Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2010, Síða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 20. janúar 2010 FRÉTTIR
Strætó hefur gefið út tilmæli til far-
þega sinna um að hætta að tala í far-
síma á meðan þeir ferðist með vögn-
unum af tillitssemi við aðra farþega,
sem hafi engan áhuga á að vita allt
um einkalíf viðkomandi. Strætó hef-
ur hengt upp skilti í strætisvögnum
sínum með yfirskriftinni „Þú ert ekki
einn“. Á skiltinu gefur að líta farþega
í strætó að tala í símann og fyrir aftan
hann er manneskja sem minnir helst
á hina harmi slegnu persónu í mál-
verkinu Ópinu eftir Edvard Munch.
Myndinni fylgir orðsending frá
Strætó þar sem segir að gaman sé að
spjalla í síma við einhvern sem þekk-
ir mann. En fyrir ókunnuga er ekki
spennandi að vita hvað þú gerðir um
helgina, hvert þú ætlar um næstu
helgi, með hverjum, í hvaða fötum
og svo framvegis. Eru farþegar vin-
samlegast beðnir um að virða aðra
farþega og njóta ferðarinnar.
Auglýsingin er hluti af herferð
Strætó um tillitssemi farþega og er
að skandinavískri fyrirmynd. Á öðru
plakati eru farþegar til að mynda
beðnir um að trufla ekki strætóbíl-
stjórann með óþarfa masi.
Samkvæmt upplýsingum frá
Strætó er farþegum ekki bannað að
tala í síma í strætisvögnum og þar
af leiðandi engin viðurlög við því,
líkt og að borða ís eða skyndibita í
vagninum. Auglýsingarnar munu
hins vegar vera leiðbeiningar til far-
þega um að skapa friðsælt umhverfi
í strætó.
Ýmis úrræði hafa verið reynd á
síðustu árum til þess að gera strætó
að meira aðlaðandi ferðakosti, til
dæmis lagði Gísli Marteinn Bald-
ursson borgarfulltrúi til að farþegar
fengju ókeypis kaffi í strætó og dag-
blöðum yrði dreift. Strætisvagnabíl-
stjórar reyndust ekki hrifnir af þeirri
hugmynd að kaffi yrði í boði í vögn-
ununum. valgeir@dv.is
Auglýsingaherferð Strætó um tillitssemi við aðra farþega:
Ekki tala í síma í strætó
Strætó Farþegar eiga ekki að tala
í símann á þeim forsendum að
sessunautar þeirra hafi ekki áhuga
á að vita um persónuleg mál þeirra.
Vantrausti á Hönnu
Birnu hafnað
Meirihlutinn í borgarstjórn vísaði frá
vantraustsályktun Ólafs F. Magnús-
sonar, borgarfulltrúa F-lista, sem
hann bar fram gegn Hönnu Birnu
Kristjánsdóttur borgarstjóra. Ólafur
hefur gagnrýnt Hönnu Birnu harð-
lega og keypti heilsíðuauglýsingu í
Fréttablaðinu þar sem hann gerði
grein fyrir ávirðingum sínum í henn-
ar garð.
Vantrauststillöguna bar Ólaf-
ur fram á fundi borgarstjórnar á
þriðjudag. Hún kom þó ekki sjálf til
atkvæða því að eftir að Ólafur hafði
gert grein fyrir tillögunni var lögð
fram frávísunartillaga og hún sam-
þykkt.
Ólafur víttur
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, forseti
borgarstjórnar, vítti Ólaf F. Magnús-
son, borgarfulltrúa F-lista, fyrir mál-
flutning þess síðarnefnda í ræðustóli
þegar hann gerði grein fyrir van-
traustsályktun sinni á Hönnu Birnu
Kristjánsdóttur borgarstjóra.
Ólafur fór með frumsamið kvæði
þar sem hann sakaði Hönnu Birnu
um óheiðarleika og leti, meðal ann-
ars. Vilhjálmur gerði þá athugasemd
við málflutning Ólafs og sagði að
færu menn með níðvísur í borgar-
stjórnarstól yrðu þeir sjálfir að bera
ábyrgð á því.
Keypti Lýsi fyrir
235 milljónir
Guðbjörg Matthíasdóttir, fjárfest-
ir úr Vestmannaeyjum, fékk lán
skömmu eftir bankahrunið til að
kaupa Lýsi hf. fyrir 235 milljónir
króna. Seljendur Lýsis voru þau
Gunnlaugur Sævar Gunnlaugs-
son, náinn samstarfsmaður Guð-
bjargar, og Katrín Pétursdóttir,
framkvæmdastjóri Lýsis. Þetta
kom fram í fréttum Stöðvar 2 á
þriðjudagskvöld.
Samkvæmt fréttum Stöðvar 2
námu langtímaskuldir Hnot-
skurnar, eignarhaldsfélags Gunn-
laugs og Katrínar, 2,7 milljörðum
króna í árslok 2008. Hagnaður
fyrir skatt og vaxtagjöld voru hins
vegar rúmlega hálfur milljarður
króna. Eigið fé félagsins er nei-
kvætt um milljarð.
Sex dópaðir
undir stýri
Sex ungir menn voru teknir á
höfuðborgarsvæðinu um helg-
ina fyrir að aka undir áhrifum
fíkniefna. Yngsti ökumaðurinn
er sautján ára, og því tiltölulega
nýkominn með bílpróf, og sá elsti
þrítugur. Einn þeirra braut ekki
aðeins lög með því að aka undir
áhrifum fíkniefna heldur mátti
hann ekki keyra bíl undir neinum
kringumstæðum þar sem hann
hafði áður verið sviptur ökuleyfi.
Sextán til viðbótar voru teknir
fyrir ölvunarakstur, tólf karlar og
fjórar konur.
Flestir borgarfulltrúar þiggja góð-
ar aukagreiðslur ofan á grunnlaun
með stjórnarsetu í hinum svokölluðu
B-hlutum fyrirtækja borgarinnar.
Það eru Orkuveita Reykjavíkur, REI,
Faxaflóahafnir, Strætó bs., Slökkvi-
lið höfuðborgarsvæðisins og Sorpa
bs. Borgarfulltrúar fá á bilinu 70 til
180 þúsund krónur á mánuði fyrir
stjórnarsetu og stjórnarformennsku
í þessum fyrirtækjum. Auk þess sitja
borgarfulltrúar í stjórn Sambands ís-
lenskra sveitafélaga og þiggja greiðsl-
ur fyrir.
Fram hefur komið í DV að borg-
arfulltrúarnir Kjartan Magnússon
og Sigrún Elsa Smáradóttir þiggja
laun fyrir stjórnarsetu í Orkuveitu
Reykjavíkur og dótturfélagi þess REI.
Nema árslaun Kjartans fyrir stjórnar-
formennsku í REI um tveimur millj-
ónum króna. Hann þiggur auk þess
112.500 krónur á mánuði fyrir stjórn-
arsetu hjá móðurfélagi REI, Orku-
veitunni. Þessar greiðslur leggjast
ofan á grunnlaun borgarfulltrúa sem
Kjartan hefur á mánuði, með 25 pró-
senta álagi vegna formennsku í fagr-
áðum borgarinnar.
Dæmi Kjartans er ekki einsdæmi
því flestir borgarfulltrúar meiri-
hlutans fá álagsgreiðslur vegna for-
mennsku í fagráðum ofan á grunn-
laun sín og þiggja þóknun fyrir
stjórnarsetu í fyrirtækjum borgar-
innar. Nánar verður fjallað um laun
og aukagreiðslur borgarfulltrúanna í
helgarblaði DV.
Skýrar reglur ekki til
Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í
stjórnmálafræði við Háskólann á
Akureyri, segir að engar skýrar regl-
ur gildi um fyrirtæki borgarinnar og
aðkomu kjörinna fulltrúa að þeim.
„Þessi fyrirtæki eru fyrir utan þetta
pólitíska nefndakerfi sem tilheyr-
ir fulltrúahlutverkum þeirra. Störfin
í stjórnunum eru líklega skilgreind
fyrir utan þetta hefðbundna hlutverk
kjörins fulltrúa í sveitarstjórn og þess
vegna launað starf. Hugsunin hlýt-
ur auðvitað að vera að þetta sé meiri
vinna en eðlilegt er ætlast til af kjörn-
um fulltrúa. Svo er aftur annað mál
hvort fólki finnst að þessi fulltrúar
eigi heima í þessum fyrirtækjum eða
hvort krafa sé um að aðrir eiga frekar
að sjá um þau.“
Mikil vinna
Grétar Þór bendir á að mikil vinna
geti fylgt fulltrúastarfinu. „Í svona
stórum sveitarfélögum eins og
Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði
og Akureyri er það orðin ansi mik-
il vinna að vera borgar- eða bæjar-
fulltrúi, kannski í meirihluta, og með
formennsku í nefndum. Þetta þýðir
að viðkomandi allt að því hrökklast
út af öðrum vinnumarkaði. Þá er það
spurning um hvort fulltrúar hlaði á
sig verkefnum í sveitarstjórnarmál-
unum til að þeir þurfi ekki að standa
í annarri vinnu. Þetta er ein hlið á
þessu. En menn geta náttúrulega
seilst langt í því að koma ár sinni fyrir
borð,“ segir Grétar.
Lágmarksfjöldi fulltrúa
Í Reykjavík búa 120.000 manns en
í Kópavogi 30.000. Grétar Þór segir
að ekki megi gleyma þessum stærð-
armun. „Reykjavík er yfirgnæfandi
stærsta sveitarfélagið á Íslandi. Og
fulltrúarnir eru ekkert mikið fleiri
en í Kópavogi. Verkefnin og umfang-
ið er margfalt meira en það eru fjór-
um fleiri borgarfulltrúar í Reykjavík.
Það væri hægt að skoða hvort menn
vildu ekki dreifa þessari vinnu á fleiri
hendur. Samkvæmt sveitarstjórnar-
lögum eiga sveitarfélög með 50.000
íbúa og fleiri að hafa 15-27 fulltrúa.
Það er sem sagt heimild í lögum til
að hafa 27 borgarfulltrúa. Grétar
rifjar upp sögu borgarstjórnarmál-
anna. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn
hafði hreinan meirihluta borgarfull-
trúa mörg kjörtímabil í röð skapaðist
ákveðin hefð.
„En það hefur alltaf verið valin
sú leið að vera með 15 borgarfull-
trúa. Aðalástæðan er sú að á meðan
Sjálfstæðisflokkurinn var alltaf með
hreinan meirihluta var það stærð-
fræðileg staðreynd að það var auð-
veldast að halda hreinum meirihluta
með 15 fulltrúum. Vinstrimeirihlut-
inn 1978-’82 fjölgaði borgarfulltrú-
um í 21. Því var síðan breytt snarlega
aftur þegar Sjálfstæðisflokkurinn
komst að 1982 undir forystu Davíðs
Oddssonar og fulltrúum fækkað aft-
ur niður í 15,“ segir Grétar.
Flestir borgarfulltrúar meirihluta og minnihluta hafa góðar aukatekjur af setu í
stjórnum fyrirtækja Reykjavíkurborgar. Stjórnmálafræðiprófessorinn Grétar Þór Ey-
þórsson veltir fyrir sér hvort borgarfulltrúar hafi of mikið að gera.
FÁIR FULLTRÚAR
UM HITUNA
HELGI HRAFN GUÐMUNDSSON
blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is
Situr í stjórn SHS Hanna Birna
Kristjánsdóttir borgarstjóri situr
í stjórn Slökkviliðs höfuðborgar-
svæðisins. MYND BRAGI ÞÓR
Stjórnarformaður Júlíus Vífill er stjórn-
arformaður Faxaflóahafna. MYND RÓBERT