Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2009, Page 21
fréttir 2. desember 2009 miðvikudagur 21
Barack Obama Bandaríkjaforseti er önnum kafinn nú um mundir.
Hann er vart búinn að tilkynna um fjölgun bandarískra hermanna í
Afganistan þegar hann fer til Noregs til að taka við friðarverðlaunum
Nóbels. Í leiðinni kemur hann við í Kaupmannahöfn vegna loftslags-
ráðstefnunnar sem þar verður haldin.
FRIÐARDÚFA Í VÍGAHUG
Fyrir örfáum dögum var Barack
Obama Bandaríkjaforseta hrós�
að fyrir að opna það öngstræti sem
loftslagsráðstefnan í Kaupmanna�
höfn var komin í og forsetaembætt�
ið staðfesti að Bandaríkin myndu
vinna að því að draga úr losun gróð�
urhúsalofttegunda. Rúsínan í pylsu�
endanum var sú að Obama myndi
koma við á ráðstefnunni á leið sinni
til Oslóar þar sem hann mun taka við
friðarverðlaunum Nóbels.
Víða um lönd mátti heyra and�
vörp léttis, enda hafði verið litið á
þá staðreynd að Bandaríkin höfðu
ekki sett sér markmið hvað varðaði
losun gróðurhúsalofttegunda sem
mögulega eina alvarlegustu hindrun
fyrir pólitísku samkomulagi í Kaup�
mannahöfn.
Kaupmannahöfn í leiðinni
Allt væri þetta nú gott og blessað ef
ekki væri fyrir þá staðreynd að er�
indi ferðalags Obama virðist ekki
vera loftslagsráðstefnan og hugur
hans virðist bundinn við aðra hluti,
nánar tiltekið friðarverðlaun Nób�
els sem honum verða afhent þann
10. desember í Osló. Gert er ráð fyrir
að Obama muni heiðra starfsbræð�
ur sína í Kaupmannahöfn þann 9.
desember og ekki talið líklegt að
hann sameinist öðrum leiðtogum
heims í að undirrita samkomulag um
aðgerðir í loftslagsmálum í lok þess�
arar tveggja vikna ráðstefnu.
Nóbelsverðlaunin fá meiri
umfjöllun
En í ljós hefur komið að erfitt get�
ur reynst að útvega bandarískum
blaðamönnum hótelherbergi í Kaup�
mannahöfn. Í tilkynningu frá ferða�
skrifstofu Hvíta hússins sagði að ein�
ungis væri mögulegt að útvega einni
tylft fréttamanna herbergi í Kaup�
mannahöfn og yrði þar um að ræða
þá sem yrðu í fylgdarliði forsetans.
Aðrir bandarískir fréttamenn fara til
Oslóar og flytja Bandaríkjamönnum
tíðindi af Nóbelsverðlaunahátíðinni.
„Það er ekki að við viljum ekki
hafa þá [fréttamennina] þarna, en
við höfum heyrt að nálægustu hótel�
herbergin sé að finna í Osló,“ var haft
eftir talsmanni ferðaskrifstofu Hvíta
hússins á vefsíðu Times.
Hótelrými í Kaupmannahöfn
er fyrir margt löngu uppbókað, en
hermt er að sendinefnd Bandaríkj�
anna á loftslagsráðstefnuna telji um
sexhundruð manns.
Grár fyrir járnum
Barack Obama fær friðarverðlaun
Nóbels meðal annars fyrir „stórkost�
legt átak hans til að styrkja nærgætni
í alþjóðasamskiptum og samstarf
þjóða í milli“. Það má til sanns vegar
færa að ekki var þörf á bættum sam�
skiptum á alþjóðavettvangi þegar
Obama tók við embætti, og sú þörf er
að miklu leyti tilkomin vegna utan�
ríkisstefnu forvera hans í starfi.
Engu að síður má segja að það
skjóti skökku við að Barack Obama
taki á móti friðarverðlaunum Nóbels
með annarri hendi og auki við stríðs�
rekstur Bandaríkjanna með hinni.
Obama tilkynnti í gær um fjölgun
bandarískra hermanna í Afganist�
an. Fjölgunin nemur 30.000 her�
mönnum og þegar hún er fullkomn�
uð verður heildarfjöldi bandarískra
hermanna í Afganistan kominn yfir
100.000.
Tvöföldun í valdatíð Obama
Með þeirri fjölgun verður fjöldi her�
manna sem Obama hefur sent til Af�
ganistan kominn í 55.000 og Obama
kominn verður inn á nýjar lendur
sem forseti Bandaríkjanna því þar
með hefur hlutur Bandaríkjanna í
stríðinu í Afganistan meira en tvö�
faldast síðan Obama tók við emb�
ætti. Að auki mun ábyrgðin á árangri
eða mistökum lenda á hans herðum
af meiri þunga en hingað til. Reynd�
ar kann hann að freistast til að skella
skuldinni á forvera sinn, George W.
Bush, og þá handvömm að leggja
meiri áherslu á stríðið í Írak og van�
rækja átökin í Afganistan.
Reiknað er með að fyrstu viðbót�
arhermennirnir komi til Afganistan
í ársbyrjun, en það gæti liðið allt að
einu og hálfu ári áður en allir við�
bótarhermenn Bandaríkjanna verða
komnir til Afganistan.
KOlBeiNN þOrsTeiNssON
blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is
Grand Hótel í Osló Barack Obama mun
gista á hótelinu við Nóbelsverðlaunahá-
tíðina. MyNd: AFP
Bandarískir her-
menn í Afganistan
Bandarískum her-
mönnum mun fjölga
um 30.000 samkvæmt
ákvörðun Baracks
Obama. MyNd: AFP
Gen valda gráu hári
Mun meiri líkur eru á að gen kvenna
valdi því að hár þeirra gráni en aðrir
þættir á borð við streitu eða matar�
æði, samkvæmt nýlegri rannsókn
sem framkvæmd var af vísinda�
mönnum fyrirtækisins Unilever.
Vísindamennirnir rannsökuðu
yfir 200 eineggja og tvíeggja danskar
tvíburasystur á aldrinum 59 til 81
árs. Hjá eineggja tvíburunum var
ekki vart mikils munar hvað varðaði
grátt hár, en sömu sögu var ekki að
segja hjá tvíeggja tvíburunum, sem
ekki hafa eins gen.
Rannsóknin leiddi einnig í ljós að
hárþynningu má hugsanlega rekja
til þátta sem tengjast umhverfi og
lífsmáta fólks.
Rolluropi
rannsakaður
Ástralskir vísindamenn vonast til
að geta ræktað sauðkind sem ropar
minna en venjulegar sauðkindur og
yrði ræktunin liður í baráttunni gegn
loftslagsbreytingum.
Vísindamennirnir hafa reynt að
finna gen sem veldur því að sumar
kindur ropa minna en aðrar.
Áströlsk stjórnvöld segja 16 pró�
sent losaðra gróðurhúsalofttegunda
koma úr landbúnaðargeiranum og
þar af, að sögn þarlendrar rannsókn�
arnefndar um sauðfé, koma 66 pró�
sent frá búfénaði.
Á meðal þess sem vísindamenn�
irnir hafa komist að er að því meira
sem kindurnar éta því meira ropa
þær.
Bann við bæna-
turnum fordæmt
Múslímskir leiðtogar víða um
heim hafa fordæmt ákvörð�
un Svisslendinga um bann við
bænaturnum. Evrópskir stjórn�
málamenn, mannréttindafröm�
uðir og háttsettir kirkjunnar
menn hafa tekið í sama streng.
Bernard Kouchner, utanrík�
isráðherra Frakklands, sagði
bannið vera „hneykslanlegt“ og
múslímskir embættismenn vör�
uðu við „vaxandi íslamsfælni“.
En leiðtogar öfga hægriaf�
la í Evrópu fögnuðu banninu og
hvöttu til sambærilegra takmark�
ana í öðrum löndum.
Páfagarður fordæmdi bannið
sem brot á trúfrelsi.
Þúsundir tamílskra borgara streymdu
út úr kyrrsetningarbúðum stjórn�
valda á norðurhluta Sri Lanka eftir að
stjórnvöld opnuðu hlið þeirra. Búð�
irnar, sem hafa geymt tamílska borg�
ara síðan stjórnin bar sigurorð af Tam�
íl�tígrunum í maí, hafa verið mjög
umdeildar og fordæmdar af alþjóða�
samfélaginu.
Upphaflega var um 300.000 Tamíl�
um haldið í kyrrsetningarbúðum og í
gær fengu síðustu 130.000 Tamílarnir
frelsi. Reyndar er gert ráð fyrir að fjöldi
Tamílanna muni halda til í búðun�
um enn um sinn þar sem heimaþorp
þeirra hafa verið lögð í rúst eða vegna
þess að enn er að finna jarðsprengjur í
grennd við þorpin.
Ríkisstjóri Norður�héraðsins á Sri
Lanka, G. A. Chandrasiri, sagði í við�
tali við Times að búið væri að breyta
öllum kyrrsetningarbúðum í opnar
búðir og öllum væri frjálst að koma og
fara að vild og yrði veittur nægur tími
til að ákveða hvenær hentugast yrði að
snúa heim.
„Þau geta farið til þorpa sinna,
heimsótt ættingja og komið aftur í
búðirnar ef þau kjósa,“ sagði Chandra�
siri, og bætti við að fólki væri frjálst
að dvelja í búðunum þar til það hefði
annan stað að búa á.
Stjórnvöld á Sri Lanka hafa ver�
ið undir vaxandi þrýstingi af hálfu al�
þjóðasamfélagsins um að opna búð�
irnar, en þær hafa verið eitt helsta
þrætuefnið síðan ríkisstjórn landsins
batt enda á 26 ára borgarastríð.
Yfirvöld á Sri Lanka láta undan alþjóðlegum þrýstingi:
Tamílum veitt frelsi
Frelsinu fegnir Tamílar
streyma út úr kyrrsetningar-
búðum á Sri Lanka. MyNd AFP