menn“ í henni séu þeir Hrútur Herj-
ólfsson, Kolskeggur Hámundarson og Runólfur Úlfsson.
Valið lýsir honum sjálfum eflaust vel. Þetta eru allt vitrir
menn og góðgjarnir, og þannig kemur Jón manni einnig
fyrir sjónir: stilltur vel og fastur fyrir ef því er að skipta,
gætinn og gerhugull, ávallt raungóður og sáttfús. Eigin-
leikar sem hafa komið sér vel fyrir skólamanninn sem
hefur þurft að eiga við mishlýðna nemendur – og stund-
um kennara líka!
En það eru engar Njálur skrifaðar um menn eins og
Hrút, Kolskegg og Runólf í Dal. Það eru allt annars kon-
ar persónur sem Njáluhöfundur hefur áhuga á og sem
verða efni í hans stóra skáldskap: gallagripir eins og Hall-
gerður, Mörður og Skarphéðinn, tragískar persónur eins
og Gunnar á Hlíðarenda, Njáll og Flosi. Jafnvel varmenn-
ið Þjóstólfur og lítilmennið Björn í Mörk verða okkur
minnisstæðari en þeir grandvöru og góðu menn sem Jón
nefnir til sögunnar.
Á sama hátt er lífshlaup Jóns varla efni í bók af því tagi
sem hér hefur verið reynt að setja saman. Jón hefur ver-
ið farsæll maður, jafnt í einkalífi sem starfi. Hann hefur
að sönnu komið býsna víða við; var á sínum tíma virkur
bæði í skáklífi og stjórnmálastarfi. En allt er það löngu
lagt að baki, eins og hann segir sjálfur. Hann hefur vita-
skuld kynnst mörgum manninum, en honum er auðsæi-
lega ekki ljúft að leggja dóm á samferðamenn sína. Þegar
hann þarf að lýsa mönnum kýs hann á þjóðlegan máta
fremur að segja af þeim stuttar sögur og vitnar í mesta
lagi til álits annarra; gott dæmi er það sem hann segir um
Einar Olgeirsson og viðureign þeirra á hinum pólitíska
vettvangi.
Ég er viss um að þetta hefði orðið betri bók, hefði höf-
undur einbeitt sér að nokkrum vel völdum aðalatriðum í
stað þess að tína sem mest til af alls kyns fróðleik, í þeim
tilgangi einum að ná textanum upp í tvö hundruð síður
– sem svo eru drýgðar með raunsarlegum myndaköfl-
um úr lífi viðmælandans og hans nánustu. Ég hygg þó
að til sé önnur og enn betri aðferð til að halda verki Jóns
á lofti. Hefur engum dottið í hug, mér er spurn, að festa
frásagnir hans á filmu? Af hverju hefur engin sjónvarps-
stöðin freistað þess að gera þætti með leiðsögn hans inn
í fornsögurnar, þætti sem væru síðan kjörið útgáfuefni á
DVD? Sem bónus með diskunum mætti hafa ítarlegt við-
tal við Jón um efnið almennt, eins og gert er í fyrrnefnd-
um tveimur köflum. Hvað gæti verið betur í anda alþýðu-
fræðarans en að miðla komandi kynslóðum starfi hans
með þeim hætti? Væntanlega er tækifæri til þess enn ...
Jón er hinn hressasti, það ég best veit. - Og ein hugmynd
í viðbót: væri ekki rakið að taka þættina upp á Söguloft-
inu í Borgarnesi ... þar er að minnsta kosti rétti andinn!
Jón Viðar Jónsson
VIÐTALSBÓK
sá á skJöld hVítan – Viðtals-
bók Við Jón böðVarsson
Guðrún Guðlaugsdóttir
Of löng bók
um sagna-
meistara
sem er ef til
vill ekki mik-
ið söguefni
sjálfur.
Útgefandi:
Bókaútgáfan Hólar
Jón „Bö“ „Á sama
hátt er lífshlaup Jóns
varla efni í bók af því
tagi sem hér hefur
verið reynt að setja
saman,“ segir
gagnrýnandi meðal
annars í dómi sínum
um viðtalsbókina Sá
á skjöld hvítan.
Endurminningar
alþýðufræðara
Miðvikudagur 2. desember 200914 Bækur
EndurmInnInGAr
Gaman í Vesturbænum
Í fyrra sendi Ólafur Haukur
Símonarson rithöfundur frá
sér bókina Fluga á vegg þar
sem hann rakti minningar sín-
ar frá fyrstu bernskuárunum.
Þessi bók er framhald þeirrar
sögu, sem þar var rakin. Hún
hefst þegar höfundur flytur
með fjölskyldu sinni á Fram-
nesveginn og henni lýkur þeg-
ar hann er kominn til Kaup-
mannahafnar á unglingsaldri.
Í bókinni rekur höfundur
minningar sínar frá uppvaxt-
arárunum í Vesturbæ Reykja-
víkur og kemur víða við. Hér segir frá leikjum og ýmsum uppátækj-
um, skólagöngu í Melaskólanum og Gagnfræðaskóla Vesturbæjar,
starfi í versluninni Síld og fiskur, fiskvinnu í Vestmannaeyjum, hafn-
arvinnu, sjómennsku og margs kyns bralli sögumanns og félaga
hans.
Eins og vænta má snýst frásögnin öðru fremur um höfundinn og
hans nánustu, en ýmsir fleiri koma við sögu, vinir og félagar og aðr-
ir sem hann kynntist á þessum árum og urðu honum minnisstæð-
ir af einhverjum ástæðum. Mannlýsingarnar eru allar vingjarnlegar,
sumar ærið spaugilegar, og engum manni er hallmælt þótt lesandan-
um geti ekki dulist að höfundur metur suma samferðamenn meira
en aðra. Margir skemmtilegir karakterar eru nefndir til sögu, sum-
ir þjóðþekktir menn á borð við Björn Þorsteinsson prófessor, Óskar
frá Tungunesi, Einar Sigurðsson skipstjóra og séra Þorstein Björns-
son fríkirkjuprest. Aðrir munu nú næsta fáum kunnir nema gömlum
Vesturbæingum enda ekki nefndir öðru vísi en með viðurnefnum
eða uppnefnum, sem aðeins innvígðir kunna skil á.
Frásögn Ólafs er öll einkar viðfelldin og skemmtileg aflestrar.
Hann á auðvelt með að sjá spaugilegar hliðar mannlífsins, tekur
flestu með hæfilegri alvöru og gerir ekki síður grín að sjálfum sér en
öðrum. Allt um það hefur bókin að geyma skemmtilega og fróðlega
lýsingu á mannlífi á uppvaxtarárum höfundarins og margir jafnaldr-
ar Ólafs munu kannast við margt af því sem hann lýsir, jafnvel þótt
þeir hafi ekki alist upp í Vesturbænum, og ekki einu sinni í Reykja-
vík. Að minni hyggju er þessi bók skemmtilegur aldarspegill, sem
bregður ljósi á liðna tíð, þegar börn voru börn og fullorðnir fullorðn-
ir en allir þurftu að hjálpast að í lífsbaráttunni.
Þetta er vel skrifuð bók og læsileg og ekki að efa að margir munu
hafa af henni gott gaman, og þá einkum þeir, sem þekkja til sögu-
sviðsins og sögutímans. Allur frágangur bókarinnar er góður, en þó
fæ ég ekki betur séð en að prófarkalesarinn hafi dottað á köflum í
seinni hlutanum. Myndin á bókarkápu er falleg og vel viðeigandi en
klukkunni með fuglsfjöðrunum þó ofaukið og fyrir vikið verður káp-
an ofhlaðin, eiginlega eins og ofskreytt rjómaterta. Betur hefði farið
á því að setja þarna mynd af bát, til dæmis Ásbjörgu RE 55.
Jón Þ. Þór
FuGlalíF á FramnesVeGi
Ólafur Haukur SímonarsonGóð lýsing
á uppvexti
ungra Reykja-
víkurdrengja
á sjötta áratug
20. aldar.
Útgefandi:
Skrudda
ÞeGar ÞJóðin Gekk aF GöFlunum
Útrásin svonefnda var und-
arlegt fyrirbæri og hlýtur að
verða verðugt rannsóknar-
efni vísindamanna um fjölda-
mörg ókomin ár. Stundum er
sagt að þarna hafi sagnfræð-
ingar framtíðarinnar úr miklu
að moða. Það er vafalaust rétt,
en þó er líklegt að fólk af öðr-
um fræðasviðum vilji og þurfi
að koma að málum, stjórn-
málamenn, félagsvísindafólk,
heimspekingar, stjórnmála- og
fjölmiðlafræðingar og ekki síst
sálfræðingar, geðlæknar aðr-
ir þeir sem öðru fremur rannsaka og skýra mannlegt atferli. Margir
munu vilja kanna athafnir einstakra manna og fyrirtækja, rannsaka
hvejir gerðu hvað, hvernig og hvenær og draga þá sem sekir reyn-
ast til ábyrgðar með einum eða öðrum hætti. Að minni hyggju hlýtur
þó mikilvægasta rannsóknarspurningin að verða þessi: Hvernig gat
nánast heil þjóð gengið af göflunum, látið örfáa menn draga sig á
asnaeyrunum og dansað í kringum gullkálfinn af þvílíku offorsi sem
hér átti sér stað?
Ég kann því miður engin svör við þessari spurningu og veit ekki
hvar hefja á leitina að svari. Hugsanlega mætti þó byrja á því að skoða
ummæli ráðamanna og forystumanna í viðskiptalífi og fjölmiðlum á
útrásartímanum. Í þessari bók er safnað saman ýmsum ummælum
manna og kvenna sem mikið kvað að á þessum árum, allt frá for-
seta Íslands og niður úr. Og það verður að segjast eins og er, að þetta
er ótrúleg lesning, að sjá hvernig jafnvel mætustu menn gátu ruglað
og bullað í þeim tilgangi einum að réttlæta vitleysuna, sem þeir all-
ir tóku þátt í með einum eða öðrum hætti. Ummælin eru að minni
hyggju vel valin, en þó aðeins úrval, og trúlega mætti setja saman
margar svona bækur án þess að endurtaka sömu ummælin.
Það er eðli frétta og þess sem haft er eftir fólki í fjölmiðlum að það
gleymist fljótt, einkum það sem kemur í svonefndum ljósvakamiðl-
um. Af þeim sökum er nauðsynlegt að ummælum á borð við þau sem
hér eru birt sé haldið til haga, en guð hjálpi okkur ef það vitræna, sem
þó var sagt, gleymist með öllu. Lesandi, sem ekki hefði aðra heim-
ild en þessa bók við að styðjast um útrásartímann, gæti ekki dregið
aðra ályktun en þá að á þessum tíma hafi Íslandi verið stjórnað af
fíflum. Og hvað segir það um alla þá sem hlýddu og dönsuðu með?
„Hátt hreykir heimskur sér, heimskari er sá sem neðar er,“ segir gam-
alt máltæki.
Jón Þ. Þór
Þeirra eiGin orð
Óli Björn Kárason
Mörg ummæl-
in sem birt eru
í bókinni lýsa
ótrúlegu oflæti
og glópsku ís-
lenskra ráða-
manna á útrás-
artímanum.
Útgefandi:
Bókafélagið ugla
TILVITnAnABÓK